Íslendingur - 02.05.1865, Qupperneq 2

Íslendingur - 02.05.1865, Qupperneq 2
82 skattar óbærilegir. Ríkið er samsull sundurleitra þjóða, sem hver hefir sitt einkennilega þjóðerni, og ekki ann- að við stjórn ríkisins að virða en það, að hún hefir ösl- að inn að hjartarótum þeirra, frelsi og menntun, og knýr þær járnhendi harðstjórnar, svo að þær síga unn- vörpum aptur á bak í dimmviðri menntunarleysis og þrældóms. í öllu þessu stjórnarathæfi Austurríkis er liin pápiska trú mergurinn og lífæðin eða rjettara sagt mergleysið og dauðabroddurinn. þar af kemur það líka, að menn hata stjórnina svo beisklega, þar sem þjóðir ríkisins hafa frjálsasta hugsun á högum sínum. Innan- lands er því stjórnin hötuð, og erlendis þykir lítið muna um »stórveldið<■, því heilsufar þess er bágt. En til þess að geta staðizt til lengdar, verður það að halda úti geysi- miklum her til að stjórna sínum eigin skattlöndum, sem enginn vcit nær munibrjótast undan hinni bölvísu stjórn. Nú er þó þinginu í Wien farið að blöskra fjárbagsá- standið, og einkum hin geysimiklu útgjöld til hersins, og heimtir, að dregið sje töluvert af þeim útgjöldum. En það verður að eins gjört með svo felldu móti, að fækkað verði hermönnum. Nú þykir stjórninni hvort- tveggja illt, að neyðast til að láta undan fjárskortinum og fækka liðskosti sínum; og það er ekki ólíklegt, að það kunni að draga eptir sig illan dilk, þegar stundir líða fram, því það er langt frá að full bót vcrði ráðin á fjárhagsneyð Austurríkis, þó t. a. m. 20 millíónir gyll- ina sparist á ári, en Ungverjar og Feneyingar munu tæplega láta ónotaðar kröggur ríkisins eða leggjast undir höfuð að gjöra sitt hið ýtrasta til að skerpa kröfur sín- ar að nýju. Nú stynja þessi lönd undir hinu argasta oki sem hugsazt getur, sem er hermannastjórn, og þeg- ar Austurríki verður að halda FeneyjafyRi einu meðlöO þúsundum hermanna, þá má nærri geta, hvað dýrt það þarf að kaupa tilveru sína árlega, og hversu mannúðleg og frjálslynd stjórnin muni vera. Að sunnan, frá Ung- aralandi og Feneyjum, býst ríkið líka við banasári sínu, livenær sem þjóðum þessum gefst svigrúm til að lypta fjötruðum höndum til framkvæmda. Vestan að á það lítillar lífsbjargar að vænta, þvi Prússar sigla sjó eigin- girni sinnar, en smáríki J>ýzkalands geta sig ekki hreyft nema Prússar leyfi; allra sízt ef hagsmunir Prússa eru að nokkru leyti i veði. Prússar horfa á kröggur ná- búa síns með talsverðu tilfinningarleysi; því meir sem Austurríki hnignar, þess meira bcr á veg Prússa og því fremur verða þeir sjálfskapaður oddviti þýzkalands; með því hin smærri ríki verða jafnan að hallast þar að, er mest er traust og hald fyrir. En smáherrarnir verða að fara varlega, því hér er í margt horn að líta. Prúss- arvilja ekkertfremur, en ná undir sig öllum hinum nyrðri smáríkjum. f>að vita þjóðverjar vcl, og það vita smá- herrarnir vel líka, og ganga því stöðugt með hitann í haldinu fráPrússuin. Meðal þessara ríkja eru nú Ilann- over og Sachsen hin stærstu og girnilegustu. f>au liggja á landamærurn Prússa opin og öndverð fyrir heimsókn þeirra og alveg ósjálfbjarga, ef til fjandskapar kemur. þau verða því að berjast við að vera góðir vinir Prússa, næstum hvað sem það kostar. Takist þeim það ekki, þá eru tveir vegir fyrir og þó hvorrgi góður: annar er sá, að skjóta sjer undir áraburð Austurríkis og hinn að hallast að Frakklandi og endurnýja hið forna Rínar- samband. En nú bætist það hér við, að fultur helm- ingur landsbúa í þessum ríkjum vill koma á þjóðverzkri ciningu, og mundu varla hika við að gefa Prússlandi at- kvæði sitt, ef til kæmi. Allt þetta bendir til þess, að æfi smáríkjanna muni að þrotum komin, og sú sundrung, sem nú er á landshlutunum, muni renna saman í þjóð- verzka ríkisheild með tímanum, eða í stærri ríkisheildir heldur en nú eru í þýzknlandi. Margir þjóðverjar vilja helzt, að eitt ríki myndist yfir allt þýzkaland af öllum þeim þjóðum og þjóðflokkum, er tala þjóðverskt mál. En aðrir kalla það þjóðverska fásinnu og þykir sá einn til, að þýzkaland allt skiptist í tvennt: Norður- og Suð- ur-þýzkaland, og það mun nú vera ætlun beztu manna, að það sje hið tiltækilegasta að fá slíkum tvískiptum á komið. Nú vita smáherrarnir, að þetta er almenn löng- un þjóðarinnar, þeir finna, aðþeirfáengu áorkað, nema það sje vilji stórveldanna; þeirra eigin þegnar sannfær- ast daglega um að smáveldið fær sig ekki hreyft nema hin stærri leyfi, ogfáleiða á þessu smáríkja-hökti, sem ekkert verður úr. Yegna þess eru nú smáherrarnir log- andi hræddir um sig og ráðlausir; því þeir hafa enga tryggingu fyrir tilveru sinni í ókomnum tíma, nemanáð stórveldanna, þolgæði framfara- og sameiningar-mann- anna og bandaþingið. En það hefir nú komið fram í Sljesvíkurmálinu, að þingið veitir litla tryggingu, og að stórveldin fara öllu sínu fram fyrir því. Allt stefnir að breytingum á ríkjaskipun þýzkalands, en hversu langt það mál eigi í land, fær varla nokkur maður fyrir sagt að sinni. Austan úr hrímþussalandinu mikla, Rússaveldi, frjett- ist fátt til Norðurálfunnar með fullum sanni. þar fer allt með dul mikilli, því verk þeirra hrímþussannna eru vond og þola ekki að sjá Ijósið, nema nálýsi Síberíu- mánans. þar austur er allt ömurlegt og þögult, nema hvað frostbrestir jarðarinnar endurtaka andvörp deyjandi frelsishetja. Síbería er sannkallaður grafreilur frelsis- ins. Rússastjórn keyrir margar þúsundir manna þang- að á mánuði hverjum, og verða þeir að ganga gegn- um svipur guðlausra böðla, sem lítið hafa sjeð af lífinu annað en hina Síberisku drápsmiðju, og hirða um fátt annað en að standa ekki á baki yfirböðla sinna. Um þessar endalausu eyðimerkur íss og kólgu, gengur nú

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.