Alþýðublaðið - 31.01.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 6nmnsilar og hslar beztir og iðýrasttr hji Ijvatmbergsbræirtim. £anðar erlenðis. Khöfn, 28. jan. Ieyíir sér hérmeð að skora á borgara bæjarins og at- vinnurekendur, að senda nefndinni skýrslur um tekjur sínar árið 1920, fyrir 1. febrúar næstkomandi. Reykjavík, 20. jan. 1921. F. h. nefndarinnar. Magnús Binarson. Haraldur Signrðsson. hélt hér hljómleika á þriðjudaginn. Segir „Politiken" um hljómleikinn, að Harajdur sé fullkominn iista- maður. Hann leiki sér með efnið með eldmóði og fjöri og sé unaðs- legur samhljómur í leik hans. Sé engin furða þó hann hafi vakið aðdáun og gleði áheyrenda. Kona hans söng af kunnáttu og hélt athygli áheyrenda við söng sinn. Háskólapróf. Trausti Ólafsson hefir f gær lokið verkvísindaþrófi (efnafræði), með ágætiseinkunn, og Valgeir Björnsson með fyrstu einkuun. Læknisfr prófi lauk Jón Björns* son með fyrstu einkunn. Gunnar Viðar [Jens Indriðason] lokið íyrrihlutaprófi í stjórnfræði með fyrstu einkunn. Kristinn Ármannsson lokið prófi í grísku með fyrstu einkunn og ensku með annari einkunn. jfí-lista jjármálavit. Á kjósendafundi, fyrir borgar* stjórakosningar hér síðastliðið vor, varð Jón Þorláksson (A 1) til að verja hin þungu aukaútsvör Reykvíkinga. Vörnia var sú, að mjög væri varhugavert að taka lán meðan peningar væru í lágu verði, og eiga á hættu að þeir yrðu komn- ir í hærra verð þegar að skulda- dögum kæmi. Hann virðist hafa gleymt hvern ig gengi peninga var háttað þá. Ætli það hefði nú samt ekki verið meiri búhnykkur að taka Ián hjá Amerikumönnum, Eog- lendingum eða Svíum þá, heldur en að fþyngja Reykvfkingum eins og gert var. Skuldin væri orðin æði mikið lægri nk, aðeins fyrir hækkun dönsku krónunnar. Að minsta kosti er óverjandi að ekki yar reynt til þess. Hvað segir Einar Kvaran (A 2) nú í síðustu kjósendaræðu ? Auðvitað ekkert ákveðið. E« það á að skiljast þannig að ekki virðist heppilegt að hugsa til þess nú, að eignast hlutabréf ís- landsbanka, — sem sé að greiða skuld — í stað þess sem „mörg um hafi fundist það mjög illa farið að ekki skuli háfa verið út vegað erlent lán.“ Já, hefði, hefði — en því tæki- færi er nú slept fyrst um sinn. Þess vegna er þetta Iétegt „flesk" og ekkert annað að „bjóða upp á“. En merkilegt er það hvað mennirnir geta verið óheppnir, Þegar aðstæður voru heppileg- ar til lántöku, þá legst Jón Þor- Iáksson á móti, En þegar það er orðið erfiðara og að öllu leyti óheppilegra, þá mælir Einar Kvaran með þvf. Árciðanlega þurfa þeir að svara þessu. En sennilega verðá þeir að bera ráð sín saman fyrst. Sál og heili. Úttenðar jréttir. Hryllilegt slys. Fyrir nokkru síðan skeði það fáheyrða atvik í Norður Noregi, að heil brúðkaupsfylgd druknaði. Fólkið kom frá kirkju á mótor- báti og var á heimleið, stýrið bilaði og í sundi einu þröngu rakst báturinn á grunn og brotn- aði. Fóru allir i sjóinn, en nokkr ir björguðust { land á sundi og sóttu hjálp. Náðist 6 manns, mjög aðframkomnir, og hepnaðist að eins að lffga einn þeirra við. Hinir dóu eftir stutta stund, A'Is druknuðu n manns, meðal þeirra brúðhjónin, tvær systur brúður innar og móðir þeirra. Agætt veður var, er slysið vildi til, en háflæði og straumur allmikili f sundinu. Sagnjrsitngnrinii. Ekki get eg viðurkent Jón Þor- láksson sem góðan sagnaritara. Væri hann góður sagnaritari þá hefði hann sagt sögu rafmagns- málsins frá byrjun. Eg held hann ætti að prjóna framau við og segja almenningi frá afstöðu sinni í þvf máli forð- um, þegar gasstöðin sæla var tek- in fram yflr tillögur Haildórs Guð- mundssonar um rafvirkjun Elliða* ánna. Var ekki vatnsorka þeirra talia ófulinægjandi þá fyrir Reykjavík i* Mig minnir það. En hefir Reykjavík nokkuð minkað síðan?! I Eða eru „árnar“ í vexti? Jón svarar. þessu auðvitað. En heppinn er haan að hafa eins góðan heila og hann hefir. Hummm----------. Hænsafóður er ódýrast í Kaup- féiaginu i Gamla bankanum. Alþbl. kostar I kr. á mánuð!.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.