Norðanfari


Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 3

Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 3
siíögarlilíð, við austurendann á Mjösvatni. ^ðra tvo fyrirlestra hjelt jeg í Grjóvík; fjekk jeg |>ar flesta áheyrendur að tiltölu, og voru Þeir rnjög glaðir og fjörugir. Hinn 2. nóvember var skólinn settur. Kennslugreinir voru hinar sömu, og sam- veran jafn hlíð og indæl sem í fyrra. En eitt var leiðinlegt; hinir fjórir árvökru og duglegu kennarar höfðu nú að eins 10 pilta í skóla sínum. Janson hafði sjö af peim á heimili sínu og var jeg par 14 daga með. J>ar var fagurt heimilislíf: hænir, söngur, lestur og hljóðfærasláttur kveld og morgun. Jess utan milli skólatímanna fagrar og fræðandi viðræður um marga merkilega hluti. Bjornson (Björnstjerne) sem býr að eíns teigslengd frá Janson, heimsótti oss opt. „J>á var kátt í kotinu“. ÁJlir stóðu upp, og kepptust hver við annan að heilsa skálda- konunginum og frelsishetjunni. Hann sýndi oss í hinn ítalska fegurðar og lista heim; allir voru eins og í dillandi unaðsdraumi. Enda var pað ei furða, pví að rnælska, eld- fjör og málandi fegurð, lýsti úr öllum orð- um hins raddsterka manns. |>areð skólinn í Gausdal er frelsisskóli, og hefir hvorki fyrirsetningar eða próf, pá er pað lcomið undir námfýsi pilta hve mikið peir læra ut- an bókar. J>etta frjálsa munnlega orð, er mjög vel lagað að vekja og styrkja, hreinsa og glæða hin siðferðislegu fegurðaröfl sálar- innar, og að kenna mönnum að mennta sig sjálfir. J>areð sjerhver óspillt sál geymir í djúpi sínu löngun til hins góða og fagra og öíl til að elska pað, pá ríður á, að öfl pessi sjeu árla í æsku vanin til að elska hið guðlega og fagra, hið almenna andlega líf, og hið pjóðlega fjelagslíf. En hjer dug- ar ei, að læra latínu og önnur mál, pótt pað sje gott með. Er pað ekki sörglegt að hinn hálfmenntaði skríll heimsins brúkar 'sín. góðu ástar og fegurðar öfl, til að hafa gaman af holdsins fjórum guðspjöllum? Bakkus, Mammon, Yenus og Hjegómadýrð! Og yfir pví kvarta allir læknar og mennta- vinir, að bleyðuskapur og lauslæti gjöri margan af æskulýð tíma vorra árla bleikan og magran á sál og líkama. Um vantrúna hefi jeg áður talað. J>ótt nú pjóðháskóla- menn leggi mikla stund á að kenna bæði sagnafræði og góð skáldleg rit, pá forðast peir eins og heitan eld allar töfrandi og ó- hreinar ástarsögur og kvæði. J>ví öll mennt- un, hversu fögur og glæsileg sem hún er, rotnar og hrynur, ef hún er eígi byggð á siðferðisins hreina og fasta bjargi (Ethik). Að eins hinir hreinhjörtuðu sjá hið sanna, guðlega, fagra og gagnlega, í dýrðarinnar, fegurðarinnar og náttúrunnar ríki. — J>essi munnlega, siðferðislega menntun og frelsi er nú hin fyrsta höfuðgrundvallarregla skól- ans. Hin önnur grundvallarregla lians er að setja hina norrænu eddu og fornfræði í stað hinnar grísk-rómversku fornfræði í skól- ann. J>að er að sönnu víst, (og pví neita ekki pjóðháskólamenn), að hin gríska forn- fræði og menutun er hið dýrlegasta frum- blóm allrar listar og fegurðar, sem nokkru sinni hefir sprottið í heimi vorum. En hin norræna fornfræði er par á mót hin vold- ugasta útmálun hins hreinskilna drengskap- ar og hreysti, sem ekki átti sjer stað hjá Öðrum fornpjóðum. Eornfræði vor er að vísu fátækari í fegurð, en par á mót lireinni í hinu innra siðferðí en hin gríska, og sið- gæðið er hið fyrsta, fegurðin hið annað stig til framfara. |>ar að auk er hin norræna fornfræði föðurarfur vor, og er pað ekki bjett, að