Þjóðólfur - 03.12.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.12.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. desember 1909. M 51. Tóuskinn h v í t og m ó r a u ð kaupir verzlun Gunnars Porbjörnssonar. Bókmenntir. Andvökur. Eptir Steplinn (í. Stephansson 1868—1007. I. -H. Uvík 1909. (Niðurl.). Annað bindi ijóðmæla þessara hefst á kvæðaflokknum » Ú t i á v 1 ð a - vangi « (II,, ii—98), og er það 5. kafli ljóðanna. I þessum kafla eru flest kvæð- in náttúrulýsingar og veðuráttusöngvar, þar á meðal nokkur um blíðviðri, sól og sumar, en miklu fleiri um vetrarhörkur, frost og fannkyngju, þróttmikil kvæði og karlmannleg, en nokkuð þunglamaleg sumstaðar og samanbarin, eins og harð- fenni. Margar lýsingar eru þar mjög góðar, eius og t. d. í kvæðinu sDagset- ur«, þar sem skáldið lýsir hinni mar- flötu sléttu í vetrarhjúp á kyrru kveldi: Austur-sléttan er í kaf Undir skuggans svarta haf Gervöll sokkin — upp úr er Ekki brún af neinni strönd, Uvergi einstök ey né sker, Enginn viti á nokkra hönd, Hellisgóíf eitt hljótt og svart Hvelfing loptið stjörnubjart. Meðal góðkvæða f þessum flokki má t. d. neína »1 úrvænislandi« (sLangt úti í heimi á eg hötuðbóU), »Hirðinginn«, »Heim- alningurinn« og kvæðið um »Klettafjöll« m. fl. Sjötti kaflinn »Ú r sögnum og sög- um« (II, 99—;i88) er einhver veigamesti þátturinn, í allri bókinni. Eru þar mörg ágæt kvæði og ekki tök á að minnast á nema hið allr,a helzta. Eitt kvæðið, »Land- námsmaðurinn», er um landnám Önundar tréfóts norður á Ströndum, og eru eink- unarorð þessa kvæðis hin alkunna vísa Önundar í Grettissögu: »Kröpp eru kaup ef hreppum | Kaldbak — en ek læt akra«. Tekst skáldinu ágætlega að lýsa því, hve köld aðkoma Önundar er að íslands- ströndum, og hve ófrýnilega landið tekur á móti honum sjóhröktum. Það blæs kalt af Kaldbak. Allt er kvæðið snilldarvel ort og lýkur því með þessum orðum, sem Önundi eru lögð í munn: Og því skal í nauðsynjum nema hér lönd, Á nepju og óblíðu þinni, Eg trúi því, ísland, að hugur og hönd Og hreystin og kjarkurinn vinni. Þá er »Norna-Gestur« einnig mjög gott kvæði, er hefst svo: „Hann lifði sem kvæði frá ómuna öld, Hann átti ei frændur né vini. Hann fjörgamall endaði æfinnar kvöld Hjá Ólafi Tryggvasyni. Og síðar segir svo: Og kynlegar sögur hann kunni og lög Við kertaljós, nornagjöf hékk ’ann. Til ösku er skarið þess útbrunnið var Úr álögum helvegu gekk ’ann. í tvær aldir jafnaldra sinn hann ei sá, Fjær sifjum og ættjörðu bjó 'ann. í Danmörk stóð garður hans Græningi á, En gestur í Noregi dó hann. í sfðari kafla kvaéðisins Ifkir skáldið sér við Norna-Gest — söngvarann f álög- unum, er kvað um löngu liðna tíma, og segir, að þótt hinum ungu kunni að finn- ast ágætara hið nýrra, þá hirði hann ekki um þaðj því að hvorttveggja sé gott, hið gamla og nýja, og muni hann þess neyta meðan á kertinu hans logar (þ, e. til æfi- loka). Eru og líkur fyrir að svo verði um hann sem Norna-Gest, að lífskerti hans brenni út »fjær sifjum ogættjörðu«. Og það er meira að segja sennilegt, að hann verði jafngamall honum, eða ef til vill miklu eldri með þeim hætti, að ljóð hans lifi þrjár aldir eða lengur. Að minnsta kosti murr þar lengi loga á kerti Stephans, þótt æfidagar sjálfs hans verði færri en Norna.Gests. Kvæðið »Gláms-augun« (um Gretti Asmundsson) er ágætt kvæði: Þau Glámsaugun