Norðanfari


Norðanfari - 15.08.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 15.08.1878, Blaðsíða 2
orðið prýðilegir prestar án pessa ? f>að held jeg efalaust. Við höfum reynsluna fyrir okkkur. Hafa ékki æði margir, sem lærðu áður i heimaskóla, eigi helming, eigi priðjung móti pví sem nú á að læra, og margir af peim sem lærðu i Bessastaðaskóla, miklu minna en nú á að kenna og nærri pví ekkert til prestskapar, hafa eigi hýsna margír af peim orðið góðir prestar og skylduræknir og par að auki töluverðir visindamenn af eigin námi? Jeg vona að almenningur, sem peir hafa pjónað, játi að svo hafi reynst. Jeg get ekki betur skilið en að pað nægi vel til að geta orðið góður prestur og talsverður visindamaður, að læra v e 1 móðurmálið, dönsku, sænsku og pýzku — ensku með, ef til vill — mannkynssögu, landafræði, nauðsynlegan reikning og ágrip af náttúrusögu, og svo pað, sem kennt er i prestaskólanum, sem liklega verður bráð- um bættur. Jeg býst við pið segið: á pá að búa til nýjan undirbúningsskóla handa pessum hálflærðu prestaefnum? Hei! pess parf ekki. Margir lærdómsmenn geta kennt heima petta sem pyrfti undir prestaskólann, og nú kemur líklega gagnfræðaskóli á Möðruvöllum og eins í Reykjavík. Ef pá er gert að lögum hjer, að hver sem vel hafi staðist próf í pessum skólum, megi takast inn í prestaskóla, og skuli hann svo, ef honum ferst par vel, mega fá eitthvert af hinum minni brauðum, sem hann vildi sækja um, og síðan önnur betri, ef honum ferst vel í pjónustunni, pá fáið pið nóg prestaefni á minni brauðin og allt eins góð og fjölda peirra, sem nú á að kenna, eða eru kennd öll ósköp. J>að eru auk heldur til ólærðir bændur, sem gæti verið betri prestar og yrði skylduræknari, en sumir hálærðu prestarnir nú um stundir hafa reynst. J>ið segið: pað hæfir eigi að heimta hjer minni lærdóm til prestskapar, en annarstaðar er gert i rikinu og hjá öðrum kristnum pjóðum. Hvað kemur pað okkur við ? Landshagur, parfir og nytsemdir eiga að ráða lögum okkar, en ekki hvað er í hverri grein hjá öðrum pjóðum. J>að hefir hlotizt margt illt af pví hjer á landi, að apað hefir verið eptir útlendum lögum nærri í öllu, eða pau rekin upp á okkur, og margir útlendir hættir teknir hjer upp til hins verra, en engra bóta. J>að er liklegt að pessu fari nú að slota. Við erum nú að rumskast og vakna við til meðvitundar um eigin parfir og hagsmuni, svo menn fari nú heldur að fá vit á pví, hvað hjer á við af útlendum háttum, og hvað eigi — og livað ráð sje að taka upp sjerstaklega fyrir okkur, eptir lands- og pjóðar-hag — og peir sem hangt hafa hingað til í útlendu og ópjóðlegu sniði í flestum greinum, fara nú að pagna. J>ó við tökum pað nú margt i lög, er við álítum að hjer eigi við, sem eigi er er- lendis, pá er enginn efi á, að svo góður konungur, sem við eigum, sampykkir pað fúslega, pegar hann veit að hagur okkar og pjóðargagn parf pess. J>etta er nú tíningur úr pvi, sem mjer hefir hugkvæmst um pessi efni, og skorti mig hyggindi og tima til að finha og bera fram nægar ástæður fyrir áliti mínu, enda ætla jeg pað sje eigi allstaðar svo auðvelt, pví pað eru sumt neyðar-úrræði, sem pörf, landshagar og venja heimtar nú pegar. J>að er sjálfsagt, jeg vil að allt sje sem frjálsast í pessu sem öðru, pegar likindi eru til pað geti að góðu orðið: trúarstjórn, kirkju-umsjón, prestakosning og fleira. En pví er svo margt til tálmunar enn af okk- ar hendi og lagarjettarins, að mjög mörgu parf að breyta og margt að !aga hjá okkur — 82 — til pess að pesskonar geti að góðu orðið.