Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 7

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 7
127 síðasta sinni nú í vetur, að menn þurfi að snúa sjer eins- lega biskupsins, til þess að ná í »kerlinguna«, en svo köllum vjer sjómenn spítalafiskinn. Vifc Faxaflóa í novetnber 1862. 1. 2. 3. 3.2. 1. Afþví oss virtusteinstöku orðatiltœki í ritgjörð þessari miður heppilega valin, þar sem vjer þó vorum sannfærðir um, eins og blærinn á ritg. yfir höfuð og önnur orð hennar berlega sýna, að þau eigi væru viðhöfð af höfundi til að meiða eður ganga nærri neinum einstökum manni, hefur oss eigi sýnzt, að vjer sökum þess ættum að hnekkja rit- gjörðinni, sem snertir mjög umvarðandi alþýðlegt málefni, en höfum leyft oss að breyta þeim eptir meiningunni. Ritn. (Aðsent), Mig hefur hent það óhapp, að jeg hef orðið fyrir þungri þykkju Einars prentara þórðarsonar í Reykjavík, og hefur hún brotizt út í prentsvertuna í »íslendingi« 12. sept. 1862, bls. 68—69. Tilefnið er hvorki meira nje minna en það, að jeg fjekk auglýstar í »|>jóðólfi«, 22. ágúst 1862, almenningi til aðgæzlu og leiðbeiningar, nokkrar »prentviUur« í «nýjum viðbœti* við sálmabókvora að eins í þeim sálmum, sem frá mjer eru komnir í við- bœtinn, og þó að eins nokkrar hinar iökustu af hinum mörgu, sem eru í þeim sálmum; svo hefur honum og stórlega mislíkað, að jeg hef auðkennt þessa auglýsingu með stafnum ð'. |>að má geta því nærri, að þar eð jeg hef unnið talsvert að viðbœtinum, þá muni jeg með aug- lýsingu minni ekki hafa haft þann tilgang, að gjöra hann óvinsælan, heldur að jeg hafi ætlað að gjöra sálmana, og þá líka bókina yfir höfuð, aðgengilegri en áður, með því að skýra almenningi frá, hvernig laga skyldi verstu prent- villurnar svo, að meiningarleysur þær, sem þær gjöra, liyrfu og sálmarnir eða versin, sem vegna þeirra urðu ekki sungin með rjettu lagi, koemust aptur til rjetts háltar. fetta vona jeg líka að mjer hafi tekizt, og á jeg að vísu sízt skilda fyrir það vanþökk þess manns, sem trúað er fyrir þeirri stofnun sem gefið hefur út viðbœtinn, heldur þakkir einar, ef hann kynni sig vel og þekkti sóma sinn. J>ví hvað getur honum annars þótt við inig út af auglýsingu minni? En ólukku »þetan« neðan undirhenni. Jeg hjelt, að hún kœmi honum nú ekkert við. En ef að hann svo sem prentsmiðjuráðsmaður hefur með fram ráð- ið því — sem þó er næsta ólíklegt — að nöfn höfund- anna að sálmum viðbœtisins eru þar dulin og ekki prent- uð aptan við bókina, eins og í flestum útgáfum messu- söngsbókarinnar er þó gjört, þá mætti hann einnig þakka mjer fyrir það, að jeg vildi ekki auglýsa það, sein þeiin þóknaðist að dylja, er rjeðu útgáfu viðbœtisins; því ein- mitt þess og einkis annars vegna skrifaði jeg ekki fullt nafn mitt undir auglýsinguna. Jeg fyrirverð mig ekkert fyrir þá sálma, þær sálmaútleggingar og þær sálmabreyt- ingar, sem jeg á í viðbœtinum og sem jeg hef auglýst prentvillurnar í, því jeg veit, að hvernig svo sem mjer hefur tekizt við þessa sálma, þá var það góður vilji, sem rjeð störfuin mínum að þeim, og það vona jeg líka að þeir beri með sjer. En sjer í lagi hefur prentaranum sórnað við mig af því, að jeg kallaði villurnar í viðbœtinum »prentvillur«. Jeg segi það satt að jeg ætlaði þó ekki að styggja hann, og sízt hjelt jeg, að hann mundi gremjast mjer vegna þessa orðs, því prentara nefndi jeg ekki svo sem þann, er gæti verið ’orsök til prentvillanna, lieldur sagði jeg svo: "það kemur ekki þessu máli við, að rekja þær (c. prent- ■vHlurnar) til upptakanna, rannsaka, hvort sú eða sú prent- villa eigi ætt sina að rekja til þess, sem sendi sálminn, er hún finnst í, eða til