Norðanfari


Norðanfari - 21.05.1873, Side 3

Norðanfari - 21.05.1873, Side 3
andlegur minnisvarði, sögunnar landi tilhlýði- legri, öllum aðgengilegri, langtum varanlegri °g margfalt ódýrari minnisvarði, heldur en hgólfsvarði eða alþingishús hefðu verið. Sag- an vitum vjer ekki betur en sje vænlanleg úr hendi Jóns vors Sigurðssonar, hins mesta og ^ezta sögnmanns vors. Meinið er, að sam- 8kotafjeð nægir honum án efa ekki, þótt það gyidist allt í þessu skyni; það væri ekki einu- sinni fæðispeningar, um þann langa tíma, sem hann mundi þurfa til að semja slíkt verk, er ''jer ætlum sögu hans munu verða; auk held- Ur að fjeð gæti verið honum heiðurlegt end- Urgjald fyrir starfið. En með því að hjer á í hlut sá maðurinn, sem vinsælastur er allrals- iendinga hjá þjóð sinni að verðungu, þá efumst ýjer ekki um, að þjóðin mundi fúslega bæta það upp á einn eða annan hátt, sem á kynni að vanta i þessari grein. Vjer álítum það mjög heppilega niðurstöðu, að þjóðhátíðarfjenu sje varið til íslands sögu úr hendi þess manns, sem varið hefir lífi sínu tii þess, að gjöra þjóðhátið vora að fagnaðar liátíð, og sem auð- sjáanlega er oss sendur af Föður þjóðanna, einmitt á þessum tíma og útbúinn sínum sjald- gæfu hæfilegleikum, sem hann hefir svo mjög þurft að halda á í sinni ærið vandasömu stöðu. Velkomin sje oss íslands sagan hans á þjóð- hátíðinni; veraldlegan lestur kjósum vjer ekki ánnan fremur um það leyti. Við hönd Jóns Sigurðssonar viljum vjerferðastfram um allar aldir sögu vorrar, og lála for- ingja vorn Ieiða oss til sögulegra sanninda vorra; fyrst honum er sú gáfa gefin, með öðr- um, að vita um þau betur en aðrir, og rita um þau, sem annað, með meistara hendi. Um sama leyti sem Jón vor Sigurðsson stigur í sinn sögulega ræðustól, kjósumvjer og, að biskup vor stígi í sinn kirkjulega prjedikunarstól, ásamt öllum klerkum landsins, einhvern vissan dag sumarið 1874, þess að þakka Drottni fyrir yernd og varð- Veizlu, náð og blessun, á undanfarinni þúsund ára öld, og svo biðja hann um nýja miskun með nýjum timum. Slíka guðsþjónustugjörð álítum vjer sjálfsagt og ómissanlegt hátíðar- hald á aldamótunum. þjóðin á heimting á því, að guðsþjónusta þessi sje fyrirskipuð af kirkju- stjórninni, svo að landslýðnum gefist öllum í einni heild kostur á, að úthella hjarta sínu fyrir aldanna Föður. Slíkir messufundir mundu verða mjög fjölsóttir, og slíkur messudagur J yrði mörgum manni einhver hinn eptirminni- legasti á allri æfinni. f>ess konar hátíðarhald hefir engan kostnað í för með sjer, og yrði því vinsælt lijá þjóðinni einnig frá þeirri hlið. Guðsþjónustugjnrð á þjóðhátíðinni var og ráð- gjörð og samþykkt á alþingi 1867. Ekki heíi jeg enn tekið fram öll atriði liá- tíðarhalds vors, eptir því sem jeg heíi hugsað mjer það. Eitt er eptir, semjegálit kórónu alls hins, það, sem ætti að vera á komið fyrir mörgum áratugum, og sem þúsund- ára hátiðin er Iang-hæfilegust til að byrja, fyrst það er ekki búið, það er, á vissan hátt, þeim mun veglegra en sjálft stjórnarmálið, sem sálin er æðri líkamanum. það er það fyrirtæki sem ávinnur oss blessun Guðs og gjörir oss góðs maklega; það fyrirtæki, sem frelsar sálir og hylur fjöldasynda; það fyrirtæki sem sæmir hverri kristinni þjóð, hversu fálæk sem er, hverjum kristnum manni,hversu snauður sem er; það fyrirtæki, sem flestar ef ekki allar kristnar þjóðir, enda þótt smáarsjeu, eru fyrir löngu farnar að leggja mikið kapp á. — þetta dýrmæta fyrirtæki er það: að vjer stofnum ÍSLENZKT KRISTNIBOÐSFJELAG. Enginn láti sjer ógnaþað, semjegnú segi; því þetta er Guðs vilji, og þetta verður á þús- und ára hátíð vorri, hvort sem til þess leggja fleiri eða færri. , J>að