Norðanfari


Norðanfari - 02.10.1879, Page 1

Norðanfari - 02.10.1879, Page 1
T DRMNFAM 18. ár. Akureyri, 2. októker 1879. Nr. 45.—40. t Sigurður Arnason. Einliver liinn merkasti maður í Húna- vatnssýslu sinnar stjettar á sinni tið var SigurÖur Arnason bóndi í Höfnum, og pykir pví bæði vert og skylt að halda minn- ing bans á lofti. Hann var fæddur að Gieitaskarði í Langadal liinn 3. dag desemberm. 1798, og voru foreldrar lians par þá vinnuhjú. Eaðir hans var Árni frá Syðriey (t 8. júlí 1848) Magnússon, en móðir hans Ingibjörg frá Stóraósi í Miðfirði (tl2. okt. 1845) Árnadóttir, er kallaður var Glímu Árnieða Skakki Árni, og Ingibjargar Bjarnardóttur í Valdarási Sveinssonar lögrjettumanns að J>óreyjarnúpi Guðnasonar. En Magnús föð- ur faðir Sigurðar var Arason á Gaukstöðum og Njálsstöðum Guðmundarsonar Arasonar Guðmundarssonar lögrjettum. i Norðtungu, Hallssonar sýslumanns í Hjörsey, er Halls ætt er við kennd, Ólafssonar prests í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Kolbeinssonar Sig- urðssonar. Kona Magnúsar var Sigríður Finnsdóttir smiðs á Syðriey Jónssonar Finns- sonar frá Kjalarlandi og Guðrúnar Ein- arsdóttur frá Völlum í Skagafirði. Magnús Arason eignaðist alla Syðri- ey og hjó par. Hann var lengi hreppstjóri og pótti merkur maður og var vel greind- ur. Hann tólc Sigurð sonarson sinn til fósturs, og ólst hann par upp um bríð. Veitti afi bans honum tilsögn í bóklestri, kristnum fræðum og skript, og pótti þegar í bernsku bera á frábænim skilningi hjá* honum. Magnús anda.ðist haustið 1809, er Sigurður var nær 11 vetra, Eptir það ólst hann upp með föðurfrændum sínum, er bjuggu á Syðriey eptir Magnús og síðan með föð- ur sínum, er reysti bú 1815 á erfðahlut sínum Vi úr Syðriey (Eyjarkoti), og hafði Ingibjörgu Arnadóttur barnsmóður sína fyrir bústýru. Vandist Sigurður par á alls konar búvinnu og sjósókn, en jafnframt því las hann áliugasamlega allt það, er hann fjekk yfirkomizt, og aflaði sjer allrar peirr- ar menntunar, er kostur var á að fá af ís- lenzkum bókum á þeirri tíð. Hann tók og að lesa danskar bækur og iðkaði skript og reikning. Á vist með föður hans var Ingibjörg porleifsdóttir frá Kambakoti Markússonar, og gat Sigurður með henni 2 dætur, Kafi- tasi (f. e/2 1819) og Hlíf (f. 17le 1823), er báðar hafa giptst og eiga afkvæmi, en eigi tókst ráðahagur með þeim Sigurði og Ingi- björgu. Vorið 1823 fór Sigurður vistferlum að Finnstöðum til Ingibjargar Magnusdóttur, ekkju eptir Jón bónda á Finnsstöðum Jóns- son frá Ytriey Jónssonar, og dvaldi hann þar 2 ár. Síðara árið liinn 24. júlí 1824 gekk hann að eiga Hlíf, dóttur Ingibjargar, og eignaðist með henni hlut úr jörðinni Skúfi í Norðurárdal. Vorið 1825, reisti hann bú á Skúfi hinum neðra, og bjó þar 1 ár, en var þó lörigum það ár með föður sinum i Eyj- arkoti. Síðan bjó hann á Skúfi hinum efra 5 ár. Vorið 1831 flutti hann búferlum að I Ytriey, er hann fjekk í skiptum við Beni- dikt Jónsson, er