Norðanfari


Norðanfari - 31.07.1879, Blaðsíða 4

Norðanfari - 31.07.1879, Blaðsíða 4
— 76 — pessi. Og vona jeg þó. að liver maður sjái, að jeg var til neyddur. Skorrastað dag 24. júnímán. 1879. Magnús Jónsson. * ❖ * Hjer með leyíi jeg mjer að biðjaherra prestinn að vera svo „bóngóðann11 að pýða latínuldausuna hjer að framan, svo við leik- mennirnir fáum að vita hvaða embættis- skyldum prestarnir eru háðir í nefndiú grein. f>að parf sízt að kvarfca yfir á þess- um tímum, að eklci sje rætt og ritað um framfarir lands vors og pað er megi verða þeim til eflingar, eða að fje sje sparað til eins nje annars í peim efnum; er pað gleði- legur vottur um áhuga og viðleitni í að líkj- ast menntuðum pjóðum og verða sjálfbjarga í sem flestum greinum. En pað er líka hryggilegur vottur um óvandvirkni og gjör- ræði, þegar menn annaðhvort koma pví á stofn sem ekki gctur borgað sig, pví síður fært landsmönnum nokkum hag, eða breyta pví er áður hefir verið til mikils verra eins og pví miður, eru heizt til mörg dæmi uppá — sem alkunnugt er, og opt hefir verið gjörð umkvörtun yfir. ]pað er engan vegin mein- ing mín með línum pessum, að teija pað alt upp, er þannig liefir misheppnast eða beiðast bóta á pví, heldur einungis að vekja máls á breytingu sem hefir verið gjörð á póststöðv- um í Húnavatnssýslu. ]>að er kunnugt, að með liinum nýju póstlögum var ákveðið, að póstafgreiðsla og brjefhirðing skyldi fara fram á þeim stöðum um land allt, er bezt ætti við eptir afstöðu byggðarlaga. Yar pví fyrirlagt, að brjefahirð- ing skyldi vera að Bólstaðarhlíð. ]>etta fyrir- komulag á póststöðvunum pótti svo gott sem bezt mátti verða; kom pví engum til hugar svo kunnugt sje að biðja um breytingu á pví. ]>að þótti pví sæta furðu, þegar brjefhirðing var færð frá nefndum stað að Holtastöðum, er að allra kunnugra og óvilhallra manna dómi hlýtur í öllu tilliti, hvað petta mál snertir, að álítast miklu óhagkvæmari staður er jeg skal sýna með gildum ástæðum. ]>að vita allir, er til þekkja, að pjóðveg- urinn liggur hjá Bólstaðarhlíð, og pá einnig leið póstsins. ]>ar er samkomustaður kirkju- og sveitarfjelagsins. ]>aðan liggja vegir, fram Svartárdal og Blöndudal, út á Laxárdal og Langadal, einnig beint vestur yfir Blöndu, par er bezt vað mun á henni millum fjalls og fjöru. ]>ar á mót eru Holtastaðir tölu- vert út frá beinni leið póstsins, og — pað sem gjörir rncira til fyrir liann — ekkert vað á Blöndu par nærri er farandi sje, nema peg- ar vötn eru minnst, og pað með mun meiri vegarauka. Frá Holtastöðum er einungis einn vegur: út og suður Langadalinn. Eins og pað er auðsjeð, að póstinum er gjört miklu erfiðara fyrir með breytingunni á brjefhirð- ingastöðum pessum, er hann hefir ekki ein- ungis kvartað yfir, heldur og sýnt með því, að hann fer sjálfur Holtastaðaveginn með pað er hann þarf nauðsynlega að hafapangað, en hitt annað af fylgd sinni lætur hann fara hinn beinni og greiðari veginn, pannig liggur ljóst fyrir, að brjefa afgreiðsla er í öllu falli miklu liagkvæmari fyrir lilutaðeigendur að Bólstað- arhlíð en að Holtastöðum. Enn fremur má geta pess, að komið hefir fyrir, að póst- brjef liafa legið á hinum síðarnefnda stað langa tíma, eða fyrir næstu póstferð, ept- ir að brjefin voru þar niðurlögð, hlutað- eigendum til mikils óhagræðis, sem er eng- anveginn að kenna brjefhirðingamanninum, heldur afstöðu staðarins. ]>ó sumum kunni