Norðanfari


Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 2
— 134 — ur. þetta safn er mjög fróðlegt í landsögu- legu og landfræðislegu tilliti. |>ar í eru X ritgjörðir um örnefni bæði vestra og syðra eptir Árna Thorlacius, Helga prest Sigurðs son, Jón bónda í Hlíð í Hörðudal, Sigurð prófast Gunnarsson, Pál í Árkvörn, þor- leif prófast Jónsson og Sighvat Grímsson, enn fremur varnarit Guðbrands byskups porláksonar með formála og athugasemd- um eptir sira Arnljót Olafsson. Sú ritgjörð mun vera allmerkileg. Hvað örnefnalýsing- arnar snertir, pá munu pær vera góðar og vel samdar; pó höfum vjer sjeð ónákvæmni eða missagnir á fáeinum stöðum. 3. Erjettir frá íslandi 1876, eptir Valdimar Briem, prest að Hrepphól- um, 3 arkir á stærð, á 60 aura. þessi bæklingur er enn jafh prýðilega saminn sem að undanförnu. 4. Skýrslur og reikningar bókmeunta- fjelagsins, gefins með Skírni. Bækur fjelagsins eru í ár verðsettar 4 kr. og 60 aura, en fjelagsmenn greiða í tillög sin 6 kr. hver. þetta pykir oss nokk- uð hart, og margur mun fremur vilja kaupa skárstu bækurnar utanfjelags en að gjalda pannig 1 kr. 40 aura fyrir ekki neitt. Bókaútgáfum fjelagsins virðist fara stórum aptur í seinni tíð, og furðar oss pað stórlega. Hinn heiðraði forseti fjelagsins, sem um langan aldur hefir veitt fjelaginu góða forstöðu, hefir nú orðið svo afarmikið annað að starfa, að pess er engin von, að hann geti látið jafnmikið til sín takaípessu máli sem áður, par sem honum mun einnig farið að förlast í sumum greinum fyrir elli sakir og lasleika. Ættum vjer nú að geta átt kost á ungum og duglegum manni í forsæti hans í bókmenntaíjelaginu. Að öðru leyti getum vjer pess enn, að allur porri bókmenntafjelagsmanna er nú sáróá- nægður með bækur fjelagsins, og kveður svo rammt að pví, að margir peirra vilja segja skilið við pað að fullu og öllu. Skattalogin nýju. iii. Lög um húsaskatt. (Eins og pau voru sampykkt af alpingi). 1. grein. Af öllum húseignum í kaupstöðum og verzlunarstöðum landsins, sem eru fullra 500 króna virði, skal greiða skatt til lands- sjóðs, 1 72 krónu af hverjum 1000 krónum virðingarverðs peirra. Sama skatt skal og greiða af öðrum húsum, sem eru fullra 500 króna virði, pótt eigi standi pau í kaup- stað eða verzlunarstað, ef pau eru eigi not- uð við ábúð á jörð, peirri er metin sje til dýrleika. Hvíli pinglýstar veðskuldir á húsi, skulu pær dregnar frá virðingarverði pess, og skatturinn lagður á pað, sem eptir er. Upphæð sú, sem skatturinn er greidd- ur af, skal ávallt deilanleg með 500; pað, sem par er fram yfir, skal eigi koma til greina skattinum til hækkunar. 2. grein. Undanpegnar pessu gjaldi eru kirkjur allar, skólar, sjúkrahús, og öll önnur hús, sem eru pjóðeign eða til opinberra parfa. Ef á- greiningur verður um pað, hvort slíkt hús er undanpegið skattinum eða ekki, sker lands- höfðingi úr. 3. grein. A húseignir í Reykjavík, semvirtareru samkvæmt tilsk. 