Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 3
123 megin. Skipanir G. voru þessar: »skjótið ekki; vinnið ekki borgara-víg». Skipanir konungs voru þessar: »eltið bann (Garib.); ráðizt á hann; tortýnið honum 1« Garibaldi gat aldrei ímyndað sjer, að smákonungurinn frá Sardiníu, sem hann (Garib.) hafði gefið ítaliu 1860, mundi verða sjer eins örðugur 1862, eins og nú varð raun á. Sá hjet Pallavicini, ofursti, er var fyrir konungsmönuum. Áður hafði hann verið í liði Garib., og öðlazt ofurstanafn lijá honum. þegar skothríðinni hætti, kom raunaleg þögn yfir vígvöllinn. Liðsmenn Garib. táruðust yfir foringja sínum. I»eir báru hann burt á öxlum sjer, þangað er honum urðu reidd mýkri hœgindi, meðan sár hans voru bundin. Nú var farið að semja um skilmála fyrir burt- flutningi hans og frelsi manna hans. Garibaldi krafðist, að mega eiga frjálst að fara með foringjaflokk sínum þangað, er hann vildi, og að verða settur út í skip Eng- lendinga, þegar hann kœmi niður til strandar, og að þá mættu menn hans fara, hvert er þeir vildu. Pallavicini tók vel öllu þessu, og hjet að fá því komið í kring við stjórnina. Hann gjörði 2atreiðir tilað tala við Garib., en varð að hverfa frá í hvorttveggja skiptið fyrir tárum. En er hann gat yflrunnið sig, kom hann bljúgur og berhöfð- aður til hans, tók í liönd hans og sagði: »Hershöfðingi, nú ber fundi okkar saman á hörmulegri stund; þetta er ófarsælasti atburður í mípu lífi«. |>egar nú mál þetta kom til stjórnaririnar, varð allt annað ofan á, en Pallavi-. cini hafði látið í veðri vaka. Hann var gjörður að »Ge- neral« úr ofursta, en Garibaldi var fœrður í ríkisfangelsið í Spezzia, eins og landráðamaður, og mönnum hans var skipað í ýmsar dýflissur. J>egar tíðindin fráAspromonte bárusttii Parísarborgar, sendi Napóleon Viktor Emanúel hamingjuósk sína með frjettafleygi til Túrínar. Nú hófst það vandamál, hvað gjöra ætti við Garibalda og menn hans. í f>essu máli telja menn að Napóleon keisari hafi átt gildari þátt en stjórnin sjálf í Túrín; enda er og von, að hann láti þar til sín taka, er uppreistarmönnum er hegnt. Ráðaneyti Viktors Emanúels kom að lokum ásámt um, að sœkja Gari- balda um landráð, og varð nú málaviðbúnaður mikill stjórnarinnar megin. Viðbúnaður Garibalda var það, að hann brosti, er hann frjetti þetta. Menn telja víst, að þó að þessi samþykkt fœddist í Túrín, þá muni hún hafa öðlazt getnað í París. Blöð Englendinga fullyrða, að máls- sókn hafi ekki getað verið alvara; því að þeir hafi vitað það, eins og heila höndina á sjer, þeir Napoleon, V. Em. og Ratazzi, að Garibaldi mundi hafa getað frœtt rjettinn um ýmisleg fróðleg atriði, og gefið óþægilegar upplýsing- ar, ef til máls hefði komið; en hverjar, eða fyrir hvern láta blöðin ekki beinlínis í Ijósi; en ekki er ólíklegt, að það sje það, að Napóleon hafi hvatt Garib. fararinnar heimulega, sem flest frjáls blöð á meginlandinu voru full af i sumar um það leyti, sem styrjöldin hófst. Napóleon er nú fyllilega grunaður um gœzku við hinn heilaga föð- ur, og er margt ómögulegra, en að hann hafi róið undir Garibalda. jþótt samþykkt væri, að höfða mál móti Garib., þá var ekkert í hættu fyrir það, því allt af var náð kon- ungsins eptir, ef á þurfti að halda; og nú bar einmitt svo vel í veiði, að dóttir hans átti að giptast 28. sept. kon- unginum í Portugal. Sá dagur kom, en ekki var búið enn þá að stefna Garibalda, enda lá hann í sárum. Brúð- kaupsdýrðin var mikil; konungur elskaði dóttur sína, eins og góður faðir mundi gjöra, og var það orðalaust, að hann varð að gjöra allt, sem þessi góða dóttir beiddi hann um, ef lionum var það liœgt. llaginn, sem hún bjóst til burtferðar yfir í Portúgal, beiddi hún föður sinn um náð fyrir Galib. og