verður stofnað kristui- boðsfjelag, til að kristna heiðnar þjóðir, undir innlendri stjórn, með innlendum samskotasjóði, til að kosta innlendan mann til kristniboðs, í samvinnu með þristniboðendum einhverrar annara þjóða, á þeim stað hins heiðna heims, sem sjálfuin oss kemur saman um. I5etta þori jeg að frambera með allri djörfungu ; því jeg íinn það og veit það — þó ekki á þann hátt, að jeg geti leitt vísindaleg rök að því. Saint vil jeg leyfa mjer, að benda fáoiðlega á það, sein injer virðist mæla með því og gjiira það líklegt, að þessi uppástunga míu fái bráðan framgang og meðbyr hamingjunnar. Mjer er að vísu ekki ókunnugra en hverjum öðrum uin íátækt landa tninna; jeg hefi hana, að kalla má, fyrir augun- uin dag hvern, síðan jeg tók við embætti og kom út í lífið—sern menn segja. Jeg veit, að þjóðin er mjögfátæk; rnjer sárnar það; mjer blæðir úr augum, að sjá það og vita. Ilvað er það í sjálfu sjcr, þó menn vanti föt og fæði — og er það þó full- hart — hvað er það þó hjá hinu, að menn veslist upp a n d 1 e g a íyrir líkamlegan skort, missi kjark og áhuga, áræði og von, inann- úð og drcngskap, fjör og frjálslyndi, og verði þannig lítt nýtir þjóðfjelagar til heið- arlegra og hjálpsamlegra framkvæmda. Fví er verr : nokkur hluti þjóðar vorrar á um of skylt við þetta, fyrir margra alda liarð- rjetti og hörmungar, fátækt og eymd — og er það þó enganveginn vonum framar. Jeg þoli ekki að dvelja með hugann við hiipt þau, sem lögð hafa verið á vesælings þjóð vora, alla þá sveitadropa landa minna, sem safnað lieúr verið í erlendan sjóð, alla þá auðlegð, sein út úr landinu he/ir streyint á umliðinni þúsund ára öld. Glæsilegt góð- verka sæði er þar með frá oss hortið og kemur aldrei aptur. En — mitt í allri sinni fáfækt á samt þjóðin einn dýrgrip eptir, þann dýrgrip, sem inölur og rið getur ekki grandað, eins og niunum þeim, sem' misstir eru. þessi gripur er TRÚRÆKNIN. I5að mega ís- lendingar eiga enn þann dag í dag: trú- rækin þjóð eru þeir. Jeg neita þvf ekki, að hin veraldlega stefna lieíir á síðari ár- uin of mjög rutt sjer til rúms bjá oss; en, allt íyrir það, þekki jeg þá ekki þjóð inína, ef hún ekki má tiúrækin heita, inóts við inargar aðrar þjóðir, þegar á allt er litið. I5að er ekki trúarkulda hennar að kcnna, að hún ekki fyiir löngu hefir lagt sinn skerf óskertan til hins dýrmæta kristni-- boðs, Iieldur ýmsu öðru. Eptir legu lands- ins cruin vjer optast nær löngu .á eptir öðrurn þjóðum í hverju sem er ; því veld- ur fjarlægðin. Auk þess mun oss eí til vill, liafa vantað ötula forgöngumenn fyrirtæk- isins. Að vísu er mjer það ekki kunnugt, liversu opt og hversu ítailega lireift hefir verið kristniboðsmálum hjer á landi. I5ó veit jeg það, að prestaöldungurinn, síra Jón Jónsson á Möðrufelli, studdi eptir megni málefni þetta, svo sem annað, er að trúnni laut, og hvatti til kristniboðs sam- skota í sínutn evangelisku smáritum; og tengdasonur lians, síra Hálfdán prófastur Einarsson á Eyri, var aðstoðarmaður hans í þessu, urðu þá samskot víðsvegar um land. IJka mun ílelgi biskup Thordersen hafa hreift við þessu sarna máli; víst er það, að síra Haldór prófastur Jónsson á Hofi ávann full 600 dala sainskot til kristni- boðs, sem hann tilkynnti Ilelga biskupi (sbr. umburðarbrjef bískups 12. okt. 1859). lJannig á unnu allir þessir menn töluvert; því lijöitu Iandsmanna voru meðtækileg fyrir slíkar bendingar, þótt pyngjurnar væru ljettar1. En allir þessir afbragðsinenn hafa þó farið þá leið, sem jeg verð að á- 1) Nýlega tók ein af höftingskonum vorum þab ráb upp hjá sjalfri sjer, ab gela 60 dali til krisinibobs. Nafn hennar neíni jeg ekki, því hún vill vera óþekkt ab þessu; en jeg