Þjóðólfur - 26.11.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.11.1909, Blaðsíða 2
194 ÞJOÐOLFUR. Og útburðir mannlífsins ýlfra þá hátt — Það atgervi er hirðulaust dó. Smalavísa er og gott kvæði: Hann fæddist við jötu, hann fóstruðu krær Og fjárhúsin voru hans uppeldisbær, En þó urðu smalanum kynnin sln kær Sem keisarahöllin mun þér. Og svo lýsir hann því, hversu miklar og fagrar víðlendur smalinn eigi, »dalinn sinn, fjörur og fjöll«, og á hálendinu sé frjálsræði, sólskin og söngur sttmargjöf smalanna, eflaust endurminningar frá smalatíð skáldsins hér á landi. Um auðnirnar 1 Bárðardal mun vera ort kvæðið »Lyng frá auðum æskustöðv- um«. Mjöidalur, þar sem Stepban dvaldi um hríð í æsku, er nú kominn f eyði af sandfoki. Það mun vera »afdalabærinn«, er St. getur um f þessu kvæði sínu. í kvæðinu Hlaðgerður (Hallgerður ?) rifjar skáldið upp einhverjar sárar minn- ingar um svikul heit eða sviknar vönir, og er töluverð undiralda í því kvæði, en þó hóflega orðum stillt: Nú skil eg hví hönd þin var hvít eins og ull En haldlaus og þetta sem skein eins og gull, í silkiþráð glitað þitt glóbjarta hár Var gefið til sýnis, en engum til fjár. Þú hefðir ei léð það til liðþurfa manns í lífshættu stöddum, í bogastreng hans. »Undir aðfall« er langt kvæði í 5 köfl- um og yrkir höf. þar meðal annars um andatrú. Er hann ekki neitt sérlega hrif- inn af henni og segir þar meðal annars: En eg vil ekkert andabúr Eiga að gjöf né kaupa, Hæna til mín eilífð úr Alla skollans laupa. . Óhemjandi andaskrök Ekki kæri mig um, Mér er nógu vönd I vök Vörn mót kvikra lygum. (Niðurl. næst). frá lanðsbankanum. Bankastjóra og gæzlustjórum vikið frá. Nær stundu af hádegi síðástl. mánudag, 22. þ. m., var fest upp vfðs vegar f bæn- um svolátandi tilkynning frá stjórnarráð- inu, undirskrifuð af ráðherra: »í dág hefur forstjórum Landsbankans í Reykjavík, framkvæmdarstjóra Tryggva Gunnarssyni og gæzlustjórunum Eiríki Briem og Kristjáni Jónssyni, verið vikið frá stöðu sinni við bankann sökum marg- víslegrar, megnrar og óafsakanlegrar ó- reglu í starfsemi þeirra í stjórn bankans og frámunalega lélegs eptirlits með hon- um. Um leið og stjórnin tekur það fram, að ráðstöfun þessi er nauðsynleg og ó- umflýjanleg, eptir því sem fram er kom- ið frá rannsóknarnefnd Landsbankans, lýsir hún því hér með yfir, að bankinn heldur áfram störfum sínum, og telur hún sjálfsagt, að styðja bankann til þess að standa í skilum við alla sína skuldheimtu- menn á hverjum tíma sem er, og hefur hún, ef þörf yrði slíkrar aðstoðar, gert þar að lútandi ráðstafanir utanlands og innan, og verður yfir höfuð gert alt, sem unnt er og jafnskjótt sem verða má, til þess að kippa bankanum f rétt horf. Hr. Björn Kristjánsson kaupmaður og alþingismaður er settur framkvæmdar- stjóri bankans, og gæzlustjórar til bráða- birgða (nokkrar vikur) þeir Karl Einars- son sýslumaður og Magnús Sigurðsson yfirréttarmálafærslumaður, vegna sérstak- legs kunnugleika þeirra á högum bankans eptir rannsóknina«. Um sama leyti gengu þeir Klemens Jónsson landritari og Jón Hermannsson skrifstofustjóri inn í Landsbankann og létu loka honum í umboði ráðherra, en brott- rekna bankastjórnin hafði þá fengið rétt áður bréflegar fyrirskipanir frá