Þjóðólfur - 12.11.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.11.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 187 lyndari en þeir, sem ófrjálslyndari eru kallaðir, og svo leggja nýjar stjórnir sig optast í lima að sýna sig sem íhaldssam- astar og varfærnastar, til þess að vera ekki sakaðar um gapaskap. Það verður optast dálitið annað upp á teningnum, þá er ábyrgðin kemur til skjalanna og þeir komast sjálflr til valdanna, sem tannhvass- astir eru áður og vandlætingasamastir um gerðir valdhafanna. Hvað það á að þýða, að Scavenius ætlar að semja við Islandsráðherrann um viðskiptaráðunaut- inn, er ekki gott að vita, líklega í þá átt, að fá hann kallaðan heim aptur eða eitthvert danskt eptirlit haft á honum, gerðurt.d.að beinni undirtyllu dönsku kon- súlanna eða eitthvað því um líkt. I. Islendingar eru og hafa verið frá upp- hafi vega sinna söguþjóð og það í tvenn- um skilningi. Lif þjóðarinnar hefur vei- ið að mörgu leyti viðburðaríkt, og vér höfum átt fjölda at mönnum, er verið hafa sérkennilegir og sögulegir fyrir margra hluta sakir. I öðru lagi hefur þjóðin verið elsk að öllum sagnafróðleik og sagnaritun. Bera vott um það meðal annars íslendingasög- urnar, tilvera þeirra og vinsældir. Þær hafa verið sá Mímisbrunnur, er alþýðan hér hefur ausið af sögufróðleik sinn og þekkingu á forntíð Islands. Og þær eru og munu jafnan verða gimsteinn íslenzkra bókmennta. Frá því sögur hófust hér á landi hafa Islendingar unnað öllum sagnafróðleik, og framan af og það til skamms tíma, hafa þeir kunnað þá list, að segja sögur, I fornsögunum er eigi svo sjaldan minnst á menn, er sögðu sögur og skemmtu öðr- um meö því. Fórst sumum það svo vel, eptir þvl sem ráða má af sögunum, að það hefur verið með afbrigðum gert, og nautn að hlýða á. Eitt sinn er þess getið, að íslenzkur maður ungur kæmi til Haralds konungs harðráða Sigurðssonar og beiddi hann á- sjár. Konungur spurði, hvort hann kynni nokkur fræði. Hann létzt kunna nokkr- ar sögur. Veitti konungur honum þá vetrarvist, en ákvað, að hann skyldi ávalt skemmta, er menn vildu. Og svo gerði hann. Aflaði hann sér skjótt vinsælda hjá hirðinni, og gáfu menn honum klæði, en konungnr gaf honum gott vopn í hönd sér. Leið nú svo fram til jóla, en þá ógladdist íslendingurinn, Konungur fann það og spurði, hvað til bæri ógleði hans. Hann kvað það koma til af mislyndi sínu. Eigi trúði konungur því. Gat hann þess til, að nú mundu sögurnar þrotnar, »því að þú hefur«, segir konungur, »jafn- an skemmt hverjum, sem beitt hef- ur í vetur og löngum bæði næt- ur og daga«. Islendingurinn kvað rétt getið; en »sú ein er sagan eptir, er eg þori eigi hér að segja, því það er útfar- arsaga yðar«. Þá sögu kvaðst konungi sér vera mesta forvitni að heyra, og bað hann helja sögu þessa fyrsta jóladag. »Mun eg svo stilla til með þér«, segir hann, »að jafndrjúg verði sagan og jólin, °g ekki mttn þú á mér finna, hvort mér þykir vel eða illa«. Svo fór, sem kon- ungur ákvað; en sumum þótti íslending- urinn djarfur að segja þessa sögu. Lfk- aði sumum vel frásagan, en öðrum fannst minna um. Það var jafnsnemma að jól- in þraut og sögunni var lokið. Þótti kontingi sagan allvel sögð og hvergi vik- ið frá þv/, sem efni stóð til, en spurði, hver