Norðanfari


Norðanfari - 31.07.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 31.07.1879, Blaðsíða 2
74 — linis með vinnu, en ekki með hugsunum nje orðum pó reyndar að orðin sjeu til alls fyrst. Oss hefir nú dottið í hug að ekki mundi fjærri lagi og ekki ofvaxið kröptum einvirkjans, (þvi liann viljum vjer leggja til grundvallar eður hans krapta) að vinna 6 dagsverk að jarðabótum árlega, annaðhvort allt að vorinu, eða bæði haust og vor, og gjöra svo hverjum ábúanda að skyldu, að vinna eður láta vinna á jörðunni 6 dagsv. fyrir hvern er hann hefir verkfærann að sjálfum sjer með töldum yfir að ráða, pað eður pað ár; verkfæra menn til jarðabóta virðist oss megi telja, hvern pann sem hefir heilsu til að ganga að almennri vinnu, t. a. m. túnvinnu og heyvinnu, og ef við ald- ur sltal miða pá sje pað 18 ára og 62 ára aldur, ef heilsa að öðrum kosti leyfir. |>að munu þykja öfgar að láta embættismenn vora vera undir sama númeri, því í lengstu lög vilja menn sneiða hjá að i pyngja peim, en oss virðist annan veg í pessu efni. oss virðist pó peir gengju ekld sjálfirað vinnu, væru peir færir um að halda verkfærann mann i sinn stað til að vinna 6 dagsverk að jarðabótum, svo pá mætti í pessu efni telja sem verkfæra, pví undir pessa jarða- bóta skyldukvöð viljum vjer helzt koma sem flestum að unnt væri, peim sem hafa at- vinnu, eða. uppeldi sjer og sínum til fram- færis að meira, eður minna leyti af jörð- inni, og pað eru, með fæstum orðum sagt, allir peir er hafa einhvern lóðarblett yfir að ráða umfram pann er hús peirra stend- ur á. þar sem húsmennn við hafast til sveita, ættu peir aðveraundir sömu skyldu, að meira eður minna leyti, hafi peír á ann- að borð heilsu til að vinna sjer brauð, t. a. m. vínna pað hálfa við einvirkjann par sem peir eiga heima pað eða pað ár. Kon- ur virðist ættí að hafa undagpegnar alveg. svo t. d. ekkja eður kona er heldur bú ætti ekki að svara skylduvinnu nema fyr- ir tölu verkfærra karla er hún hefir yfir að ráða, reyndar er pað meir siðferðisleg til- finning, sem hjer ræður skoðun vorri, en hitt, að ekki sje mörg kona svo efnum far- in að hún hefði ráð með að taka pátt í jarðabóta skylduverka. J>að er og skoðun vor að jafnan væri höfð samvinna við jarða- bætup par sem pví mögulega yrði viðkom- ið, o£ hreppunum jafnan skipt í smá deild- ir, pannig að búar peir er næstir sitja hvorir öðrum skulu jafnan saman vinna, Setjum svo, að nú búi 6 einvirkjar hver í grennd við annan, er pá álit vort að peir ættu að vinna allir á einum stað eitt dags- verlc og framhalda svo unz 6 dagsv. væri unnin hjá hverjum fyrir sig, petta álítum vjer hagkvæmara, skemmtilegra og áhuga- meira en hver bögglaðist einn sins liðs, pví pá mundi líka hver einn vilja sjá svo um, að ekki yrði minna að unnið hjá sjer en hinum; vitaskuld er pað, að umsjón og til- lit pyrfti mikið með pessu og nefndir vald- ar ekki færri en ein í hverjum prem, fjór- um deildum, er skyldu stýra framkvæmdum að moíra eður minna leyti, og ráðleggja hverjum einum, hvernig jarðabótum skyldi hagað, pað og pað skipti, pó skyldi pess jafnan gætt, að taka vel til greina tillögur hvers búanda á hans eiginn ábýli. Að vorri byggju ætti að helga vorinu pessa jarðabóta skyldu vínnu, auðvitað væri gott að byrja sem fyrst, par sem pví yrði við komið, en tiðarfar bannar ematt að byrja snemma, og verður í pví tilliti að aka seglum eptir víndi, en pað virðist pó