Þjóðólfur - 19.11.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.11.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. nóvember 19 09. M 49. Tónskimi h v í t og m ó r a u ð kaupir verzlun Gunnars Þorbjarnarsonar. Fjölgun ráðherra. (Niðurl.). En það eru ekki eingöngu ástæður þær, sem stjórnin færir, er taka þarf til greina í þessu máli, heldur það, er fyr var á vikið, og að mínu áliti er allþungt á metunum, en það er, að með fjölgun ráð- herranna (t. d. með 3 ráðherrum) mundi að miklu leyti verða komið í veg fyrir hinar hatramlegu æsingar og illindaaustur þann, er aldrei linnir meðan einn maður fer með öll völdin, en af þessum ófriði og ærslum leiðir afarmargt illt, og veldur slfkt hátterni mikilli spillingu íþjóðlífinu, eitrar alla samvinnu í velferðarmálum þjóð- arinnar, og gerir hana að leiksoppi í höndum valdasjúkrar klíku, er ekkert •markmið hefur annað, en að velta ráð- herranum með réttu eða röngu, og setjast sjálf að völdum. Og þá er um einn mann er að ræða, getur valið opt lent á þeim, er sízt skyldi. Og svo byrjar leikurinn á ný að koma honum frá, og svo koll af kolli, ef til vill á örstuttum tíma. En þjóðin borgar brúsann, því að allir fara frá með eptirlaunum allháum og njóta þeirra til æfiloka. Það er því sýnt, að fyrirkomulag þetta er ekki sem heppi- legast, og full þörf að ráða bætur á því, þó ekki væri til annars, en að fá huga manna til að snúast um eitthvað annað, en per- sónu þessa eina ráðherra, þvf að landið lifir ekki á þeirri »pólitík«, enda er hún ■einhver sú lúalegasta, er hugsazt getur, og það fargan sannarlega ekki til þjóð- þrifa. Meira að segja: þjóðinni stendur alvarleg hætta af þvf, ef hún á lengi við það að búa. En verður ekki alveg sama uppi á ten- ingnum, munu margir spyrja, þótt ráð- herrum verði fjölgað, verði t. d. þrír? Þeirrl spurningu má óhikað svara neit- andi eptir öllum llkum, svo framarlega sem þess er vitanlega gætt, að allir ráð- herrarnir séu ekki af sama stjórnraála- flokki, því að annars mundi allt sækja I sama horfið. Séu t. d. 3 stjórnmálaflokk- ar í landinu, er nokkurt fylgi hafa, mætti taka sinn ráðherrann úr hverjum, og væru flokkarnir að eins tveir, og þá sennilega ekki jafn liðmargir, mætti taka tvo .úr meiri hlutanum og einn úr minni hlut- anum. Við það mundi hver minni hluti að minnsta kosti sætta sig í bráðina og hlífast við ósvífnum æsingum gegn stjórn- inni, er flokkurinn hefði sanngjarnan hluta 1 henni. Gegn þessu fyrirkomulagi mun ef til vill sumum þykjaþað mæla, að samkomulagið ,og samvinnan í stjórninni mundi ef til vill ekki verða sem bezt, ef að völdum sætu 3 ráðherrar sitt úr hverjum stjórn- málaflokki, eða tveir af sama flokki og einn hins vegar. En óþarft hygg eg að óttast það, svo framarlega sem ekki yrðu valdir ofstækisfullir flokksmenn eða hat- ursmenn, heldur sanngjarnir, óhlutdrægir og vandaðir menn, er ekki níddu skóinn hver niður af öðrum, heldur hugsuðu að eins um að vinna saman í eindrægni og gera landinu sem mest gagn. Eg er þvl ekki svo mjög hræddur við þá ófriðar- grýlu, er stafaði af ósamlyndi stjórnar- innar innbyrðis. En auðvitað gæti það hugsast, að einhver sá uppskafningur kæm- ist í stjórnina, sem reri t. d. að því öll- um árum, að verða forsætisráðherra og steypa hinum félögum sínum. En það ætti að vera hægt að sjá við þeim lek- anum og vanda valið betur en svo. Auk þess yrðu og allir ráðherrarnir að vera jafn réttháir, þótt einn væri að nafninu sem forsætisráðherra út á við, sem full- trúi allrar stjórnarinnar. Hann yrði ekki annaðen »primus interpares«, svo að bar- áttan um það sæti ætti ekki að valda mikl- um »spenningi«, hvorki innan stjórnar