Norðanfari


Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 3

Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 3
— 143 — í vifrjuttarbókinni og sendi byskupi skýrslu um. Ábyrgð liggi við hrekkjum og tæling- um við bindindismenn og jaínvel miklu lu'tði og svívirðun við bindindismenn fyrir pað, að peir eru í bindindi, því pað er ekki synd- laust og ekki siðsamlegt, að hreða menn fyr- ir dyggðir sínar. Að minnsta kosti mættu upphvatningar lcoma frá opinberri hlið, að viðliafa ekki vín við jarðarfarir, að minnsta kosti ekki við grafirnar sjálfar. Enginn skyldi fá gestsaölurjett, nema upp á pá skilmála, að liann seldi ekki áfenga dryklti. , Sjerstakt tímarit ætti að gefa út (mánaðarrit? árstíðarrit? missirisrit? árs- rit?), er tæki bindindismálið að sjer og pyrfti pað víst að hafa peningastyrk frá liinu opinbera. í peim prestaköllum, er bindindisfjelag væri stofnað, ættu fermingar- drengirnir að ganga inn í pað undir eins eptir ferminguna. Læknarar ættu að hafa reglur (Instrux) viðvíkjandi bindindismönn- um eða peim áfengum drykkjum er þeir mættu viðhafa til lækninga eða heilsubóta og pá ættu peir að hafa sjálfir eða pá meðalasölumennirnir pau lækninga-„spiri- tuosa“, en ekki vísa á pau hjá öðrum, að minnsta kosti nema þeir skoðuðu pau; svo sem peir og skyldu skoða allar víntegundir kaupmannna og pað opíar en einu sinni á ári. Læknarar ættu að fá upphvatningu til pess að styðja bindindisfjelög vegna heil- brigðislegra ástæðna; svo sem valdsmenn ættu að árna góðs bindindisfjelögum vegna velmegunar og liinnar ytri siðsemi, en prest- ar álíti málið heyra undir sálusorg sína. — Bindindi sem inntökuskilyrði í latínuskóla, prestaskóla og prestskap væri of snemma uppborið, eins og að líkindum sumt af pessu, sem hjer er sagt; en engum má banna að hugsa þetta, jafnvel óska og vona, að svo gæti farið með tímaríum og pað án ó- frelsis cg þröngvunar. En sánnfæringin liefir langa og erviða göngu, og margt yrði áður að vera gengið á undan. Má vera, líkt og jeg tðk fram, að sumt af pessu sje undan tímanum (pað er pó betra,, en að pað sje á eptir hohurn), og sumt purfi. langt um rækilegar að skoðast (allt pó), en mig langar þó til, að pað sje allt sett á dagskrána og pað sem fyrst, ekki veitir af, stuttur er pingtíminn, en máhð mikilsvert. En höfuðsumma efnisins, pegar allt er athugað, er petta: íslendingai* cig-a a5 koma á pjóðbindindi og geta ef jþeir vilja. Kal. Oct. MDCOCLXXYIL H o r t a n s. Svar til Páls Ólafssonar. „Bósi geltu, Bósi minn! en bíttu ekki hundur“ o. s. frv. Samstundis barst mjer í hendur 10. númer Skuldar, par sem Páll Ólafsson er að myndast við að þvo skarnið af sjálfum sjer, pótt sá þvottur verði aldrei, nema rjett- nefndur kattarpvottur. Jeg ætla eigi að skipta mjer af öðru en pví í grein þessari, er sjálfan mig snertir og sveitunga mína, fsora svo sem eitt eða tvö dæmi til pess, lv°rt allir er kusu síra Arnljót fyrir ping- mann 4 kjörfundi 8. maí liafi gjörtþaðept- lr Sannfæringu sinni og skoðun á kostum þmgmaniisms. Þegar j fyrra haust sendi Jón land- ritari mjer framboð sitt og bað mig að mæla með pvj, að hann kæmist á ping, sjer gengi oigi fordild til pessa, nje fýkn í dag- peningana, pVí að hann skyldi fúslega gefa pá alla til sýslusjóðs vors, lieldur gengi sjer pað eitt ti), að geta unnið feðra jörð sinni sem mest