Norðanfari


Norðanfari - 04.04.1871, Síða 1

Norðanfari - 04.04.1871, Síða 1
lO. iÍR M Í7.-ÍH PRÐMFARI DM RJETTINDI ÍSLANDS. (Framh. sjá nr. 3—4., en þar hefir gleymzt af) setja fyrirsögnina). Vjer gátum þess átur, aö Danir köllubu ísland á sinu máli „BilancP, þaþ er á ís- lenzku hjáland efa öllu heldur lijálenda, því eblilegra er cptir þýbingunni a& hafa or&i& kvennkennt. Vjer gátum þess þá líka hvcrja þý&ing oss virtist nafn þetta hafa eptir mynd- un þess. Nú kynni einhver a& segja, a& vjer hef&utn enga heimild til a& leggja neina þý&- ing í þetta or&, nema þá sem Danir leggja í þa& sjálfir. — Gott og vel! Látum oss þá sko&a hvernig Danir þý&a þa&. Vjer skuluro færa til grein úr kennslubók eptir danskan há- skólakennara og doktor í lögum, hún er svo látandi: „Hafi eitthvert ríld lagt anna& ríki undir sig me& herskildi e&a Iandnámi, þá kemur opt upp vi& þetta mismunnr, svo sem milli mó&- urlandsins e&a höfu&Iandsins (liins herneman da r í k i s) og n ý 1 e n d u n n- a r e&a hjálendunnar (hins h e r - numda r í k i s). IJiS sí&ar talda getur haft stjórnarskipun fyrir sig og sjerstaklega stjórn, sem þó ver&ur a& vera undirgefin stjórn höf- u&landsins“,x.. IIva& getum vjer nú lært af þessari skýr- ing hins danska iögvitrings? þ>a&, a& or&in hjálenda og nylenda þý&a hjer um bil hi& sama, og a& ekkert land getur heiti& hjálenda nje nýlenda, nema anna& ríki hafi lagt þa& undir sig me& vopnum e&a valdi Nú viljum vjer spyrja: Hvenær hefir hi& danska ríki, e&ur nokkurt anna& ríki lagt ísland þanriig undir sig ? þótt vjer lesum og rannsökum nákvæm- lega sögu ættjar&ar vorrar um þær 10 aldir, sem li&nar eru sí&an !andi& tók a& byggjast, þá finnum vjer þann atbur& hvergi í sögunni; og þó sumir Ðanir hafi Itlifab á því, ýmist a& Isiand væri fyrir rás vi&bur&anna or&- i& landshluti e&a partur af Danmörku. ,a& sínu leyti eins og Borgtindarhólmur, e&a einhver (innur af dönsku eyjunnm, ýmist hjálenda Ðan- merkur, eins og þeir kalla Grænland, þá hefir þeim þó aldrei tekizt a& benda á þessa vi&- bur&i, eins og heldur eigi er von, þar sem þeir ciga sjer cngan sla& í sögunni. Ef þeir, sem bcrja þetta fram blákalt, ættu rjett og satt mál a& verja, mundu þeir heldur eigi komast f svo hraparlega mótsögn vi& sjálfa sig, ým- ist ab láta ísland heita hluta Danmerkur e&a hjálendu Ðanmerkur, því þetta tvennt er sitt hvab og munurinn á því mjög mikill; þa& er sitt hva& a& sitja á bekk me& Borgundarhólms búum e&a Grænlendingum. En nú getum vjcr hvorki nje viljum sitja á dönskum bekk nje grænlenzkum; högurn vorum er svo varib, a& vjer hljótutn a& sitja út af fyrir oss á vorum eigin íslenzka bekk. #) ,Har en Stat underlagt sig en anden Stat ved Erobring ellcr Beroægtigelge, saa op- staaer derved ofte en Forskiel, som iiniHetn M o d e r- eller ÍTovedlandet, (den erobrede S t a t) og C o 1 o n i e n ellcr B i 1 a n d e t (den erobrede Stat) Ðen sidste kan have 8in egen Forfatning og sin særskilte Regier- ing, der dog maa være Hovedlandets under- ordnet“. Schlegel. Naturrettens eller den alraindelige Retslæres Grundsætninger. AKUHEYRI 4. APiííl 1871. A& forfe&ur vorir hafi fyrrum numið hjer land og stofnab á Islandi sjerstakt, frjálst