Ný tíðindi - 11.05.1852, Blaðsíða 8

Ný tíðindi - 11.05.1852, Blaðsíða 8
44 mágur Grams lausakaupmaniis, að fara með gufuskip til Múlasýslna, og kaupa þar lijer um bil 6000 fjár litandi, og fara með það til Danm. Sumir segja, að Louis Napoleon liafi ætl- að að taka sjer keisaranafn yfir Frakklandi 5. dag þessa mánaðar. — -17. d. aprílm. barst skipi á suður í Leiru. Formnð- urinn hjet Arni. Mönnunum varð öllum bjargað, en 1 þjakaðist injög svo hann lagðist á eptir, og vituin vjer ekki hvort hann hefur dáið, eða ekki. — petta var í norðanstormi og ósjó. — 23. d. s. m, fórst bátur fyrir framan Kálfatjarnarhveríi, og hjeldu menn að hann hefði siglt sig um. Formaðurinn hjet Kjartan Jónsson frá Svartagili, en hásetinn Björn Halldórsson frá Skarðs- hömrum í Norðurárdal, og týndust þeir báðir. — Snemina í sama mánuði barst á báti í Hraununum; formaðurinn komst af, en hásetinn, vinnumaður að austan, drukknaði. — 1. d. maím. barst á skipi í Grindavík. Ilöl'ðu menn róið alskipa um daginn, og drógu fiskinn mjög ótt. Síðan kippti skip þetta og reyndi á grynnra miði, en er gangurinn fór af, sökk það þegar. Fórust þar, að sögn, 12 m.enn, þar af 5 bændur úr Grindavík, en 3 varð bjargað. — 2. d. s. m. barst báti á í Viðeyjarsundi; 2 mönnunum varð bjargað, en hinn 3. drukknaði. Var það ungur maður, og hinn cfnilegasti, uppheldissonur sekre- tjera Stephensens; hann hjet Ólafur Jónsson. — það hefur borizt að austan, að 10 (?) menn haíi drukknað í einu í Jökulsá á Sólheimasandi. Sagan segir, að þeir hafi riðið til skips um morguninn, eins og þar kvað vera siður til, og hafi orðið fyrir jókulhlaupi. — Sjera Brynjólfur Arnason, prestur í Meðallandsþing- um er sagður dáinn. Um jarðyrJju d Isla/idi. (Framhald'). Plægingin er til þess afi rífa jörfiina upp og losa liana sunclur. Plógurinn er með nokkurs konar spafia, og af f>ví það er vinding á spaðanum þá snýr hann viö torfunni um leið og liann sker hana. Plóginn má líka nota á þýfi, þegar búið er að rifija um þúfun- um og grassvörðurinn er fúnaður; liann mylur þá lieilmikið í sundur, ef plægt er. Til að jafna plægfia landið ofan og mylja enn betur mold- ar kögg^lana, hafa menn grind nokkra með járngöddum ofan úr. Hún kallast lierfi. Mefi þessum verkfærum er jöröin rifin upp 6—10 þumlunga djúpt þangað til hún er orðin eins laus og kekkjalaus, eins og garðmold. Með þessari aðvinnslu jarðarinnar eílist ntjög frjófg- unarmagn hennar. Grösin þurfa að fá vifiur- væri sitt að. Eins og líkaminn þrokast'af fæðunni, sem vjer borðum, og loptinu sem vjer öndum að oss; eins fer grasið líka með efni þau, sem það sýgur úr jarðvegnum nteð rótum sinurn og loptinu með blöðunum. 5ví er þafi, að rótataugarnar liggja svo djúpt í jaröveginn, afi þau eru þá að seilast í frjóefni jarðarinnar. jþegar jarðvegurinn er laus, geta grösin betur skotifi frá sjer rótartaugunum, og undir eins fengið nteira viðurværi handa sjer. ^etta er auðskilið þegar gætt er að kálvexti. Hvaða gagn ætla yrði að því að sá kálfræji í ópælda jörð? En þó grasið hafi minni rætur en kálifi, er auðráfiifi, að því verður að sínuleyti eins mein að þjettleik jarðarinnar. Annað er það, sem plægingin gjörir grasvext- inum til eflingar, að þegar jörðin losastísjer, kemst loptið heldur að henni til að leysa sundur efni hennar og blanda þeiin saman eptir því sem lífi grasanna er hagfeldast. ^essi áhrif loptsins eru allstafiar auðsjen. 3>að um- breytir hlutunum og afigreinir efni þeirra, hvar sem það kemst að, trjen fúna, dýralík- amir rotna, járnifi ryfigar, á marga málma sezt spansgræna, jafnvel grjótið molnar upp mefi tímanum; því spretta grös og skógar í gömlum hraunum. Einhverntíma litu þau ekki líflega út; eu loptifi og deyjan hafa unnið á þeim og leyst nokkufi af þeim upp í mold; moldin sje í gjótur og lægfiir og grösin fóru að geta sprottiö. Hvar sem I.fiö er, er það sí og æ að safna að sjer efnum og búa til handa sjer likama. 3>ar sem loptið á við líflausa hluti, leysir það sundur efni þeirra til að búa þau i höndurnar á lífi'nu. (Framhaldið siðar). / Prestaköll. Óveitt: Staourí Grunnavík; S t ö ð í Stöðv- arfirði, og (að sögn) M e ð a 11 a n d s þ i n g í Skapta- fellssýslu. Prestvígðir 9. d. þ. m. í Heykjavíkurdóm- kirkju af biskupi H. G. Thordersen, ridd. af dannebr.: kand. G. Jóhannesson til Reynivalla í Kjós; kand. Jón þorvarðarson til Hellnaþinga; kand. Brynjólfur Jónsson til Reynistaðarklausturs, og stúdcnt Jón Sigurðsson til Kálfafells. „Lítil saga umm herhlaup Tyrkjans á Isl. ár. 1627“, er til kaups hjá Egli bókbindara Jónssyni í Reykjavík. Riutjórí: M. Grímsscm.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.