eltu sem ógæfan hann Um útlegð, um sektir, um harma. Frá skammdegis lágnætur hólmgöngu ■ hans Við hjátrúar meinvættinn arma. Svo örðugt varð honum það einvígið grimmt, Að aflið sitt hálft lét að veði. Hann sigraði nauðlega sæmdinni hélt. En seldi þar mannlán og gleði. Þá er »Illhuga-drápa« (um Illhuga bróður Grettis og víg hans í Drang- ey), eitthvert hið fegursta kvæði í þessum flokki. Það mun fyrst hafa birzt í »Öldinni« í Winnipeg, en höf. hefur breytt því sumstaðar síðan, en vafasamt hvort það er til bóta. Síðasti kafli þess er svo látandi: Raun var að líða frá langframa gæzkunni, Ljósinu, deginum, frægðinni, æskunni Allt breiddi faðminn við lífinu Iaðandi, Landið og hafmið í sólroða baðandi; Víðfleygar, stórlátar vonir í barminum, Vaskmennis-traustið á ki'aptinn í arminum. Óskin að lifa í Ijóðsnilld og sögunum Landsins síns þegar að kveldaði dögunum. Hvað var það allt mót ógoldnu hefndunum Eða sem níðingur bregðast í efndunum? Dauðinn varð leiðin að ljósinu, sanninum, Lífið varð blettur á hetjunni, manninum. Skap hans þann dug og þá djörfungu gaf honum Drengskapinn lífseiskan níddi ei af honum. — Sloppinn við þulu um æfileið öfuga Illugi á söguna stutta en göfuga. »Mjöll dóttir Snæs konungs« er og ■ ágættkvæði. Fyrri hlutinn hefst þannig: Óg hún var fríð, en heldur föl á brún, °g hyggjufróð og kunni rúnaletur. Tvö leiksystkyn í æsku átti hún Hið úfna norðurhaf og langan vetur. í síðara hluta kvæðisins líkir skáldið ís- landi við þessa konungsdóttur, og getum vér ekki stillt oss um, að taka nokkrar vísur úr þessu snilldarkvæði: Hvar leita ætti sinni fornöld frá Að fólgnum auð, er þjóðir stóðu í vanda. Það aleitt kunni að þýða gátu þá, því það var tunga gömlu Norðurlanda. Að lokum tók það langrar smánar gjald, Er leitt af slægð og fávizkunni sinni, Það kaus að ganga konungsstjórn á vald Og kraptinn þess er sagt hún brenndi inni. En óútbrunninn átt þú, feðragrund, Þinn æskukrapt, og bráðum við hann raknar, f þjóð og björgum blundar hann um stund Sem Brynhildur, en hertygjaður vaknar. Og loks er vaknar landsins eigin sál Og lítur eins og vorsól yfir dalinn, Hún fær að erfðum öllu dýrra mál Qg auð í huga sögu-þjóðar falinn. Og þessa vissu vakið upp hún fær, Þó verði skörð í auð og jarðveg frjóvan. Ið bezta sem á grundu hverri grær Er göfug þjóð með andans fjársjóð nógan. Nefna mætti fleiri ágæt kvæði í þessum kafla, t. d. »Jón hrak«, »Hjaðninga-víg«, »Andi lampans«, »Torfajökull« o. s. frv. I hinu síðast nefnda kvæði kemst skáldið meðal annars svo að orði: Þegar það sem ungir yrkja alt er jarmur týndra sauða, Þegar bæði blöð og kirkja Breiða út andans svarta dauða, Þá er líkt og efinn ýki Eigin brest f viljans stáli Kvíði því mann sjálfan sýki Sóttnæmið í efni og máli. í 7. og síðasta kafla ljóðmælanna: »Dreymt eptir daglátum« (11,189 —312) eru kvæði ýmislegs efnis, og eru mörg þeirra meðal hinna allra beztu kvæða skáldsins. Má þar t. d. nefna kvæðið »Patrekur frændi«, um írskan mann gamlan, er tekið hefur sér bólfestu í frumskógum Vesturheims. Hannerglað- lyndur karl og spaugsamur, en þá er syn- ir hans kveðja foreldrahúsin til að fara út ( heiminn, þá slær út 1 fyrir gamla manninum, og skáldið hittir hann mjög dapran í bragði: Að berjast um hamingju hafa loks ver Jú, höndin sú arna veit glögt hvað það er, er gamli maðurinn látinn