þar hafði búið, fyrir Skúf, og bjó hann þar 9 ár. Hlíf lcona hans var óhraust að heilsu, og varð þeim eigi barna auðið. Hún and- aðist hinn 13. maí 1834’ Arið eptir hinn 25. júlí 1835 gekk liann að eiga Sigur- laugu Jónasdóttur frá Gili i Svartár- dal Jónssonar frá Ytriey, vitsmunakonu mikla og honum hina skapfelldustu, og áttu þau 4 börn: 1. Arna bónda í Höfnum (f. 7/3 35), er fyrr átti Margrjeti Guð- mundardóttur (sjá Norðanfara, þ. á. nr. 3—4, 18/i 79 sbr. leiðrjetting nr. 19.—20., 13/4 79), en nú á Jóninnu fóreyju Jónsdóttur frá Espihóli, 2. Elisabeti, er fyrr átti umboðs- maður J. A. Knúðsen á Ytriey, en nú á Gunnlaugur E. Gunnlaugsson, er þar býr, 3. Björn (f. 18/8 38 f 18/12 s. á.), og 4 Bj örn bónda á Tjörn (f. 9/2 40 f 24/7 68) er átti Elínu Jónsdóttur. Vorið 1840 fór Sigurður búferlum að Höfnum á Skaga, og bjó þar síðan á allri jörðinni í 18 ár eða til 1858 og síðan á hálfri jörðinni í sambýli við Arna son sinn i 9 ár eða til 1867. J>að vor brá hann búi og fór til Árna sonar síns og Margrjetar konu hans, er hann dvaldist síðanlijá, enda var hann þá alblindur orðinn fyrir 2 árum, og hafði þá verið við bú 42 ár. Hann var búhöldur göður og bjó alla stund einkar laglega, þó að hann hefði eigi mjög mikið um sig. Jörðin Hafnir tðk miklum nmskiptum til batnaðar hin nær- fellt 40 ár, er hann var þar, og jókst mjög að áliti, og var hann frumkvöðull þeirra endurbóta og frömuður þess álits langa stund. Hann komst til góðrar elli, og var lengst- um heilbrigður á sál og líkama, og virtist hann allt skeið æfinnar vera sannur gæfu- maður, eins á elliárunum, þvi að glöð með- vitund grandvarlegs og gagnlegs lífernis, eign velmetinna og velmegandi barna og mannvænlegra barnabarna, ástúðleg og ná- kvæm hjúkrun af hendi konu lians og tengda- dóttur gjörðu skeið ellinnar jafnast ánægju- legt. Og þó að sjón augnanna týndist var sjön andans ávallt hvöss, og honum var hin mesta ánægja bæði af því að eiga kost á að heyra lesið flest það, er nýtt birtist í íslenzkum bókmenntum, og af því að leið- beina öðrum með fræðandi ræðum og holl- um bendingum. Eins og vonlegt var, fjekk allmikið á hann fráfall hinnar elskuðu og ágætu tengdadóttur sinnar Margrjetar Guðmundardóttur, er að bar 15. júli f. á., og upp frá því tók ell- in að leggjast allþungt á hann og ymisleg- ur krankleiki að færast í vöxt. Hann and- aðist hinn 27. dag aprílm. 1879, og var þá rúmlega áttræður að aldri. Til fyllingar þessum helztu æfiatriðum þessa merkismanns, skal hjer tilfæra kafla úr líkræðu er haldin var við jarðför hans á Hofi hinn 7. dag maím. „Sigurður sál. var óneitanlega búinn mikilli sálaratgjörvi, fjölhæfum gáfum og hvössum gi'eindarkrapti, og hafði mjögmikl- ar mætur á allri bókvísi, en einna mest mun þó hugur hans hafa hneigzt að lögvísi, sem á uppvaxtarárum lians var kostur á að ná — 89 —• talsverðri menntun í af ýmsum ritum Magn- úsar Stephensens. Sigurður var að því leyti sannur sonur hinnar 