Norðanfari


Norðanfari - 26.11.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.11.1879, Blaðsíða 2
110 gjörði prófastur sira Torfi Jónsson á Gaul- verjabæ, náfrændi hans og erfingi. Æfisaga hans stendur í kks. Dr. Finns III, bls. 602—664, og í J. Worms Lexic. 2 B. 453.-456. Eitt sem liggur eptir Brynjúlf biskup var það, að hann kom síra Hallgrírni Pjet- urssyni til bóknáms í skóla í Kmh., hann vígði hann líka til prests að Hvalsnesi. 7. j>órður forláksson (Thorlacius). Hann var fæddur á Hólum 1631 14. aug. Foreldrar hans J>orlákur biskup Skúlason, og Kristin Gislad. lögmanns Hákonarsonar. Útskrif'aðist úr skóla 1656, og sigldi pá til háskólans, kom inn aptur 1660 og varð skólameistari á Hólum 3 ár. 16fi3 sigldi hann aptur og ferðaðist um mörg lönd, kom inn 1668. Sigldi í 3. sinn, sama ár og var 1669 15. april af konungi Friðrik 3. skipaður biskup i Skálholti, og eptirmaður Brynjúlfs biskups. Næsta vetur dvaldi hann á Hólum hjá bróður sínum Gísla biskupi. 1671 sígldi hann í 4. sinn og var vígður til biskups af Sjálandsbiskupi Joh. "Wandal 25. febrúar. J>ví næst vjek hann til Gisla bróður sins að Hólum og dvaldi þar til 1674, hann flutti að Skálholti og tók við staðnum, en Brynjúlfur biskup deyði árið eptir. 1674 giptist hann Guðríði dóttur Gísla sýslumanns Magnússonar á Hlíðarenda, með hverri hann átti 2 sonu. J>orlák sem var orðinn skólameistari í Skálholti, og deyði sama ár sem faðir hans, ógiptur barnlaus, og Brynjúlf sem seinna varð sýslumaður og bjó á Hliðarenda, gipt- ur Jórunni Skúladóttur J>orlákssonar bisk- Uf)S. 1685 fjekk J>órður biskup konunglegt leyfi til að flytja prentsmiðjuna frá Hólum að Skálholti, og ljet þar prenta margar bækur. Á seinustu árum sínum var hann þrot- inn að heilsu og hjelt við rúmið. Sat þá biskup Björn, sem þá var vice biskup í Odda, fyrir hann synodus og vigði nokkra presta, bæði í Odda og Skálholti. J>órður biskup deyði 1697, á 60 aldurs- ári, hafði biskupsembætti pjónað í nærfellt 23 ár og vigt 99 presta. Æfisaga hans er í Finns kks. III, 664— 681. Prófastur síra Árni J>orvarðarson á J>ingvöllum söng hann til moldar og er lik- ræða með æfiágripi til eptir hann í hand- riti. 8. Jon forkellsson Vídalín var fædd- ur á Görðum á Álptanesi 1666 21. marz. Foreldrar hans voru síra J>orkell Arn- grimsson lærða officialis og Margrjet J>or- steinsd. Lærði undir skóla hjá síra Páli Amundasyni á Kolfreyjustað. Utskrifaðist eptir 3 vetur úr Skálholtsskóla. Sigldi til háskólans 1687 og tók atte- stats í guðfræði 1689. J>ar eptir gaf hann sig í herþjónustu, en leystur frá henni af landfógeta Heide- mann, fyrir bón náunga hans eða móður (faðir hans var dáinn). 1692 varð hann konrektor i Skálholti. 1693 dómkirkju- prestur. 1696 fjekk hann veitingu fyrir Garðabrauði. 1694—95 visiteraði hann fyrir J>órð biskup og var i miklum kærleikum við hann. 1697 9 marz (8 dögum fyrir andlát bisk- ups), var Jón J>orkelsson settur af amt- manni, til að vera officialis, og ritaði þá biskup bónarbrjef til konungs að Jón Vída- lin mætti verða eptirmaður sínn. Veitingarbrjef Jóns fyrir Skálholts- biskupsdæmi er dags. 16. des. 1697 Hann var vigður 1698 af Sjálandsbiskupi Borne- œann og tók þar eptir meistara nafnbót. 