Norðanfari


Norðanfari - 24.05.1879, Blaðsíða 3

Norðanfari - 24.05.1879, Blaðsíða 3
dnga á sýslufundi langt heiman að og við misjafna að búð, um há vetur, fyrir litla sem enga borgun?), oddviti legði svo fyrir sýslunefndina athugasemdir sínar við hvern einstakan reikning, með árituðum svörum hverrar hreppsnefndar, úrskurðaði svo sýslu- nefndin samkvæmt þessu alla jafnaðar reikn- inga hreppanna. Jpótt pessi að ferð ekki geíi fullkomna tryggingu um nákvæma endur- skoðun, þá held jeg samt, ef sýslunel'ndin kýs skynsamlega endurskoðunarmenn, að pað sje meiri trygging en við endurskoðun sem sýslunefndarmenn aðvífandi gjöra áfundisín- um, enda mun pað vera almennast og pykja affara bezt, par sem líkt stendur á, að kosn- ir eru sjerstaklegir endurskoðunarmenn ogað úrskurðarvaldið svo úrskurðar reikningana, samkvæmt athugasemdum endurskoðunarm., og svörum reikningshaldara, svo minnir mig að Gránufjelag hafi pað með sína reikninga, svo mun vera með alla landsreikninga, al- pingi kýs endurskoðunarmenn, en endurskoð- ar ekki sjálft. Skagafjarðarsýsla á sjálfsagt hól skilið fyrir umsjón sína á vegabótum. J>að mál er eins og önnur samgöngumál mikið áríðandi og hcfir pví miður líklega ofvíða verið oflít- ill gaumur gefin, en nú er vonandi að- pað lagist eptir pví sem Norðanf. í nefndri gr. skýrir frá. |>á pótti mjer einnig mikilsvert að lesa um ráðstafanir viðvíkjandi búnaðarmálum, vont er að við hjer eystra látum lítið taka til okkar í pessu efni; pó hef jeg heyrt að reynt verði að fá Svein búfræðing hingað í sumar til að ferðast um, ef hann pá fæst frá Staðarbyggðarmýrunum nyrðra, líka hygg jeg að eitthvað verði nú alvarlegt gjört í pví, að fá pví framgengt, að Hallormsstaður verði búnaðarskóla setur, að minnsta kosti pegar pað brauð verður næst laust, en pað brauð hefir nú, eins og kunnugt er, fengið áttræður presta öldungur. Höfðingjarnir helgann frið, liafi og eigist gott eítt við, alvarlegana eg um pað bið ei sjer láti spilla, ágirnd lieimsins illa. Nú er komið fyrir aimennings álit gjörð- arskjal nefndar peirrar, er sett var að kon- ungsboði í Reykjavik næstliðið sumar, til pess að semja um brauða- og kirknamálið; hafa pví nokkrir bændur, mælst til pess, að jeg segði meiningu mina, par ekki líkar# til- högunin, og þykir mjer hryggilegt hvað dla seðri stjórn landsins tekst að gjöra pjóðinni ! vil. Hún er pó hvorki svo vanpakklát. vitlaus, nje ósanngjörn, að ekki sje hægt að gjöra henni til hæfis. ef viturlega og rjett- víslega er að farið. En pað er ekki rjetti vegurinn að rífa allt niður þar til ekkert er eptir, og byggja síðan upp aptur, sumt uppá ógeðfeldari hátt. Jeg ætia eð benda fram á nokkur atriði, ekki til að eflaþræt- ur eður ala pær, heldur vitrum mönnumtil ihugunar. Alpýðu þykir prestum lagt of mikið úr landsjóði, og hefði legið ljósara fyrir, að weta ekki eins hátt sum brauð og nefndin hefir gjört J>að virðist nægilegt að meta þau frá 10 til 15 hundr. kr. J>að er frem- ur fyrir vana en nauðsyn, að meta brauðin svo afar misjafnt, þar pað er meir komið undir mannkostum og skyldurækni embætt- ismannsins í köllun sinni, hvort liann er verðugur fyrir gott embætti eður eigi, held- ur eu að miða pað við aldurseinkenni em- bættisframfærslunnar; líka þykir ótiltæki- legt að færa npp auka