Þjóðólfur - 17.12.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 17.12.1909, Síða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 17. desember 1909. 53. Næsta blað tjóðólfs bem- ur út ftmmtudaginn 23. þ. m. (á Porláksmessn). rlÉfí mefl er skorafl á alla þá, er fengifl hafa sent kvœfla- safnið „Fjólu“ og enn ekki liafa gert skilagrein um söl- una, afl gera þafl nú sem allra fgrst og senda mér und- irritudum skýrslu urn, hve mikifl þeir eiga öselt af bök- inni um nýjár, en borga þafl, sem áflur er selt afl frádregn- um 25°/o i sölulaun. Reykjavík 9. des. 1909. Hannes Þorsteinsson. Tóuskinn h v í t og m ó r a u ð kaupir verzlun Gunnars Þorbjörnssonar. t Hallgrímur biskup Sveinsson andaðist hér í bænum í gær, kl. ii f. h., eptir Iangvarandi sjúkleik, á 69. aldurs- ári. Hann var fæddur í Blöndudalshól- ura í Húnavatnssýslu 5. apríl 1841, og voru foreldrar hans Sveinn prófastur Ní- elsson, er lengi hélt Staðastað (“ 1881) og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir prófasts ( Steinnesi Péturssonar, systir Halldórs prófasts á Hofi og þeirra syst- kina. Hallgrínntr biskup var útskrifaður úr lærða skólanum 1863 með ágætis- einkunn, tók embættispróf í guðfræði við báskólann 1870 með 2. eink. hinni hærri, fékk árið eptir veitingu fyrir dómkirkju- prestsembættinu í Reykjavík og var prest- vígðtir 8. okt. 1871, rúmlega þrítugur. Hann var skipaður biskup yfir íslandi 1889, þá er dr. Pétur biskup fékk lausn frá því embætti, og þjónaði því embætti full 19 ár, eða til septemberloka 1908, hafði þá átt síðustu árin við mjög alvarlegt heilsuleysi að búa og nijög þrot- inn þá að líkamskröptum. Þóvígðihann til biskups eptirmann sinn Þórhall Bjarnar- son 4. okt. f. á., en hafði litla terlivist, að minnsta kosti úti við, upp frá því, Hann var kvæntur danskri konu, Eline Marie Boletta Fevejle, er lifir manti sinn. Börn þeirra eru: Friðrik prestur í Argyle 1 Ameríku, Guðrún kona Axels Tulini- usar sýslumanns á Eskifirði, Sveinn gjald- keri íslandsbanka og Ágústa kona Dit- levs 'I'homsens konsúls. Hallgrímur bisk- np sat á alþingi sem konungkjörinn al- þingismaður 1885—86 og 1893—1903. Honum var liðugt um mál og hann gaf ; sig allmikið að þingstörfum, en ræður hans voru ekki jafn veigamiklar sem á- heyrilegar. Hann þótti allgóður pré- dikari meðan hann var í blóma lífsins. Hann var nettmenni í allri framgöngu og snyrtimaður, enginn skörungur eða at- kvæðamaður, en rækti vel embætti sitt, eptir því sem kraptar hans leyfðu. fjárlagaðeilan brezka. Hinn 30. f. m. varð merkisviðburður í stjórnarfarssögu Bretlands. Eins og getið hefur verið um í símskeyti, samþykkti efri málstofan þann dag tillögu Lansdownes lávarðar (fyrrum utanríkisráðherra í ráða- neyti Balfours) um, að hún vildi ekki j samþykkja fjárlagafrumvarp stjórnarinnar j fyr en nýjar kosningar hefðu farið fram [ og kjósendurnir látið uppi álit sitt um j þau nýmæli, sem stungið er upp á í j fjárlagafrumvarpinu. Það er með öðrum j orðum: efri málstofan hefur neitað að j veita stjórninni heimild til þess að heimta inn skatta til þess að standast hin ár- j legu útgjöld ríkisins, en á Englandi er sú ] heimild veitt árlega af þinginu með sér- J stökum lögum um tekjur ríkisins og það : eru einmitt slík lög, sem hér er um að ræða. En með því að lög þessi eru j venjulega ekki fullbúin fyr en allmikið er j áliðið af fjárhagstímabilinu — þessi áttu | t. d. að gilda fyrir fjárhagstfmabilið frá j 1. apríl 1909 til 31. marz J1910 — þá fær stjórnin æfinlega bráðabirgða-heim- ild til þess að heimta inn skattana, þó j að lögin um tekjurnar séu ekki