1699. giptist hann Sigriði dóttur Jóns biskups Vigfússonar, áttu saman 2 börn (annað andvana fætt og hitt deyði ungt). 1720 um vorið reið biskup Jón til fundar við stiptamtmann P. Baben, síðan á alþing, þar eptir aptur á fund stiptamt- manns, en þegar hann kom heim, frjetti hann lát mágs síns síra J>órðar á Staða- stað, brá þá við og fór strax vestur, til að halda ræðu við útför hans, eptir áður gefnu loforði, komst ekki lengra en vestur að Sæluhúsi, hvar tjaldað var yfir honum, þvi sótt haíði gripið hann, sem leiddi hann heim þ. 30 aug. á 55. aldursári, og 23. sins bískupsdæmis. Lík hans varfluttheim í Skálholt. Eptir þenna nafntogaða biskup og mælskumann hafa verið prentaðar margar guðsorðabækur. Svo sem Húspotillan, Mið- vikudagapredikanir og Sjöorðabókin o. fl. Hefir æfisaga hans verið nýlega samin og skrásett fyrir framan 7. árg. af ísl Fjelags- ritum með mynd hans, Kmh. 1847, sbr. kirkjus. Dr. Finns biskups III, 682—695. Gjessings II, B. 2 D. 48. J. Worms II, 580. 9. Jón Arnason. Hann var fæddur á Dýrafirði 1665. Faðir ha.ns var síra Arni Loptson (sem varð júbilprestur og dó 1676) Móðir hans Álfheiður Sigmundardóttir. Eptir að hafa útskrifast úr Skálholtsskóla sigldi hann til háskólans 1690, tók attestats 1692, var síðan 3 ár konrektor við Hóla- skóla, en skólameistari 1695. Giptist að Reynistaðaklaustri 7. sept. 1703 Guðrúnu Einarsdóttur. Sonur þeirra Arni stúderaði 4 ár i Kaupmh. og tók attestats. Eptir að hann hafði verið skólameist- ari með mestu röggsemd og stjórnsemi var hann 1707 vígður af biskupi Vidalín, prest- ur að Stað í Steingrímsfirði, og árið eptir settur prófastur í Strandasýslu. Fptir fráfall biskups J. Vídalíns, var honum hoðið að sigla til Kmh. og taka biskupsvígslu og var þar árið 1722 á Mariu- messu vigður af Sjálandsbiskupi Dr. Chr- Worm, kom hingað inn um vorið með Eyrarbakk a-skipi, og settist að sínum bisk- upsstóli. Hann var einhver hinn merkilegasti og stjórnsamasti biskup, mikill rausnar og örlætismaður. Yfir 600 rd. gaf hann fá- tækum stúdentum til siglingar, nokkrar jarð- ir fátækum prestum til uppeldisauka. Hann var lærður maður, og eru eptir hann marg- ar ritgjörðir. Hann deyði 1743 8. febr- 78 ára, hafði biskup verið 21 ár og í öðr- um geisl. embættum 30 ár. Jarðsettur 18. febr. í miðri Skálholtskirkju. Ekkja hans ljet leggja legstein yfir gröf hans, . með lat. grafletri. Hún deyði 1752 á Meðalfelli í Kjós 87 ára. Lík-prjedikun hans með æfisögu og erfiljóðum, ásamt konu hans, er prentuð 1748 i 4to hennar 1778. Sbr. Dr. Finns kk.sögu III, 695-714 Gjessings Jubiilære I, 492—501. J. Worms I, 38. 10. Ólafur Gíslason. Hannvarfædd- ur a Nýjabæ við Krisivík 1690. P. P. hist. eccl. bls. 472. Faðir hans Gísli lögrjettu maður Ólafsson á Ytri-Njarðvík f 1707, prests Gíslasonar — sem missti prestskap fyrir hórdóm — á Hvalsnesi en fór svo að búa á Krisivik, en móðir hans var Guð- björg dóttir Jóns lögrjettumanns Halldórss. á innri Njarðvík og Kristínar Jakobsdóttur. (Aðrir vilja láta Ólaf Gíslason vera fæddan í ytri Njarðvík 1692 17. febrúar), TJtskrifaðist úr Skálholtsskóla og varð skrif- ari hjá biskupi Jóni Vídalín, vígðist (1716 eða) 1717 kirkjuprestur að Skálholti, og Fvar hjá biskupnum þá hann deyði við Sæluhúsin 1720. 