Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 103
r
103
Voirol yfirforingi setuliðsins í borginni vildi eigi bregða
hollustu við konung og hlýddi liðið honum, svo Na-
poleon varð ofurliði borinn og tekinn fastur og því-
mest fluttur til Parísborgar. Síðan var hann geymdur
nokkra stund í kastala nokkrum sem heitir Port-Louis
nálægt L’Orient. |>ví næst var hann dæmdur sekur
um landráð, en þ<5 var eigi meira að gjört; en hann
var fluttur til Norður-Ameríku í útlegð. Ári síðar
1837 sýktist móðir hans í Svísslandi og brá hann nú
skjótt við og fór á fund hennar; dró þessi sótt hana
til bana og settist liann þá að í Arenenberg, þar sem
hún hafði verið. Nú var hann svo nærri ættjörðu
sinni, að Frakkakonúngi tók að standa mikill beigur
af, enda lét Napoleon ekkert tækifæri ónotað til að
minna Frakka á rjettindi ættar sinnar. Stjórnin í
Frakklandi ritaði nú Svíssum. og bað þá að víkja
honum úr landi; en þeir kváðu sðr sem frjálsum mönn-
um eigi sæma, að reka mann úr landi fyrir tillögur
útlendra konunga. Frakkakonungur ljet eigi þar við
lenda og sendi 25.000 hermanna til að ógna Svíssum
ef þeir ekki Ijeti undan. Sá nú Napoleon, að til
vandræða horfði og vildi eigi að Svíssum skyldi verða
að tjóni velvild sú er þeir höfðu veitt honum og fór
því sjálfkrafa úr landi og til Englands, en ljet þó eigi
af að rita í frakknesk blöð til að mæla með ætt sinni
og stjórnarkröfuin hennar á Frakklandi. Hann kom
sjer í kynni og vináttu við merkustu menn á Englandi
og ritaði um þessar mundir bók nokkra sem heitir
„Des idées napolóoniennes“ (Um stefnu og áform Na-
poleons 1). I þessum ritlingi heldur hann upp vörn