stjórnar- ráðinu um frávikninguna, og kom nýja bankastjórnin þá samtímis í bankann til að vera stödd við afhendinguna. Öll af- greiðsla í bankanum hætti því í miðju kafi, og var honum lokað til kl. 51/* síð- degis, að afgreiðsla byrjaði aptur. Tíðindi þessi flugu á svipstundu um bæinn og þóttu mikilsháttar, sem von var, enda munu þau hafa komið flestum á óvart, þótt kvizast hefði áður um stirt samkomulag rannsóknarnefndarinnar við bankastjórnina, og að nefndinni þætti ekki allt með felldu. En við svona skyndi- legri og afdráttarlausri byltingu bjuggust menn þó naumast. Menn voru að brjóta heilann um það, hverjar þær sakir aðal- lega væru, er gæzlustjórarnir sérstaklega væru hafðir fyrir, og að þær hlytu að vera margar og miklar samkvæmt til- kynningunni, úr því að stjórnin gerðist svona óþarflega harðhent og harkaleg í framkvæmdinni. Hún hlyti að hafa gild- ar og góðar ástæður tyrir þessari ráð- stöfun, ella væri þetta óvit og glapræði. Um þetta ræddu menn fram og aptur og gátu vitanlega ekki komizt að nokkurri niðurstöðu. í gremju sinni tóku ýmsir, nær eingöngu römustu stjórnarandstæð- ingar, til þess óyndisúrræðis, að taka út úr bankanum fé það, er þeir sjálfir áttu eða höfðu til vörzlu fyrir aðra, og mun það nú nema nokkrum tugum þúsunda, er þannig hafi verið teknar úr Lands- bankanum. Þetta virðist vera mjög mis- ráðið og óviðurkvæmilegt að hefnast á stofnuninni sjálfri og reyna að auka vandræðin, er hún kynni að komast í við þessa ráðstöfun stjórnarinnar, enda engin hætta á því, að bankinn geti ekki fullnægt skuldbindingum sínum. Þessari aðferð inneignarmanna í bankanum verð- ur því ekki bót mælt. Önnur ráð miklu heppilegri og virðulegri til að láta gremju sína í Ijósi, þeir, sem þurftu þess endi- lega. Það var og eflaust ekki fyrir hræðslu sakir, að þessar þúsundir hafa verið teknar út. En sú uppþots-alda mun skjótt lækka, sem betur fer. Fé manna er sannarlega með öllu óhætt þar eptir sem áður. Nú hafa ástæðurnar eða ágrip af ástæð- unum fyrir frávikningubankastjórnarinnar verið birtar í »ísafold« samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar, og snerta þær aðallega það, a ð Sparisjóður bankans hafi ekki verið »gerður upp« 8—9 ár sám- fleytt, og að þar hafi orðið uppvíst um töluverða skekkju, að mikill fjöldi víxil- lána hafi verið veittur ólöglega, ón út- gjaldaskipunarfrábankastjórnarinnurhálfu, að lög og reglur um lán gegn sjálfskuld- arábyrgð hafi verið margfaldlega brotin, þau lán yfirleitt mjög vanrækt, sjálf- skuldarábyrgðum ekki lýst í bú ábyrgð- armanna o. s. frv., að skuldheimtulög- sóknir hafi margopt verið stórum mis- ráðnar, að lántökuheimildir vanta opt (frá félögum m. m.), að landstjórnin hafi ekki úrskurðað og kvittað hvers árs bankareikning samkvæmt 29. gr. banka- laganna og að ýmsar bækur, sem banka- stjórninni séu bráðnauðsynlegar, séu í mestu óreiðu o. s. frv. Þetta eru að eins höfuðatriðin, eptir því sem »ísafold« skýrir frá, og eptir því, sem hún lætur uppi. En blaðið getur þess, að þetta séu að eins dæmi, að eins sýnishorn, og sumt af því, sem þar er ótalið, sé »eptir eðli sínu þannig vaxið, að það geti verið ábyrgðarhluti fyrir landstjórn- ina að gera það eða láta gera heyrin- kunnugt að svo