Ný tíðindi - 16.12.1852, Blaðsíða 2

Ný tíðindi - 16.12.1852, Blaðsíða 2
90 glaðst af þeirri breytingu, sem á þetta er komin og bæði dáðst að dugnaði rektors og þeirri tilhliðrunarsemi, sem stiptsyfirv. hafa sýnt honum í öllum greinum, sjálfsagt af því þau hafa sjeð, bæði að það var óhætt að sleppa stjórn skólans við eins duglegan mann, og að það er mikið ísjárvert fyrir þau að gripa inní beinlínis stjórn hans, hvernig sem á stendur. Ekki veit jeg, hvort það er satt sem höf: í jjjóðólfi sýnist vilja gefa í skyn, aö greifinn hafi viljað koma aptur. sonum sín- um í skólann; en það veít jeg, og það vita allir sem þekkja rjettsýni greifa Tranipe, að hann hefur ekki ætlað að vilna sjer í fremur en öðrum í þessu efni. Hafi hann viljað koma sonum sínum aptur í skólann, má eiga það víst, að stiptsyíirvöldin hafa tekið úlvisun rektors úr skólanum, ekki sem burtrekstur, heldur sem vinsamlega ráéléffffing til foreldra og vandamanna hlutaðegandi pilta. JJetta er líka að mínu áliti sú eina rjetta skoðan á útvísaninni; því eins og þaö er vel og fallega gjört af rektor, að segja foreldrunum frá og vara þá við, ef synir þeirra eru svo gáfu litlir, að hann sjer fyrir að það muni ekki verða nema uppákostnaður, að halda þá lengur í skóla, eins er það að hinu leytinu efunarmál, hvort hann eða stiptsyfirvöldin eiga með að reka pilta úr skóla fyrir gáfnaleysi, meðan þeir ekki erueldri en það semreglugj. til tek- ur fyrir hvern bekk, og foreldrarnir vilja kosla þá í skólanum; hitt er sjálfsagt, að þessir piltar eiga ekki að fá ölmusu eða opinberan styrk. Ekki veit jeg heldur, hvort piltar vilja kannast við það sem höf. í J>jóðólfi dróttar að þeim, að þeir hafi kvartað um harðyðgi rektors við foreldra sína; að minnsta kosti heyri jeg ekki annað en að piltum liggi bezta orð til rektors og mun þó stjórnsemi hans nú vera lik því sem hún var í fyrra; en hitt held jeg öllum hafi þókt eðlilegt, þó þeim fyrst í stað kunni að hafa brugðið nokkuð við, þegar þeir fengu meira að gjöra og minna sjálfræði en áður. Yfir höfuð. virðist þessi góði höf. vera að berjast við skugga sinn eða eitthvað út í loptið; hann ætti þó að gæta að því, að það er sannur málsháttur, að sá sem i ótima afsakar, ásakar og að Bjarni rektor þarf ekki á slikri vörn að halda, því það munu allir ljúka upp sama munni með það, að hann er duglegasti maður í sinni stöðu, þó honum geti yfirsjezt eins og okkur öllum, því það eru fæstir, sem geta gjört að allra geði. 1+5. Að þes's verði getið, sem gjört er, þegar gjörningurinn er líka látinn koma fyrir sjónir margra, það er sá sannleiki, sem ekki virðist þörf á að sanna, en það sýnist tvísýnna, hvort verkið verður tileinkað þeim sanna höfundi, þegar það er framkvæmt í dularbúningi. Grein sú á 352. bls. 3?jóðólfs 4. árgangi, er ræðir um töku alþingistollsins í liangárvallasýslu, hefur orðið fyrir miklum umræðum manna, af því hún sýnist vera samin undir þvi yfirskyni, að vilja vernda rjettindi manna, en geymi í sjer — þó hún sje ekki löng — nokkur ósann- indi, lýsi jafnvel töluverðri ósvífni og heldur frekri illgirni, eða ósæmilegri óaðgætni, er sjaldan mun stoða lönd eða lýði. En þar eð höfundurinn hefur farið í dularham, þar sem hann nefnir sig því yfirgripsmikla nafni „liang- vellingur", þá höf'um vjer fulla vissu fyrir þvi, að greinin hefur verið tileinkuð þeim niönn- um, sem fjarstæðast er að hafi ritað hana, og neyðumst þess vegna til — svo saklausir, eða þeir, sem aldrei heffiu getað látið þvílíkt fara frá hendi sinni, — verði ekki fyrir ástæðulaus- um meiningum eða umtaii manna, — að skora á þann sanna höf'und að hann segi berlega, hver hann er; þó vjer á annað borð þykiumst voga að fullvissa alla um það, að hann geti ekki verið á Rangárvöllum. Kokkrir búendur á Rangárvöllum. Nú er hann Jón Guðmundsson, lögfræð- ingur, í Reykjavík, tvisvar búinn í ^jóðólfi að bjóða sig til þess, að verja og sækja mál, rita skjöl og brjef o. s. frv. fyrir hvern sem vildi. Ekki setur hann skilyrði fyrir þessum sinum boðum, og því þykir mjer það kjnlegt hvernig hann hefur farið að við mig. I sum- ar sem leið, sendi jeg honum undirrjeftardóm í máli nokkru, sem jeg ætlaði að skjóta til landsyfirrjettarins, og bað jeg hann að taka það að sjer min vegna. Hann tekurvið dómn- um, og yfirvegar hann, og f'yrir það tók hann ekki meira en einn ríkisbankadal, þó það væru þrír fjórðu partar úr örk, og fremur

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.