gagn og einkanloga pað, að geta komið sjer sem bezt við i fjárkláðamálinu. Jeg og sveitungar mínir vorum fúsir til að styðja Jón, par eð vjer vissum eigi betur, en að hann ætti gott eitt skilið fyrir frammi- stöðu sína í baráttunni gegn pjóðfjandan- um, fjárkláðanum, og vjer höfðum heyrt talað um hann, sem ötulan einbeittan og frjálslyndan mann. Jeg vissi einnig að hann hafði mikinn áhuga á pví að koma hjer austur, halda fundi og kynna sjer skoðanir manna á ýmsum málum, og petta vonaði jeg yrði til pess að vekja áhuga manna á þingmálum, sem hinir síðustu pingmenn vorir hafa gjört sjer harla lítið far um. Yjer vorum pví á pví að kjósa hann, ef vjer hefðum von um, að hann kæmist að, en að öðrum kosti síra Eirík, pví að jeg hafði í fyrra vetur skrifast á við ýmsa ágætismenn, er allír óskuðu pess, að síra E. gæti komizt hjer að hjá oss. Jeg var pví á kjörfundi fyllilega und- ir pað búinn að kjósa síra Eirík, þótt Páll segi, að jeg muni ekki hafa ætlað honum atkvæði mitt, er jeg haíi komið á fundinn, jú, jeg og sveitungar mínir vissum pá vel, hvað í bruggi var og að ekki væri til neins að gefa Jóni atkvæði. Á fundinum voru að- eins 4 prestar fyrir utan mig og einum peirra (síra Bergi á Ási) var gagnstætt á- liti kjörstjóra vikið frá kosningu, ásamt J>orvarði Kjerúlf lækni, og er annar prest- anna (síra Stefán á Dvergasteini), sem var í kjörstjórninni, yar spurður að pví eptir á, hvers vegna hann hefði gefið atkvæði sitt fyrir pví, svaraði hann 1 votta viðurvist, að hann liefði eigi porað annað, til pess síra Arnljótur fengi nógu mörg atkvæði. Ekki skorti úrræði þeirra fóstranna! Skömmu á undan kjörfundi voru hjer nokkrir menn úr Hlíð, sem óráðnir voru i pví, hvern þeir ættu að kjósa og voru pví meðmæltir pví, að gefa ritaranum eða síra Eiríki atkvæði, ef á þyrfti að lialda, en er á kjörfundinn kom hitti jeg einn peirra að máli (jeg kærði mig ekki um að tala við fleiri), og var hann pá á pví að kjósa síra Arnljót; jeg spurði hvers vegna, æ, hann sagðist verða að gjöra pað fyrir hann Hall á Steinsvaði, hann hefði komið norður í Hlíðina blessaður karlinn og mættu þeir ekki styggja hann með því að kjósa ekki sira Arnljót. Annar merkur maður úr Tungu ætlaði að kjósa síra Eirík, en kaus síra Arnljót, par eð hann kvaðst ekki kunna við að draga sig úr flokki, úr pví sveitung- ar sínir kysu hann. fetta mun vera að kjósa eptir sannfæringu og skoðun á kost- um þingmannsins!! |>ar sem því Páll Olafsson segir, að þeir 4 Jökuldælingar hafi vilzt kjörfundar- daginn og orðið skopparakringla í annara hendi, pá átti petta betur við hann sjálfan og suma fylgifiska hans, og eptir honum einum var pað að ætla öðrum slíkan hring- snúning, par eð hann sjálfur er sá mesti vindhani, sem jeg hefi pekkt, pví að hann hefir pað fram yfir alla vindhana, að hann liringsnýst óaflátanlega, jafnt í logni sem vindi. „Hafðu’ ei á pjer heldra snið höfðingja sem brosa,“ 0. s. frv. Hofteigi 18. október 1877. porvaldur Ásgeirsson. — Jeg hefi nýlega fengið brjef frá nokkrum mönnum páverandi í Reykjavík, dagsett 29. ágúst p. á. |*ar segir, að 2400 lcrónur sjeu enn óborgaðar af kostnaðinum við pjóðhátíðarhaldið á j>ingyelli árið 1874, og er skorað á mig, að safna samskotum í pessu skyni í mínum söknum. En parf að liafa svo mikið fyrir pessu? Er pað ekki sjálfsagt, að landið allt eigi að