meta annara gjafir betur en for- eldranna; pó pær sjeu betri, sem sjaldan er- Sjerhver einstakur maður sem hver heil pjóð lilýtur að heiðra feður sína; deyi orðstír forfeðranna, deyr öll framför. En menntun, byggð á pjóðlegri fornfræði, er eitt liið bezta meðal til að glæða ættjarðar- ást. jþessar tvær nefndu grundvallarreglur skólans hafa mætt harðri mótstöðu bæði í JDanmörk og Noregi. Og nú í vetur fór í harðar deilur milli Bruuns og mótstöðu- manna pjóðháskólans í Gausdal. þar voru haldnir margir fundir, og töluðu menn mjög skörulega. Piltar tveir urðu að fara heim; pá voru 8 eptir, og liættu mennpá við skólann 12. marz. J>að var pungbær skilnaðarstund. |>að er ómögulegt að útmála pá menntunar og ættjarðar ást, sem pessir menn hafa, að hafna 600 rd. embættum og hafa i staðinn 30 ríkisdali við skóla penna! Og Olsen kennari, bláfátækur með konu og börn, gat fengið 300 rd. embætti og pó vann hann pað fyrir 30 rd. að vera við skóla penna. En hann sem fleiri pjóðvinir vildi heldur hafa magran líkama, hreina samvizku og andleg- an unað, en feitan líkama, magra sál og sofandi anda! Er petta ekki fallegt og hetjulegt? Jú, jeg veit og, að íslendingar eru ekki sem verstir í pessu efni. Hin holdlega nautna-sýki er enn pá (G-uði sje lof!) ekki jafn almenn hjá oss sem sumum öðrum pjóðum, er menntaðri pykjast en vjer. — Að Kristján Bruun vill í staðinn j fyrir hinar mörgu tungur láta læra gagn- leg handverk og iðnað í öllurn hærri skól- um, er mjög gott. J>ví miður liefir pjóð- háskólinn enn pá mjög lítið af iðnaði og er pað hans galli sem allra annara skóla. En er pað svo hægt, að kenna í skóla bæði andlegt og verklegt undir eins? Jú ef kennararnir eru margir. Og vjer vonum að fá skóla, sem getur bæði menntað í anda og kennt iðnað til handa. — Bruun talaði um hinn andlega dauða í alpýðuskólunum. Eundir voru fimm að tölu og fullt hús. J>að var mjög háleit og fögur sjón að sjá hina djörfu og hreinu andans hetju Bruun, með hið bjarta og góðmannlega andlit, hina skæru, áhrifamiklu rödd, hið einfalda og kröptuga mál, standandi í ræðustólnum á móti andlitum margra óvina, og pó talaði hann án alls ofsa og bráðræðis. Já, hans verstu fjandar neyðast æ til að hrósa hans drengilegu hreinskilni. Einbeittur Yylgir hann æ skoðun sinni, prátt fyrir háð og hatur og fortölur. — Barnafrískólinn, sem Bruun og aðrir pjóðháskólamenn vilja hafa, er mest innifaliun í munnlegri frjálsri kenn- ing í kristindómi og sagnafræði og öðru. Jeg lield, að hann sje góður fyrir góð, við- kvæm og vel uppalin börn. En hjer eru pað foreldrarnir, sem eiga að hafa rjett til að velja kennara fyrir börn sín; en í al- pýðuskólunum hafa foreldrar lítinn rjett yfir börnunum. Margt fieira gæti jeg sagt um mismun alpýðuskóla og barnaskóla. En pað gjöri jeg ekki fyrr en jeg hefi fengið fasta og ljósa skoðun á peim efnum. Mín skoðun er sú (og hana hefir Bruun), að bezt væri að hafa kristilegan pjóðmennta- skóla fyrir alla, sem vilj a verða húsfeðu’r, svo að foreldrar og húsbændur yrðu kenn- arar fyrir börn og lijú, pví pegar ómennt- aðir foreldrar mennta börn sín, pá vita all- ir, hvernig pau verða stundum. J>að er varla nokkurstaðar svo gott og föðurlegt samband milli húsbænda og hjúa sem viða hjá oss, og hversu miklu betra yi'ði pað pó, ef mennt- un væri meiri, og bærist frá munni bænda til allra á heimili.nu. þámundi hroðaliáttur fiýja, en hlýðni og reglu próast á bæjum vorum. Að loknum skólatímanum í Gausdal for jeg til pjóðháskólans í