stöddu«. Þannig segist blaðinu frá, og ereflaust rétt skýrsla það sem hún nær. En úr því sem knmið er, virðist naumast verða hjá því komist að birta allt, allt undan- dráttarlaust. Með því gerir stjórnin bezt hreint fyrir sínum dyrum, og það er of- langt að draga það til þings. Verði það hins vegar látið úr hömlu dragast, hygg- ur almenningur et til vill, að þetta sé fyrirsláttur einn, að annað og meira sak- arefni sé ekki til á bankastjórnina en þessi atriði, sem tekin eru fram í »ísa- fold«, en þau munu tæpast þykja nógu veigamikil út af fyrir sig, til þess að rétt- læta orðalag tilkynningarinnar eða gera ráðstafanir stjórnarinnar réttmætar, og öldungis óhjákvæmilegar, þótt sum þess- ara atriða séu sannarlega ekki lftils virði, t. d. um hirðuleysið með sjálfsskuldar- ábyrgðarlánin. — Svo er þess að gæta, að menn geta ímyndað sér, að þetta »sem eptir er« sé eitthvað svo alvarlegt, að bankanum sé veruleg hætta búin, og verði hræddari en ástæða er til. Og sá geigur getur orðið miklu afleiðingaríkari, miklu hættulegri fyrir bankann, heldur en full birting alls. — Þess vegna má ekki horfa í það, þótt birting frekari sakar- atriða kynni að verða á einhvern hátt óþægileg bankanum eða öðrum. En vit- anlega er stjórnin sjálfráð um það. Þyki henni heppilegra að fresta þvf til þings, þá hún um það. En vér hyggjum, að réttast væri fyrir hana, að leggja allt sem allra fyrst á borðið, sín vegna, lands- manna vegna og hlutaðeigenda (banka- stjórnarinnar) vegna. Vitanlega verða öll skjöl um þetta efni lögð fyrir þingið á sínum tíma, því að það er æzta úrskurðarvald um það, hvort þessar ráðstafanir stjórnarinnar gagnvart hinum þingkosnu gæzlustjórum hafa ver- ið réttmætar eða ekki, og hvernig þing- ið lítur á það er ekki unnt að spá neinu um að svo stöddu, enda óþarft og þýð- ingarlaust. Og þótt gæzlustjórarnir þyk- ist nú auðvitað hart leiknir, þá verða þeir að bíða dómsatkvæðis þingsins, er vafalaust veitir þeim alla þá uppreisn, er eptir atvik- um og upplýsingum í málinu, getur talizt forsvaranleg. Þingið mun vafalaust ekki beita þá heiðursmenn nokkurri hlut- drægni eða órétti, og krefja stjórnina fullrar ábyrgðar, ef það sannast, að hún hafi misbeitt valdi sínu og farið lengra en fært var. Lygaþvaður það, sem breitt er út um bæinn út af »bankafarganinu«, hvort heldur með eða móti stjórninni, telur Þjóðólfur sig ofgóðan til að lepja upp. Hann lítur á málið algerlega rólega og ofsalaust, og mun gera það þennan stutta tíma, sem hann á eptir að vera í vor- um höndum. frá háyíirðómaranum. Herra ritstjóri Þjóðólfs. Eptirfarandi bréfi, sem eg hef skrifað ráð- herra Birni Jónssyni, vil eg biðja yður að ljá rúm í blaði yðar. Kr. J. »Með bréfi, dags. í dag, hafið þér, ráð- herra íslands, vikið mér úr gæzlustjórastöðu við Landsbankann, og segið þér, að það sé sakir margvíslegrar, megnrar og óafsakan- legrar óreglu I starfsemi minni I stjórn bank- ans og frámunalega lélegs eftirlits með honum. Heimild til þessa þykist þér hafa í 20. gr. bankalaganna 18. sept. 1885; þessi lagagrein heimilar þó eigi að víkja gæzlu- stjóra frá, nema »um stundarsakir«. Býst eg við að skilja beri frávikninguna á þá Ieið, svo að hún verði þó að minsta kosti á yfirborðinu samkvæm lögum. Eigi