Norðanfari


Norðanfari - 07.08.1877, Blaðsíða 1

Norðanfari - 07.08.1877, Blaðsíða 1
Sendur kaupenduni hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. NWAWAU Augiýsingar eru teknar i blað- ið fyrir 8 aura hver lina. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 16. ár. Akureyri, 7. ágúst 1877. Nr. 57—58. Kæður ýmsra manna og álit um skattainálið. (Eptir Búa hinn víðförla). (Framh.). par með viljum vjer hverfa alveg fíá eignaskattinum, — nema hvað snertir tollinn af óþörfum hestura er vjer bendum á og er þeirrar tegundar — og víkja par næst að atvínnuskattinum svo köllum vjer skatt þann, sem miðaður er við m æ 1 i n g u þess atvinnuvegar, sem maður hefir yfir að ráða, en mæling sú er ákveðin og gjörð að því sem næst verður komist eptir því hvað miklar tekjur megi hafa af atvinnunni sje hún sæmilega stund- uð; mæling jarða er hundraðatalið, sem er eða á að vera miðað við það sem jörðin gefur af sjer, skynsamlega hrúkuð, að frá- drégnnm kostnaði til að brúka hana. þenn- an skatt þekkjum vjer nú mikið vel, eigi einungis af jarðartíundinni, heldur má jarð- arafgjaldið sem leiguliði borgar til lands- drottins skoða sem atvinnuskatt, þareð það er nær því að vera miðað við atvinnuveg en alls ekkert við eign eða virkilegar tekjur búandans; skattur miðaður við jarðnæði eða ábúðarskattur, sem nú er hafður að umræðuefni, er því engin óþekkileg gríla þar hann er alveg sama eðlis og hið hærsta gjald bóndans, sem er landskuldin sje hann leiguliði; en þótt hann sje að eðli sínu svona þekkjanlegur, þá, kemur haun, sem lands- skattur, mjög óviðkurkvæmilega niður á gjaldþegna svo sem áður er á vikið, nema teknar sjeu til greina kringumstæður þeirra, og skulum vjer reyna að leiða mönnum fyr- ír sjónir að svo eigi að vera, og að svo megi vera. Landið méð öllum þess afnotum, er þjóðarinnar aðalatvinnuvegur, verksvæði, eða verkefnis-uppspretta; fyrir þess tilveru er þjóðin til; og handa þjóðinni er það til; enda á þjóðin það; á þessari aðalatvinnu- braut sinni, hefir þjóðin framleiðst, leiðist enn og mun leiðast, gegnum ára- og alda- raðir; en þessi braut er, endur fyrir löngu, sundurhlutuð í smástiga, sem sje landinu er Okurkarlarnir og erfingjar peirra. Fyrir fám árum andaðist í Stokkhólmi alræmdur okurkarl, sem almennt var kall- aður „maurinn"; verður því ekki neitað, að þetta var langtum of faliegt og óheppilega valið nafn, handa slíkrí mannfýlu. Raunar eru þeir báðir, okurkarlinn og maurinn, við- líka ákafir í þvi, að draga að sjer hvað sem þeir fá klófesti á; báðir láta fyrr á sjer traðka, enn þeir sleppi bagganum sínum eða missi sjónar af áformi sínu. það er mælt, að ormi, sem villist inn í maurabú, líði svo illa, að það er orðið að maltæki; en skuldu- nauti, sem kemst í klær á okurkarli, líður víst ekki hóti betur, og af báðum þeim verð- ur bjórinn fleginn. En sá er þó munurinn, að maurinn vinnur baki brotnu fyrir gjör- vallt maurabúið til sameiginlegra heilla, en okurkarlinn eingöngu fyrir sjálfan sig; maur- inn lætur sjer lynda ýmislegan úrgang, sem fellur af blómum, trjám og skorkvikindum, en okurkarlinn gleipir ekki aðeins gull foræðra sinna, heldur og hjartablóð þeirra skipt í fjölda bújarða; mæling á þessum smádeildum atvinnubrautarinnar er hundr- aðatali jarðanna. þetta varð að gjöra, því þjóðinn er frá upphafi deild í fjölskyldur, sem verða að hafa sitt afmarkað svæði, stjórn og rjettindi útaf fyrir sig; nú, fyrst landið er sameiginleg eign þjóðarinnar þá er tilhlýðilegt og rjett að sá, sem hefir út- mældan hluta þess o: jörð til afnota, greiði til sameiginlegra lífsnauðsynja og þarfa þjóð- arinnar, gjald, sem miðað sje, að upphæð, við stærð jarðarinnar o: þann atvinnuveg sem hann hefir tekið og aðrir meðlimir þjóð- fjelagsins komist eigi að á meðan. En pjóðfjelagið þarf fleira en peninga; með pví það samanstendur af mönnum, er líf pess og tilvera undir því komin, að einatt alist upp menn innra hjá því; það er sú innsta og fyrsta lífsnauðsýn þess. Einnig liggur velferð þess og sómi við, að þeir meðlimir þess, er eigi geta unnið fyrir lífi sínu, sakir heilsubrezft eða elli, fái lífsupp- eldi í skjóli pess. þessvegna greiðir sá þjóð- fjelaginu dýrmætast gjald, sem uppelur því nýa meðlimi; og þar næst hinn, er veitir forsjá og uppeldi hinum hnignandi meðlim- um þess. Af tilgreindum ástæðum leyfum vjer oss þá að stinga upp á því, að skattur sie lagður á jarðir eptir reglu þeirri, er nú skal greina : Af hundraðatali ábýlisins sjeu skatt frí, .jafnmörg hundru?, sem margt er j heimili: börn innan fermingar, gamalmenni yfir 60 ára, menn er sökum varanlegs heilsu- brests