Sögutúni. Sögu- tún er skammt frá Stórahamri á skógi klæddu nesi, austan við Mjösvatn, 6 mílur frá Gausdal. Óli Arvesen er nú yfirkenn- ari við skóla penna. Hann er ritstjóri pess blaðs er lieitir „Oplandets Avis“; rita jeg í pað greinir um ísland. Hann er djarfur og fjörúgur maður, árvakur og ákafur. þar er mjög fjörugt og hrífandi æskulíf. þar var jeg sex vikur og hjelt marga fyrirlestra um ísland bæði á hátíðinni og öðrum lielgidög- um. þar pótti mjer gaman að vera. Hinn gáfaðasti og fjörugasti æskulýður í staðnum hópaðist saman í hundruðum kringum mig pegar jeg talaði. Og Óli Arvesen kallaði allan herinn saman með greinum og áskor- unum um pað efni í blaði sínu. Hjer voru haldnar margar tölur um ísland; pað var eins og í Niðarósi gamla. J>að getur verið, að margir landar mínir spyrji nú: Er petta nokkur alvara? Ætli pað sje eklci nýunga- girni? Mundu pessir ungu menn skeyta nokkuð um ísland ef á lagi? Hjer til svara jeg: Menn mega eklci heimta of mikið af heiminum. Menn hafa um svo margt að hugsa, og í svo mörg horn að líta, bæði í Noregi og annarstaðar. Eigi að síður hlýt- ur hver með barnslegu pakklæti að taka á móti sjerhverjum góðvilja, og grípa hina fljúgandi augnabliks gleði; njóta hennar í nútíðinni, en treysta henni ekki of mikið. |>ó verður maður (ef maður vill heita mennt- aður) að forðast alla smásmuglega tortryggni, j pví pað særir alla góða menn. — Alvara og stöðuglyndi býr í liinum menntaða æskulýð í Noregi, pó misjafnt sje. — En mundúm vjer sýna nokkrum bóndasyni meiri gest- risni, vináttu og hjálp, ef hann kæmi til Is- lands, en Norðmenn hafa sýnt mjer? |>að er gáta! Yjer skulum pví eigi heimta meiri hjálp, kurteisi og staðfestu af öðrum, en vjer sjálfir sýnum. — Eptir að skólatíð var úti á Sögutúni byrjaðí jeg hinn 10. maí sumar- ferð mína. Eerðast jeg enn pá, og mun ferðast til haustsins. J>á rita jeg um hina aðra sumarferð mína i Noregi. Nú fer jeg um suður- og vesturhluta Noregs. Ritað í júlímánuði 1877. f Pjetur (xuðjohnsen (hreppstjóra á Uppsölum í Eyjafirði Sigurðssonar) „organ- isti“ við Beykjavíkur dómkirkju, andaðist eptir fárra daga legu 25. p. m. Hann var fæddur 29. nóvember 1812. Hann lærði í Bessastaðaskóla, og útskrifaðist vorið 1835, og sigldi samsumars til Kaupmmannahafn- ar til að læra söngfræði og hljóðfæraaslátt, og tók hljóðfæraleikara próf 1841. Kom inn síðan og stundaði barnakennslu í Beykja- vik. Yarð söngkennari við Reykjavíkur- skóla veturinn 1846—47, og svo síðan til dauðadags, að undanteknum vetrinum 1849 —50, er hann var settur sýslumaður í Ár- nessyslu, sömuleiðis hafði hann á hendi, hljóðfærasönginn við Reykjavíkurdómkirkju til dauðadags. Ritverk hans voru pessi: Btafrófskver lianda börnum, prentað í Rvík. 1844, 48 bls., 12. Islenzk Sálmasöngs- og Messu-bók með nót- um. Kmh. 1861, 4 +180 bls. 8. Leiðarvísir til pekkingar á sönglistinni. Rv. 1870, IV + 100 bls. 12. Boðsbrjef um príraddaða sálmasöngsbók, (er hann hafði í smíðum). Rvík 1877. Grafskript yfir M. faktor Mattiesen, prent- uð sjerstök og aptan við Líkræðux-nar, Rvík 1860. Grafskript yfir Guðrúnu Steindórsdóttur Mattiesen sjerstök og við líkræðurnar. Rvík 1860. Grafskript yfir Jón Steingrímsson. Rv. 1860. Grafskript yfir Málfriði Jónsdóttur Steen- back. Rvik 1862. Grafskript yfir húsfrú Guðrúnu Marteins- dóttur. Rvík 1864. Grafskript yfir húsfrú Guðríði Magnúsdótt- ur. Rvík 1873. Æfiágrip Odds snikkara Guðjohnsen. Rvik 1860.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.