14. febrúar 1874, 4. og 5. gr., skal leggja skattinn eptir peirri virðingu. Allar aðrar húseignir, er skatturinn nær til skal meta eptir tilhlutun yfirvaldsins og samkvæmt reglugjörð, sem landshöfðingi semur um pað efni. 4. grein. Fyrir virðingar pessar bera hverjum virðingarmanni 3 krónur hvern pann dag, sem peir eru að virðingunni, og greiðist pað fje úr landsjóði, eins og hver annar kostn- aður, sem virðingargjörðir pessar hafa í för með sjer. 5. grein. Fyrir húsaskatti pessum má gjörafjár- nám hjá greiðanda samkvæmt opnu brjefi 2. dag aprílmánaðar 1841, og hefir hann í tvö ár frá gjalddaga forgöngurjett pann, sem skattgjöld til landssjóðs hafa að lögum. Skattur af húsum skal um tveggja ára bil frá gjalddaga ganga fyrir öllum veðkröf- um í hlutaðeigandi húsi. 6. grein. Gjald petta skulu sýslumenn og bæjar- fógetar heimta á manntalspingum ár hvert, í fyrsta skipti árið 1879. Spurniiig. Hvað skyldu Islendingar segja í blöð- unum um fjárniðurlagið til pjóðheimilisins árin 1878—79, er peir lesa um skammtinn matseljanna í sumar á pví? Eða skyldu p æ r geta barið sjer á brjóts með tollheimtumanninum sæla, nema í anda ráðsmannsins góða? Einfaldur spyrjandi. Svar gegn ávarpi. Herra snikkari Jón Tómasson og fje- lagar hans, hafa í 57.—58. tölublaði Norð- anfara látið prenta mjög „velsæmandi" grein, sem peir nefna ,,Aptur,(!) kirkju- mál". pað furðar nú svo sem engan á hin- um snotra frágangi greinarinnar, sem veit að listamaðurinn timburmeistari Jón Chr. Stephánsson er höfundurinn, sá maður, sem smíðað heíir Akureyrarkirkju með turni á austurgafii og mörg önnur furðuverk, sem lesa má um víðsvegar í Norðanfara, og sem par á ofan er tengdasonur ritstjóra Björns Jónssonar. Á hinu furðar margan, hve ein- kennilega peir fjelagar votta prófastinum „ást sína og virðingu", nefnil. með pví að vilja hafa hann svo langt frá sjer og sókn- arkirkju sinni, sem framast má verða, með- an hann heldur brauðinu. par peir fjelagar beinast að mjer, sem höfundi greinarinnar „Kirkjumál" í 51.—52. tölublaði ííorðanfara með svo góðgjörnum getgátum um tilgang minn með að fram- fylgja máli pessu, pá finn jeg mjer skylt að svara peim nokkrum orðum, til að skýra peim frá, að peir hafa einungis dæmt eptir sínum eigin hugsunarhætti, en hvorki mín- um nje hinna Akureyrarkaupstaðarbúa, sem óskum að sóknarprestur vor hafi aðsetur sitt hjer, par sem peir eru að dylgja yfir pví, af hvaða toga greinin sje spunnin. Jeg fyrir mitt leyti get fullvissað pá fjelaga um, að jeg hafði einungis hag og framfarir kaup- staðarins fyrir augum, með pví að framfylgja málinu, og sem bæjarfulltrúi áleit jeg skyldu mína að gjöra pað. pað er augljóst af grein- inni, að peir fjelagar hafa með dylgjunum ætlað að stinga peirri flugu í munn almenn- ings og ef til vill hlutaðeigandi yfirvalda, að jeg æskti pessa af persónulegri óvild við prófastinn, að hann sjálfur eða aðstoðarprest- ur hans fiytti bústað sinn hingað, en jeg vil leyfa mjer að spyrja pá fjelaga að, hvort nokkur peirra viti til pess, að nokkurntíma hafi verið hin minnsta óvild millum mín og prófastsins, og hafi pað ekki verið, hvort peim finnist pá ekki sjálfum við nákvæmari íhugun, pessar getsakir, og eins pað, par sem peir segja „að peir vilji leiða hjá sjer að tala um aðferð mína í pessu máli, eða um pað, sem mishermt sje í grein niinni", án pess að tilfæra eina einustu ástæðu fyrir pessum áburði, eða nefna eitt orð, auk held- ur