borga kostn- að penna, að pví leyti, sem hann var gjörð- ur til þess, að taka sómasamlega móti kon- urígi vorum og öðrum, sem heiðruðu land vort með návist sinni pá? 8je svo, má pá ekki borga pessa skuld úr landssjóði ? Eða ef pað getur ekki látíð 'sig gjöra, pá má hafa aðra aðferð, sem mjer sýnist betri og fyrirhafnar minni, en sú, að betla petta saman. Aðferðin er sú, að landsliöfðingi skipti pessum peningum í rjettu hlutfalli á ömtin, amtsráðin á sýslurnar. og sýslunefnd- irnar borgi svo liver sinn part úr sýslusjóði. Með þessari aðferð kemur petta jafnt niður á allt landið, en með pví að safna samskot- um kemur það allt á hina drenglyndari, en hinir sleppa, og pað er slæmt. Jeg fyrir mitt leyti vil alls ekki ómaka mig neitt í pessu efni fyrr en jeg fæ að vita, að hvorug aðferðin, sem jeg sting upp á, sje brúkandi. Grenjaðarstað, 2. október 1877. B. Kristjánsson. Kveimaskólíun í Eyjafirði. Sagt er, að peir umboðs- og alþingis-maður Eggert Gunnarsson og Jón bóndi Ólafsson á Kif- kelsstöðum. ásamt fleirum, hafi nú um tíma verið að efna upp á kvennaskólann, sem í vetur á að verða á Syðralaugalandi. j»ær sem kenna eiga í sltóla þessum, eru fröken Anna Melsteð og ekkjufrú Valgerður J>or- steinsdóttir, ekkja síra Gunnars sálugapró- fast Gunnarssonar. Kvennaskólinn í Ási í Hegranesi kvað og vera komin á stofn. ]>ær sem eiga að kenna par, eru húsfrú Sigurlaug Gunnars- dóttir, kona umboðsmanns Ólafs Sigurðs- sonar, og húsfrú Jóna Sigurðardóttir (frá Möðrudal), kona Gunnars yerzlunarmanns Einars sonar Ásmundssonar frá Xesi í Höfða- hverfi. F r j e t t i r. Á dögunum þá illviðrunum Ijetti af kom nokkra daga gott veður, en úr pví frostleysur og úrkomur, svo fönn seig mik- ið, en lítið tök upp snjóinn nema í góð- sveitum; víða er pví jarðskart fyrir fann- fergju og áfreða. Erjetzt hefir hingað að fjárskaðar hafi orðið við Mývatn og í Fnjóska- dal, og lijer í firðinum hrakti um 30 lömb í Eyjafjarðará, frá Kjarna og Hvanuni, og víða er sagt að margt fje vanti, af pví sem víst var fyrir áfellið. Eiskafli er enn sagð- ur hjer göður út í firði, pá síld er tilbeitu. — 15. p. m. sigldi Grána hjeðan og hjelt pá fyrst út að Hrisey, hvar hún tók á ann- að hundrað skippund af saltfiski. I illviðr- unum höfðu hin skipin er lágu hjer „Inge- borg“ og „Germania“, frosið í ísnum, an pá er pau voru seglbúin var með mann- afla ísinn sagaður og brotinn frá þeim, svo pau komust hjeðan 19. p. m. Ingeborg ætl- aði hjeðan heimleiðis, en Germanía fór út að Oddeyri, hyar hún affermdi á annað hundrað tunnur af salti, er hún liafði kom- ið með frá Englandi til Gránufjelags. 23. p. m. lagði Germania frá Oddeyri og vest- ur á Sauðárkrók, til pess að full ferma sig par og halda síðan heim. 22. p. m. haíði skonnertan „Gefjun“, eign Gránufjelagsins, komið inn að Hrísey, fermd vörum frá Ivaupmannah. Hafði hún í illviðrunum sætt miklum hrakningum, svo háreiðin og eitt- livað af rám brotnaði. Erá Hrisey lagði Gefjun vestur á Siglufjörð, livar hún á að afierma og leggja síðan heim aptur. Rjett fyrir illviðrin hafði Harriet, sem lengi í haust var von á til Húsavíkur, náð par liöfn, og sama var um skipin er lcomu á dögunum til Grafaröss- og Blönduóss- verzlana; einnig á Hólanesi. Aptur vildi Grafaróss-skipinu sú ógæfa til, að pað í

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.