Norðanfari


Norðanfari - 02.10.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 02.10.1879, Blaðsíða 2
— 90 — þótt liann vsegi eigi með öxum og atgeirum, pá beitti hann fimlega peim andans vopn- um, er hann átti kost á, og vo einatt góðu málefni sigur til handa. J>að er sagt um forfeður vora í forn- öld, að sumir peirra hafi trúað á goðin, en sumir á mátt sinn og megin. En að vísu er svo að sjá, sem allur porri hinna betri manna hafi verið trúmenn með frjálsleg- um hugsunarhætti, eptir pví sem peir koma fram í sögunum. Játningin var ýmisleg, en trúin í rauninni söm. Slikur trúmaður hygg jeg, að Sigurður sálaði Árnason hafi verið. Hann trúði eigi á kirkju nje kreddur, en hann trúði á guð; og hann aðhylltíst eigi að eins lögmálið, heldur og guðspjallíð. Hann hafði mjög næma siðferðistilfinning og var vandur að sóma sínum. Hann var maður mjög óeigingjarn og óásælinn, og manna fúsastur á að vinna öðr- um gagn ókeypis, og pó að hann væri frem- ur svinnur að náttúrufari, pá fór með vax- andi efnum örlæti hans og góðgjörðasemi við fátæka vaxandi, og aldrei kom hann fram sem svíðingur, lieldur sem gestrisinn maður og góðgjarn. Hann byrjaði búskap með litlum efn- um. En pótt hann verði ávalt miklum tíma til bóklegra starfa, fóru efni lians smátt og smátt vaxandi, enda var hann bú- prifnaðarmaður mikill, sparsamur við hóf og mikill iðjumaður. Hann kunni til flestra verka, var vefari góður og hagur vel, eink- um á trje. Hann var mjög gefinn iyrir veiðiskap^allan. Má og sjá fjölhæfni hans meðal annars af pví, með hvílíkri alúð og lagi honum tókst að auka og eflaæðarvarp á ábýlisjörð sinni. Yar hann í pví sem öðru, er til framfara laut, á undan sinum tíma. Eins og heimilishagur hans mátti heita góður, pannig var og heimilsbragurmn í bezta lagi. Allt dagfar lians var hið prúðasta, og viðmótið jafnan vinsamlegt og viðfeldið. Hann var jafnan viðurmælisgóð- ur, ljettur í máli, skemmtinn og fræðandi, við hvern sem var að eiga. Konum sínum reyndist hann alúðlegur og eptirlátur, og ávann sjer fyllstu ást og hollustu peirra. Börnum sínum, er hjá honum uppfæddust, sýndi hann föðurlega ást og umhyggju, og vandaðí uppeldi peirra eptir föngum, eins og raun hefir vitni um borið. Hinum óskiigetnu dætrum sínum, er hjá öðrum höfðu fóstur, reyndist hann og vel, pótt pess sjái miður vott, og kunni eigi að vera að verðung pakkað. Eins og áður cr ávikið mætti lionum fyrir nærfellt 14 árum pað punga mótlæti að missa alveg sjónina og sviptast pannig hinu mesta yndi, sem fólgið var í lestri fræð- andi bóka. En pá úthlutun forsjónarinnar bar hann möglunarlaust og ljet eigi hug- faliast, en færði sjer í nyt hvert færi, sem bauðst, en pau voru mörg, til pess að við halda menntun sinni og auka hana, og liann fylgdi ávallt vel timanum, og gjörði sjer jafnóðum eiginlegar hinar meir og meir frjálslegu hugmyndir, er vaxandi menntun smátt og smátt hefir skapað, að svo miklu leyti sem pær vort^ eigi áður kviknaðar i huga hans, pví að hann var manna frjáls- lyndastur og hafði frá æsku óbeit á öllum óeðlilegum höptum og alls konar ófrelsi, i hverri mynd sem pað birtist, og var í pví á undan svo mörgum samtiðarmönnum sín- um jafnvel fram á elli ár. Að fylgja tím- anum í framfarlegu tilliti, eins og hann gjörði, er fátítt um blinda menn og háaldr- aða, og eigi alltítt meðal vor um unga menn og alskygna, er pó eiga pess úr kosti.