Ný tíðindi - 20.01.1852, Side 2

Ný tíðindi - 20.01.1852, Side 2
10 með nokkrum ástæftum geta skorazt undan að við halda f>essu sæluhúsi, þó f>eir eptir opt- nefndu reskripti sjeu skyhlir til að byggja og viðhalda sælulmsi á liinum umtalaða fjallvegi; og mundu þeir f>á líklega láta sjer nægja að hlaða saman hreisi eins og f>ví, sem stendur uppi á háheiðinni, og ekki þarfnast viður- halds, þar það er hlaðið upp úr brunagrjóti. Auk þessa er það Olvesingum til afsökunar, að þeir hafa fjarskamiklum öðrum vegabótum að gegna, svo að vjer höldum, afð enginn hreppur annar á landinu, það oss er kunnugt, liafi eins mikið að vinna í opinberar þarfir, og virðist oss það því skylda hins opinbera, að hlaupa undir bag'ga með þeim, þar sem kraptar þeirra eru ónógir til að fullnægja skyld- unni. f>að er líka að ætlun vorri öldungis samkvæmt rjettri skoðun á eðli, tilgangi, not- um og framkvæmdum vegabótanna, að kostn- aður til þeirra væri allur greiddur úr almenn- um sjóði, og að menn greiddu lieldur Qe til þeirra árlega, en skylduvinnu. 5>etta mun einnig liafavakað fyrir sýslu- manninum í Árnessýslu, þegar hann nú sein- ast þann 13. des. f. á. fór því á flot við amtið, að viðurhaldskostnaður sæluhússins á Kolvið- arhóli yrði endurgoldinn af jafnaðarsjóði amts- ins; hefurhann væntanlega gjörtþetta að sinni aðaluppástungu, en til vara farið fram á, að kostnaðurinn yrði lagður áhina næstu hreppa í Árnessýslu. Hvað nú er framvegis gjört við mál þetta, vitum vjer ekki, en þó er líklegt, að stiptamtmaður vor hafi borið það undir lilutaðeigandi ráðgjafa. Vjer vonum nú raun- ar, að þessi stiptamtmaöur, sem að öllum lík- indum betur en þeir tveir, sem á undan hon- um voru, þekkir kringumstæðurnar einkum með tilliti til stöðu og nauðsynjar sæluhússins, hafi stutt að því, að viðhaldi þess ekki verði slengt upp á einstakar sveitir, þar sem svo margir aðrir hafa þess not, bæði úrRangárvalla- og Gullbringu-sýslum; en þetta er ekki ein- hlýtt, þar sem útlendur og ókunnugur embætt- ismaður, innanrikisráögjafinn, á að leggja úr- skurð á málið á endanum; því það má vel fara svo, að hann ekki fallist á uppástungu stipt- amtmanns. Fyrir því virðist oss það vera hið eina ráðið, til að sjá sæluhúsinu á Kolviðarhóli borgið (ef úrskurður innanríkisráðgjafans á sinum tima ekki leyfir að borga viðurhaldskostnað þess af jafnaðarsjóði amtsins), að stofna sjóð handa húsi þessu á sama hátt, sem það fje safnaðist, er öndverðlega var varið til byggingar þess. Gjörum vjer ráð fyrir, að húsinu mætti hahla við fyrir eina 6 rhdd. árlega, og þyrfti það þá að ætlun vorri að eiga ávöstberandi sjóð upp á eina 250 rbdd., hvar af ársrentan yrði 8 rbdd. 72 skk. Afgangi vaxtanna, 2 rbdd. 72 skk. ætti að safna, og yrði hann á hverjum 9 árum hjer um bil 25 rbdd. iþetta fjeskyldi ávaxta, undir eins og það nemur 25 rbdd., en taka það þá til eyðslu, er húsið þarfnaðist liöfuðaðgjörðar. Innstæðuna mætti ekki snerta. Á þenna hátt vonum vjer, að húsið enda kannske gæt.i byggt sig sjálít með tímanum, og þyrfti ekki að biða eptir aðgjörðum sökum fjeleysis og óvissunn- ar um, hvaöan kostnaðinn skyldi taka. Vjer ætlum, að allir þeir, sem í illviðrum á vetrardag hafa farið Lágaskarðs - eða Hellis- skarðs - veginn milli Árnes - og Gullbringu - sýslna, muni sjá, hvernauðsyn er á, að sælu- húsinu á Kolviðarhóli sje vel við haldiö, og að þeir hinir sömu muni verða fúsir á, að styðja það með ljegjöfum nokkrum, eftilþarf að taka. Eins vildum vjer óska, að ef ein- hver sjer betra ráð, en að framan er á vikið, til að ná tilgangi þessarar greinar, þá vildi hann gjöra það heyrum kunnugt í ,j>jóðólfi“, eður með einhverju öðru móti. í janúarm. 1853. J+G. F j á r s k a ð i. 23. d. nóvembcrm. f. á., scm var liinn 23. sunnud. e. Jirenningarhátíð, varð sjera Síinon Bech á þingvöllum fyrir fjárskaða miklum. Var það í útnyrð- ingsbil og ákafri fannkomu, að sauðirnir hröktust niður í hraungjá eina, sem liggur vestur úr Almannagjá fyrir of- an Öxarárfoss. Voru þó fyrst 2, en síðan 4 menn hjá fjenu, en þeir gátu engu við ráðið. þegar þeir sáu, að fjeð fór að fjúka niður í gjána, fóru þeir niður í hana, og reistu hverja kind á fætur, sem niður kom; því alit kom fjeð lifandi niður. Svo rcyndu þcir og að koma því fram úr gjánni, en gátu það ei. Ilættu þeir þá við, og ætluðu varla að komast heim uin kveldið; því svo var veðrið þá illt orðið og fjarskalegt. Daginn eptir var gjáin full orðin af harðfenni. Voru þá fengnir menn til að moka upp gjána, og voru þeir að því 6 daga. Fátt eitt af fjenu náðist lifandi, en á inilli 70 og 80 dautt. — Gjáin kvað vera hjer um bil 2 faðina breið, 4} faðms djúp og sljett í botninn. — Sama dag heyrist, að nokkrirfjár- skaðar hafi orðið bæði á Hæðarenda í Grímsnesi, og i Eyvindartungu í Laugardal, en ekki höfum vjer heyrt um þá greinilega sögu, nje heldur, livert þeir hafi víðar orðið.

x

Ný tíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.