Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 5

Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 5
57 Grasbrestur kemur annaðhvort afþví, a&gras- veginn skortir gróðrarefni handa grösunum; eða gróðrarefnin, {)ó þau sjeu nógu niikil, eru ekki svo ásigkomin, eða ekki svo sam- blönduð sín á milii, að grösin geti haft not af jieini. Grösunum er svo varið, að fiau jiurfa mörg gróðrarefni; en eru ólik í því, hvað mik- ið þau þurfa af hverju efni fyrir sig, og það svo, að eitt grasið sprettur upp á það bezta, þar sem annað getur ekki gróið. Allstaðar út um hagann breytist graslagið eptir landslaginu, og það sýnir ijósast, að landslagið, eða jarð- efnin ráði graslaginu. Menn ránnsaka því þrennt í jarðveginum : fyrst, hvert jarðveginn vanti ekki neitt af gróðrarefnum; í öðru lagi, hvert ásigkomulag efnanna sje grösunum samboðið; og í þriðja lagi, hvert hæfilega mikið sje af hverju efni fyrir sig. Eptir þessu hljóta menn, að haga sjer þegar á að rækta jörðina, einkum með áburðinn; því ann- ars er við því búið, að ekki yrði hitt á, að bera þann áburð á, sem jarðveginn vantar, ellegar það verði borið á sent annaðhvort spillir, eða er gagnslaust. Um þetta ber raun vitni þar, sem ein áburðartegund er borin á og ekkert sprettur undan henni, en þegar sami áburður var borinn á annarstaðar sprettur ágæta vel; og sú jörð, sem ekkert, sprettur undan ein- um áburði, sprettur ákaflega undan öðrum. Af þessu er auðsætt, að menn hljóta að þekkja jarðveginn til að geta hagað áburðinum eptir jarðefnunum og grastegundunum, ef vel á að fara. En þetta kennir jarðyrkjufræðin. Hún kennir að jarðvegurinn er ólíkur að efnúnum til: sýnir að hann vantar sum efni; að hann hef- ur ofmikið af sumum efnum og oflítið af sum- um. Efnafræðin kennir mönnum, að þekkja eðli áburðarins, og veljaþann áburð, sem bezt á við hvern jarðveg og hverja grastegund, sein menn þurfa að rækta; og hún kennir líka, hvernig með áburðinn skuli farasvohanu geti orðið grösunum og jarðveginum að sem beztum notum. Að endingu kennir efnafræð- in, að velja grösin eptir jarðveginum; ept.ir áburðinum; og eptir fóðurmagni þeirra fyrir menn og skepnur. En undir eins og efnafræð- in veitir mönnum þekkingu til að afla sjer fullkomins og varanlegs gróða af jörðinni, kennir hún þeim líka ráð til, aö nota hann, sem haganlegast bæði til fæðis og klteðis. i Af því íslendinga vantar þekkingu þá seni nú var um getið, fara þeir á mis við þann hagnaö, sem hún getur veitt, og þá framför sem henni fylgir; en af þeirri framför og kunnáttu flýtur góð og varanleg frjófsemi jarðarinnar. En ef það er ekki ofhermt, að rækt og áburður efli gróður jarðarinnar, þá er óhætt að fullyrða, að það getur hvergi orðið að þriðjungs notum ef efnafræðin eða jarð- yrkjufræðin er vanrækt; því eitt. er það að bónd- inn spillir fyrir sjer ógrynni af áburði á liverju ári: haugarnir brenna nærri því til ösku og allur kraptbezti áburðurinn leysist upp og rýkur upp í loptiö, og úr sumuin rennur það, sem mest gróðrarmagn er í; áburðurinn ur, eða loptið leysir liann upp. Jetta kemur allt af illri meðferð og vankunnáttu. (Frainhaldið síðar). Hraunyerdishrepps framskurharfjelap. Vorið 1845 gjörðu allir búandi menn í Hraungerðislirepp fjelag með sjer, er þeir nefndu ofanrituðu nafiii, með lögum þeim, er þeir urðu ásáttir um. Völdu þeir úr flokki sínum forseta fjelagsins, aukaforseta og fjóra aðstoðarmenn. Tilgangur fjelagsins var með frainskurðum og fyrirbleðslum (vatnagörðum) að afstýra þeiin liinum mikla vatnsyfirgangi, sem öll mýrarsvæði sveitarinnar eru undir- orpin í rosaárum. En af mýrunum er það sem flest allir sveitarbúar eiga að taka allau heyskap sinn utantúns, og hafa fjenaðarbeit sína. jiótti því öllum vatnsaginn vera sveit- inni eitthvert hið mesta bjargræðistjón, og þess vegna hlyti bót á því að ganga fyrir öllum öðrum jarðabótum þar. — Var það í lög leitt hjá fjelaginu að á ári hverju skyldi hver búandi maður vinna' eitt dagsverk að verki þessu fyrir sig og livert verkfært karl- mannsbjú sitt frá 18 til 60 ára aldurs. Skyldi þetta dagsverk unnið á þfeim stað og tíma, er fjelagsstjórnin á kvæði, og undir leiðsögn hennar. Enginn skyldi ganga úr fjelaginu, á ineðan hann væri búsettur í sveitinni, fyr en ætlunarverki þess væri lokið. (Hafa og jafnan síðan allir gengið í Qelagið, sem íluttst hafa inn í sveitina búferlum). En þegar ætl- unarverki Qelagsins væri lokið, þá var það

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.