“ Vjer ljúkum pessum minningarorðum með stöku pessari: S i g u r ð syrgja virðar, sess er auður at dauðan, kominn er húms úr heimi hann til ljóssins ranna; ljúf eptir minning lifir, látinn vjer ekki grátum, góðs hefir gjöld um beðið, gipta’ er að slíkurn skiptum. Er til íslenzkt stjórnarráð?* Jeg, sem er daglegur gestur í stjórnar- ráðsbyggingunni liefi opt spurt sjálfan mig pannig, er jeg liefi gengið fram hjá skrifstofu j liinnar íslenzku sjórnar. ísland hefir fengið | í orði kveðnu sína eigna löggjöf og sjórn; enn aðsetur stjórnarinnar er pó enn lijer suður í Danmörk nær 400 mílur frá landi pví, sem stjórna á, og sem að eins 6—7 ) sinnum á ári um sumarmánuðina á samgöngur ' við Daninörk. Og að pví er snertir samgöngur | pessar mætti æðsta stjórn íslands eins vel færast norður til Grænlands eða Spitsbergens. Hin ísleuzka stjórnarskrá tekur skýrt og skor- inort fram, að vera skuli sjerstakt stjómarráð, og er jeg heyrði, að nýtt sjómarráð var hlaupið af stokkunum eptir pað er hin ís- lenzka stjórnarskrá var út gefm (og pað eru nokkur ár síðan), furðaði jeg mig opt á, að hin danska stjórn skeytti pví ekkert, að ísland hafði og fengið frjálsa stjórnarskipan, og fullan rjett til pess, að krefjast pess, að tekið væri tillit til sín, er hið’ æðstaembætti íslands stjórnar hjer væri skipað nýjum manni, og pað pví fremur sem hún er stofn- uð einmitt eptir peim lögum sem íslendingar hafa engan pátt átt í, og sem hefir verið neytt upp á pá af pjóðfrelsismönnum hjer prátt fyrir eindregin og kröftug mótmæli Islend- inga, en pjóðfrelsismenn hljóta að hvetjast ,til pess að halda pessi lög og hlýða peim skilvíslega og afdráttarlaust jafnvel í peirra minnstu greinum, einmitt af pví, hversu pau urðu til. Enn hefir pessu liingað til verið svo liáttað með lögin 2. jan., sem ákveður rjett stöðu Islands í ríkinu gagnvart Danmörku og stjórnarskrána íslenzlcu, sem ápeimerbyggð? Kei, pví miður hefir flokkur pessi sýnt í máli pessu ófyrirgefanlegt skeitingarleysi fyrir pví, sem sanngirni og heiður Danmarkar krefur, pví að hann hefir eigi skirrst við, að iáta sem vind um eyrun pjóta pær kröfur urn jafnrjetti í ríkisstjórninni á borð við danska pegna, sem íslendingar hafa kraíist með full- um rjetti. Hinn ísl. ráðgjafi hefir fylgt hinum danska dómsmálaráðgjafa óaðskiljan- lega — ef oss minnir rjett, var pað pjóð- frelsismaðurinn Klein, sem sótti um, að verða ráðgjafi íslands, náttúrlega eptir undirlagi við sinn flokk — og h i ð í s 1 e n z k a stjórnarráð hefirírauninniver- ið að eins deild af dómsmála- stjórnráðinu og æðstu stjórn p e s s a r- ar deildar hefir verið á hendi fal- in einum afdeildarstjórunumí dómsmálastjórnráðinu, ogveramá, að hann hefði getað rekið pað embætti sitt við ldið síns eigins embættis, sem tekur pó líklega upp alla hans krapta ef pað hefði verið sjerstaklega gáfaður, skynsamur og duglegur maður; en pess má varla vænta, að dómsmála- ráðgjafinn sjálfur haíi ráðrúm til pess, að kynnast mörgum íslenzkum málum, og einkum ef hann getur pá ekki fleytt sjer í málinu *) |>ýtt úr Yinstrimannablaðinu í Kpmh. sjálfu, íslenzkunni. í s 1 e n z k t s t j ó r n a r- r á ð, s e m h a f i á b y r g ð f y r i r p v