né utan. En þá kemur sú hlið málsins, er al- menningi virðist sjálfsagt í fljótu bragði athugaverðust, og það er kostnaðurinn við þessa fjölgun. Þetta verður ókleyfur kostnaður, munu sumir segja. En því fer fjarri, að svo sé, eða þurfi að vera, ef rétt er á haldið, því að þess ber að gæta, að landritaraembættið yrði þá að sjálfsögðu lagt niður, og þótt gert sé ráð fyrir að þær 6000 kr. spöruðust ekki þá þegar, ef landritari væri settur á biðlaun, þá mundu þær sparast innan skamms, er landritari væri skipaður í viðunanlegt em- bætti. Landritari er vitanlega ekki sjálf- sagður til að taka við ráðherraembætti, þótt embætti hans sé lagt niður, enda mætti engum detta það í hug launa- sparnaðarins vegna. Við það val verða allt aðrar ástæður að ráða. Þess vegna er ómögulegt að gera ráð fyrir því, að landritaralaunin öll sparist þá þegar, er breytingin er gerð. En þau sparast þegar fram í sækir. Hver ráðherra gæti verið fullsæmdur með 8000 kr. launum, en forsætisráðherrann hefði að auki fé til risnu, eins og nú, og ef til vill leigulaus- an bústað, sem þó er vafasamt, hvort hann ætti að hafa þau hlunnindi fram yfir hina. Kostnaðaraukinn við ráðherrafjölgunina yrði þá í fyrstu ekki nema um 16,000 kr., ef til vill minni, og þá er frá liði llklega ekki meira en 8—10,000 kr. En svo ætti að spara að öllu eða mestu leyti öll ráð- herraeptirlaun, og gæti það dregið sig saman, þegar litið er á það, að núver- andi ráðherra á að hafa 3000 kr. eptir- laun, og fyrverandi ráðherra hefur nær 3000 kr., af því að hann var embættis- maður áður, en er ekki skyldur að taka við öðru embætti, eða þeirri skyldukvöð mun ekki beitt, þótt til væri. Sá maður er, eins og kunnugt er, á bezta aldri og í fullu fjöri, og getur hæglega hafið þessi eptirlaun sfn 40—50 ár. Og svona geta fleiri ráðherrar komið á landsjóð hver um annan þveran. Það ber þvf brýna nauðsyn til að breyta þessu um leið og ráðherrum yrði fjölgað. Væri heppilegast, að það væri beint ákveðið, að hafi ráðherra verið laun- aður embættismaður áður með eptirlauna- rétti, þá sé hann skyldur til, er hann sleppir ráðherrastörfum og vanheilsa bag- ar ekki, að taka við jafn launamiklu em- bætti og hann hafði, áður en hann gerð- ist ráðherra, og eptirlaun hans síðar reikn- ist ekki hærri, en eins og hann hefði þjónað því embætti, meðan hann var ráðherra. Það er mjög auðvelt, að koma þessu fyrir á þann hátt, að halda hinu gamla embætti ráðherra óveittu, setja annan mann í það, meðan hinn gegnir ráðherrastörfum, og láta hann svo taka aptur við embætti sínu, þá er ráðherra- tíð hans er lokið. Þá þarf engin bið að verða á því, að hann komist í embætti aptur. En um þá ráðherra, er ekki væru embættismenn, er þeir yrðu ráðherrar, mætti t. d. ákveða, að þeir hefðu 1000 kr. þóknun árlega jafnmörg ár og þeir hefðu verið í embætti, ef ósanngjarnt þætti að láta þá fara frá algerlega þókn- unarlaust. Við þetta fyrirkomulag gæti landinu sparazt afarmikið fé. Og það er ekkert vit f þvl, að hafa ráðherrastöðuna sem keppikefli til að koma sér úr fjár- þröng, eða til þess að lifa af háum eptir- launum æfilangt. En það er hætt við, að svo verði, ef því fyrirkomulagi er haldið, sem nú er. Þá er allt er athugað, get eg ekki annað séð, en að fyrirkomulag það á æztu stjórn landsins, sem hér hér hefur verið gert að umtalsefni, mundi verða miklu haganlegra og heppilegra til frambúðar, en það sem nú á sér stað, og yrði lltið dýrara, þá er fram 1 sækti. Og vinningur allmikill mundi að því verða á ýmsa lund. Stjórn- in yrði styrkari bæði út á við og inn á við, og gæti meiru góðu komið til leiðar fyrir landið, en nú er unnt. Störfin og ábyrgðin