geta eigi unnið sjer brauð; jafn mörg hundruð þessu fólki skulu undanþegin skattgjaldi og þar við bætt 1 hundraði fyrir búsbónda og 1 fyrir húsmóður. Af hverju þvi hundraði jarðnæðisins, er afgengur tölu þeirri er nú var greint frá; skal greiða í skatt víst auratal t. a. m. 75 aura. þetta gildi um ieiguliða og um þá sjálfseignar- bændur sem hafa jörð sína pantsetta fyrir skuld og sje veðskuldabrjefi þinglýst. En bændur þeir sem eiga ábúðarjörð sína ó- pantsetta, gjaldi fjórðungi hærra t. a. m. 1 krónu af hverju hundraði að frádregnum skattfríjum hundruðum eptir sömu reglu og fyr var greint. Eigi bóndi hluta jarðnæðis ins, en leigi hinn hlutann að öðrum, sjeu hin skattfríju hundruð dregín að sínum helmingi frá hverjum hluta eignarinnar; og hin sama regla sje við höfð ef hluti jarðar er pantsettur en ábúandi á hinn hlutan ópantsettan. Nú kemur oss eigi óvart þótt þeir hvessi á oss vopn sín, er festa meiri og meiri tryggð við hinar gömlu hugmyndir, og segi þetta nýmæli heimsku eina og sjervizku. þeir munu en sem fyrri segja að jarðamatið sje og verði um aldur og æfi svo vitlaust hvað miklu sem til pess sje kostað, að ótækt sje, að miða meginn skattgjald bænda við pað; peir munu segja að svona lagað gjald hitti mjög illa efnahag manna. Fleiri mótbárur skulum vjer eigi telja að sinni, en reyna að draga úr þessum. því verður nú vissulega eigi neitað, að jarðamatið er mjög rangt, en þó mun eigi vera meiri munur á afnotum á 1 hundraði í þeirri jörð sern lægst er metin eptir gæð- um, og hundraði í hinni sem hærst er nietin, heldur enn er á afnotum lausafjárhundraða eptir tegundum þeirra eða landsplássum; en þar við mætti nú vera; enda er von það sje vitlaust þegar athugað er, í hverri þoku og ráðgátu landbúnaðurinn hefir fram- farið að undan og allt til þessa. Hvernig heíir átt að nást mat á jörðum með nokkru viti? á meðan allur fjöldi bænda gaf eigi gætur að afnotum jarðar nje búpenings, og því síður festi það á band, svo hægt væri að hafa yfirlit yfir fieiri ár, og enn sízt að þeir hafi gjört sjer grein fyrir tilkostnaði; eður á meðan varla var maður til meðal alþýðu, er hefði nokkra hugmynd um hag- fræði eða búreikninga, sem vjer ætlum þó ómissandi að jarðamatsmenn, í hið minnsta, hafi góða þekkingu á. — Nú þykjumst vjer hafa ástæður til, að treysta því, að vaxandi menntun, athugan og þekking á þeim at- riðum er nú voru nefnd, fái mönnum til umráða framvegis, betri meðöl og tækifæri og mannorð. Hann hugsar einkanlega um gullið, og þyki honum nokkuð varið í hjarta- blóðið og- mannorðið, þá er það aðeins vegna þess, að hann getur notað það sem veð, þó honum auðvitað þyki það einhver hin lök- ustu veð. „Maurinh", sem hjer ræðir um, hafði á æskuárum sínum fengist við að búa til læknisdóma; en þó þessi atvinna væri all- arðsöm, ljet hann sjer ekki þar með lynda. Hann var hár maður vexti og tenglulegur, kringluleitur og fölur í andliti, með ljóst hár og strýjulegt; hafði varla í það kamb- ur komið. í klæðaburði hafði hann við all- an sparnað og sást jafnaðarlega ganga í víðri kápu; hafði hún smám saman verið bætt og brotið inn af henni eptir því sem hún slitnaði á börmunum, að hún að lok- unum gat naumast hulið þessa riðandi hor- grind. Hann mataðist fyrír 8 skildinga, já, stundum 4sk. á dag. Gufumatreiðslan, þar sem fá mátti máltíðina fyrir 12 sk., hefði víst verið honum annar 'eins viðbjóður og veitingahúsið (Hotel) „Fenix". Kona nokk- ur, sem bjó í annari deild bæjarins, þjón- — 113 — aði honum og gjörði sig ánægða með 10 rd. um missirið í þjónustukaup. því hún gjörði sjer von um, að hann mundi ekki gleyma sjer í arfieiðsluskránni, sem hann hafði gjört ráð fyrir að semja; hún vissi ekki, að hann hafði aldrei ætlað sjer að efna loforð sitt. Síðustu árin bjó hann í herbergi einu í húsi nokkru í „Stjórnargötunni"; gat hann þá ^ekki komist út fyrir dyr og varð þegar fæturnir biluðu, að hreyfa sig í gangstól; loksins gat hann ekki stígið eitt spor. Kon- an varð þá á morgnana að hjálpa honum ofan á stól við borðið, sat hann þar allan liðlangan daginn, þangað til hún kom apt- ur á kvöldin og studdi hann upp í rúmið, Hafði hann þá optsinnis oltið út af ofan á gólfið og legið þar lengi með þögn og þol- inmæði, einkum þegar hann sneri svo við, að hann gat horft á borðskúfíuna sína. Borðskúffa þessi var hliðið að hans Para- dís, og dauðinn var hinn eini engill, sem tókst að reka hann út þaðan með ljánum sínum. þetta varð og, eins og fyr er getið, áður en hann var orðinn fullt fimmtugur. Hafði hann þá lifað á okri nálægt 20 ár-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.