í, a ð hin frjálsa s t j ó r n ar s k i p a n Is- 1 a n d s s j ? r æ k i 1 e g a v e r n d u ð e r — og pað vcrður að álítast víst — að eins til á pappírnum. Yæri ekki orsök til pess, að fá pesssu .Jireytt pað hið bráðasta? |>að mundi gjöra sitt til pess, að fullna og efla gott vinfengi við Danmörku, sem sýnist vera að ryðja sjer braut á íslandi, eptir pví, sem Kaupmannahafnar blöðum fara orð uni petta. |>að myndi vera jafn nytsamt hvorumtveggja flokkanna, ef pað gæti prifist. Enn pað sem jeg heíi enn meir furðað mig á, er pað, að stjórnin skuli ekki liafa gjört enn pað allra minnsta til pess, að reyna að halda íslendingum og öðrum föngnum í ginningarhuginyndinni um, að lögunum sje fram fylgt, og að til sje íslenzkt stjórnarráð, og jafnvel margir hjer í Daumörku, sem optlega koma hjer í petta hús, munu varla vita, að innan pess múra, sje noldcuð til mcð pví nafni, pótt peir viti vel, að til sje «íslenzk stjórnardeild», pví að enn stendur pessi villandi einkunn yfir dyrunum að peirri stofu, par sem fjallað er um mál íslands, sem í góða gamla daga pá er ísland var skoðað að eins sem fylki eða landshluti af Danmörku. Mætti ekki að minsta kosti breyta pessu? Jeg vil skjóta pví undir ráðgjafa íslands, hvort honum pyki pað ekki hæfa og hlýða, að nema brott einkunn pessa, og setja aðra í staðinn, sem tæki skýrara fram ákvæði hinnar íslenzku stjórnarskrár um eigið stjórn- arráð; enda myndi hún og verða leiðbeinandi fyrir almenning pann, sem kemur á ráðhúsið. Enn ef pað skyldi vera, sem pó er ótrúlegt, að fje væri ekki nógt til, til pess að leggja út fyrir einkunnarbreyting pessa, sem vera mætti að lijeldi íslendingum í hugmyndinni um eigið stjórnarráð, og að öllu samanlögðu bæri pó vott um einhvern virðingarsnefil fyrir íslendingum, og ef ráðgjafinn skyldi sjá sig knúðan til pess að leita á náðir ríkis- pingsins um fjárframlag til pessa, og vinstra- fiokksmenn skyldu aptur verða svo meinlegir að neita honum um pað, myndi hægt verða að fá fje með eineyrings-samskotum og myndi jeg fús til, að leggja minn eyri fram pó vil jeg vona, að ekki reki til pessa úræðis. Gamall ráðhússgestur og íslandsvinur. Heiðursgjöf frá Eyfirðingum til sjera Matthíasar Jockumssonar. Tuttugasta dag ágústm. fim kvöldið, var samsæti í Beykjavík heima hjá 1. pingmanni Eyfirðinga, Einari Ásmundssyni, voru par við- staddir hinn pingmaður sama lijeraðs, ping- menn beggja Múlasýslnanna, sem allir eiga heima í Eyjafirði, einnig skáldið sjera Matthí- as Jockumsson og Helgi Helgason trjesmiður, er samið hefir lagið við kvæði sjera Matthí- asar um Eyjafjörð. í samsæti pessu afhenti Einar sjera Matth. allmikinn gullliring, er Eyfirðingar höfðu lát- ið gjöra og sent skáldinu í virðingarskyni og til minja. Hringurinn vo full tvö lóð og voru grafin á hann orðin: «Frá Eyíirðing- um»; var greyptur í hann gimsteinn með fangamarki skáldsins, og pótti hringurinn all- góður gripur. |>egar pingmaðurinn afhenti hringinn talaði hann langt erindi. Minntist hann fyrst pjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, er hann taldi ástsælastan allra íslenzkra skálda og sóma ættjarðar sinnar og sjerstaklega Eyja- fjarðar, pví Jónas var Eyfirðingur. Færði pingmaðurinn til nokkur dæmi úr kvæðum

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.