— Nema frjálsa kirlcnaumsjón safnaða má vel taka upp nú pegar með eptirliti annara, söfnuðunum til góðs, og hún er hollur und- irbúningur söfnuðunum, til að æfa sig í pvi, að hugsa um og ráða í sem flestu sínum kristindómsmálum, sjer til gagns og sóma. Annist söfnuðir illa kirkju sína og hennar sóma og hag, pá er pað bersýnilegur vottur pess, að hann liirðir litið um trú sína og er á meðan óhæfur til að ráða nokkru sjer til góðs, um sin trúarefni. Trú án opin- berrar og sómasamlegrar trúarpjónustu, er án efa sofandi eða dauð, eins og sú, sem eigi sýnir sig í manndyggð og kristilegu framferði. Jeg vona að margir peir, sem betur skynja en jeg, taki til máls í blöðunum hjer eptir um pessi áriðandi málefni, um hag presta og kirkna hjer á landi framveg- is, og haldi pví áfram til næsta pings, svo pingmenn hafi úr fleiru að moða enn sínu eigin áliti og frumvarpinu. J>egar margir rita um sama mál, geta'' komið upp nokkrar góðar bendingar i pví, sem vert er að gefa gaum. B. a. — 12/4 78. Hailllet, sorgarleikur eptir Shakspeare, pýddur á íslensku af Matthíasi Jochums- syni. Mun petta vera góð pýðing, sem aðr- ar eptir skáld petta. En nokkuð er pað, sem vjer viljum athuga, er oss finnst óhaf- andi, t. d. orðin „Akt“ og „Sena“, sem eigi pekkist af alpýðu, pví önnur orð eru til í staðinn fyrir pau, er rótfestu hafa náð í málinu frá peim tíma, er leikrit voru skráð. í hinu fyrsta leikriti, er finnst í „Kvöld- vökum“ H. Finnssonar, sem góðar pykja á máli, einkum á. peim tíma, er_f>ær eru rit- aðar, eru höfð orðin flokkur og at- r i ð i, er táknað geta „Akt“ og „Sena“. Síðar var í ieikrjtum Sigurðar Pjeturssonar breytt flokk í pátt og atriði látið halda sjer (sumir segja að ráðum Svb. Egilssonar, og lengra parf eigi að vitna), enda pýðir Konráð pessi útlendu „konst“-yrði á pann hátt. Síðan hefir páttur og atriði verið höfð i leikritum: Bónorðsförinni, Yefaranum, Cfandreiðinni og sjálfur pýð- andinn hefir pessi orð í TJtileguinönnun- um, Maebeth og Manfreð, en í Nýárs- nóttinni er höfð „s ý n i n g“. Allt petta sýnir, að óparfi virðist að sleppa pessum orðum, pótt pau virðist n ú eigi sem heppi- legust, og færa í staðinn inn í málið útlend „konst“-orð, og pað á pessum tímum, sem verið er að hreinsa tunguna frá sora út- lendra orða og smíða ný orð eptir eðli máls- ins. Hvað myndu peir „Ármann á A.lpingi“ og „Fjölni“ segja, ef peir væru enn uppi? J>að hefir verið fundið að pví, hve „Tyro Juris“ Sv. Sölfasonar væri óvandaður að máli, en hafði hann eigi gilda ástæðu til, eptir orðum pýðara Hamlets, að halda sem flestum útlendum „konst“-orðum í lagamáli sínu, og pað á peim tímum, er sótt og dauði íslenzkunnar vofði yfir. Yjer óskum, að pessum nefndu orðum verði sleppt framvegis í leikritum — en hinum gömlu lofað að standa, — auk annara orða, er oss finnst að nú sjeu að læðast inn í tungu vora. Ritað 10. júní 1878. (íjörðu svo vel, Norðanfari minn, og skil- aðu til pýðara íslenzka „Almanaksins11 1878, að mig langi til að vita hvernig á