honum hefði kennt. Hann svarar: »Það var vandi minn úti á íslandi, að eg fór hvert sumar til þings og nam eg hvert sumar nokkuð af sögunni, en Hall- dór sagði Snorrason. »Þá er eigi undar- legt«, segir konungur, »að þú kunnir vel, er þú hefur af honum numið, og heldur mun þessi saga þér að gagni vera. Skaltu með mér velkominn hvern tíma, er þú vilt með mér vera«. — Var hann sfðan með konungi um veturinn. Saga þessi sýnir það tvennt, að menn hafa kunnað sögur og sagt vel frá, ogað sögur hafa verið sagðar á alþingi 1 þá tíð. Er getið um það vfða í sögum vor- um, að menn sögðu sögur þar bæði af ferðum sínum 1 öðrum löndum, og af konungum og öðrum mönnurn, er þeir heimsóttu. Var að þessu skemmtun mikil og fróðleikur. En gera má ráð fyrir, að stundum hafi sá, er söguna sagði, vikið ýmsu við, og fært á betri veg, ef 1 hlut áttu vinir hans. — Hitt átti sér og einnig stað, að hallað var réttu máli í frásögninni til hins lakara. Hafa þar ekki allir verið jafnvandir að virðingu sinni og óhlut- drægni í frásögninni og Haildór Snorra- son var, að dómi Haralds konungs. Sem dæmi um óráðvendni í þessu efni er frásaga Gunnars Lambasonar um Njáls- brennu í jólaveizlunni hjá Sigurði jarli 1 Hrossey. Var hann fenginn til að segja tíðindi þau, er gerzt höfðu um brennuna, og settur undir hann stóll. Kára Söl- mundarson bar þar að, er Gunnar sagði frá, því hann var þá einnig staddur í Orkneyjum, og hlýddi til á meðan. Þetta var á sjálfan jóladaginn. Þar var og staddur konungur sá er Sigtryggur hét. Hann spurði: »Hversu þoldi Skarp'néð- inn brennunni?« »Vel fyrst lengi vel«, sagði Gunnar, »en þó lauk svo, að hann grét«. Og um allar sagnir, segir sagan, að hann hafi hallað til, »enn ló víða frá«. Kári stóðst þetta ekki, hljöp inn rneð brugðnu sverði og hjó á hálsinn Gunnari Lamba- sjmi og svo snart, að höfuðið fauk upp á borðið fyrir konunginn og jarlinn, er til borðs sátu. —: Mun margur kalla, að það hafi verið makleg málagjöld. Þegar ritlistin kom til sögunnar og barst hingað til landsins, urðu ýmsir til þess að færa í letur það sem við bar og skeð hafði. Með þvf hófst sagnaritunin hér. Eigum vér þar stórmikið að þakka mönnum eins ogAra fróða, Sturlu Þórðarsyni, Snorra Sturlusyni, Sæmundi fróða og mörgum fleiri. í klaustrunum var og margt skrásett, og eiga vafalaust margar af sögum vorum rpt sfna að rekja til þeirra. En þegar kem- ur fram yfir 13. öld, fer heldur að draga úr íslenzku sagnarituninni. Þó verða ávallt einhverjir til þess að halda uppi sagna- ritun, sem mest er þó fólgin í þvf, að skrifa annála um tíðarfar, eldgos og ann- að er við bar og þótti f frásögu færandi. Meðal þeirra, er þetta gerðu, er Björn J ó n s s o n bóndi á Skarðsá í Skagafirði. En jafnvel þó sagnarituninni hnignaði frá því, er áður var, þá heldur hún þó jafnan áfram öld fram af öld. Hún deyr aldrei út, jafnvel ekki, þá er myrkvast er yfir þjóðlífinu hér á landi. Sagnaritunin og sögufróðleiksþráin er svo sterk og rót- gróin í eðli þjóðarinnar, að þetta hvort- tveggja helzt við, hvað sem annars ágeng- ur og hvernig sem högum þjóðarinnar er að öðru leyti háttað. A 18. öld og fyrri hluta 19. aldar eru hér á landi ýmsir menn, er rita bæði sög- ur almenns efnis, þætti um einstaka menn og