Norðanfari


Norðanfari - 25.08.1879, Blaðsíða 1

Norðanfari - 25.08.1879, Blaðsíða 1
MMNFARI, 18. ár. AkureyrL 25. ágúst 1879. Nr. 41—42. Hin Möðin. Vjer höfum í hyggju, að minnast smá- sáman á helzta efni í öðrum íslenzkum hlöðum. Hið fyrsta blað, sem vjer þannig vifjnm mini-ist á. er: „þ.^ðolfur" XXXI, 19. 12/779. þar er meðal annars grein frá Agli „Egilson" gegn „ísafold", er sagði að kalkbrennslan gengi seinlega og ísl. kalkið væri eigi gott. Hrind- ir E. því ámæli, og sýnir og sannar, að eptir ástæðum geti eigi kalkvinnan greiðara gengið, og að margfa.lt betra sje að kaupa ísl. kalk. en iitlent kalk: útl. kalktunna sje að eins 6 skeppnr, isl. 8 skp.; útlent kalk megi að eins blanda til helminga, ísl. kalk að 3/4, og sje þó feitara og trúrra. Nr. 20. 19/7 79. þar er: 1. Kvörtun ritstjóra yfir því, að „ísafold" hefir fengið með sjer hið nýja þingblað („Alþingisfrjett- ir"), en eigi „þjóðólfur". Kveðst þó kaupa 100 exem.pl. af blaði þessu til að gefa út- söiumönnum „þjóðólfs". — 2. Góð grein um kvennaskóla eptir ritstjóra, er að vísu tekur Rvíkur kvennaskóla fram yfir bina norðlenzku. Hann getur ekki verið kunn- ugur kvennaskóla Eyfirðinga. Maður, er verið hefir kvennaskóla-prófdómandi bæði í Rvík og hjer nyrðra. segir oss, að hinar norðlenzku námsmeyjar hafi jafnvel verið betur að sjer en þær í Rvík. — 3. Allgóð grein um Möðruvallaskólann; höfundurinn að vísu all-lítilþægur hvað kennslugreinir snertir: telur að eins íslenzku. dönsku. ensku, náttúruvísindi, sögu, landafræði og einfaldan reikning. það má þó ekki minna vera, en að einföld mælingafræði sje kennd; svo ætti og að kenna frakknesku (og þýzku?), söng. uppdrátt og fimleika. Nr. 21. 27/7 79. þar er meðal annars grein um verzlunina,' almenna devfð og hug- leysi kaupmanna að bjóða í sjávarvöruna. Sunnlenzkur fiskur sje í litlu áliti á Spáni, enda sje þar gnægð af óseldum fiski (300,000 skp.?). 15000? skp. af saltfiski b'ggi við Paxaflóa með beztu verkun, þó fáist að eins 40 kr. fyrir skp. Verzlunarfundur nýlega haldinn af kaupmönnum og bændum. Bænd- ur vildu fá 45 kr. fyrir saltfiskinn, og töluðu um að geyma hann til seinni tíma. Kaup- menn rjeðu þeim frá þeirri fyrirætlan; kváðust mundu gefa 45 kr. ef 50 kr. fengist fyrir skp. á Spáni. — Meðal nýrri rita talar" ritstjóri um Kirkjutíðindin, II, 1., sjerilagi ritgjörð um ríki og kirkju eptir sira þ. B., og fer um þá ritgjörð þessum andríku orðum: — „Ekki fellum vjer oss allstaðar við skoðanir höfundarins, og allra sízt hugs- anir hans um samband ríkis og kirkju, sem vjer ætlum að standi reglulega á höfði. Meðal annars segir hann, að það sem menn meini með því að aðskilja ríki og kirkju sje það, að „þjóðfjelagið sje ekki bundið við neina trú". Nei! heldur er meiningin hití, sem höfundurinn nefndi á fyrri blaðsíðunni, og neitar að sje meiningin: „rjettur aðskiln- aður á því andlega og veraldlega valdi". Höf. gengur út frá þeirri skoðun. að kirkjan hætti að vera til og hver einstakur maður verði guðleysingi, ef konungur og