18. aldar, sem hann gagntekinn af þeim menntunar og framfara anda, er hófst skömmu fyrir aldamótin, og einna fyrst lýsti sjer í ritum Lærdóms- lista-fjelagsins, en náði meiri festu og fjöl- hæfni fyrir aðgjörðir Landsuppfræðingar-fje- lagsins. Öll ritstörf ljetu honum ljett, og einkenndn alla ritsmíð hans skipuleg hugs- un og náttúrlegt orðfæri, en meðfram kýmni og kraptur. Samskonar blær var á ljóða- gjörð hans, en ^lítt iðkaði hann hana. Hann gegndi einatt hreppstjórn í sveit sinni (Vindhælishreppi) og fórst það af hendi með mikilli snilld, og þó að ýmsir hefði hreppstjórn á hendi hjer ísveitílians tið ásamt honum eða einir sjer, þá hafði hann tíðast mikil og góð afskipti af stjórn sveitarmála frá 1833, er hann varð fyrst hreppstjóri, og til þess 1859, er hann gegndi því starfl síðast ásamt Jósef Jóelssyni á Spákonufelli eptir Jón Jónsson umboðsmann látinn. Svo hafði hann og ýmsum öðrum opinberum störfum að gegna, og var opt skipaður til málareksturs og þótti til þess manna hæfastur, sakir vitsmuna sinna, glöggskyggni og fylgis, enda ljetti það hon- um sókn og vörn að hann var mannþekkj- ari í bezta lagi. Margir voru og nær og fjær, er leituðu ráðá hans og liðsinnis í málaferlum, og var hann jafnan fús á að styrkja hvern þann málstað, er hann ætlaði á rökum byggðan, og fylgdi fastlega fram því, er eptir sannfæring hans var satt og rjett. Málafærsla er óvinsælt starf, og jók hún honum einatt óvinsældir þeirra, er undir urðu, en hann ljet sjer eigi fvrir brjósti brenna, þótt þeir ætti i hlut, er mikið áttu undir sjer, ef honum þótti málstaðurþeirra eigi rjettur eða sannur. |>að gat því eigi hjá þvi farið, að ýmsir, er halloka fóru, bæri honum brögð og vafninga í málum. En valt er á slíku að byggja honum til óhróðurs. J>að er auðsætt. að rjettvíslegra er að verja góðan málstað gegn óskynsam- legum og samvizkulausum lögum enn að verja gagnstæðan málstað i skjóli slíkra laga. Eptir lunderni hans og hugsunar- hætti má ganga að þvi vísu, að hann hafi aldrei framfylgt þvi máli, er hann áleit rang- látt í sjálfu sjer. Honum hætti — að sögn sjálfs hans — meir til lceppni og hefnigirni enn hann víldi sjálfur, ef hann mætti talsvei ðum mótspyrn- um eða þóttist ólögum borinn, enda var hann að náttúrufari bráð'jr i lund, og jafn- framt þvi þykkjuþungur, eins og títt vill verða um þá, er hafa ríka lnnd, en bæla niður skapsmuni sína; en hann var stilltur vel. Sökum þunglyndi sinnar lineigðist hann um hrið allt of mjög til nautnar áfengra drykkja, en siðar varð hann liófsemdarmað- ur mikill og reglumaður, og er það vottur um þrek hans og eptírbreytnisverða stjórn hans á sjálfum sjer. Hann var sannur þrekmaður, er bæði kunni að stjórna geði sínu og að yfirvinna borgir í óeiginlegri merking. Með tilliti til skapsmuna sinna var hann sann- ur Islendingur í orðsins beztu merking,eigi óá- þekkur ýmsumfögrumhetjum fornaldarinnar.

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.