Norðanfari


Norðanfari - 26.11.1879, Blaðsíða 3

Norðanfari - 26.11.1879, Blaðsíða 3
111 — 1789 16. sept giptist hann aptur Yal- gerði Jónsd. sýslumanns á Móeiðarhvoli, voru pau hjón að öðrum og priðja að skild- ugleika, áttu pau saman 2 syni og 2 dætur. Kanseliráð og hjeraðsfógeta Jón Finsen föður Landshöfðingja Hilmars Finsen. Kammeráð og yfirdómara við landsyfir- rjettinn Ólaf Finsen föður hæstarjettardóm- ara Vilh. Finsen og peirra bræðra. Amtmannsfrú þórunni Thorsteinson sem átti konferenstráð Bjarna Thorsteinson peirra synir Árni landfógeti og Steingrimur skólakennari. Biskupsfrú Sigriðúr, sem átti Arna biskup Helgason. Hannes biskup deyði 1796 4. aug. 57 ára, hafði verið biskup 19 á* og vígt 82 presta. Hann hefir almennt verið álitinn hinn lærðasti biskup sem land vort hefir átt, er hans víða getið i ritum lærðra nianna Gjess. I, 124. J. Worms I, 306—307. Bit sem eptir hann eru, votta gáfur hans og lærdóm. Sú breyting varð, á dögum Hannesar biskups, að biskupsstóll og skóli skyldi flytjast frá Skálholti til Reykjavíkur (kóngsbr. 1785 29. apr), en biskup Hannes hafði leyfi að sitja í Skálholti til dauðadags. Eptir fráfall hans gegndi biskupsem- bættinu 1 ár Markús Magnússon prófastur á Görðum. og varð pá 1796 stiptprófastur. Sama ár vígði hann hinn fyrsta prest (síra Eirík Guðmundsson til Hvalsnespinga) í Reykjavíkurdómkirkju. Hann var annar í biskupsvali með Geir Vidalín, hann deyði 1825 21 aug. hafði prestur og prófastur verið 45 ár. Utfararminning hans er prent- uð, Viðey 1826. (Framh. siðar). Brjef frá Kaupmannahöfn, 25. sept. 1879. þjer báðuð mig í sumar, aðskrifayður hin almennustu tíðindi um verzlun, og hygg jeg helzt pjer hafið meint til pess er snertir viðskipti íslands við önnur lönd, pví að hinu skiptir minna fyrir menn heima, jafnvel pótt heimsverzlunin, hafi áhrif á verzlun vora. En jeg verð að segja, að pjer farið hjer í geitarhus, að leita ullar, pví eigi er jeg verzlunarfróður maður, og par jeg engin afskipti hefi af neinni verzlun, verð jeg að sumu leyti að fara hjer eptir blöðunum og sögusögn annara, sem opt veitir örðugt að fá, Jeg hefi nú samt reynt að útvega yður pær upplýsingar í pessu, sem jeg framast hef átt kost á, og sem jeg einnig álít nokkum veginn áreiðanlegar, en til að skýra verzlunar ástandið eins og pað nú er komið, vil jeg fyrst minnast á verzlun yfir höfuð. Eins og öllum peim sem kunnugir eru yerzlun vorra tíma, hlýtur að liggja i augum uppi; hefir ísland, sem sár fáa íbúa hefir, og pví svo lítið vörumagn til útflutnings, næsta litil, eða nær pvi engin áhrif á hina almennu heims verzlun, og gjörir pað pví lítið til, hvort afrakstur landsins, eðarjettara sagt útflutningsvörur, eru í eitt skipti meiri heldur enn annað, par pað eitt með pví getur eigi gjört skort, í svo sem neinu á útlendum markaði. það eru pvi allt aðrar orsakir, sem stafa að pvi, að verðið hækk- ar og lækkar, en að afrakstur íslands sje œem eða minni. pví að pað eru hin stóru og fólksmörgu lönd, sem ákveða verðið eptir pví hve mikill afrakstur peirra er og pörf, En pað er heldur eigi eingöngu petta heldur hafa einnig kaupmenn og fjármagn peirra mikil áhrií' á