atriði, sem mishermt á að vera — sje engu betur sæmandi „aðferð" en mín, að framfylgja kirkjumálinu; jeg er ókvíðinn fyrir dómi lesenda blaðsins í pví efni. Að pessu sirini vil jeg leiða hjá mjer að rita um málefnið sjálft, bæði sökum pess að peir fjelagar hafa álitið bezt að fara kringum pað, en einkum vegna pess, að jeg álít rjett vorn, sem óskum að fá prestinn hingað, alveg óskertan enn, par mjer finnst að peir fjelagar geti ekki einusínni gefið leyfi fyrir sitt leyti til pess, sem er gagn- stætt lögum og rjetti, og pá miklu síður fyrir eptirkomendur sína, par sem peir segja að prófasturinn megi sína (o: hans) tíð búa kyrr á Hrafnagili, pví jeg get ekki ætlað, að ást peirra og virðing við hann nái svo langt, að peir álíti pað sjálfsagt, að hann verði skammlífari öllum peim, sem undir greinina hafa ritað, og svo get jeg ekki ætlað annað en pað sje nóg, pó ekki nema einn framfylgji jafn skýlausum og sanngjörnum rjetti og kirkjumídið fer fram á, pví til pess hefði engan átt að purfa. Hvað hinar mörgu undirskriptir undir „Aptur kirkjumálið" viðvíkur, og pýðingu peirra, pá vil jeg geta pess, að jeg hefi. sannanir bæði fyrir pví, að ekki allfáir, sem rituðu eða gáfu leyfi til að rita nöfn sín undir pað, lásu ekki skjalið, en stóðu í peirri meiningu að pað væri bónarbrjef frá pró- fastinum sjálfum, pví piltur sá, sem með pað gekk til að fá undirskriptirnar, sagði að pað væri einungis pess innihalds, að prófasturinn mætti búa kyrr á Hrafnagili, og svo að nokkra minnir að greinin sje nokkuð breytt, eins og hún er prentuð, frá pvL.sem hún var pegar hún gekk tíl undir- skriptanna; líka standa nöfn manna undir henni, sem ekki sáu greinina áður en hún var prentuð, og gátu enga vitneskju haft um innihald hennar, par peir voru fjærverandi frá heimili sínu um pær mundir. par jeg veit að herra Jóni Stephánssyni er orðið fullkunnugt um petta, vona jeg að hann efist ekkí um pað, en skyldi hann gjöra pað samt, skal jeg með ánægju færa honum sannan- irnar fyrir pví. Að endingu vil jeg leyfa mjer að biðja ritstjóra Norðanfara eg tengdason hans, að fræða mig á pví, hvaða skyldugleika eða venzli peir viti millum min og ritstjóra Skapta Jósepssonar, veitingamanns L. Jen- sens, hafnsögumanns Arna Árnasonar, frú .Katrínar Eeinarsdóttur og maddömu Vil- helminu Lever, par mjer er að öllu ókunn- ugt um pað, eða hvort peim hafi ekki pótt hinar persónulegu getsakir um rnig í grein- inni sjálfri nægar til að gjöra hana „vel- sæmandi" í augum almennings, ef peir ekki hefndu sín líka dálítið á peim, sem ekki vildu rita undir „Aptur kirkjumálið", með pví að álíta, að peir enga sannfæringu gætu haft, ef peir væru skyldir eða venzlaðir mjer, og pá stóð nú svo sem sama á hinu, hvort peir voru pað eða ekki! Akureyri, 14. ágúst 1877. Eggert Laxdal. Brjef frá Guðmundi Hjaltasyni. pegar jeg hafði afiokið þrándheimsför minni, kom jeg heim til vina minna í Gaus- dal; tóku peir vel á móti mjer, og undr- uðust mjög mínar djörfu atfarir. Svo liðu tvær vikur áður skólinn var settur. Á peim tíma hjelt jeg tvo fyrirlestra á Litlahamri, sem er lítið porp, er stendur undir fagurri

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.