Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 4
124 uð, sem í áflogunum voru, en þjer eruð mörg þúsundað tölu. En þessir fáu hafa ollað prestum sínum, sem elska þá svo heitt, mikilla harma og mœðu, og öllum góðum löndum sínum og trúarfjelögum«. »Ef nokkur yðar, hjartkæru börn mín, sem verið liafið í áfiogum þessum, heyrið orð mín, þá bið jeg ykk- ur og grátbœni, já sárbœni ykkur, eins og yðar faðir í Kristi, já, býð yður og skipa yður eins og biskup yðar, að fara ekki út í Hyde-Park framar, þegar nokkur áfloga- hætta er þar á ferðum«. »Yður dettur víst sízt í hug, að drótta því að mjer, að jeg unni fundarhöldum þessum. f>au eru hneykslan- leg, þegar þau vaða undir »politisku» yfirskyni upp á trú annara manna með ójöfnuð og ögrunaryrði«. »En ástkæru börn, þó aðrir breyti illa og heimsku- lega, þá þurfið þjer ekki að gjöra það. Látið þá vera eina um sína heimsku«. »St.' Patrieks börn ! þjer hafið þolað í margar aldir óvinum trúar yðrar háð og smán, þá er þeir hafa ausið yfir yður. j»ið hafið þolað mikla ofsókn og ánauð að undanförnu, sem guð mun varðveita yður frá framvegis. En hvað er það að reikna móti hinni mestu nauð, sem getur komið yfir nokkra þjóð, sem er hungur og þar af leiðandi hörmung, lijálparleysi og strádauði manna, sem þjer hafið allt þolað með því þreki, er hefur áunnið yður virðingu heimsins«. »Nei, guð forði yður frá því! f>etta stoðar heldur ekkert þaö mál, sem þjer viljið hafa fram, það spillir því háskalega. Málefni yðar áslkæra páfa er málefni sann- leikans, rjettlætisins, dyggðarinnar, trúarinnar, sjálfs guðs. þetta mál má ei verja með snoppungum og á- flogum. Ekkert mundi særa hið viðkvæma hjarta vors einvalda páfa tilfinnanlegar, heldur en það, að heyra, að þjer, írsku óskabörnin hans (his most cherished Irish ehildren), hefðuð rej’nt að halda fram málefni hans með sljóum ofstopa. Hann hefur sjálfur svarað hinum hroka- fengna skríl og hótunum óvinarins, sem guðleg hönd tók fastan, er hann var á leiðinni að höfuðborg hans (páf- ans), með sœtlegum mjúkleik síns páfalega blíðskapar. Breytið eptir honum og felið guði mál hans. Dragið ekki sverðið, því hver, sem með sverði vegur, mun með sverði veginn verða; munið þetta, sem Kristur sagði við Pjetur, þegar hann ætlaði að verja hann. Ef þið skylduð devja í þessum áflogum, haldið þið þá, að sálir yðar mundu komast undan dóminum, sem upp er kveðinn yfir þeim, er vega náunga sinn og fremja víg í upphlaupi, eins og Barabbas. Æ, líkizt ekki, elsku-börnin mín, þess- um manni, þessari mann-viðurstyggð, sem Gyðingar kusu um ieið og þeirhöfnuðu Jesú. Líkizt heldur Iíristi, sem eigi illmælti, þá honum var illmælt, eigi hótaði, þá hann ]eið. Aptur bið jeg yður, farið ekki út á áflogastaðinn. Snúið fótum yðrum í aðra átt, ef þjer þurfið að fara að heiman. En fyrir sakir yðar ástkæru kvenna og barna, yðar trúar, yðar sálna, já, fyrir sakir kærleika guðs, þá farið ekki þangað, er áflogin og óskundinn var. Sjá, jeg tala nú til yðar í kærleika og myndugleika. Látið mig ekki þurfa að biðja guð nýrrar fyrirgefningar á nýjum af- brotum yðar við kirkjuna. Nú eruð þjer eptir, sem ekki voruð í áfiogunum, við yður segi jeg: guð blessi yður og farsæli, yður, sem eruð sómi írlands og trúar yðvarr- ar, gjöriðallt, sem þjer getið til þess að hafa aðra aptur af þessum fávitringslegu róstum. f>jer konur, sem mest verðið að líða, þegar ástmenn yðrir lenda í glœpum og refsingum fyrir þá, yður bið jeg: hangið fast við arm yðar ástkæru manna, ef þeir ætla að þjóta að heiman í áflog og róstur, hangið um háls þeim, og grátið, biðjið þá með góðu, kjassið þá, uns þeir bráðna í »katólskum» mjúkleiks- og blíðskapar tilfinningum (caress thein into catholic sentiments of meekness and gentleness); stelið vopnum lagaleysisins frá þeim, og rjettið þeim í staðinn (blessað) talnabandið, og hinn heilaga minnispening Maríu Immaculata. Enginn írlendingur mun svo harður í hjarta, að hann standist sameinaðar fortölur trúarinnar og heim- ilis-ástarinnar .... Guð blessi ykkur öll, elskuðu börn, og gefi yður eyru til að heyra, og hjörtu til að framkvæma það, sem jeg, biskup yðar og fulltrúi yðar heilaga föður, páfans, hef boðið yður«. Út af þessu ávarpi spannst leiðbeiningargrein í einu af hinum útbreiddustu blöðum Englendinga, og get jeg ekki stillt mig um að gefa yður ágrip af henni, svo kar- dínállinn og blaðamaðurinn standist á. »f>egar vjer lesum hinn sœta hjarðmannssöng kard. Wisemans, þá líðum vjer út af í sœtar og sorgblíðar til- finningar. f>að er í sannleika sœtt að geta gleymt lífsins basli um tíma, og hlustað i unaðlegri leiðslu á hans kirkjulega lambakvæði. Aldrei hefur hjarðmaður blásið blíðari pípu, en biskupinn hefur gjört í þetta skipti. Hin látlausu sveitarkvæði Theokrits, hinar þýðu nótur De La Vega, er söng um gyðjurnar, sem fóru Ijettum snjóhvítum fótum yfir hinar gullnu eyrar við Tagus, »Aminta«, eptir Tasso, »Pastor Tido« eptir Guarini, kvæði Fletchers og William Browne’s, allt þetta ermjög áþekkt hinum mjúka hljóm »erkibiskupsins af Westminster«, sem hann hefur andað í eyru safnaða sinna, sem eru svo alkunnir fyrir friðsemi. Mönnum verður ósjálfrátt að ímynda sjer þessa friðsömu og spöku Celta grátandi og veinandi út af því, að þeim hafi mislagzt hendur til verka sinna. Óska þeir nokkurn tíma áfloga? f>að er bezt, að lögreglustjórnin svari því. f>að er víst óhætt að ætla á það, að írlend- ingar hatast við róstur og forðast áfloga-þyrpingar! f>eir eru að eðli sínu hœglátir og seinir til! f>á hryllir við óstjórn eins og eitri! f>ví er öll von, þó kard. ávarpi þessa sakleysingja, eins og »ástkær börn«. Aldrei eru þeir seint á ferð á kveldin! aldrei drekka þeir of mikið af brennivíni! aldrei verða þeir egndir til ofstopa! aldrei trufla þeir friðsama fundi! Vjer vitum allt þetta. f>eirra fróðlega líf líður á fram gegnum harða og heiðarlega vinnu, og hressa þeir sig að eins einstöku sinnum við mjúka söngva. f>að er ósköp að vita til þess, að svo góður lýður skuli allt af vera illa metinn. Kard. Wisemann er makalaust nettur maður og vel að sjer. Iljarðkvæði hans er ekki að eins sœtt, heldur slœgt. Fram af öllum má ganga lipurleiki hans, að koma saman sulti Ira og áflog- unum út af Garibalda, að þýða nýorðnar róstur með forn- um bágindum, og að varpa skuldinni yfir á þá Englend- inga, sem hans »hjartkæru börn« hafa rotað. Málverkið, sem hann hefur dregið upp af Pio Nono, er hjartasker- andi; því hann heyrir grátandi, að hans elskuðu írsku börn hafa reynt að verja eða sœkja mál hans með ofríki. f>að er skaði, að biskupinn fór ekki dálítið langra. f>essi mælskumeistari hefði átt að benda oss átárin, sem renna niður eptir kinnum unga góðmennisins, sem var konung- ur í Neapel, þangað til að Barabbas á rauðu peysunni kom og flengdi hann burtu, eða hversu gröm hin fagra skjaldmey, sem hnýtti sínu lífi við hans, hefði orðið, er hún heyrði, að ófriður var hafður í frammi út af málefni hennar og páfans. Já, Napóleon sjálfur hlýtur að verða hissa, og allir hinir mennirnir, sem halda upp úr höfð- inu á þessu göfuga páfamáli, hljóta að harma og gráta. Vjer getum ekki skilizt við kvæði kard. án þess að Iáta það í ljósi, að vjer dáumst næsta mikið að því. »Konur,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.