get þessa til ab eýna, ab slíkhjörtu slá enn í brjóst- urn íslendinga, líta ekki sem heppilegasta að einu Ieyti, þar sem þeir sendu samskotafjeð erleúdu kristniboðsfjeiagi, til þess að kosta ókunria kristniboða á ókunnuin kristniboðs stöðv- um. Svo óhjásneiðanleg sem þessi aðferð kann að hafa verið fyrir þessa menn á þeim áruin, meðan þjóð vor var enn eigi komin á það framfarastig, Sem hún nú stendur á, þá get jeg þó ekki mælt með henni að svo komnu, og álít hana mundu draga úr áhuga landa minna í kristniboðs- málinu, og innan skamms. eyða öllum veru- legum framkvæmdum í þeirri grein, þótt einhverju kynni ágengt að verða í fyrstu. Sjerhvert fyrirtæki verður að liafa þjóðlegt fyrirkomulag, eigi menn að geta gjört sjer von u m vöxt þess og viðgang. Yrði íslenzkur trúarboði sendur, sá er þjóðin treysti bezt, þá væri ísinn brotinn; fyrir honum slæu hjörtu landsmanna, og hann mundi halda huga manna vakandi við fyrir- tækið, með því, að skrifa heim af atgjörð- um sínum, lýsa eymd heiðninnar, umbótum kristninnar, framíörum og fjölgun læri- sveina sinna, áhuga og sjálfsafneitun sinni og samþjóna sinna á kristniboðsstöðvunum. Til þess að birta þjóðinni slíkar frjetl- ir, ásarnt ótal mörgu öðru um kristniboð þessara ára í ýmsum álfum heims og marg- víslegu um hag kirkjunnar yíir höfuð að tala, þá þyrfti jafnframt að gefa út k irkju- 1 e g t t í m a r i t í því skyni. Á slíka kirkjuriti virðist vera hin brýnasta þörf á voru afskekkta landi, þar sem margan góðan dreng þyrstir eptir kirkjulegri upp~ fýsingu, en fær að eins veraldlegan fróð- leik. Jeg kalla þá þjóð verða hart úti í kirkjulegum efnum, sem á 4 tíinarit ver- aldlegs efnis, auk allra annara hagfræðis- legra rita og ritlinga, sein árlega eru út gefin; en hins vegar ekkert einasta tímarit andlegs ' eða kirkjulegs innihalds. Þannig getur þjóðin fengið þekkingu á veraldlcguin framkvæmdum og högum þjóð— anna út í æsar í mörgum greinum; en um trú, siðgæði og andlegt ástand þjóðanna getur hún litla sem enga þekkingu fengið. Ilún á varla kost á að fá vitneskju jafn- vel um hið einfaldasta, t. a. in. hvort ineira er af kristnu eða heiðnu fólki í heiminum, í livaða heimsálfum kristin trú- arbrögð eru og hvar heiðin, hvar Múha- meðs trú og livar Gyðinga trú, nje um misinun allra þessara trúarbragða, nje uin kristinnar trúar dýrmætu yfirburði fyrir hjart- að og lífið. Jeg er viss um, að inörgum kemur það alveg á óvart, þegar jeg nú segi: að kristnir menn eru ekki fjórði part- ur af öllu mannkyninu, að Múhameðstrúar menn eru meir en helmingur á við kristna inenn, og að heiðingjar eru hart nær tveir þriðjungar mannkynsins. Og sjeu svona cinfaldar spurningar mönnum ókunnar, hvað mun þá vera um hina djúplægari, kirkju- legu upplýsingu. Má jeg spyrja: mun þessi aðierð, þessi ólíka og öfuga tiltala veraldlegrar og kirkjulegrar inenntunar, vera forsvaranleg af kennilýð landsins? Er þetta ekki að láta það lúta í lægra haldi sem þó er mest í varið, að Iáta heimsins ríki sitja í fyrirrúmi fyrir Guðs rfki, að gjöra sjer nálega far um að gjöra þjóðina ver- aldlega í hug og hjarta? — Jeg vil taka það fram, að það liggur í auguin uppi, að biskup vor hefir gjört of mikið fyrir hina íslenzku kirkju til þess, að þessi orð mín sjeu stýluð tii hans, þar sein hann hefir byrgt þjóðina með sínum ágætu guðsorða- bókum, og þannig afkastað svo miklu í kirkjunnar þarfir, að varla, eður alls ekki, liggur því iíkt eptir nokkurn fslenzkan niann. Orð mfn mega og ekki til sín taka neinir þeir, sem varið hafa tíma og kröpt- um, til að efla trú, upplýsingu og siðgæði, þ<5 ekki sje nema á laun, hver í síuum

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.