verðiækkun og hækk- un, með pví að kaupa vörur pegar umfram er pörfina og pær fázt með góðu verði, og geyma pær par pangað til skortur er á peim, petta kalla menn Speoulation, og gjörir hún pað að verkum pegar í hófi er, að vöruverð eigi verður eins fjarskalega mismunandi og áður var, meðan verzlun mátti kallast eigi fullproskuð. Kaupmenn kaupa vöruna hvor af öðrum í ávínnings- skyni, og hún hækkar pá í verði, af pví margir eru um boðið; menn gætu haldið að verðkækkun pessi gæti verið takmarka- laus, pegar svona gengur koll af kolli, en pað er ekki svo, takmörkin eru par eins og annarstaðar. Öll verzlun stefnir að pví, að koma vörunni, hverjum helzt sem pað svo er til peirra, sem purfa að brúka pær, og pá er verzlunin með pví á enda. það er pví í raun og veru peningamergðin, sem skapar vöruverðið bæði fyrst og seinast pvi til að kaupa purfa menn peninga, og pegar verðið er orðið óhóflega hátt, hrökkva efnin eigi til að kaupa lengur, og pá ganga vörurnar eigi út og hljóta pá að falla í verði. þegar vörumagnið vegna fólksfjölgun- arinnar fer vaxandi, purfa peningarnir einn- ig að gjöra pað, en í stað pess hafa pen- ingarnir farið minnkandi nu hin síðustu ár, svo mörg hundruð milliónum skiptir í lönd- um hinna stærri pjóða, og er afleiðingín af pessu sú, að allt vöruverð hefir farið smá- saman lækkandi, eða máske nú rjett sagt, að peningarnir hafi nú hækkað í verði. Til að skýra frá tildrögum til pessa, sem í sjálfu sjer eru eðlileg, verðum vjer að líta fram á við í tímana- og sjáum vjer pá hve fjarska mikil breyting hefir komið í alla heimsverzlunina og iðnað hin síðustu 40—50 ár, en að lýsa pví öllu yrði of langt mál, enda erum vjer eigi færir til pess. Breyting sú, sem mest hefir haft verkun á verzlunina, og sem sjer i lagi er umtalsefni vort, er stofnunin á bönkum, allskonar láns- fjelögum og hlutafjelögum, en petta hefir ver- ið pví ollandi, að peninga nægtin hefir orð- ið svo langtum meiri en áður var í saman- burði við vörumagn pað, sem gekk í kaupum og sölum, en við pað, að svo hægt varð að fá peninga, gátu fleiri keypt upp áSpeQula- tion en áður og pannig dregið undan og haldið frá sölunni til hinna daglegu purfta, svo miklum mun meira'af vörum en áður var, enda hafa peir er iðnað og verzlun stunda fjölgað að langt meiri tiltölu hina síðustu tima, en peir sem stunda lands- og sjáfargagn. Sú raun, er nú á orðin hin siðustu árin, að mörg hinna stóru iðnaðar hlutafjelaga, sem menn á meðan allt leit glæsilega út, höfðu fleygt út ærnu fje tilað stofna, gátu mörg hvor eigi borgað tilkostn- aðinn, og pvi síður hæfilega leigu af höfuð- stólnum, par sem varningur sá, sem pau unnu gat eigi nærri pví selzt fyrir pað, sem kostaði að vinna hann; hlutamenn urðu leið- ir á, ár eptir ár, að bæta fje i skarðiðfyrir pað sem tapaðist, og fjelög pessi urðu pvi að flosna upp af sjálfu sjer, og pá varð fje pað, sem í fyrirtækið var lagt til húsa- bygginga og verkvjela lítils virði, svo af pví leiddi eðlilega stórkostleg gjaldprot. Eins urðu afdrif margra verzlunarfjelaga og kaupmanna, en allt petta hafði aptur á- hrif á bankana, svo að sumir urðu fyrir miklu fjártjóni, en aptur aðrir