sam- þykkt, og þessa bráðabirgðaheimild veit- ir neðri málstofan ein. En slíka heimild getur hún ekki veitt lengur, þar sem lög- in eru fallin, — svo þó að stjórnin verði ef til vill ekki að greiða aptur það sem þegar er innheimt af sköttum og tollum, þá hefur hún ekki leyfi til að halda áfram að innheimta þá, heldur í mesta lagi að taka við því, sem greitt er sjáltkrafa. Er því gert ráð fyrir, að synjun laganna muni hafa í för með sér 50 milj. pd. sterl. (900 milj. kr.) tekjuhalla. Efri málstofan hefur þannig kornið stjórninni í eigi alllítinn vanda með þess- ari ályktun sinni, enda telur stjórnin og hennar fylgifiskar þetta vera hreinustu byltingu, er komi í bága við þær stjórn- arfarsvenjur, er tíðkast hafi um langan aldur, því að í fjájmálum hefur neðri málstofan verið talin einráð, svo að efri j málstofan hefur jafnvel ekki mátt breyta einum staf í frumvörpum þeim, er um slík mál fjölluðu. Lansdóvvne vitnaði í ályktun neðri málstofunnar frá 1689, þar sem því var mótmælt, að efri málstofan j breytti nokkrum beinum eða óbeinum sköttum, en viðurkenndur réttur hennar til þess að fella skattalög í heilu lagi, »og sá réttur, sem gilti á 17. öld, hann gildir enn í dag«, mælti hann. Það hefur komið fyrir, að efri málstofan hefur notað þennanrétt. Þann- ig felldi hún fyrir Gladstone 1860 frutn- varp um afnám pappírsskatts, eða frest- aði 2. umræðu þess í 6 mánuði, sem kom í sama stað niður, en bæði hafði frum- varp þetta verið saroþykt með örlitlum J atkvæðamun í neðri málstofunni og eins j samþykkti efri málstofan hækkun þá á tekjuskatti og stimpilskatti, sém koma átti í staðinn fyrir pappírsskattinn. Hér var þyí töluvert öðru máli að gegna heldur en nú, þar sem neitað er um heimild til þess að heimta inn skattana. Samt gaf þetta neðri málstofunni tilefni til þess að gera ályktun um, að skattaálögu- réttinn hefði neðri málstofan ein, og þá sjaldan efri málstofan neytti réttar síns til þess að fella frumvörp, sem snertu fjármál, tæki neðri málstofan það mjög óstinnt upp og yrði að forðast alíkt framvegis. Síðan hefur það verið venja, að safna öllum skötturo, sem heimta á sama árið, í eitt frumvarp, og hefur þá þótt sjálfsagt, að efri málstofan sarn- þykkti það í heilu lagi, enda hefur hún jafnan gert það þangað til nú. Formaður efri málstofunnar (Th e L o r d C h a n c e 11 o r), sem hafði orð fyrir stjórninni, hélt því fram, að myndazt hefði sú stjórnarfars-venja, að efri mál- stofan mætti ekki fella frumvörp um hina almennu skatta, sem ganga ættu til al- mennra ársútgjalda eða með öðrum orð- um aðalfjárlög ríkisins, heldar að eins mínni háttar frumvörp, sem eitthvað snertir fjármál. »Slíkt hefur heldur ekki verið gett í margar aldir«, mælti hann, »og þegar um mikilvæg efni er að ræða, ber meir að líta til hinnar ríkj- andi venju, heldur en jafnvel til lagaíyr- irmæla«. Þetta mælti formaður efri mál- stofunnar, en hann er jafnframt dóms- málaráðherra brezka ríkisins. Bretar eru taldir manna tregastir til þess að breyta skyndilega út af gamalli venju. Það er því engin furða, þó að ýmsir af helztu mönnum íhaldsmanna hikuðu sér við að fylgja Lansdowne að máli í þessu efni. Svo var um Cro- m e r lávarð, er fyr var landstjóri á Egyptalandi og Rosebery lávarð, er áður var einn af forsprökkum frjáls- lynda flokksins, en nú er tekinn að hallast á sveif íhaldsmanna. Báðir þessir menn voru mjög andstæðir fjárlagafrum- varpi stjórnarinnar, en vöruðu samt við því að grípa til slíkra örþrifráða og bentu á þá hættu, sem efri málstofunni I væri búin af þvf, því að frjálslyndi flokk- urinn mundi ekki