Þjóðólfur - 23.12.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 23.12.1909, Síða 1
ÞJÓÐÓLFUR 9 61. árg. Reykjavík, fimmtutudaginn 23. desember 19 09. M 54. H ER með er skorad á alla pá, er fengið hafa sent kvœða- safnið „Fjólu“ og enn ekki hafa gert skilagrein um söl- una, að gera það nú sem allra fgrst og senda mér und- irrituðum skýrslu um, hve mikið þeir eiga öselt af bók- inni um ngjár, en borga það, sem áður er selt að frádregn- nm 25°/o i sölulaun. Reykjavík 9. des. 1909. Hannes Porsteinsson. Tóuskinn h v í t og m ó r a u ð kaupir verzlun Gunnars Þorbjörnssonar. Utan úr heimi. Úr æfi Ito fursta. Eins og skýrt hefur verið áðar frá í blöðunum, var japanska stórmennið Hiro- DOmi Ito fursti myrtur í Charbin 26. okt. síðastl. Maður þessi var vafalaust eitt- hvert hið mesta mikilmenni heimsins, og stóð ekki á baki hinum frægustu stjórn- vitringum, er mest hafa skarað fram úr hér í álfu, bæði fyr og síðar. Það var sannarlega ekki ofmælt, þótt hann væri kallaður »Bismarck« Japans, því að lífs- starf hans er í raun og veru mikltt stór- felldara en Bismarcks, miklu víðtækara. Ito fursti endurskapaði, efsvomætti segja, land sitt og þjóð. Það var hann fyrst og fremst, sem hefur gert Japan að því sem sem það er — voldugu stórveldi, er sjálf- ttr Rússinn hefur kiknað fyrir, og lang- ijölmennasta þjóð heimsins, Kínverjar, hefur orðið að lúta, Og þessl stórkost- lega breyting í Japan hefur gerzt á rúm- um 40 árurn — starfstíma Ito fursta. í þýzku tímariti hefur hinn frægi sænski landkönnuður Sven Hedin ritað 6. f. m. ntjög fróðlega grein um Ito. Kynntist hann honum í desember f. á. meðan hann var iandstjóri í ICóreu. Hedin var þá staddur í höfuðstaðnum Seoul og heirn- sótti Ito, Með því að grein þessi gefur ýmsar mikilsháttar upplýsingar um þennan einkennilega albragðsmann, birtum vér hér nokkra kafla úr henni í lauslegu þýð- ingarágripi. Hedin segir svo frá: »Hinn 16. des. f. á. heimsótti eg al- ræðismann Kóreu, Ito fursta. Stjórnar- byggingin er íburðarlaust, rautt hús rneð bogagluggum og stendur á hæð. Þjónar í einkennisbúningi tóku við kápunni minni og mér er vísað inn í sal, skreyttan hús- gögnum samkvæmt tízku Norðurálfubúa. Er þar fyrir heill hópur manna, bæði úr sjó- og landhernum, og skrifarar furstans. Þar sá eg Murato hershöfðingja og Ak- aschi, er verið höfðu í japönsku sendi- herrasveitinni í Stokkhólmi og báru þvl sænsku svsrðorðuna. Engin mælir orð frá munni, að eins hvíslað lágt, Allt í einu opnast hurð og inn kemur hinn lág- vaxni, 68 ára gamli, gráskeggjaði og gul- leiti stjórnandi Kóreu. Standa þá allii upp og hneigja sig fyrir honum sem kon- ttngi. Hann heilsar mér og býður mig velkominn. Við setjumst í hægindastól andspænis ofninum. Allt er þögult, ekk- ert hljóð nema snarkið í loganum. Furst- inn tekur upp gríðarstóran vindil og býð- ur mér annan. — Hann sést aldrei vindil- j laus. Því næst kveikir hann í þesstt vindil- bákni og starir svo í eldsglæðurnar, stein- þegjandi og hugsandi. Eptir nokkra stund spyr hann mig að einni spurningu um Tibet. Hann talar ágætlega ensku, en mjög seint. Eg svara honum rækilega, og hann spyrjrekar, verður smátt og smátt ræðnari, og segir mér ýms atriði úr hinu viðburðaríka lífi sínu. Minnist á hina sérstöku sendiferð sína til Stokkhólms 1873, fegurð bæjarins og gestrisni Óskars kon- ungs, talar um veru sfna í París, þar sem hann hitti Nasreddin Persakeisara. Eg nota þá tækifærið til að segja nokkrar skrftnar smásögur um keisarann, er Ito þótti mjög gaman að, og þeir, sem hjá oss stóðu, dirfðust jafnvel að hlæja. Tto verðttr smátt og smátt hreyfari og hreyf- ari og talar dálítið hraðar, en þó aldrei ákaft, og