að virðast pað er bjer ræðir um sje svo lítil- fjörlegt, að ekki sje vert að breyta pví, er pað ekki pannig. ]>að er ekki lítils vert að breyta pví sem getur orðið mörgum til liagn- aðar en engum til skaða, og sem ekki út- heimtir meiri tillcostnað en umskipti á einu nafnorði í áætluninni um ferðir póstanna. ]að virðist pví siðferðisleg skylda hlutaðeigandi presta, hreppsnefnda og sýslunefndarmanna, að peir sameiginlega, eða einhver einn úr peirra flokki, í umboði viðkomandi sveitarfjelaga skrifi landshöíðingja um petta efni, og biðji hann að setja Bólstaðarhlíð sem brjefhirðingarstað í stað Holtastaða. Fr. Svar til Framfara. (Frá íslendingum 1 Shawano County). Sem svar upp á grein sem vjer íslend- ingar í Shawano County sendum Norðanfara 1 fyrra, hefir birzt grein í Framfara (tölubl. 7, 2. árg.) par sem höfundurinn tekur pað fram, að vjer landar hjer verðum að «læra betur» svo vjer getum borið vitni um «kredd- ur» norsku synodunnar; og um leið er hann svo góðfús, að benda oss á nr. 40. afKirkju- tíðindum hennar, sem hann eflaust ætlast til að muni sannfæra oss um, að synodan kenni pessa «kreddu» um göngu sólarinnar kringum jörðina, sem hann sjálfsagt hyggur svo hættu- lega fyrir mentunina. «Hafa skal heil ráð, livaðan sem pau koma». Yjer settumst niður og fórum að lesa nr. 40. af Kirkjutíðindunum; en svo er skilningur vor sljór, að vjer hefðum að líkindum aldrei fundið greinina, sem Framfari vitnaði til, hefði hann ekki verið svo vitur, að prífa úr henni pessi kjarnmiklu orð: «Den hellige Skrifts ligefremme Ord- lyd» og auðkenna hana með pví — ]>etta er gamalt mark Framfara og oss langar til að kalla pað stýft! — En Framfari góður! «hjálpa pú vantrú vorri», pví eptir að hafa lesið pessa grein, sem þú vitnar til, efumst vjernújafn- mikið og nokkru sinni áður um að norska synodan kenni pessa «kreddu» eins og pú segir hún gjöri. Svo er nefnilega mál með vexti: að pað er ein af «kreddum» Kirkjutíðindanna, sem norska synodan kostar og gefur út, að prenta frjettir af ýmsu, sem við ber 1 kirkj- unni hjer og erlendis, og í nr. 40 stóð svo- látandi grein, með fyrirsögninni «]ýzkaland». «Gustai Knak, prestur við Bethlehems- kirkjuna í Berlín, varð bráðkvaddur 27. júlí 72 ára gamall. Hann er orðinn nafntogaður fyrir pað að samkvæmur hinni einföldu hljóð- an orðanna 1 Heil. Ritningu — i Overens- stemmeise med den hellige Skrifts lig'efremme Ordlyd — gjörðist hann andvígismaður hinn- ar kopernisku kenningar; (o: peirrar mein- ingar að jörðin gangi kringum sólina) en fyrir pað var liann mjög að háði liafður». Af pessu getum vjer eklri lært annað en petta: klerlcur nokkur út á ]ýzkalandi hefir kennt pessa «kreddu», sem Framfari eignar norsku synodunni, og pókst í því bokstaflega fylgja Heil. Ritningu, pess geta Kirkjutíðind- in, um leið og pau segja frá láti hans. En er pað ekki mögur sönnun fyrir pví að norska synodan kenni hið sama?