pví stend- ur, að hann kallar J>orratungl, sem kemur 3. janúar, pví að jeg hefi allatíð heyrt, að pað væri Jólatungl, hvort pað væri ungt eða gamalt, sem væri á himni Knútsdag (7. janúar). Auk pessa finnst mjer að petta hans J>orratungl gjöri ómerkar pær gömlu rímvísur, sem allt af hafa verið í gildi, og svo hljóða: „Á J>orra-tungli ætíð átt ellefu burt að kasta, næsta sunnudag nefna brátt Níuviknafasta41. „En ef hlaupár uppá ber, eiga tólf burt falla, Níuviknafasta fer fólk pann næsta kalla“. Af pessu leiðir, að Góutungl, Einmánaðar- tungl og Sumartungl, finnast mjer koma of snemma, og eins verður pá pýðingarlaus rímvísan: „Á Einmánaðartungli .tel týndan allann háska, priðja sunnudag, pað er vel, pá skal halda Páska“. Mig langar til að vita hvernig á pessu stendur — og svo held jeg að fleiri fáfróðir sjeu, — hvernig pað á að skiljast, pegar vikið er frá rímreglunum. Yona jeg pví, að hann (pýðari Almanaksins) gjöri mjer petta skiljanlegt við fyrstu hentugleika. Hornfirðingur. Jðyrst pegar dagblöð komu út hjer á landi, var í peim getið láts „heldra fólks“ og var pað góð og fögur regla, pannig að minnast peirra manna, er á einhvern hátt höfðu verið pjóð eða fósturjörð til gagns eða sóma. Nú pegar fram liðu stundir og dagblöð fjölguðu, fjölgaði og mannalátum peirra, er blöðin nafngreindu, urðu pað pá opt fleiri en heldri menn sem um vargetið, já, jafnvel peirra manna, hverra nöfn ekki hafa verið knnn öðrum en máski •nánusíu náungum, auk pess sem sum blöð, og pað jafnvel enn pann dág i dag bera pað oflof á suma dauða menn er engri átt nær, pví pað er eins mikil fávizka að ljúga lofi sem lasti á dauða menn. Af pessu leiðir, að menn geta ekki sjeð pað með neinni vissu í blöðunum, á dauðralistanum, hverjir verið hafi verulegir sóma- og framfaramenn, pareð lofsorð um látna menn eru opt ýkt og ó- áreiðanleg. Mjer finnst pví nauðsynlegt, eins og fyrir hefir komið í „Norðanfara11, að geta peirra lifandi manna, sem að ein- hverju leyti skara fram úr almenningi að dugnaði og framkvæmdum, og eru pví línur pessar ritaðar hjer til pess að lýsa fram- takssömum og duglegum bónda á Suður- landi, sem mjer finnst pess verður, og má- ske fleiri gæti tekið sjer til fyrirmyndar. Leirá í Borgarfirði hefir frá fyrri tím- um, verið setin mann fram af manni af stórhöfðingjum, embættismönnum og sjálfs- eigendum, par til nú fyrir 10 árum aðhinn síðasti embættismaður bjó par; allt fyrir pað bar jörðin peirra alls engar menjar, pví fyrir pessum 10 árum var par alls engar jarðabætur að sjá nema nokkra hlykkjótta og hálfsokkna tungarðsspotta; pen- ingshús flest illa stæð, baðstofa forn og gölluð, torfkirkja mjög hrörleg og komin í rústir að kalla, aðeins lítið geymsluhús úr trje, var hið eina nývirki sem sást par eptir hinn ofannefnda ábúanda. Yorið 1868, flutti J> ó r ð u r bóndi J>orsteinsson að Leirá, og vil jeg í fám orðum lýsa hjer verkum peim, er hann hefir gjöra látið á jörð pessari í síðast liðin 10 ár. Hann hefir látið gjöra skurði til vatns- veitínga, og vörzlu nálægt 2,400 faðma á lengð, og purkað upp með peim engi milli 30 og 40 dagsláttur, er áður var óslæg og ófær forarmýri. Yörzlugarð kringum túnið 120 faðma, tvíhlaðinn úr sniddu. Vegi eða

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.