þótt hann hlæji, er þögn og alvara allt umhverfis. Hann minnist á ferðir sínar til Peking í stjórnarerindum, Og hversu hann hafi orðið að taka á allri þolinmæði sinni til að sigrast á mótstöðu Li-hung-tshangs og fá mandarínana til að skrifa undir samningana, unz hann hefði loks náð takmarki sínu. Loksins minnt- ist hann á framtíð Kóreu, steinu þá, er hann fylgdi í stjórn landsins, og hverju hann óskaði að fá framgengt. Með fáum, en skýrum dráttum, gaf hann mér nokkra hugmynd um pólitík sína. Tvær klukku- stundir voru þegar liðnar. Ito kveikir í þriðja vindlinum ogsegir: »Að öðru leyti verðið þér sjálfur að sjá og dæma. Eg hef falið nokkrum þeim, sem hér eru staddir, að láta yður í té allar upplýs- ingar, er þér þarfnist. Þá dagana, sem þér dveljið hér, vil eg biðja yður um að kynna yður ástandið og birta því næst á prenti eitthvað um Kóreu, en ekki að eins fyrir Svía eina, heldur einnig fyrir aðra Norðurálfubúa. Spyrjið þá því næst, hvort stjórnarstefna mfn hafi ekki verið rétt, og hvort nokkurt stórveldi mundi hafa farið öðruvísi að í vorum sporum«. Næstu daga hitti eg Ito fursta nokkr- um sinnum, og hann greiddi fyrir mér á allan hátt og sýndi mér hina mestu vin- semd, sendi skeyti til Anturg, Mukden og Port Arthur, svo að eg ferðaðist eins og höfðingi um þessi héruð í hinum fjarlægu Austurlöndum. Ito fursti lét þess getið, að »eg að gamni mínu«, eins og hann komst að orði, yrði að sjá Kóreukeisar- ann, en hans hátign mátti ekki veita nokkrum Norðurálfumanni áheyrn án leyfis Ito. Kveðst Hedin hafa heimsótt keisarann ásamt nokkrum Japönum, en kveðst skýra frá þeirri heirosókn á öðr- um stað. Því næst getur Hedin þess, að þá er Japanar hafi tekið sér með slfkum virkt- um, hafl Kóreumenn ekki viljað vera eptirbátar þeirra. Til þess að sýna hug- arfar hinna innfæddu, segir hann að nefnd manna hafi beðið sig ttm að halda fyrir- lestra og taka þátt í samsæti með því skilyrði, að enginn Japani væri þar við- staddur. Hann kveðst þá hafa spurt Ito, hvað hann ætti að gera, og hafði hann j ekki neitt á móti því, að hann tæki boð- j inu. En aðrir hefðu ráðið sér frá að j móðga Japana á þennan hátt, og því i hefði hann sett það skilyrði, að tveir Jap- ' anar yrðu að minnsta kosti boðnir með i honum, og var gengið að því eptir all- mikla rekistefnu. En þessi eru helztu æfiatriði Itós eptir skýrslu Hedins o. fl. — Þá er hann var 22 ára gamall (1863) ásetti hann sér á- samt 4 öðrum ungum löndum sínum, að ferðast til Norðurálfunnar til að kynna sér menningu og stjórnarfar Vesturlanda. En á þeim tímum var dauðahegning lögð við öllum utanförum Japana. Landsmönnum var, eins og kunnugt er, harðbannað að hafa nokkur mök við Norðurálfubúa, og landið harðlokað fyrir þeim. En Itó og félagar hans sluppu samt úr landi, dular- klæddir sem sjómenn á ensku skipi, og komust alla leið til Englands. Þar urðtt þeir hrifnir af siðum og háttum Norður álfumanna og strengdu þess heit í æsk- unnar eidmóði, að gera ættjörð sína færa um að verjast Vestmönnum með notkun nýrra vopna, umturna hinum gömht venj- um og mynda nýtt tímabil í sögu ætt- jarðar sinnar, svo að hún gæti staðið er- lendum þjóðum á sporði í öllu. En um það urðu þeir sammála, að mistækist þetta áform þeirra í Japan, þá skyldu þeir freista þess í Kóreu. Meðan þeir voru að velta þessu fyrir sér, bárust til Englands óljósar fregnir ttm innanlands- óeirðir í Japan, og þeir félegar brugðu þá þegar við og héldu á ensku skipi austur um haf heim til ættjarðar sinnar. En er þangað kom áttu þeir lftt vinurn að fagna, þessir »lögbrjótar«, er strokið höfðu úr landi. Hatrið gegn þeim var svo rnikið, að setið var um líf lto optar en einu