* Líklega finnst pjer nú Framfari góður! að pú hafir nú svo fært sannanir fyrir máli pínu, að nú sje þessi «kredda» synodunnar og ýms annar klækiskapur hennar, augljós og óyggjandi; en vjer pykjumst enn hafa ástæðu *) Framfari spyr: „hvar stendur pað blátt áfram i bifiíunni að sólin gangi kringum jörðina?11 Vjer minnumst ekki neins pess staðar í Biflíunni, sem brúki einmitt svona löguð orð. En, sje Framfara mikil forvitni á pví, skiflum vjer benda honum á stað í Ritningunni, par sem pað er kölluð „ganga sólar11, sem vísindin nefna „dagsnúning jarðar11. til að efast. «Og svo að pú slriljir, jeg skal skrifa pað fast á pitt roð». ímyndum oss, að Framfari væri hrokkinn upp af, og eitt- hvert blað segði lesendum sínum pað í frjetta- skyni, en hnýtti þessum orðum aptan við fregnina um fjörtjón lians. «Hann var nafn- togaður meðal íslendinga í Ameríku, fyrirað ráða peim til, að bleyta útsæðiskveiti sitt 1 stæku hlandi, samkvæmt hinni einföldu hljóð- an orðanna í einhverri enskri jarðyrkjubók; en fyrir pað var hann mjög að háði hafður Gæti nokkur sagt pað með ástæðum, að petta blað kenndi par sömu «kredduna» og Fram- fari, pó pað tæki svona til orða? Vjer höf- um aldrei heyrt neinn af prestum norsku synodunnar, hvorki í ræðum nje riti, kenna svona um göngu sólarinnar, eíns og Framfari segir; en er hann sjálfur fullviss um, eða getur hann sannað að reikningar stjörnu- og jarðfræðinganna sje óskeikandi sannleiki? Vjer vitum pó dæmi til, að honum sjálfum hefir skjátlast í að telja til sjö. Vjer hefðum virt pað miklu betur við Framfara, hefði hann pýtt alla greinina í Kirkjutíðindunum, í sínu eiginlega samhengi og pess ætlum vjer að biðja hann, að ef honum framvegis póknast að senda oss heim til að «læra betur», að benda osa pá á pann stað, sem eitthvað má af læra, pví annars neyðumst vjer til, annaðhvort að ætla hann ofvita, sem skilur pað sem engin annar skil- ur, eður þá að öðrum kosti að hann viti ekki sjálfur hvað hann fer með. Ritað 1 apríl 1879. Auglýsingar. — Skipstjóri N. Jensen á Skonnortskipinu «Manna», sem kom hingað seint ífyrramán- uði frá Skagaströnd fann á leið sinni gamla fjórróna byttu. 1 byttunni voru einungis nokkrir tómir pokar, ein ífæra, hnífgarmur og brýni. Byttan með pví sem í lienni var, er geymd hjá mjer undirskrifuðum, og óska jeg að rjettur eigandi vitji hennar sem allra fyrst móti sanngjörnum bjarglaunum, og borgun fyrir auglýsingu pessa. Akureyri 25. júlí 1879. E. E. Möller. Skip til sölii! Föstudaginn 12. september næstk. kl. 10 f. m. verður í sölubúð F. Gud- manns verzlunar á Akureyri haldið opin- bert uppboð til að selja helming piljuskips- ins „ElliÖa44 með seglum, stjórafæri, akkeri, festum og öllum veiðigögnum er peim hluta fylgir tiltölulega. Slripið er 14 . 4/l00 tons, smíðað að nýu á Akureyri veturinn 1873/74, stokkbyggt úr 2. þuml. p. furuplönkum, með 1 mastri og jagtsiglingu. ]að er vel sterkt, vandað að öllu smíði og alveg lekalaust. Skipið var næstl. vor í hinu Eyfirzka á- byrgðarfjelagi metið á 4,740 krónur og að samdóma áliti virðingarmanna fjelagsins sett í f y r s t a f 1 o k k. ]essi helmingur skipsins verður f o r- takslaust seldur fyrir hið hæzta boð, sem gjört verður á uppboðinu, en kaupandi mun einnig geta fengið hinn helming skipsins lteyptan pá, ef hann óskar og umsemur. Að öðruleyti verða söluskilmálarnir aug- lýstir við uppboðið, og öll tilhliðrunarsemi með greiðslu verðsins veitt svo setn kostur er á. ]eir sem hafakeyptað mjer „Nf.“ að byrjun p. á. og ekki borgað hann, bið jeg að greiði mjer andvirði hans nú i kauptiðinni annaðhvort með peningum til mín, eða með innskrift í reiknmg minn hj > verzlunarstjór- unum á Akureyri eða Oddeyri. Velverkað smjör og velþvegin vorull er mjer og kær- komin borgun. Ritst. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðju Nerðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.