hafið þér, ráðherra, áður tjáð mér hverjar mínar yfirtroðslur séu, og eigi hafið þér gefið mér kost á að bera hönd fyrir höfuð mér, eða koma með neina vörn af minni hálfu, áður en þessi ráðstöfun yðar var gerð. Hefur það þó hingað til verið talin sjálfsögð skylda sæmilegrar stjórnar, þegar um ráðstöfun er að ræða, sem að nokkru er þessari lík. Þér hafið dæmt mig, án þess að láta mig sjá sakargiptirnar, og án þess að heyra vörn mína. Þetta er eigi samboðið siðaðri stjórn. Eg neita því gersamlega, að eg hafi að neinu leyti sýnt vanrækslu í starfi mínu við bankann, og staðhæfi, að eg hafi inntmiklu meira starf af hendi fyrir bankann en lögin heimta af mér, og eg hef haft svo nákvæmt eptirlit með bankanum sem hægt hefur ver- ið eptir öllum atvikum, og lögin ætlast til. En aðallega skrifa eg yður þetta til þess, að benda yður á það, sem yður virðist vera ókunnugt um, nfi. að eptir lögum nr. 12. 9. júlí 1909, mun eg x. janúar næstkomandi taka sæti í stjórn bankans og mun frávikn- ingarráðstöfun yðar eigi geta haft nein hrif á stöðu mfna þar. Alþingi (efri deild alþingis) hefur kosið mig fjórum sinnum gæzlustjóra við bankann, sem sé 1897, 1901, 1905 og 1909 fyrir tímabilið frá 1898 — 1914. Nú síðast (1909) var eg kosinn með öllum atkvæðum samhljóða. Þessar kosningar getið þér ekki gert ónýtar, eigi fremur hinar síðastnefndu þeirra en hinar fyrri. Lögin ákveða hinum þingkosnu gæzlu- stjórum ársþóknun fyrir starfa þeirra, og er þóknun þessi eigi miðuð við vikur, daga eða mánuði. Eg mun því heimta fulla þóknun fyrir yfirstandandi ár, eins það sem eigi er þegarbúiðað greiða. Kröfu minni mun eg framfylgja, eins og lög segia til. Eg skal eigi að þessu sinni minnast á það, að þér hafið stofnað Landsbankanunx I voða með rannsóknarráðstöfunum yðar síð- án í vor, eins og þeim hefir verið hagað, né heldur skal eg nú orðlengja um það, að þessi síðasta ráðstöfun yðar stofnar honum I hinn mesta háska. Það liggur yður lík- lega I léttu rúmi. Þér lýsið starfsemi minni og framkomu með orðum, sem eru ósam- boðin heiðarlegum ráðherra, og mér ómak- leg, enda alveg tilefnislaus. Þér beitið mig saklausan ranglæti rétt eins og það sé hégómamál. Svo greindar- leysisleg er aðferð yðar öll, að mér hlýtur að detta I hug þetta gamla orðtak: »Quos vult perdere Jupiter, prius dementat«. Að sjálfsögðu mun eg kæra tíl næsta alþingis yfir aðfÖrum yðaf gegn mér. Réykjavík 22. nóv. 1909. Kristján Jónsson«. lugleiöingar w kaupfélagsskap. Eptir gamlan verzlunarmann. (Frh.). Eghef nú, hér að framan, minnztá tvö sparnaðaratriði, en nú skal drepið á. það þriðja, sem er innkaup útlendr- ar vöru og hvernig þeim er háttað. Varan, sem vér neytum til daglegs við- urværis, er opt flutt til oss frá alltöðrum stöðum en þeim, þar sem hún er í fyrstu framleidd, og á þann hátt lendir hún í höndum ýmsra milliliða. Þannig sækj- um vér hveiti, kaffi og hafragrjón til Kaupmannahafnar þó að í fyrstu séu þess- ar vörur komnar þangað frá Amerlku. Yfirleitt virðist mér Kaupmannahöfn vera illa fallin til þess að vera lengur mið- punktur íslenzkrar verzlunar. Þegar litið er á það, hvernig markaður þar er íyrir íslenzkar afurðir, þá ter alveg yfrum með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.