Norðanfari


Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 1

Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. normm Auglýsingar eru teknar i blað- ið fyrir 8 aura hver lína. Við- aukablöð eru prentuð a kostnað hlutaðeigenda. 16. ár. f Annan októher p. á. andaðist á Hall- ormsstað í Skógum húsfrú Bergljót CUittormsdóttir, 68 ára, kona gigurðar prófasts Gunnarssonar (R. af Dbr.). Hún var dóttir hins nafn- kennda og lærða prófasts, Guttorms Páls- sonar á Vallanesi, elzt af hans mörgu börnum, sem komust til fullorðins ára. Vorið 1841 gekk hún að eiga Sigurð stúdent Gunnarsson (ættaðan úr Norður- landi), sem hún hafði nú lifað saman við í ástsamlegu iijónabandi rúm 35 ár og varð 11 barna auðið með honum, sem 51 voru dáin á undan henni, nema 2 dætur, sem nú lifa eptir hjá föður sínum. Fyrir fám árum hafði hún veikst hættulega af lungnabólgu, sem pá var faraldursveiki og náði aldrei síðan heilsu. Nú var pað og samskonar veiki, sem leiddi hana til dauða. Fyrir 3 árum fór hún að missa sjón tilfinningarlaust og var I nú orðin nærri sjónlaus. Svo hafði og verið um föður hennar, að hann missti s;ón á miðjum sjötugsaldri og varð síðan blindur til 87. aldursárs, pá hann and- aðist. Bergljót sáluga var einkagóð kona, hezta móðir barna sinna og húsmóðir sins fjölmenna heimilis, skyldurækin og dugnaðarsöm, hlíðlynd, ástúSleg og trygg vinum sínum, umburðarlynd og polinmóð í allri lífsreynzlu og geymdi til elli ró- legt, blitt og harnlegt hugarfar. Hún elskaði einingu, siðprýði og reglusemi og var alla æfi eins og friðarengill síns heim- ilis. • ,. , þessa góðu merkiskonu syrgja nu hjartanlega maður hennar, sjálfur aldrað- ur og preyttur, dætur peirra sem eptir lifa og fósturbörn, er henni var annt um eins og móður, og allir sem pekktu hana bezt. , ___________ Um lagfæringu á sjómannamáli voru, einkum viðYÍkjandi £il- sMpum og áttavita. Akureyri, 2. nóveinber 1877. það er, eins og kunnugt er, langt síð- an að íslendingar tóku að veita pví eptir- tekt, hve illa tunga peirra eða pjóðmál var komið, bæði fyrir pað, hve mörg erlend orð höfðu unnið sjer par nokkurs konar hefð, og svo pað, hve pau, sem tungunni annars eru eiginleg, voru aflöguð eða villt í pýðingu sinni. Um petta hafa nú á hinum síðari timum ýmsar bendingar komið frá fræði- mönnum vorum, og pótt enn pá skorti mik- ið á að vel sje, verður pví pó eigi með s'önnu neitað, að petta hefir mjög miklum Umbótum tekið, og pað svo miklum, að pau erð> er um næstliðin aldamót voru í prent- uðum bókum góð og gild kölluð, pykja nú í daglegu alpýðumáli öldungis eigi hafandi. pað er reyndar satt, að daglega málið, er hver talar við annan, er síður vandað en bókmálið, eins og eðlilegt er, par eð bók- málið kemur helzt frá menntuðum mönnum, er rita pað eptir svo nákvæmum athugun- um, er peim gefst kostur á; en daglega málið kemur eigi síður frá alpýðunni held- ur en hinum menntaðri, án pess að löngum umhugsunum eða málfræðislegum rannsókn- um verði par við komið; en samt sem áður megum vjer eiga pað vist, eins og reynslan líka sannar, að eptir pví sem bókmálið lag- ast, tekur daglega málið einnig smámsaman framförum. það mun eigi fjærri sanni, að í ýmsum veiðistöðum og umhverfis kauptún muni tunga vor einna ineit blandin og af- böguð vera, og kemur pað líklega til af pví, að samgangur við erlenda menn er par mest- ur, enda er pað haft á orði hjá fleirum en íslendingum einum, að sjómenn sjeu eigi vandir að tungu sinni. Mörgum af erlend- um sjómönnum er lika i pessu tilliti mikil vorkunn, að pvi leyti, sem peir eru mest- an hluta ársins í sífelldum ferðum milli ýmsra landa og ýmsra pjóða, og pað stund- um svo, að eingir samlendir peim eru í för með peim; en um flesta af sjómönnum vor- um er allt öðru máli að gegna; peir stunda veiði sína með samlendum mönnum um- hverfis fósturjörð sína og hafa eigi saman við erlenda menn að sælda, nema litinn hluta af árinu og nokkrir svo að segja al- drei, og pó einkenna peir skip sín, áhofn