landsstjórn sleppi takinu, og kristinna manna fjelagisje leyft að annast sín málefni sjálft. Til þess að svara þessu þarf í sannleika postullega þolinmæði, enda leiðum vjer það hjá oss að sinni. Prestum hjer á landi er nýttum varn- inginn. „að pólitísera" um kirkjumál og andlegt frelsi, enda sjest þess skjótt vottur, þegar þeim málum skal hreifa; jafnvel sumir vorir beztu og vitrustu menn koma þar fram, að oss virðist. likara unglingum en fulltiðamönnum, og þverneita allri til- slökun til frjálsari siða í trúar- og kirkjri- málum — ef ekki af annari ástæðu. þá af þeirri, að „timinn sje ekki kominn" (!) Nær er timinn kominn, vorir elskulegu bræður, að brjðta af oss forn heimsku-fjötur og vakna til guðsbarna frelsis? Nær er tími kominn til að byrja á þvi, að losa kirkju frá konungsvaldi og fáumráð hennar í hendur henni sjálfri, það er söfnuðunum? Nær er tíminn kominn til að leysa menn frá sóknarbandi og öðrum persónulegum höptum, sem frá fornum harðstjórnar- og myrkratímum hafa skert rjett manna og æru. og þvingað og svæft samvizkur manna? í Ameríku er kirkjulif fjörugast í heimi, þar hafa kirkjur tvöfaldast að tölu, efnum og sóknarmönnum síðast liðin 20 ár. En hver* stjórnar þar kirkjunum? Svar: ekki ríkið, heldur söfnuðirnir sjálfir. Með- an ríkiskirkjur standa, verða prestar ætið apturhaldsmenn og að eins til hálfrar upp- byggingar". „ísafold" VI, 19.7,79. þar ermeðal annars brjef um Reykjavik frá „Draug" til ritstjóra. Talar hann fyrst um apturför Rvíkur: vefnaðarskóli og klæðavefsmiðja sje löngu niður lagt og gleymt; þar á mót sje upp komnir margir veitingastaðir, er varla sje gistandi á; ekkert hús til gleðifunda; vatns- ból bæjarins sje illa hirt; engin straumbað- stofa, ekkert baðhús í Laugum, enginn land- festarhæll í skipalegunni, engin hafnbryggja (Bulværk), er þó mundi spara afar-kostn- að; slik bryggja sje á Djúpavogi (og á ísa- firði bætum vjer við). Omagahús og leti- garð vanti í Rvík, vindmylnan mali sjaldan, og embættismanna gæti litið í öllu verklegu. Nr. 20. 18/7. 79. Um Pnsfjelög jarð- eigenda, eptir Árna Thorsteinsson. Talar um kúafækkun: sje nú alls 17000, í byrjun þessarar aldar rúm 18000, en í byrjun 18. áldar 28000. þetta sje niðurdrep landbún- aðarins. Jarðarhundruðin. 86,755. megi virða 8,675,500 kr.; þar af 62000 hndr.einstakra manna eign, 8400 þjóðeign, 15000 kirkju- eign, 1000 ýmsra stofnana, sumt þrætulönd. Líklega hjer um bil 16000 í sjálfsábúð, en 70000 sem ábúendur ekki eiga. Jarðeig- endur sje ánægðir ef þeir fá afgjald jarð- arinnar eins og um er samið, taki því með þökkum, að ábúandi gjöri jarðabætur, en launi það engu. „ Jarðareigandi ætti að end- urgjalda ábúandanum jarðabótina að því leyti, sem hún eykur jörðina með viðvarandi verðhækkun". Ameríkufarar hafi farið með 900000 kr. úr landi, því fje hefði betur verið varið til jarðabóta hjáoss. — 2. póst- brjefatal og sendinga 1877, eptir Indriða Einarsson. Brjef 39323, blaðabögglar 5568, böggulsendingar 4423, frímerkt brjef 35819, ófrimerkt 