Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 86
86
blessunarrík fyrir heiminn, hversu það jók auðnu og
yndi alstaðar nærri sðr. Og hún sá það, sem fyrir
hinu barninu lá, og var það ekki annað enn böl og
bágindi, skelfing og volæði.
„Hvorttveggja er guðs vilji!“ sagði dauðinn.
„Hvert þeirra er blóin ógæfunnar og hvert er
blóm blessunarinnar ?“ spurði hún.
„I>að segi eg þer ekki,“ ansaði dauðinn, „en hitt
skaltu vita að annað þeirra var blómið barnsins þíns,
það voru forlög þess, sem þú sázt, hin ókomna
æfi þess.“
J>á hljóðaði móðirin uppyfir sig af ótta: „Hvert
þeirra var barnið mitt, segðu mör það! frelsaðu sak-
leysingjann, frelsaðu barnið mitt frá öllu þessu volæði!
taktu það heldur burt og ílyttu það inn í guðs ríki,
gleymdu tárum mínum, gleymdu bænuin mínum, gleymdu
öllu. sein eg hef sagt eða gert.“
„Eg skil þig ekki!“ mælti dauðinn. „Viltu fá
barnið þitt aptur eða á eg að fara með það þángað,
sem þú ekki veizt“ —
Þá sló móðirin höndum sínum, fðll á knð og bað
til guðs: „Bænheyr mig ekki, ef eg bið gagnstætt þínum
vilja, sem öllum er fyrir beztu, bænheyr mig ekki!“
Og hún drap höfði niður í skaut sðr.
Og dauðinn fór með barnið hennar inn í hið
ókunna landið.