segja meðal annars. Og ennfremur: Og okið er léttast á írlandi þó Og allsleysið bítur þar sljófast — Þó vonunum hnignaði hefur nú samt Mín heimfýsn með aldrinum þróast Eg bjóst við að flytja heim erlendan arð í önd eða hönd þegar kveðja það varð En þegar það brást fyrir börnunum samt Eg bjóst við sú heill mundi liggja Sem konungur Davíð eg efnið dró að Sem úr skyldi sonurinn byggja En ættjörð mín fær hvorki fé eða son Nú féll hún í dag þessi seinasta von. Djúpri og innilegri föðurlandsást verður með jafn látlausum orðum tæplega átak- anlegar lýst, en gert er í snilldarkvæði þessu. Það er þung undiralda, sorgþrung- in æfiþrá lengi geymd, en logheit þó, er I lýsir sér í orðum gamla mannsins írska. Annað kvæði, sem gengur í svipaða átt og stendur ekki hinu á baki, er »Heim- förin«. Það er um íslenzkan landnema í Vesturheimi, sem grætt hefur þar fé, en virðist ekki hafa orðið vinsæll, verið held- ur ágjarn og ágengur, en þó ráðvendnis- maður. Svo leggst hann banaleguna, og skáldið er fengið til að vaka yfir honum síðustu nóttina, er hann lifir. Aðalefni kvæðisins er einta,l hins deyjandi manns í óráðinu. Honum finnst hann rétt að segja kominn heim til ættjarðarinnar, ís- lands, vera að sigla inn fjörðinn að Ljósa- landi tíl móður sinnar, og hafa með sér allan auð sinn, er hann hafði dregið saman í Amerfku. Og sjúklingurinn talar í glöðum róm; er hann ‘kannast við allt. »Eg þekki mig aptur. Sko, hér er allt«. Og svo fer hann að lýsa því, er hann ætli að gera. Það þarf að setja ljósker á skerið í firðinum, ryðja mölinni burt úr lendingunni, og gera hlykkjóttu og þröngu götuna upp hjallann frá höfninni að tún- inu, greiðfærari og beinni, plægja móana og sá þar korni o. s. frv. Og hann kemur nær og nær bænum, að bæjarlæknum og heilsar þar upp á fornkunningja sinn, ér hann segist hafa heyrt um, að væri iífá staddur, en nú skuli hann hjálpa honum. Við lækinn ætlar hann að setja niður vefstól. Og svo kemst hann heim á hlað- ið og sér mömmu sína í dyrunum, furðar sig á, að hún hafi vonazt eptir sér, því að hann hafi varast að segja það nokkr- um, að hann hafi ætlað heim. Bendir hann mömmu sinni á, að skipið sé fullt af fjármunum, sem hann eigi, og nú verði gagn og gaman að þeim peningum, þótt honum hafi stundum orðið næstum hug- fall að draga þá saman. Kveðst hann opt hafa hugsað gott til að búa á Ljósa- landi. Loks finnst honum svala við kveldið og finna frostkul í fótunum. »Mamma — nú setjumst við inn«, er hið síð.asta, sem hann segir. Og kvæðinu lýkur á þessa leið: Og svöna leið nóttin í sjúklittgsins rann Hann svona fann land sitt og bæinn Eg sá að hann þreyttist en þess gat ei hann Hann þagnaði rétt undir daginn Hann Gunnar var hvíldur og kvittur við heim Og kominn að lokum alfarinn heim. Kvæði þetta er í heild sinni eitthverthið allra bezta kvæði skáldsins. »Heimskcutsfararnir« er langtogmikið kvæði, sömuleiðis »Sigurður trölli*, hvort- tveggja ágæt kvæði með allmiklu hugsjóna- flugi ’og skáldlegri andagipt. Kvæðið »Transval« (um Búastríðið) er og gott kvæði, sömuleiðis »Æskuminning« um mann, er á æskuárum var brugðinn við slark og hrekki og márgt misjafnt, en „lífið gerðu engla-öldung úr honum á karardögúm". allnapurt kvæði um dekur það, er opt er sýnt gömlura mönnum, þótt þeir hafi verið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.