verkin. þar pau póttu fullhátt metin við síðasta brauðamat 1878. |>að virðist nægilegt, sem brauðin hækka við nýtt brauðamat og samanfærslu peirra, ef jöfnuð verða niður eptir rjettlæti, svo ef við hætist að sveitarfjelagið borgi prestum fyr- ir aukaverk allra hrepps-þurfamanna, sem jeg ekki hefi á móti. Meiri gjaidauka mótmælir pjóðin, ef lengra ætti að færa sig upp á skaptið það getur ekki komið til mála, að af má gjaldfrelsi tíundarfrjálsra jarða, sem var innifalið í kongstiundinni, sem nú er af tekin, sem hin gamla pinggjalds tilhög- un. par pað á að heita að nafninu, að menn standi á vegamótum pjóðfrelsins, pá má ekki á ný, hvorki með ofurvaldi nje hæglætisof- riki, praungva peim krossi á herðar mönn- um, sem þeir eru ekki færir um að rjetta sig upp undir, nema hniga flatir undir þung- anum þegar minnst vonum varir. Prest- um ætla jeg öllum mönnum fremur, að ana ekki fram eptir spilltum aldarhætti, eður fýsast eptir hverskyns stundar nautn, og peir liti svo á basl þjóðarinnar og hyggi til, að pess tignarlegri er tilvera mannsins, pess betur sem hann ástundar rjettvísina, par rjettvísin stendur ekki síður samhliða kæríeikanum en friðurinn. J>að skulu prest- ar reyna fyrir satt, sem stunda vel köllun sína, að hver skildingur sempávantar hjer, í samanburði við þá hálaunuðu, fá þeir sið- ar með ávexti pegar uppskerutíminn kemnr. Ekki ætti maður að preyta sig með óró- seini hinnar ókomnu tíðar, en pó ætti að hafa minnisstætt pað umhugsunar- og yfir- grips mesta verk, sem fram hefir farið frá landsins byggingu, sem var launahækkunin 1875, þegar eldgos brunaði að norðan og austan, kláðinn að sunnan, og eptir skýrsl- um merkra manna i fyrra vetur, var farið að brydda á aflaleysínu og hungursnauð- inni á Suðurlandi 1875, en nú mun sumum pykja óþarfi að ýfa upp hin fúnu sárin, par þessum landplágum er lokið, fyrir mildi hinns almáttuga, sem gjörir skilnað milli góðs og ílls. En enginn getur metið hvað petta hefir prengt að kostum landsmanna, og sömuleiðis stórkostlegir skaðar, sem menn urðu fyrir á næstliðnu hausti, á skip- um, heyjum og fjenaði, sem er helzti bjarg- ræðisstofn landbúnaðarins. Og ætla jeg að sýna fram á hvernig því ástandi er varið, að eptir pvi sem greindustu menn hafafar- ið næst um, að ineta arð af hverju sauð- fjár hundraði, pá er ágóði af öllu fje i land- inu 1872, 678,118 kr., að meðtöldu sjöunda hverju hundraði sem á að vera tiundarfrítt ef œenn telja rjett fram. Af pessu sjezt, að arðurinn af sauðfjenaðinum, sem er að- al hjargræði landsmanna, hrökkur ekki til að gjalda embættísinönnunum og til allra annura opinberra útgjalda, svo bændur liafa ekki óskert sjer til lífsuppeldis, mjólkina úr kunum, og hinn stopula sjávarafla, pví hest- ana get jeg ekki talið sem arðberandi bú- pening, peir eru að eins sem verkfæri i hendi manns og pað optar kostnaðarsamt, til pess að geta stundað búfjárræktina. J>að er áður sýnt, iNorðlingi, að göld til allra opinberra parfa sjeu 817,000 kr., auk kostnaðar til alls lífsframfæris, klæðn- aðar og fyrirtækja. Aínot kúnna munu vera um 16,000 kr. J>að er aðgætandi að ísland er hvorki sáð- nje uppskeruland, grasið er pað eina sem sprettur, og pað opt af skornum skamti, og nýting líka opt stopul; og kartöflurækt prifst að eins á einstöku