viðburði o. s. frv. Má þar fyrstan telja Jón sýslumann Espólín. Hið mikla og merkilega rit hans, Árbæk- urnar, mun jafnan halda á lopti minn- ingu þessa merkismanns, sem á fáa sína lfka. Þá má nefna Gísla Konráðsson, sagnfræðinginn fjölfróða. Ritaði hann upp viðburði og æfiatriði manna, er honum þóttu að einhverju leyti merkir eða einkenni- legir. Eigum vér honum meðal annars að þakka, að til er nákvæm saga, bæði um Natansmálið og fjárdrápsmálið í Húna- vatnssýslu. Og ótal margt fleira mark- vert hefur hann skrásett og forðað þann- ig frá glötun og gleymsku. Nefna mætti enn fleiri frá þessum tíma, er rituðu upp ýmislegt, bæði sagnir um einstaka menn og atburði, en því verður að sleppa. — En minna mætti í þessu sambandi á sagnaþættina, sem kom- ið hafa og eru að koma út í Þjóðólfi. Eru þeir margir einkar fróðlegir og ólíkt gagnlegri og hollari til lesturs fyrir al- þýðu, heldur en útlenda söguruslið, sem flest blöðin flytja og hafa flutt. 5. N. frá „Thore“-félaginu. Það ætti reyndar ekki að vera þörf á að mótmæla annari eins vitleysu og þeirri, sem Reykjavíkurblöðin tvö hafa reynt að útbreiða um það, að ráðherrann hafi lán- að „Thore‘‘-fé,aginu úr landssjóði, eða látið landsbankann lofa því hálfrar mil- jónar króna láni, eða meira. Til þess þó að stemma stigu fyrir þess háttar rógburði í eitt skipti fyrir öll, skal eg hérmeð lýsa yfir því, að pað er tilhœlu- laus lygi, að »Thore«- félagið hafi iekið á móti, eða fengið loforð um eins eyris lán, eða fyrir/ramborgun i nokkurri mynd, enda hefur féiagið ekki þurft á því að halda. Sérhver, sem hér eptir flyt- ur slíkar lygar um félagið, til að vinna því tjón, verður látinn sæta ábyrgð, og hef eg þegar gert ráðstöfun til málshöfð unar gegn blaðinu „Lögrétttu" fyrir grein þess 13. okt. Eg hafði ekki búizt við því, að landar mínir þökkuðu mér með skömmum það starf, sem eg hef árum saman unnið að því að bæta íslenzkar samgöngur, og eytt til tíma og fé, og án þess, að eg vilji gera ofmikið úr sjálfum mér, finnst mér þó, að enda þótt eg fái engar þakkir fyrir það fé, sem eg hef sparað íslandi með þvf að færa niður flutnings- og fargjaldið með gufuskipunum, þá ætti það þó að leysa mig undan því, að vera skammaður og svfvirtur í íslenzkum blöðum. Á meðan Sameinaða gufuskipafélagið réð eitt öllu um íslenzkar samgöngur, var flutningsgjaldið 25% hærra á sumrutu, en nú og á haustum 40% hærra. Ef talið er, að flutningsgjald af vörum með gufuskipum til og frá íslandi, sé nú hér um bil 1200,000 kr. á ári — „Thore" hefur síðustu tvö árin fengið 1 flutníngs- gjald hér um bil 670,000 kr. að meðaltali þar af nálægt þriðjung um vetrarmánuð- ina — þá nemur niðurfærslan á ári: 25 % af kr. 800,000 = kr. 200,000 40% — — 400,000 = — 160,000 kr. 360,000 Þegar hér við bætist, að farbegagjaldið er sett niður um nál. 30% og fæðispening- ar jafnmikið, þá eru það engar ýkjur, þótt eg segi, að landið grœði nú sem svarar 400,000 kr. árlega i samanburði við eldra verðlagið. Og þó blygðast menn sín eigi fyrir að ausa það félag auri, er smám saman hefur sparað landinu fé, svo mil- jónum skiptir; eg hef nú rekið gufuskipa- ferðir til íslands í 13 ár, og einatt gert það styrklaust. Eg skal, í sambandi við þetta, leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir út af þeim gersamlega ástæðulausu árásum, sem beint er að stjórnarráðinu út af samningn- uro við „Thore". Gamla máltækið, „að margur heldur mann af sér“, sannasthér, því að svo laust virðist sumum mönnum vera orðið gerræðið, að af því að ráðherra erívináttu við framkvæmdarstjóra „Thore"- félagsins, þá geta þeir ekki, eða vilja ekki trúa því, að hann láti hagsmuni landsins sitja fyrir öllu öðru. Sannleikurinn var þó sá, að stjórnar- ráðið var svo óvægið í samningunum við „Thore", að mér hlaut að þykja nóg um. Menn geta að eins borið samninginn við Sameinaða gufuskipafélagið undanfarin ár saman við samninginn við „Thore". Mér virðist það beinlínis ganga næst því að vera móðgandi, er stjórnarráðinu þótti nauðsyn á að taka það fram í samningn- um, að framkvæmdarstjóri Thorefélagsins 161 orðum, Avon lávarður, sem fulltrúi laganna ábyrgist eg, að þér verðið í öruggri gæzlu, þangað til krafizt verður, að eg láti yður úr mínum höndum«. „Þú ert trygðatröll, James". „O, sei—sei, þetta er alveg lögum samkvæmt. Eg býst við, að þér hafið ekkert hér við að athuga, sir Lothian Hume". Sir Lothiam yppti öxlum og leit illilega til hans. Sfðan sneri hann sér að frænda mlnum. „Við eigum ennþá ofurlítið óútkljáð okkar 1 milli", sagði hann, »Viljið þér gera svo vel og tilnefna einn af vinum yðar. Hr. Corroran, sem situr úti í vagninum mínum, mun gæta minna hagsmuna, og gætum eftil vill hittst snemma í fyrra málið". »Með ánægju" svaraði frændi minn. Eg ímynda mér, frændi, að faðir þinn muni ekki skorast undan að vera einvígisvottur minn. Vinur yðar getur snúið sér til lautinants Stone í Munkaeik, og bezt að hann gerði það sem fyrst". Þannig lauk þessum kynlega fundi. Eg hljóp til æskuvinar míns og reyndi að segja honum, hvflíkt gleðiefni hamingja hans væri mér, og hlustaði á full- yrðingar hans um, að ekkert mundi nokkru sinni geta dregið ur því vináttu- þeli, sem hann bæri til mín. Frændi rninn hnippti í öxlina á mér og við vorum í þann veginn að fara, en þá kom Ambrosius til hans með undirgefnissvip því að hann hafði nú dregið aftur járngrímuna yfir allar ástríður sínar. „Fyrirgefið, sir Charles", sagði hann, „en mér er mikiJ. raun að sjá, hvernig slifsið yðar er bundið. „Þér hafið rétt að mæla, Ambrosíus", svaraði frændi minn. »Lorimer legg- ur sig allan fram, en hann hefur aldrei getað fyllt upp í það skarð, sem eptir yður varð“. »Mér mundi þykja það mikill heiður, að mega þjóna yður, sir Cbarles. En þér verðið að viðurkenna, að Avon lávarður hefur eldri kröfur til mín. Et hann vildi sleppa mér—“. »Þér megið fara, Ambrosius, þér megið fara!“ sagði Avon lávarður. »Þér eruð fyrirtaks þjónn, en návist yðar er orðin mér kvalræði". „Þökk, Ned, sagði frændi. C’est le meilleur valet possible1)- En þér rnegið ekki yfirgefa mig aptur eins snögglega«. „Leyfið mér að gera vður grein fyrir ástæðunum, sir. Eg hafði afráðið, að segja upp vistinni, þegar við værum komnir til Brighton. En þegar við ókum um daginn út úr þorpinu, kom eg auga á konu, sem ók í léttivagni, konu, sem eg vissi, að hafði verið í mjög nánum kynnum við Avon lávarð, þó að eg vissi 1) 0: Þetta er sá bezti þjónn, sem á verður kosið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.