Íslendingur - 20.02.1863, Page 1

Íslendingur - 20.02.1863, Page 1
ÞRIÐJA ÁR. Leiðrjetting. I dómi yíirdómsins í hvaimálinu i næsta nr. »Isl.« hjer að framan, bls. 139, aptara dálki, 8. línu að ofan, er orðið „dauður“ prentað, í staðinn fyrir »kvileur«, og skal því þannig lesast: »þegar hvalur íinnst kvikur í ísum«, o. s. frv. ltitst. Nokkrar reglur fyrir garðvrkju, byggðar á innlendri reynslu (Framh. sjá Isl. II. nr. 13).1 2. Um öll þau verk, sem garðurinn útheimtir árið um kring. það ríður engnm jarðarbletti jafnmikið á áburði og matjurtagarðinum, því það er fyrir engum jafnmikið haft árlega, og skaðinn að því skapi meiri ef ávöxtnrinn mis- heppnast; en teðslan er aðalundirstaðan undir hann; og eru höfuðtegundir áburðarins hjá oss þessar: 1. Ilrossa- tað undan eldishestum er áiitið kraptamest, því það inni- heldur mjög mikið af köfnunarlopti og salttegundum. það á að berast á dálítið samanbrunnið; og á það eink- um vel við leirjörð. 2. Kúamyleja inniheldur líka mikið af næringarefnum fyrir jurtirnar, en hún er hitaminni og hefur því seinlátari áhrif en hestataðið; þegar hún er vel fúin er lnin hentugur áburður fyrir allskonar jarðveg, þó á hún einkum bezt við sandjörð. 3. Sauðatað vel fúið, er góður áburður. það hefur lík áhrif á jarðveginn og hrossataðið, en er þó nokkuð kraptminna. 4. Til áburð- ardrýginda ætti að bera saman í haugstæði, ösku, veggja- mold, allskonar heyleifar sem ekki verða notaðar til fóð- urs, og öllu illgresi og kartöplugrasi og framan af-sumri öllum næpnablöðum, er fást í matjurtagarðinum, og ekki eru höfð til fóðurs, og við sjó þangi og þara. I þennan samanburð, á nú að hella öllu hlandi er til fæst, og pæla þetta síðan vel saman; þegar þetta er allt orðið vel fúið er það hinn bezti áburður fvrir þær jurlir, sem ekki þurfa megnan áburð, t. d. gulróftir og grænkál. það er höfuð kostur þessa áburðar, að haun losar jarðveginn áburða bezt, en má spara með honum að mestu leyti annan á- hurð. Áburðinn ætti að bera á að haustinu ef mögulegt er, hann er þá breiddur jafnt yfir garðinn og pældurniður; þá mun vera nægilega borið á, ef 100 vættir af góðum áburði eru bornar á 100 ferhyrnda faðma; en þá ergjört ráð fyrir, að eigi sje borið á árið eplir, eins og seinna mun sýnt verða. Næst áburðinum riður garðinum mest á, að hann sje dyggilega pældur haust og vor, og veitir ekki af, að tvípæla það af garðinum, er snemma skal sá í, og skal pæla í fyrra skiptið þegar 6 þumlungar eru að klaka, (og flýtir það fyrir að klakann leysi) og í seiona skipti, þegar allur klaki er úr jörðu, og jarðvegurinn er vel þur orðinn; þá pælingu skal vanda sem bezt, ogjafna vörborðið jafnóðum og pælt er, með járntinda hrífu2, og allskonar rætur er fyrir fynnast nemast burt urn leið. Á Jiauslin er garðurinn paddur svo djúpt sem verður, og 1) Vjer bii&joni lesendur vora ah afsaka, hvab lengi hefnr dregizt a% koma Jramhíildi ritgjurbar þessarar á prent; húu hefur af ýmsum ástivbum eigi komizt aib O't en iiú. Itltst. 