þess, sem reit eptirrit af honum til prentunar, eða til þess, sem las prúfarkirnar; villur þessar batna ekkert við það, og verða, eins fyrir það, sem þær nú eru orðnar: prentvillur«. Getur nú nokkur heilvita maður, sem þetta les, villzt á því, hvað jeg kalla prentvillu, að það er sú villa, sem er komin á prent, án nokkurs tillits til, hverjum hún sje að kenna? Eða getur nokkur sjeð, að jeg hafi kennt Einari prentara um prent- villurnar? Geta ekki allir sjeð, að jeg einmitt hef »frí- fundið« hann, með því að telja ýmsa aðra til þeirra, en hann elclci? |>að virðist sannlega svo, sem hra preutar- inn hafi undir niðri ekki þótt sjer tilhlýðileg virðing veitt með því, að hann var ekki talinn með hinum, sem prentvillurnar gátu verið að kenna, og játa jeg það nú einlæglega, að jeg gleymdi honum úrtölunni, hvað aldrei skyldi verið hafa; hefur hann nú líka ljóslega sýnt og sannað í ritgjörð sinni, hvernig prentvillur geta verið prentara að kenna. En að öðru leyti verð jeg þó að segja honum það, að hina málfrœðislegu þekkingu hans met jeg langtum minna, en hann sjálfur virðist að meta hana. Ilefði hann viljað skýra mönnum frá, hvernig prentari fœri að búa til prentvillu, þá hefði hann verið í »sínu essi«, en hvað »prentvilla« er eða getur verið eptir eðli málsins, þar um getur hann ekkert dœmt, sem ekki er heldur titætlandi af honum. Hvað getur verið eðli- legra, en að kalla villu, þar sem hún er prentuð, prent- villu? Að kalla t. a. m. prentaða villu »n'<villu« af því hún hefur líka verið rituð, er jafnóeðlilegt eins og að kalla ritaða villu í einhverju handriti »prenívillu«, af því að hún finnst líka einhverstaðar prentuð. J>að er líka al- mennt kallað, þegar einhver stafvilla finnst í bók, að þar sje »prentvilla«, en aldrei að þar sje ritvilla, og þó dett- ur víst engum í hug, að villan endilega hljóti að vera prentaranum einum að kenna. I mörgum bókum, sem út hafa komið frá landsprentsmiðjunni undir ráðsmennsku E. prentara finnst greinarkorn með yfirskriptinni: »Prent- villur« eða "Prentvillur helztu«, og hefur víst engum dott- ið í hug, að öll þau fádœmi væru syndir eins einasta manns, eins einasta prentara, og það hans hra E.l En með grein sinni um prentvillurnar hefur hann þó sjálfur borið að sjer böndin; eða því hefur hann átölulaust lát- ið kalla allar þær villur »prentvillur«, sem þó, eptir hans skilningi á því orði, eru prentaranum að kenna, eða prent- arasyndir ? Jeg þykist nú hafa verið fullviljugur að svara prent- aragreininni, og ef til vill ofviljugur, að jeg hef svarað henni nokkru, af því að annar maður hefur líka (í »ísl.« 3. ár, 76.—77. bls.) svarað því nóglega, sem snertir hin- ar trúlegu (!) sögur prentarans um Yiðbœtishandritið til prentsmiðjunnar, og um samlestur herra Halldórs Frið- rikssonar og prentarans; hefur og hinn sami maður dœmt prentaragreinina og prentarann, hvað hana snertir, að mak- legleikum. Einungis vil jeg geta þess, að handrit mitt, sem síðasta viðbœtishandritið var víða skrifað eptir, er til sýnis hjá mjer hverjum þeim, sem vill sannfœrast um, að bve miklu leyti prentvillurnar í »viðbœtinum« eru mjer að kenna, því þetta handrit er aptur til mín komið, og er mín eign eins fyrir það, þó jeg hafi afsalað mjer rjetti til þess að láta prenta þá sálma úr handritinu, sem teknir voru í viðbœtinn. Fyrst herra prentarinn er nú einu sinni búinn að kenna ólærðum svo mikið í grísku, að þeir þekkja nú staf- inn sem jeg auðkenndi með grein mína í J>jóðólfi um prenlvillurnar í viðbœtinum, þá ætla jeg að hætta á, að hafa enn sama auðkenni undir þessum línuin, sem jeg

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.