og sýslanir, fiest með erlendum nöfnum, einkum peir, sem eru á hinum stæm, pað er að segja pilskipunum. petta ma nu að vísu undarlegt kalla, pareð margir af mönn- um pessum eru pjóðlögir og tala að oðru leyti engu siður hreint mál en aðnr, og pvi undraverðara er pað fyrir pað, að nokknr af peim hafa kvartað yfir, hve óviðkynmlegt sjer pætti, að geta eigi greint petta með móðurmáli sinu; en hjer er nokkuð að at- huga: skip pessi eru ýmist smíðuð erlendis, eða pótt hjer sjeu smíðuð, pa samt með er- lendu lagi, svo að flest, er til peirra heynr, heldur hinum erlendu nöfnum, pótt sum peirra kunni rangfærð að vera, og pótt menn vildu greina petta með íslenzkum orð- um, virðist pað í fyrsta áliti eigi svo hægt, bæði fyrir pað, að hin upprunalegu íslenzku skipaheiti eru nú flest eigi einungis orðin oss óskiljanleg, heldur bldungis horfin, og svo hitt, að sumt pað, er vjer finnum a pessarar tíðar skipum, getur engan veginn svarað til nokkurs pess, er á forntíðar-skip- unum var; en allt fyrir pað getur nrjer eigi annað skilizt, en bót verði á psssu ráðin, en til pess purfa ðll heiti pau, er á skipum tíðkast, pjóðkunn að verða, svo að hásetar eigi villist á hinúm nýju nöfnum, er heizt ætti að vera hin sömu yfir allt land, svo síðari villan verði eigi verri hinni fyrn. það liggur nú í augum uppi, að par sem pví verður við komið, ætti að hafa hin fornu íslenzku nöfn, en par sem pað verður eigi, yrði að smíða nýgjörfinga, sem efalaust mætti vel fara ef haglega væri að fanð. J.að er nú hvorttveggja, að jeg er skipum pessum og búnaði peirra svo ókunnugur, og hitt, að jeg hefi eigi pá pekkingu á forn- sögum vorum eða er málinu svo vaxinn, að jeg í pessu tilliti geti lagt pað til, er gagna kunni, en fyrr er vansmiði, en að engu megi nýta; fyrir pví læt jeg mjer lynda, að til týna nokkur orð með peim breytingum, er mjer hafa hugkvæmst, i pvi trausti, að aðrir, sem betur kunna, vorkenni fáfræði mina og taki eigi að síður pessar bending- ar mínar til athugunar: — lál — Nr. 71—73. Mastur (Mast) • M sigla, siglutrje. Bugspjót (Bugspryd) = brandur. Bóma (Bom) — beitiás. Gaffall (Gaffel) — grcipirá. Stórsegl (Storseil) == aptursegl. Skonprtusegl = miðsegl. GafffltOppur — stangartoppur, fremri og optrí. Brastoppur «=* aktoppur. Brös = akreip. Fokka = frajiisegl. Jagarboma = brandauki. Jagar = brandaukasegl, og brandauka- kaðall, er pað hangir á. Klyvur = brandsegl, og brandkaðall, er pað hangir á. Stagfokka = stafnsegl, og stafnkaðall, er pað hangir á. Breiðfokka = pversegl. Millumstagur — stag, og segl pað er par til hlýðir stagsegl. Klófal = dragreip, kennt við pað segl, er pað hlýðir. Pikkfal = ristog. Niðurhalari = fellitog. Bomdicki = lyptikaðall, ljettir. Veglínur = gangrimar. Bardun = bóglínur. Tallie = hjólkaðall. Tallielöber = rennikaðall. Talíukrókur = dráttarkrókur. Blökk = hjólroóðir. Jomfrú = skegla. Kutt = stjórnhjól, par af hjólstjórn mót- sett sveifarstjórn. Dregg = leguakkeri, pað er að segja pað akkeri, er hefir fleiri fleina en tvo mót- sett landakkeri. Boie = dufl, hnakkmiði.1 Boietoug — duflstrengur. Tvihlaupari = fyrirrennari. Spil = akkerisvinda, vindás.2 Kranbjælke = akkerisbogi, akkerisbiti. Keðja (Kjæde) — rekindi. Gallion = trjóna. Fangalína — stafnfesti. Káeta (Kahyt) = lypting. Káetukappi = yfirlypting. s Dekk (Dæk) = pilfar, piljur. Lugar = fyrirrúm. Lest = búlkarám. Strákjölur = drag. Klys — festargauga. ¦Vantar — h'ófuðbendur: Rustjárn = kaðalhöld. Klossrif = nauðrif. Koffnagl — hnykkastafur.* Flagg = veifa, yioi = veðurviti. Kompas — áttaviti, leiðarsteinn. Varp = færsla.* gjeve = færsluklofi. Pumpa — dæla. Skjöd — skaut, kló. Stagvending — upp í hvarf- 1) Ólafs Tryggvasonar sögu, sbr'. Jóna lagabók. 2) Bjarnar sögu Hitdælakappa, sbr. Njálu. 3) Sjá Laxdælu. 4) Varp er í rauninni fornt orð, sjá Konráðs orðabók, mætti annars kalla fram- færslu eða apturfærslu, og par af færslu- kaðal eða streng.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.