1574, verðsendingar og peninga brjef 1930. Brjef til Rvíkur 12921, tilAk- ureyrar 3428, til ísafjarðar 2180, til Stykk- — 81 — ishólms 1224. Af útlendum brjefum fer meir en helmingur ekki lengra en til Rvík- ur. Brjefaskriptir - beri vott um menntun þjóða. Á Bretlandi komi 33 V2 brjef á mann, í Sviss 24, í þýzkalandi 16V2, íHol- landi lð1^, í Belgíu 13, í Danmörku 12, í Austurríki 11. i Prakklandi 10, í Svíþióð 7, i Noregi 6, á Spáni, Ungverjalandi, ítalíu og Poi'túgal 3, 5 Grrikklandi 2, Rússlandi 1, Serbíu 9/10, íslandi Vio^ Rúmeníu 5/10, Tyrk- landi 2/10. Hraðfrjettir ótaldar. Minnist á spjaldbrjef. sem eru opnir brjefseðlar; öðrum- megin innihald, hinum megin kveðja; er talað um á alþingi, að þau verði tekin upp hjer á landi. þau eru miklu ódýrari, og frímerkið kostar 5 aurum minna. Nr. 20 26/7- 79- Þar er me^al annars grein um annmarka á afgreiðslu póstgufu- skipanna í Rvík; snertirþað málmestmegn- is Rvikinga, og væri þörf að það kæmist í betra horf. „Skuld" III, 19. V7. 79. þar er: 1. Endir á, löngum prestlegum hugleiðingum um presta- og kirkjumál eptir M(agnús prest) J(ónsson). Vill höfundurinn að prestum sje gjört allt til hægri verka, söfnuðirnir hafi allan vanda af umsjón kirkna; duglegur meðhjálpari sje ætíð prestsins önnur hönd við hvert tækifæri, og sje honum launað sæmilega; öll börn skulu færð til kirkju til skírnar, en önnur smábörn megi ekki í kirkiu koma. þetta er kjarninn í botni greinarinnar; felum vjer almenningi um að dæma. — 2. Uppgötvun þorvarðar læknis K.ierulffs um það, að rjúpan felli fjaðrir á vorin og taki því litaskipti. Nr. 20. 17/7. 79. Skýrsla um þórsness- fund. þar var rætt um, að leggja niður Hall- ormsstaðar brauð, en stofna þar búnaðar- skóla; talað um að nota austfirzka búfræð- inga; um þörf á frjálsari verzlunarlög- um; um að breyta stjórnarskránni; að lög. sem þrjú alþing samþykkia, fái gildi þó konungur riti eigi undir; eigi megi gefa út bráðabyrgðar-fjárlög; að konungkjörnir þingmenn verði afteknir, dómsvald verði óháð og kviðdómar verði upp teknir, algjört prentfrelsi og fl. það köllum vjer drengi- lega mælt. Betar að alþingi ljeti þessi mál til sín taka og að þau næðu til skarar að skríða. Amtsráðsfundur suðuramtsins var haldinn 11. júni. Kom þar fram til- laga frá sýslumanni Borgfirðinga og Mýra- manna um breyting á ferðum norðanpðsts og vestanpðsts, er ganga skyldu á Akra- nes, en gufubátur skyldi keyptur til ferða milli Rvíkur og Akraness og til flutninga um allan Faxaflða. Hjet amtsráðið fylgi sínu við þetta mál*. Amtsráðið samþykkti og að sækja skyldi um leigulaust lán úr lands- sjóði til brúargjörðar á þjórsá og ölfusá, og skyldi það endurgoldið á 35 árum úr sýsluna þeim, er hlut eiga að máli. þá mælti og amtsráðið með því að veittur yrði *) Æskilegt væri, að hið norðlenzka amts- ráð tæki s.jer dæmi þetta til fyrirmyndar, og reyndi að styðja að gufubátskaupum Ey- firðinga, vitabyggingunni á Siglunesi og öðr- um almennum framkvæmdunj.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.