1724 varð hann prófastur í Arnesþingi eptir síra Jóhann J>órðarson á Laugardæl- um. 1726 fekk hann Oddastað, og varð prófastur i Rangarþingi eptir sira J>orleif Árnason 1727. Köllunarbrjef hans til biskupsembættis var dat. 1746 1. júlí en biskupsbrjef hans 1747 24. maí og var vígður af Sjálands biskupi Hersleb 23. apr. Hann deyði 2. jan. 1753 úrtaksótt, lá 14 daga. Synir hans voru sira J>orkell dómkirkju prestur á Hólum og stiptprófastur deyði 1820, 82. ára júbilprestur og síra Gísli áeinast á Breiðabólstað á Skógar- strönd hvar hann deyði 1810, 80 ára. 11. Dr. Finnur Jónsson. Æfi og út- fararminning hans er pr. Kmh. 1792 8vo. Hann var fæddur á Hitardal 1704 16. janúar. Faðir hans var sá hálærði stipt^ prófastur (officialis) síra Jón Halldórsson, (hinn fróði) f 1736; útskrifaðist 1724sigldi til háskólans 1725 tók attestats með kar. „Laudabilis" vigðist prestur að Reykholti 1732 varð prófastur í Borgarfjarðarsýslu. 1743 officialis i Skálholtsstípti eptir Jón Árna- son aptur 1745 þá biskup Harboe fór hjeð- an frá landi og í 3. sinn 1753 eptir fráfall Ólafs biskups Gíslasonar. Árið 1754 2. sd. e. páska var hann vígður biskup af Sjá- landsbiskupi Hersleb. 1774 var hann sæmdur Doktors nafn- bót í guðfræði. 1734 giptist hann frú Guð^ði Gislad. Jónss. biskups Vigfússonar, systur Magnús- ar amtmanns, hún deyði 1766, og er henn- ar útfararminnig pr. í Kmh. J>eirra börn voru 6, öll á lifi þegar biskup Finnur deyðí 1789 23. júlí 86 ára, hafði biskup verið 35 ár, en alls pjónað geisl. emb. 57 ár, hafði vigt 21 prest, skikk- að 25 prófasta. Hann var hálærður maður, og lýsir kirkjusaga hans er hann á latinu ritaði og er prentuð í 4 Tomis, hans miklu gáfum, lærdómi og fróðleik. 12. Dr. Hannes Finnsson. Æfisaga hans og útfararminnig er útgefin og prent- uð 1797. á Leirárgörðum. Hann varfædd- ur á Reykholti 1739 8. mai., útskrifaðist 1755 og sigldi til háskólans. 1757 varð hann baccalaureus. 1758 kom hann inn og sigldi aptur sama sumar. 1767 fór hann aptur inn til landsins, og dvaldi hjá föður gínum 3 ár. 1770 vjek hann aptur til Kmh. og gaf biskup Harboe honum, kost við sitt borð allt þangað tii 1777 hann alfarinn þaðan, kom út hingað. Alls hafði hann 19 ár verið ytra, og komist í kunningsskap og kærleika við marga hálærða menn og höfðingja. 1775 kallaði faðir hans hann til dóm- kirkjuprests i Skálholti, hverju hann hlýðn- aðist, þó honum stæði til boða prófessors- embætti við háskólann, en konungur gjörði hann þá undir eins að stiptprófasti í Skálholts- stipti, og skyldi hann fá annaðhvort Odda- stað eða Staðastað, hvort sem fyrr losnaði, og var þar til vígður af biskupi Harboe 1776 12. marz, en árið eptir 1777 11. maí, bisk- upsvigslu af þeim sama pví konungur skikk- aði hann föður sinum til aðstoðar í biskups- embættinu; sama ár kom hann inn til landsins. » Frá 1785 tók hann að sjer æðstu um- sjón biskupsdæmisins. 1790 var hann sæmdur Doktors nafn. bót í guðfræði. 1780 giptíst hann J>órunni dóttur Ól* afs stiptamtmanns, missti hana 1786 7. febr. úr bólusótt.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.