ríki, sem Iiafti lý&stjórn í hátt á fjór&a hundra& ára, er svo alkunnur sannleiki, a& enginn get- ur þar í móti mælt. En úr þVf Island einu sinni gjör&ist skipulegt og löglegt ríki, þá er þa& vitahlntur, a& þetta ríki, eins og hvert antiab ríki heldur áfram a& vera ríki þangab til þa& á lögmætan hátt missir þessi rjettindi. Nú getur ekki ríki á lögmætan hátt misst rjett til a& vera ríki, nema, þegnar ríkisins ver&i sameiginlega ásáttir um þa& a& afsala sjer þessum rjettindum, — þetta er almennt vi&- urkennt, eins af dönskum lögfræ&ingum sem ö&rum. — Af þessu lei&ir e&lilega, a& Island hlýtur a& vera ríki fyrir sig enn í dag, efls- lendingar hafa aldrei löglega afsalab sjer rjetti til a& vera ríki*. Eptir strí&lögum e&ur hern- a&arlögum, sem þó er hæpib a& ver&i köllub lög), getur eitt ríkib biotib annab undir sig meí herskildi efca ofríki og svipí þa& rjetti til a& vera ríki; en samt vcr&nr a& álíta, a& me&- an þegnar hins sigra&a ríkis samþykkja þetta eigi, sjc ríkifc enn þá ríki, og styrjöldin e&a missættifc milli ríkjanna haldi áfram, þangafc tii fri&ur kemst á me& þeim hætti, a& þegnar þess ríkisins, sem lýtur í lægra haldi, ney&ast til a& afsala sjer rjetti til a& vera sjerstakt ríki. þeir sem vilja neita því, a& Island sje me& rjettu ríki fyrir sig, ver&a því a& sanna, a& þegnar hins íslenzka ríkis hafi löglega og me& frjálsum vilja afsalab landinu rjetti til a& vera ríki f>a& er engan veginn nóg a& klifa á því, a& landib sje fyrir rás vi&bur&anna hætt ab vera ríki ; þa& ver&ur a& til færa og sanna þ a n n e i n a v i & b u r &, ab Islendingar hafi samþykkt, a& Island gjörbist anna&hvort inn- lima&ur hluti annars ríkis, efcur þá undiriægja þess e&a hjálenda. Vor fullkomin sannfæring er, a& þessi vi&bur&ur hafi aldrei átt sjer sta&, og a& þess vegna sje enginn vinnandi vegur a& sanna þa&, a& Island liafi nokkurn tíma á löglegan hátt liætt a& vera ríki þetta hef&i annars líklega helzt átt a& vera anna&hvort þegar landib gekk fyrst undir kon- ung, e&a fjórum öldum sí&ar þegar kallab er, a& konungsvaId.i& hafi aukizt, En þa& hefir nógsamlega verib sýnt og sannab af þeim sem ritafc hafa um þessa vi&burfci, a& þessu var eigi þannig varifc. Gamli sáttmáli fsiendinga vi& Hákon konung sýnir þa& augljóslega, a& hi& (slenzka ríki breytti þá einungis stjórnar- skiptin sinni og innleiddi takmarka&a konungs- stjórn í sta&inn fyrir þjó&stjórn, er á&ur haífci verifc, og gjör&ist sambandsríki iiins norska ríkis en hvorki norskt fylki nje norsk undir- lægja e&a hjálenda Og 400 árum sífcar, þeg- ar stjórnarskipuninni var breytt í hinum sam- *) þ«& cr ef til vill ekki óþarft a& taka þa& skýrt fram, ab vjer höfum hjer orfci& ríki í sömu þý&ingu eins og danska orfcifc .