fjelaga hans. AUir vissu, hvaðan aldan undir þessa náðarbón var runnin, enda varð og Victor Emanuel drengilega við þessari stórbón, því 5. okt. gaf hann út náðarskjal sitt. Er nú Garibaldi og fjelagar hans frjálsir menn, en þeir, er gengu úr herþjónustu konungs yfir í flokk Garib., eru dœmdir í ævarandi fangelsi. Gari- baldi liggur enn þá í sárum, en er á batavegi. Eptir að búið var að hneppa Garibalda í dýflissu og menn ekki vissu, hver endir mundi verða á máli hans, Iinntu blöðin á Englandi ekki látum við Viktor Emanuel og Napóleon um að snerta ekki eitt hár á höfði Garib., enda varð og vilja blaðamannanna framgengt á endanum. Jafn- fara þessum norðanstormi í blöðunum voru haldnir fundir hvervetna um England í því skyni, að tjá Garibalda, hversu innilegan þátt þjóðin tœki íkjörum hans, og varjafnframt á hverjum fundi rœtt og samið ávarp til Rússels, lávarð- ar, utanríkisráðgjafa Viktoriu, um að skora fastlega áNa- póleon, að draga lið sitt burt úr Róm. j>essir fundir voru hvervetna sóttir af mesta mannfjölda, og skorti ekki fjör- ugar og frjálslyndar rœður á þeim. Allir fóru þeir íram með spekt, þangað til kom til Lundúna. |>á kom pápiskur gustur í blöðin og feykti friðnum burt af fundum þess- um, og er sú saga all-löng og ekki ófróðleg: Sunnudaginn hinn 28. sept. ætluðu iðnaðarmenn bœj- arins að halda Garibalda-fund á opnu svæði vestan til í bœnum, þar er Hyde-Park heitir; það er afgirt svæði, og ætlað mönnum til útreiða og skemmtiganga. Inni í bœn- um var sú skipun gjörð á um fundarhaldið, að nefnd var kosin til að stjórna fundinum, og skyldi hún setja fund- inn um nónbil á tilteknum hól vestanvert í Hyde-Park. Nefndin kom á tilteknum tíma með hjer um bil 1000 manns til fundarstaðarins. En þar var þá kominn illur andvaragestur fyrir; því yfir 500 írskra manna af lægsta skríl voru búnir að taka sjer stöðvar á hólnum, bönnuðu hinum uppgöngu, og œptu í sífeliu : »Upp með páfann, niður með Garibalda«. Ilinir, sem að komu, vildu ekki láta skríiinn gjöra sjer þetta fyrir ekkert; ljetu síga að hólnum og fóru að ýta írum burtu; hófust nú óhemjuleg áflog og spörðu írar engan fautaskap nje fúlmennsku; því regnhlífar, gönguprik, stígvjel, steinar, hnefar ogfœt- ur var allt á lopti í senn, og snýtti nú margur maður rauðu. Loks fjekk flokkur Garibalda stökkt írum burtu af hólnum, en um það leyti, sem áflogin voru farin að sljákka eptir þessa hríð, kom nýr flokkur íra að og hóf áflogin að nýju, en þá kom sú fádœma-rigning, sem > menn varla muna meiri, og skildi þessa blóðugu skolaketti, sem nú þutu burt hver í sína áttina, eins og djöfulóðu svínin um árið, sumir hálfrotaðir, en flestir bláir og barðir. Ekki hlauzt neitt víg af áflogum þessum, en nærri lá, að það væri af orðið. Næsta sunnudag átti að halda annan fund í sama skyni; en það fór engu betur en fyr. Margir voru settir í dýflissu eptir þessar róstur, og sektaðir. Óljós orðasveimur er að berast um það, að óróa-alda þessi hafi verið runnin undan svörtuloptum hins katólska klerkdóms, og gjörast blöðin nú all-berorð við hina vel- sköfnu, dökkklæddu hirða. pegar lögreglustjórnin sá, að vandræði mundu standa af þessum fundarhöldum, voru þau bönnuð, og halda nú fleiri þúsundir lögregluþjóna vörð á staðnum á sunnudögum, svo friðsamir menn hafi þar næði til að skemmta sjer. j>egar liinn katólski erkibiskup »af Westminstem sá þennan rammlega viðbúnað lögreglustjórnarinnar,gaf hann út ávarp til hinna »elskuðu írsku barna« sinna, og eru helztu atriðin í því þessi: »j>ið hafið tekið þátt í róstum og áflogum í Hyde- Park; reyndar eru það að eins fáeinir ykkar, sem eigið skilið ávítun fyrir það, því það voru að eins fáein hundr-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.