Norðanfari - 24.07.1879, Blaðsíða 1
18. ár.
Akureyri, 24. júlí 1879.
Nr. 35—36.
Frá alþingi.
(Bptir „Isafold").
Alþing var sett 1. þ. m. af landshöfðingja,
samkvæmt konungsbrjeíi 24. maí þ. á., að
undangenginni guðsþjónustugjörð í líkhús-
inu, par sem síra Benedikt próf. Krisjáns-
son stje í stólinn og lagði út af Kól. 3,17:
„Hvað helzt er þier hafizt að í orði eða
verki, þá gjörið allt i nafni Drottins Jesú".
Eptir að landshöfðingi hafði lesið upp
fyrir þingheiminum konungs hoðskap þann,
er hjer er prentaður á eptir, lýsti hann
í nafni og umboði konungs alþingi sett.
Ókominn á þing var Jón Pjetursson,
2. þingm. Suður-Múlasýslu, og fjarverandi
Jón Jónsson og Jón Hjaltalin.
Að aflokinni prófun kjörbrjefa hinna
þriggja nýju þingmanna (Björns Jónsson-
ar, Friðriks Stefánssonar og Jóns Jónsson-
ar), sem þingið lýsti gild í einu hljóði,
voru kjörnir embættismenn hins sameinaða
alþingis. j
Forseti varð Pjetur bískup Pjetursson,
með 16 atkv. (Bergur Thorberg hlaut hin
18); varaforseti, eptir þritekna kosningar-
tilraun, Dr. G-rímur Thomsen, með 17 at-
kv. (B. Thorb. hin 14); skrifarar Tsleifur
Gíslason (með 17 atkv.), og Eirkur Kuld
(13 atkv.).
|>á var kosinn hinn þjóðkjörni þingm.
í efri deild alþingis, i stað Torfa heitins
Einarssonar, og hlaut þá kosningu Jón
Jónsson. 2. þingm. Skagfirðinga, með 15
atkv. (Arnljótur ólafsson hlaut 11 atkv.).
Eptir það skildu deildirnar og kusu
sjer embættísmenn.
Forseti í neðri deild varð Jón Sigurðs-
son frá Gautl., með 12 atkv. (H. Kr-
Friðriksson hlaut 6); varaforseti Grímur
Thomsen, með 11 atk. (H. Kr. Friðriksson
hlaut 6); skrifarar ísleifur Gislason (með
19 atkv.) og Björn Jónsson (með 13atkv.).
Forseti í efri deild varð P. Pjetursson
biskup, varaforseti B. Thorberg amtmaður,
skrifarar: Eirikur Kuld og Magnús Step-
hensen.
Að þvi búnu tilkynnti landshöfðingi að
hann mundi leggja fyrir þingið þessi 15
lagafrumvörp frá stjórnarinnar hendi Fyr-
ir neðri deild frumvarp til
1. fjárlaga fyrir árin 1880 1881.
2. fjáraukalaga fyrir árin 1876 og 1877.
3. fjáraukalaga fyrir árin 1878 og 1879.
4. laga um skipun prestakalla og kirkna.
5. lagaum kirkjugjald af húsum.
6. ,]aga um breyting á tilskipun 27. janú-
ar 1847 um tekjur presta og kirkna.
7. laga um sætisiisksgjald.
8. laga um samþykkt á reikningnum um
tekjur og útgjöld íslands á árunum
1876 og 1877.
Fyri efri deild frumvarp til
1. landbúnaðarlaga.
2. laga um bann gegn aðflutningum vegna
þess að pestkynjaður sjúkdómur er uppi;
— og jafnframt lög tii hráðabirgða 21.
febr. þ. á. um sama efni.
3. laga um ráðstafanir gegn pestkynjuðum
sjúkdómum; og jafnframt: lög tilhráða
hirgða 4. apríl þ. á. um sama efni.
4. laga um breyting á lögum um bæjar-
gjald í Reykjavikurkaupstað 19. októb.
1877 2. gr. a.
5. laga um kaup á þeim 3 hlutum silfur-
bergsnámans í Helgustaðafjalli og jarð-
arinnar, Helgustaða, sem landssjóðurinn
ekki á.
6. laga, sem hafa inni að halda viðauka
við tilskipun um póstmál á íslandi 26.
febrúar 1877.
7. laga um breyting á lögum um laun ís-
lenzkra embættismanna og fi. 15. októ-
ber 1875, 12. og 14. gr.
Boðskapur konungs hljóðar þannig:
Vjer Christian hinn níundio. s. frr.
— Vora konunglega kveðju! — Jafn-
framt því, að alþingi það, sem nú á að
koma saman, verður sett af landshöfðingja
Vorum samkvæmt valdi því, sem Vjer allra-
mildilegast höfum veitt honum, finnum Vjer
hvöt til að færa fulltrúum íslands þökk
Vora og viðurkenning fyrir þann áhuga, er
þfeir hafa á hinum opinberu málefnum
landsins. og að þeir láta sjer annt um að
efla heill þess með tilstyrk stjórnar Vorrar.
Árangur af hinu siðasta alþingi er eigi
síður gleðilegur vottur þessa heldur en það,
sem gjörðist á alþingi næst þar á undan.