„S t a t“, því þetta er nú or&in málsvenja í ís'enzkum bókuin og íslenzkum lögum. Á&ur þýddi or&- i& „ríki“, þa& sem laut undir yfiiráb einhvers höf&ingja þessa þý&ing hefir or&ið jafnframt enn, og því er þa&, a& vjer könntimst hátíb- lega vi&, a& Island sje hluti úr ríki kontings vors, en alls eklri a& þa& sje liluti úr hinu danska ríki, heldur sjerstakt íslenzkt ríki í hinni nýrri þý&ingu or&sins. — 35 — bandsrikjutium, Ðanmörku og Noregi, þannigí a& konunginum var fengib í hendur langt um meira vald, en hann haf&i ó&ur og reynt var einnig af konungi a& semja um þetta sama vi& íslenzka sambandsríkifc, þá iiggur þa& í aug- um uppi, a& þessi breyting á stjórnarskipun sambandsríkjanna hvers fyrir sig, er allt annafc en þa& a& leggja eitt þeirra undir annafc, e&a innlima eitt þeirra ö&ru. Hinn sameiginlegi konungur tengdi þau í raun og veru jafnt sam- an, hvort sem vald lians var minna e&a meira Einmitt 8á alkunni vi&bur&ur, a& Fri&rik kon- ungur þri&ji samdi sjerstaklega vi& hvert rfkið ( sínu lagi, Danmörku, Noreg og Island sýnir þa&, a& hann vissi vel, a& þetta voru þrjú a&- greind ríki, og þa& er skiljanlegt, a& hann vildi helzt vera alvaldur í þeim öllum, úr því hon- um tókst a& ver&a þa& í einu þeirra. En nú var þa& ekki einusinni svo, a& hann gjör&ist jafn alvaldur í hinu íslenzka ríki eins og hinu danska og norska. Konttngur gjör&i vildari samning vib íslendinga en a&ra þegna sfna, og stjórnarskipun íslands breyttist ekki eins, mikifc og stjórnarskipun Danmerkur og Noregs, enda voru konungalögin aldrei birt á íslandi, me& því þau gátu eigi átt þar vi& eptír sam- komulagi konutigs og íslendinga. Allt fyrir þetta sag&i danska stjórnin 1851 í ástæ&un- utn fyrir stjórnarstö&ufrumvarpinu til þjó&- fundarins, a& konungaiögin einkum í 19. grein hafi gjört ísland a& parti út danska ríkinu, og þó nefnir þessi grein eigi ísland einu sinni á nafn. þa& sýnist þó eins og ekki mætti minna vcra, en a& þab ríki, setn á a& leggja undir annafc, e&a innlima ö&rti, sje nafngreint í gjörningi þeim, sem um þa& væri gjör&ur, e&a lögum, sem um þa& væru sett. þessi 19. grein í konungalögunum dön.'ku ákve&urann- ars einungis, a& ríki þau og lönd o. s. frv. , sem lutu þá undir konunginn, megi aldrei a&- skiljast, heldur ver&i æfinlega a& lúta undir einn og satna landshöf&ingja. Og hvort setn slík ákvör&un hef&i sta&i& í konungalögunum e&a ekki, þá helir Islendingum aldrei komib til hugar a& mótmæla því á nokkurn hátt, að þeir ættu a& lúta undir sama konung og Ðan- ir. Islendingar Iiafa jafnan verib konttngholl- ir menn og ahlrei reynt a& ganga á sáttmála sinn vi& konung. Hitt mætti ef til vill held- ur segja um þá meb rökum, a& þeir hafi á stundum látifc konunga sína mótmælalaust beita meiru valdi, en lög og sáttmálar stó&u til. Um landsrjettindi Islands hafa fyrir nokkr- um árum ritafc þeir J. E. Larsen og Jón Sig- ur&sson, og hafa þeir komizt a& mjög svo ó- líkri ni&urstö&u. Menn kynnu nú ef til vill a& telja nokkur líkindi til þess, a& annarhvor, e&a bá&ir þeseir menn hafi eigi verifc me& öllu óvilhallir, þar sem annar þeirra var danskur embættisma&ur, en hinn íslenzkur þjó&fulltrúi, og því sje varlega faranda eptir því, sem þeir hafa ályktafc í þessu máli hvor í sínu Iagi. En svo vel vill til, a& hinn þri&ji ma&ur, sem enginn getur annab en álitib dvilhallan ( máli þessu, og þar hjá í fullkomnasta lagi hæfaa til ab dæma um þa& fyrir sakir lærdóms og kunnugleika, helir tekib málifc til yfirvegunar og rannsóknar. Hann hefir vegib ástæ&ur Larsens og Jóns Sigur&ssonar hverjar mót ö&rum, hann hefir kynnt sjer söguna og ráa

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.