svæðum landsius. Hvað sem jarðfræðingarnir segja, eiga peir eptir að sanna, að önnur uppskera prífist á íslandi til hlýtar. J>að er ljós vottur, að óvíða í Norðurálfu liafa skógar skrælnað upp eins og á Islandi, par ekki eru eptir utan litlar leyfar á stöku stað, sem segir til pess, hvað jarðvegurinn er ófrjór og land- ið kalt. — J>að bendir flest til pess, ef menn vilja athuga pað, að alþýða er eklci fær um að bera þyngri byrði. — J>að pyrftu fleiri að hafa árbækurnar undir höndum en nú á sjer stað, pví af þeim geta menn sjeð livað langt hefir liðið milli harðinda að undanförnu, sem menn hafa fellt skepnur sínar, fyrir illt tiðarfar og ógætilega stjórn. Við höfum enga vissu fyrir pví, að pað komi upp forsjálari menn en forfeður vorir hafa verið. J>að væri viðurhlutamikið og viðurstyggilegt, liafi rignt svo heitum saur i augu nokkurra landsmanna, að peir sjái ekki fyrir formyrkvaninni, að pað má ekki pætta fleiri strengi í aktaugir til að nísta plógförunum dýpra inn í herðar á bændum en búið er. J>eir ættu að hugleiða, að þeir hneykslast aldrei á órjettinum, sem forsmá hann. J>að er ekki sómi fyrir landið, eður vottur til framfarastigs, nje heiðurs gnægð fagnaðarins, að stjórnendurnir breiði svo verk sín fram fyrir sjónir manna, að kjark- menn, sem hafa efni til, skuli leggja alhug á, ef peir geta selt sitt, að flýja í aðra heimsálfu til óvissra kjara undan kúgunar- plágunni, óviturlegri og óheppilegri stjórn, en hinir sitja eptir, ráðleysingjar, óreglu- menn og þeir sem eru annara byrði. J>að pyrfti heldur að gaumgæfa, að menn eru búnir að fá stjórnarskrána og fjárforræði, og láta ekki ásannast, að asnanum hefði hæft svipan og hestinum beizli. Jeg vona, að allir sannir föðurlands- og framfara-vinir taki vel upp pessi orð mín, pví mjer þykir nauðsyn til bera, að bera sig upp, en nauða ekki sífellt í heima- húsum, sem mönnum er pó gjarnt, yfir ó- bærilegum álögnm, þegar peir virða fyrir sjer örbyrgð og ókljúfandi skuldir, sem hlaðnar eru orðnar á bak flestra búenda, við kaupmenn og fleiri, ásamt illþolandi sveitarpyngslum víða. Tilgangur minn með línum pessum er sá, að vekja áhuga þjóð- hollra nianna, á að snúa pessu máli til betra horfs en nú sjezt fyrir; — alpýðu vantar annars 'eindreginn einingaranda til pess að koma máluin sínum árjettan veg,—. en ekki óvild eða öfund við höiðingjana, eður til að æsa þjóðina upp á móti þeim, eins og hefir verið drepið á í „ísafold11, og er pað illa gjört, að leggja orð þjóðhollra fóðurlaiulsvina út á pann hátt. Jón Guðmundssou. SVAR til lierra kaupmanns Tuliniusar á Eskifirði frá ritstjóra Norðanfara. í III. 4. af «Skuld», er greinarkorn, eptir kaupmann Tulinius, par sem hann skeyt- ir skapi sínu einkum á mjer, fyrir greinir sem jeg hefði tekið upp í Nf., hina fyrri fyrir ítrekuð tilmæli höfundarins, sem mjer er kunnugur, sem merkismaður að öllu leyti; kaupmaðurinn getur rangt, er hann ímyndar sjer að greinin úr Eyðalireppi hafi komið í blaðið af pví jeg hafi viljað hefna míu á hon- um fyrir pað, að hann ætlaði að hætta að vera útsölumaður á Nf., jeg hefði átt öllu lieldur að pakka honum fyrir hans löngu tryggð og vinfengi við Nf., og hefi líka gjört pað; grein pessi kom ekki fyr en í nr. 57—58,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.