Fyrir happalega eindrægni milli alþingis
og stjórnarinnar hefir það tekizt á þessu
alþingi að koma fram mörgum mikilvægum
lögum ¦— af þeim viljum Vjer sjerstaklega
taka fram lögin um aðra skipun á skatta-
málum íslands — og fieiri öðrum ráðstöf-
unum, sem áríðandi eru fyrir landið. Eigi
siður kunnum Vjer að meta, hve reiðu-
búið alþingi hefir verið að veita það fje,
sem nauðsyn er á, eigi að eins tií hinna al-
mennu þarfa landsins, heldur einnig til
þess að framkvæma ýmisleg mikilvæg fyrir-
tæki, sem miða til framfara þess, en jafn-
framt því hefir viðlagasjóðurinn þó orðið
aukinn svo, að hann hefir náð þeirri upp-
hæð, sem viðunanleg er eptir því sem á
stendur.
Einnig í þetta skipti verða lögð fyrir
alþingi mjög mikils varðandi lagafrumvörp,
og víljum Vjer meðal þeirra sjer í lagi
leiða athygli alþingis að lagafrumvarpi um
skipun prestakallanna, sem miðar til að
gjöra þær umhætur á kjörum presta, sem
brýn nauðsyn virðist vera til, og frumvarp
til laga um endurhót á landbúnaðarmál-
efnum íslands, sem eptir þráð hefir verið
um langan tíma; og í sambandi hjer við
verður þinginu gefið færi á að láta í ljósi
álit sitt og gjöra uppástungur um betra
fyrirkomulag á umboðsstjórn þjöðjarðanna.
Með þeirri hjartanlegu ósk, að störf
þau, sem alþingi nú gengur til, megi verða
til heilla og hamingju fyrir landið, heitum
Vjer alþingi hylli Vorri og konunglegri
mildi.
Gefið á Amalíuborg, 24. maimán. 1879.
Christian R.
(L. S.)
Um landMnaðarlagaimilið.
J. Nellemann.
Boðskapur
konungs til alþingis.
Hið nýja Landbúnaðarlaga frumvarp
er mikið vel af hendi leyst á flestum stöð-
' um, eptir mínum skilningi, og langt fyrir
ofan mig, ómenntaðan mann, að finna víða
að því með rjettu , enda hefir herra Jón
alþingism. á Gautlöndum bætt að nokkru
leyti útásetningar þær, er komið hafa á
ýmsar greinir þess. Samt sem áður finnst
mjer, að herra alþingism. hafi ekki, með
rjettlætingargreinum sínum, sýnt mönnum
þær greinir svo rjettvíslega góðar, að svo
skiljist einn veg öllum. Vil jeg því taka
nokkrar þeirra enn til skoðunar, og þá
fyrsta 72. gr. þess, er jeg skilsvo, aðleigu-
liði eigi að öðlast með byggingarbrjefi sínu,
öll rjettindi til lands og vatns, er jörðunni
fylgja, með öllum þeim hlunnindum og
höppum, er henni tilheyra, að svo mikiu
leyti, að landsdrottinn hefir ekki, eptir
þessari grein, rjett til að undanskilja þau,
sem er mest til helminga. Ef þetta er
rjettur skilningur, kalla jeg það góða rjett-
arbót og mjög eðlilega, því það er auðvit-
að, að litið er til hlunliinda, sem jörðunum
fylgja, þegar þær eru metnar til hundraða,
og tekur þvi eigandi höpp og hlunnindi
jarðarinnar í landskyldum árlega, að sinum
hluta, því hlunnindi stækka jörðina ogland-
skuld hennar, sem eðlilegt er. Mjer finnst
þvi eptir þessari grein, að landsdrottinn
megi ekki áskilja sjer meira en helming
hvals þess eður viðar, er bæri á reka leigu-
jarðarinnar fremur en önnur hlunnindi, er
henni fylgja, því þau höpp eru innundir
rjettindum til lands og vatns, og því rjett-
ur leiguliða, á móti frekari kröfu lands-
drottins, verndaður með þessari grein, iafn-
vel þó 74. gr. frumv. sýnist benda til, að
svo sje ekki, þar segir svo:
„Ef reki fylgir jörðu og er hann und-
anskilinn leiguliða notum og svo frv.„
Megi með byggingarskilmálum undan-
skilja allan reka hvals og viðar, er jörð
fylgir leiguliðanotum, rýrna rjettarbótargæði
72. greinar, því svo mætti fara með fleirí
hlunnmdi, ef landsdrottni þóknaðist, því
víst eru þau hlunnindin undir rjettindum
til lands og vatns. Ef svo er ekki eigaþau
að rigna og rekast í hendur manna ein-
hvern veginn á milli himins og jarðar, eins
og af himnum ofan og koma jörðunni ekk-
ert við, og rekasvæði þeirra, er þá einung-
is byggingarbrjef leiguliða og leikur lands-
drottins. Að 74. gr. frumv. ónýti þannig
72. gr. þess í þessu tilliti er óliklegt, held-
ur er það líklega meiningin, þar sem svo eru
samningar áður enn 72 gr. frumv. nær
lagagildi, enda væri miklu eðlilegra að 72
gr. frumv. ónýti 74 gr., því í henni eru
rjettarbætur, en engar í 74. gr., hún er
gamalt grey, útslitin og ómerkileg, sein
aldrei hefir verið rjettarbót, heldur érjett-
arbót, sem skapað hefir leiguliðum ómök og
áreynslu og efnatjón, því nærri má geta,
að morviður og álnarlöng kefli borgi mönn-
um laklega íyrirhöfn á erfiðum rekapláss-
um, og allir vita hversu mikið leiguliðar hafa
haft af hvalrekum. pessi hlunnindi jarða
hafa opt verið leiguliðum sannur krossburð-
ur, sem þeir hafa mátt dragast með fyrir
-69.