mega binda við vissan dag, hvenær jarðabótum skuli lokið vor hvert, eða hvenær í síðasta lagi megi byrja og síðasta lagi vera buið, og er ekki fjærri lagi að tiltaka tímabilið frá Urbanusmessu til Jónsmessu, pó ættu jarðabótanefndir og hreppsnefndir að hafa vald til að ákveða og gjöra um pað sam- pykktir fyrir sina sveit hvert tíma bil peim pætti hentast. Yjer búumst alls eigi við, að pessar tillögur vorar fái góðar undirtektir, vjer játum fúslega, að pær eru lauslega og fljót hugsaðar og purfa umbóta, en petta er nú vor sannfæring og vjer leyfum oss að spyrja; er pað ekki almenn viðurkenning, að al- mennar jarðabætur purfi og eigi að kom- ast á, og komast á sem fyrst almenningi til heilla og blessunar. Jú, spursmáls laust er pað. En hvernig á að koma á almenn- um jarðabótum nema með almennum sam- tökum, almennum lögum með sem minnst- um undanpágum að mögulegt væri, er gengju í gildi sama ár og dag um allt land? þegar rjett er að gáð er engum í- pyngt hjer meir en öðrum, og enginn und- anpeginn, hjer er beinlínis almenn heill og almennt gagn lagt til grundvallar, hjer verða allir aðnjótandi hinna sömu gæða, pví allir vinna, pó einn vilji draga sig í hlje, dugir pað ekki, pó einn pverskallist má hann búast við að sæta lögsókn og sekt- um, pví svo ættu jarðabótalögin að ákveða, samnings fyrir komulag er óhafandi, að koma pessu á með tímanum gengur seint og illa og vísast aldrei. það er ekki mein- íng vor að menn leggðu stund á aðrar jarða- bætur en pær almennustu, púfnasljettun, vatnsveitingar, vörzlu- og maturta-garða- byggíng, en ekki að fara að gjöra neinar kostnaðarsamar nýbreytinga tilraunir, sízt fyrst um sinn, pessar hjer nefndu jarða- bætur hafa með mörg hundruð ára reynslu sýnt og sannað að pær færa nokkurn ávöxt, já mikinn ög góðann ávöxt en hvað eru pær á veg komnar? Sára lítið. Og hve- nær komast pær á veg svo vel sje, sje pessi vor tillaga óhafandi að aðalefni til? Svari nú peir er betur vita. Kæmust á og yrði vel framfylgt lögumí pessa stefnu al- mennum lögum undanpágulausum jarða- bótalögum, pá sýndum vjer trúna í verk- unum, pá bærum vjer ávöxtu samhljóða betr- uðu hugarfari, pá hlýddum vjer ekki ein- ungis með orði og tungu heldur með verki og sannleika pessu alföðursins alsherjar boð- orði: „Gjörið yður jörðina undir- gefna“. — Æskilegt væri að sem flestir menn vildu láta skoðanir sínar í Ijósi þessu málí viðvikjandi. 2+3. Útdráttur úr skýrslu Sveins búfræöings fyrir suinarið 1878. Samkvæmt tilskipun amtsráðsins yfir Norður- og Austuramtinu hefi jeg petta umliðna sumar ferðast um í Skagafjarðar- |>ingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum og í pað heila veitt leiðbeiningu á 84 bæjum nefnil. á 33 í Eyjafirði, 36 í jpingeyjar- og 15 í Skagafjarðarsýslu. Eins og venjulega hefi jeg á öllum pessum bæjum sagt meira og minna fyrir með vatnsveitmgar, túnarækt og meðferð á áburði, og á sumum bæjum líka ýmislegt fleira svo sem garðarækt, með- ferð á smjöri og osti o. s. frv. í sambandi við petta ferðalag mitt hjer norðanlands var mjer falið pað á hendur, að standa fyrir framskurðinum á Staðar- byggðarmýrum og var jeg stöðugt við þetta verk frá pví í byrjun júnimánaðar til 3. júlí. Yoru þar fengnir menn í vinnu eptir sem föng voru á og höfðum við frá 10—40 manns allan pennan tíma, svo að fyrir sláttinn var búið að vinna um 500 dags- verk. þareð vinnutíminn var of kostbær um sjálfan