2) Garbhrífur attu ah vera mei) álnar liingu liiifíii tjmlarnir 3 Iiunii. at iengd, og l‘Ji þuml. á 'ý'illi þeirra. kekkirnir hafðir sem stærstir, svo yfirborðið verði seni bolast og ójafnast að verða má. Til að pæla með, eru hinar ensku járnrekur álitnar mjög hentugar. Áður en sáð og plantað er, er garðinum skipt í 2 álna breið beð, og eru göturnar milii þeirra stígnar eptir vað, og eiga þær að vera y2 al- á breidd. Kálfragstegundum öllum er vanalega sáð fyrst í gróðra- stíu, og síðan plantað, þegar þær hafa fengið nokkurn þroska. {>etta er því fremur nauðsynlegt hjá oss, til að geta fengið káltegundirnar fullþroska, því í stíuna má sá töluvert fyr en í vanalegt garðbeð; því hana má til búa þó klaki sje óleystur úr görðum. það má og telja kost við plöntunina, að með því sparast að lúa þann reitinn einu sinni er plantað er í, og líka fríast menn frá að pæla þann reitinn optar en einu sinni, því að þegar tími er kominn til að planta, er garðurinn orðinn kiakalaus, einkum liafi bann verið pældur haustinu áður; einnig má varðveita kálfræið í stíunni frá því að kafna af rigníngum eða deyja af frosti. Gróðrarstíur geta til búizt á tvo vegu, og er aðferðin þessi: þar sem skjól er fyrir öllum norðanáttum, leggur maður V2 álnar þykkt lag af viðor- limi, en sje það ekki til, má í þess stað brúka rudda eða moð, þar ofan á skal leggja álnar þykkt lag af nýu hrossa- taði, og þar ofan á skal leggja 6 þumlunga þykkt lag af einhverju heyrusli; fyrir framan stíuna er bezt að hlaða garðíag úr torfi svo hún hrynji ekki; hentugast er, að stían sje ekki nema álnar breið, því að þess liægra er að byrgja hana, en lengdin fer eptir því, hve miklu skal sá í hana. þegar heitt er orðið í taðinu, er ruslið tekið ofan af taðinu, og það síðan troðið fast saman, og 8 þumiunga þykkt lag af góðri garðmold lagt ofan á það; þetta jarðlag pæla menn nú nokkrum sinnum, þangað til það er orðið þurrt og ldítt, þá má sá í það fræinu. þess konar stíur mætti kalla vermibeð. Einfaldari aðferðin við stíugjörðina, er þessí: að haustinu til pælir maður þar sem gott skjól er álnar breiða spildu, svo stórgjört sem verður, siðan margpadir rnaður sama blettinn að vor- inu til, þangað til klakinn er leystur úr og moldin cr orðin vcl þur, þá er lnin orðin hæftleg til sáningar. llæg- asta aðferðin nð sá fræinu er þessi: þegar búið er að jafna beðið vandlega með garðhrífunni, þá skal gjöfa með skaptendanum þumlungs djúpar rákir yftr þvert bcðið með tveggja þumlungs niillibili, í þessar rákir sá menn nú fræ- inu, ogjafna síðan beðið með hrífunni. Yftr stíunni ælti að vera Smúriðið net, svo engin kvikindi geti rótað í lienni, en komi frostveður, eplir að búið er sá, þá þarf að repta yfir hana, og er það hægast með færikvíuflökum, og þekja yfir með torfi. J>egar frostlaus þurrviðri ganga, þarf að vökva stíuna öðru hvoru; þegar plönturnar eru komnar vel upp, skal kippa upp plöntum þar sem þær standa of þjett saman, og má hvcrgi vera minna hil á milli þeirra, en liálfur annar þtimlungur. Sama aðferð er nú við höfð við sáninguna i garðbeðin, nema livað bilið á mill' ra^‘ anna er misjafnt fyrir hinar ýmislegu jurtategundir. þeg- ar plönturnar í stíunni eru búnar að fella nýrnahlöðin og rótin hcfur fengið gildleika við rjúpnafjöðurstaf, þá eru þær liæfar lil plöntunar. þegar garðbeðin, sem planta 20. febr. M 145

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.