sinni. Einhverju sinni var hann staddur hjá vinstúlku sinni, japanskri dansmey, er kallaðar eru þar í landi »Geishaer«. Heyrðist þá allt í einu óp og háreystiúti fyrir húsinu. Vortt þar komnir hinir »rétttrúuðu« Japanar, er ætluðu að drepa Ito fyrir umbóta- og byltingaskoðanir hans. Hættan var bersýnileg, þar eð hvorki hann né vinstúlka hans höfðu vopn hjá sér. Stúlkan tók það þá til bragðs, að hleypa Ito niður um hlemm á gólfinu, ofan í kjallara innan urn alls- konar rusl. Því næst dró hún stórt bað- ker yfir hlemminn, hellti vafni í það úr vatnskönnum sítium og tók að afkíæða sig, eins og hún ætlaði að taka bað. Þá er þeim, sent úti voru, hafði tekizt að brjóta upp dyrnar, ruddust þeir inn í her- bergið og fundu ekki — Ito, heldur bað- andi dansmey, er skýrði þeim frá, er þeir spurðu eptir Ito, að hún hefði ekki séð hann slðasta sólarhringinn. Trúðu hinir þessu og fóru burtu allmjög blekktir, en Ito slapp heill á húfi af landi burt og flúði til Kóreu. Dvaldi hann þar, þang- að til meiri kyrrð komst á í Japan, en þá hvarf hann heim aptur. En þessi hug- prúða, litla dansmær, er bjargaði lffi Itos fyris 45 árnm, giptist honum skömmu j síðar, og er enn á lífi, harmandi 1 eiginmann sinn, er jafnan unni henni hug- ; ástum og þau hvort öðru. Áttujþau tvær j dætur, er önnur þeirra gipt syni Inouye ; greifa, er var með Ito f Englandsíörinni og aldavinur hans alla tíð síðan. Sam- j kvæmt hinni einkennilegu venju í Japan, i ættleiddi Ito fursti tengdason sinn, er nú | hefur erft hið fræga nafn hans. Þessi j ungi Ito er því bæði kjörsonur og tengda- j sonur hins fræga sijórnmálamanns, Umbótastarfið hófst fyrir alvöruíjap- j an 1867 og voruhelztu mennirnir, er fyr- j ir því gengust Saigo, Kido, Okúbo, Okuma o. fl., en því næst Ito, Inouye og Yamagata. Saigo dró sig brátt f hlé, Kido andaðist, Okúbó var drepinn, og urðu þá Ito og Okuma foringjar hinnar nýju umbótastefnu. Um 1880 dró Okuma sig í hlé, og eptir það uxu áhrif Ito geysimikið. Síðustu árin voru þeir O- kutna og Yamagata mótstöðumenn Ito í Kóreumálinu, því að Yamagata vildi bæla Kóreubúa undir yfirráð Japana með ot- beldi og hörku, en Ito vildi vinna þá á friðsamlegan hátt, og hugði að það mundi betur gefast. Kúlan, sem gerði enda á hinu dáðríka lífi hans voru þakk- irnar fyrir hlífð þá og umhyggju, er hann hafði sýnt Kóreubúum. Sllk verða stund- um laun hinna mætustu manna. Vitan- lega hafði hann manna mest unnið að því að koma Kóreu undir yfirráð Japana, og það vissu Kóreumenn og hötuðu hann þess vegna, sem fjandmann sjálf- stæðis síns. En fyrir honum vakti það eitt að efla sem mest ættland sitt Japan, gera það öflugt inn á við og út á við, en koma því jafnframt svo fyrir, að Kór- eubúar yrðu sem minnst varir við yfir- drottnunina. Meðan hann var landstjóri í Kóreu, voru honum veitt ýms banatil- ræði, en þau misheppnuðust jafnan, þangað til það loksins tókst að ráða hann af dögum. Hedin segir, að vinir j hans hafi viljað láta hann hafa leynilög- reglu og varðlið til að gæta sín, en hann hafi neitað því, verið forlagatrúarmaður j og verið vanur að segja: »Vitanlega verð j eg skotinn að lokum, en hví skyldi það j valda mér áhyggju, forlögin koma þáyfir mig, og eg dey sem varðmaður, er gerir skyldu sína«. Hér er ekki staður til að lýsa hinum 1 margháttuðu störfum Ito fursta í þjónustu i ættjarðar sinnar og hversu mikla ávexti hún hefir borið. Keisarinn bar meira traust til hans en nokkurs annars manns, og sæmdi liann hinum hæstu tignarmerkj- i um. Var hann önnur hönd keisara í j öllum ráðagerðum og jafnan kvaddur til hinna vandasömustu sendiferða til er-.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.