sláttinn, varlítið gjörtað skurða- gjörð, en í byrjun september var aptur byrjað og pá haldið áfram meðan veður leyfði. Alls voru þar unnin petta umliðna sumar um 700 dagsverk. — þegar verkið var byrjað, var fyrst byrjað á að byggja eina brú pvers yfir mýrina niður frá bænum Syðra-Lauga- landi, pareð mest lá á henni svo hún gæti orðið notuð til umferðar fyrir verkafólk og hesta. Hún var höfð 8 fet á breidd og 300 faðmar á lengd og var skurður grafinn á hvora hlið til afrenslis fyrir vatn. par næst var byrjað að grafa aðalskurð pann, er purfti til að taka móti vatninu ofan úr mýrunum; sá purfti að vera stór, pví hann var ætlaður til að taka móti öllu pví vatni sem maður hugsaði sér seinna meir að stýfla yfir Staðarbyggðarmýrum. Hann var pess vegna hafður 6 álna breiður en mjókkaði nokkuð pegar lengra dróg uppeptir. Afpví hallinn var svo lítill dugði ekki að hafa hann meir en 2—3 fet á dýpt. Af honum voru grafnir 1000 faðmar á lengd. Einnig voru grafnir nokkrir skurðir pvers yfir mýr- arnar og ofan í þennan aðalskurð og er pess vegna í ár búið að grafa hjer til sam- ans 2150 faðma af skurðum. Seinna hefir maður í hyggju að ná bæði. Munkaþver- áránni og Eyjafjarðaránni inn á mýrarnar tíl að geta haft pær í hendi sinni til áveit- inga þegar með þarf*. Síðan jeg var á Laxamýri í fyrrasum- ar hefir Sigurjón látið grafa nokkra skurði langs og pvers yfir mýrina og hlaðanokkra stýflugarða og hefir pað alls numið um 200 dagsverkum; petta var gjört mest í fyrra- haust og nokkuð í vor. Síðan var stýflað svo mikið vatn yfir sem kostur var á og flaut ekki allstaðar vel yfir, en grasspretta var pó töluvert betri en áður og mýrin þurrari til sláttar**. Sveinn á Hóli í Höfðahverfi hefir fyrir 10 árum síðan byggt stýflugarð kringum blauta mýri sem allt af hafði verið óslæg áður. Hún er 10—12 dagsláttur á stærð og fjekkst ekkert annað vatn til að hleypa á hana en halda kyrru snjóvatninu er safnað- ist yfir hana á veturna. þetta vatn var svo látið standa yfir henni pangað til öll frost voru um garð gengin seint á vorinu. Við petta hefir mýrin batnað svo mikið að par sem hún var óslæg áður pá fást nú af henni 50 hestar árlega. — Eg nefni þetta sem eitt dæmi upp á pað hvað það hefir mikil áhrif á grasvöxtinn ef maður getur gefið jörðinni eitthvert skjól á móti vorkuldun- um, en pað er auðskilið að pað mundi bæta langt meira ef maður hefir lækja- eða ár- vatn til áveitinga, í staðinn fyrir rigninga eða snjóvatn, sem æfinlega hefir sára lítið af frjófgunarefnum í sjer. Allvíða hafa menn hjer vatnsveitingar nyrðra og er pað pó á langt færri stöðum stundað en gæti og ætti að vera. J>að eru mest stýflu- eða flóðveitur sem hjer eru brúkaðar. Á nokkrum stöðum eru hjer líka notaðar seitluveitingar, en gefast ekki almennt eins vel nema á túnum bæta pær hjer allstaðar mikið einkum til að pvo út *) Nú i vor er líka búið að koma pessu í verk, með pví aðsgrafa 500 faðma langan skurð úr Eyjafjarðará og 120 faðma lang- an skurð úr Munkaþveraránni inn á engj- arnar. **) Síðast liðið haust og nú í vor hefir verið haldið áfram og gjört mikið að. Á einstöku stöðum hefir vatnið etið sig und- ir stýflugarðana par sem rótlitið var áður einkum meðan garðarnir voru eklci sígnir, og purfa stýflugarðar pessvegna að vera þykk- ari á slikum stöðum, eða svo verður að taka spaðastungu undan garðinum og hlaða par niðrí.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.