hætta fyr en hann fengi gerbreytt bæði valdsviði efri málstofunn- ar og skipun hennar. Þessu svaraði Curzon lávarður, er einna öflugast studdi tillögn Lansdownes, í á þá leið, að reynt mutidi verða, hvort sera væri, að takmarka valdsvið efri mál- stofunnar, svo að engu væri spillt, þó hún héldi fast við réttindi sín. Curzon lávarður var um tíma vísikonungur á Indlandi og einna nafnkunnastur þeirra, er fjárlagasynjuninni fylgdu, í þeim hóp var líka M i 1 n e r lávarður, er áður var 1 landstjóri í Suður-Afríku. Af þeim, sem mæltu gegn tillögu Lansdownes, kvað einna mest að M o r- ley lávarði Indlandsráðherra. Kvað hann tillöguna fara fram á fimm atriði, í fyrsta lagi, að efri málstofan hrifsi und- ir sig skattálöguréttinn, ennfremur vald til þess, að þvinga fram þingrof, með því að neita um að innheimta skatt- ana, í þriðja lagi, að nýjar kosningar fari fram, hvenær sem lávörðunum mrslfki eitthvað við neðri málstofuna, í fjórða lagi, að brevta þjóðfulltrúavaldinu í yfir- ráð fámennrar umboðslausrar stofnunar og í fimmta lagi, að koma öllum fjár- málum þetta árið í hina mestu óreiðu. Umræðurnar um þetta mál stóðu yfir í marga daga og optast fram á nótt. Síð- astur talaði C r e w e lávarður, formaður frjálslynda flokksins í efri málstofunni, og lauk hann máli sínu með þvf fyrirheiti, að ef flokkur hans sigraði við kosning- arnar, mundi hann þegar í stað reyna að setja skorður fyrir því, með laga- ákvæði, að lávarðadeildin gæti framvegis fótumtroðið löggjöfina eins og 1 þetta sinn. En þrátt fyrir allar hótanír og þrátt fyrir allar aðvaranir fór atkvæðagreiðsl- an þannig, að tillaga Lansdownes var samþykkt með yfirgnæfandi atkvæðafjölda, 350 atkvæðij urðu með henni, en að j eins 75 á móti. Margir lávarðar, sem ekki höfðu áður stigið fæti sínum inn fyrir dyr parlamentisins, komu nú í fyrsta j sinn til þess að greiða atkvæði með til- J lögunni. Það mætti ætle, að eitthvað meira en lítið þyrfti til þess, að tignustu og í- haldssömustu menn Bretlands færu að brjóta bág við aldagamlar venjur og steypa sér út í slíka baráttu, sem nú er fyrir höndum, enda ræðst fjárlagafrumvarp stjórnarinnar á það, sem viðkvæmast er, ; þeirra eigin pyngju. Lávarðarnir eru , flestir stóreignamenn, en fjárlagafrum- j varpið fer fram á, að hækka tekjuskatt- inn af hæstu tekjunum, þeim, sem nema j yfir 90 þúsund kr. á ári, upp í rúml. : 8%, og erfðafjárskatt allt upp að 15%. Ennfremur fer frumvarpið fram á skatt af verðhækkun lóða í bæjunum. Þær hafa hækkað afarmikið í verði í stórbæj- unurn. Lóðirnar í miðbiki Lundúna- | borgar kosta t. d. nú orðið allt að 3500 kr. feralinin. Mikið af lóðum þessum er eign aðalsættanna og stafar þaðan mikið af auðæfum þeirra. — Á þess- um skatti byggja lávarðarnir aðallega mótspyrnu sína gegn fjárlögunum. Segja þeir, að neðri málstofan hafi ekki leyfi til að koma með slíkt nýmæliíQár- lögunum, heldur eigi það að vera í sér- stökum lögum. Ekki hefur öll skattahækkunin samt átt að lenda á auðkýfingunum, því frum- varpið gerir Iíka ráð fyrir, að hækka toll og framleiðslugjald af vínföngum og tð- baki, en það kemur tiitölulega þyngra í niður á þeim efnaminni. Stjórnin hefur ekki látið á sér st:nda að sýna, að henni sé alvara og að lun muni ekki hopa á hæl fyrir lávörðtmum. Daginn eptir að umræðum var lokið í efri málstofunni, skýrði Asquith ráða- neytisforseti í neðri málstofunni frá af- drifum málsins og lauk máli sínu með því, að bera upp svohljóðandi tillögu: »Með því að neita að gera að lögum veitingu neðri málstofunnar á árstekjum

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.