skiptust, og allt lenti ekki leng- ur á einum. Landinu ætti að verða bet- ur stjórnað og flokksfylgis mundi gæta minna. Öldur ofstækisins og flokkshat- ursins mundu hjaðna og pólitíkin snúast að öðru veglegra markmiði, en að rffa stjórn- ina í sig og reyna að steypa henni. Það er að minnsta kosti trúa mfn. Spectator. Heilsuhælið, Húsið komið undir þak. Verkamannafagnaður, Laugardaginn 13. þ. m. hafði stjórn Heilsuhælisfélagsins alla verkamenn Heilsu- hælisins í kveldboði í Iðnaðarmannahús- inu, í minningu þess, að húsið er nú komið undir þak, og til þess að þakka þeim vel unnið starf, Húsgerðin hefur gengið prýðisvel og að því skapi fljótt. Alls voru í þessu samsæti um 100 manns. Formaður heilsuhælisfélagsins, Klemens Jónsson landr., mælti fyrir minni verkamann- anna, lét þess getið, að vinnan hefði gengið svo fljótt og vel, að þess væri engin dæmi um stórhýsi hér á landi. Sighvatur Bjarnason mælti fyrir minni húsameistarans, Rögnvalds Ólatssonar, vék að því, að þetta væri fyrsta alíslenzka stórhýsið á íslandi, efnið mestalt íslenzkt, og allir starfsmennirnir íslenzkir, frá þeim æzta til þess lægsta; áður hefðu yfir- mennirnir jafnan verið útlendir, stundum líka verkamenn. Rögnvaldur Ólafsson mælti fyrir minni Heilsuhælisfélagsins, vakti athygli á þv að rétt þrjú ár væru liðin frá þvf er fé- lagið var stofnað, og hælið nú komið undir þak, svo greitt og vel hefði allt gengið. Loks fór G. Björnsson landl. nokkrum orðum um sjálft Heilsuhælið, og eru þau prentuð hér á eptir. Hann tók sfðartilmáls og þakkaði verkstjórunum fyrir ágætt starf þeirra. Yfirsteinsmiður er Guðjón Gama- líelsson, yfirtrésmiðir Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi Bjarnasqn. Sigurgeir Gísla- son úr Hafnafirði þakkaði G. B. og öðr- um stjórnendum Heilsuhælisins fyrir þeirra starf. Því má ekki gleyma, að verkmeistar- arnir Jón Þorláksson og Thorvald Krabbe hafa int af hendi afarmikilsvert starf fyr- ir hælið, lagt á ráðin nm lögun og gerð á vatnsveitu, fráræzlu, vermivél o. fl., sem enn er flest óunnið. Það má telja vafalaust, að hælið verði fullgert á miðju komandi sumri. Ræða landlæknis, Þegar við komum í önnur lönd sjáum við hvívetna gömul mannvirki, hús, minnis- merki, vegi, vatnsveitur o. þ. u. 1.; sum eru mörg hundruð ára, sum þúsundir ára að aldri; öll bera þau vott um menning- arþroska þeirra þjóða, sem löndin hafa byggt; nútíðarmenn vernda þau og vegsama og hafa þau til sýnis til marks um dáð og dugnað forfeðra sinna. Hér á landi er engu slíku til að dreifa. Hér eru öll mannvirki ung og flest við- vaningsleg og lítils verð, eins og barna- fitl. Viðeyjarstofan mun vera elzta hús, sem uppi stendur, en hún var reist á miðri 18. öld. Af mannvirkjum fyrri tíma manna er ekkert eptir, annað en bjagaðar steinaraðir niðri í moldinni. Enginn veit, hvar Vífill reisti bú 1 Vífils- staðalandi fyrir þúsund árum. Frá land- námstíð er ekkert mannvirki til, er nái upp úr grasrótinni. Erum við föðurbetrungar? Skyldu mörg okkar mannvirki geta staðizt tfmans tönn í þúsund ár? Við vitum vel hvað verða mun; áður en þessi nýrunna öld er liðin á enda, verða öll torfhúsin okkar fallin og ekkert eptir af timburhúsunum nema þá fáeinir kumbaldar, grautfúnir, skakkir og skældir okkur til skammar. Og þessi fáu stein- hús, sem til eru — þau kunna að geta staðið af sér eina eða tvær aldir, sum þeirra ef vel lætur. En að 300 árum liðnum, að 1000 ár- um liðnum — hvað verður þá eptir? Eg veit eitt hús og ekki nema eitt, sem vænta má, að geti staðið í 1000 ár. Við höldum í dag upprisuhátíð hússins, upprisuhátíð Heilsuhælisins á Vífilstöðum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.