algjörlega gjaldprota, af pvi að peir höfðu lánað fje til pessara, sem og einnig voru eigendur að eða höfðu fengið aðveði hlutabrjef ýmsra fjelaga, sem voru svo sem einkis virði pá til kom. Gjaldprotin urðu pví bæði mörg og stór- kostleg, og margur hver, sem hafði lagt fje pað, sem hann hafði afgangs i bráðina, um- fram parfir sínar í sum pessi fyrirtæki, í von um að fá góðan ávöxt af pvi, eða sett pað á lcigu i bankana, sá aldrei meir neitt af pvi. þegar petta urðu afleiðingar, af hinni háskalegu Speculationsfýsn og par af leiðandi opt fjaskalegri verzlunar keppni, sem peir er lítið eða ekkert áttu, gátu að- eins staðið fjártjónið af um nokkurn tima, með miklu lánsfje úr bönkunum, og svo par til og með, komu upp allkonar brögð og svik, sem höfðu verið brúkuð, til pess, sem lengst að geta komist hjá gjaldprotinu var eins og kæmi apturkippur í allt; menn fóru að verða varir um sig, og fóru að sjá hve hættulegt pað var að sporna eigi við Speculatións-fýsninni, sem var komin úr öllu hófi, í stað pess, að efla hana með pví að auka lánsmeðulin. í þjóðverjalandi, Frakklandi og Bandafylkjunum, er nú með lögum takmarkaður rjettur bankanna til að útgefa seðla, en seðlarnir eru jafngildir peningar, og hafa pví peningarnir, sem manna á millum ganga, minnkað eins og áður er sagt nú hin síðustu árin. það er pví næsta ólíklegt að á petta komi fljótlega breyt- ing og flýtur par af, að eigi er útlit fyrir, að vöruverð hækki fyrst um sinn til neinna muna. Af pessu, sem að framan er sagt, gjald- protum, banka og stórfjelaga, stærri og minni kaupmanna og par af leiðandi al- mennum stórkostlegum fjármissi manna, sem meira og minna eru efnaðir, eru afleið- ingarnar eðlilega einhver hin mesta deyfð í allri verzlun og öllum stóriðnaði, ermenn muna til. þeir, er nokkuð fjármagn hafa, eru orðnir hræddir við að voga fje sínu, og fara sjer, sem varlegast; stórar verksmiðj- ur, standa kyrrar, eða vinna aðeins hálfan timann, skip liggja hundruðum saman kyr inn á höfnum, af pví að peirra er eigi pörf, eða að pað er auðsjáanlegur skaði að brúka pau, enn af pessu flýtur hinn mesti at- vinnuskortur og almenn neyð. Hjer verk- ar nú aptur hvað á annað, deyfðin í verzl- uninni og atvinnuskorturinn; neyðin prengir mönnum til pess að fara að spara við sig fyrst pað sem menn geta án verið eða ó- parfavörurnar og síðan nauðsynjavörurnar, pví að efnin hrökkva eigi og atvinnan, i hverju helzt sem hún er innifalin, brestur meira og minna. Menn höfðu eigi sparað i góðu árunum, í von um allt færi sífellt batnandi, og jafn- vel safnað skuldum sjer um megn, sem nú eru heimtaðar, pví að allflestir purfa nú sína með til að geta staðist. Menn eru nú ætíð svo gjarnir á að halda ef eitthvað' bágt gengur yfir, að pað breytist fljótlega til batnaðar, en að sumu leyti er nú petta eigi líklegt að verði. það er alls eigi liklegt, að fljótlega verði farið að breyta fyrirkomulagi pví sem nú er komið á i bönkunum og sem áður hjer að framan er sagt frá, en á meðan, eykst eigi peninga gnægðin — ef pá eigi finnast stórar gullnámur — og pvi eigi sýnilegt, að vöru- verð fyrst um sinn, fari hækkandi að miklum mun, það væri pví næsta óráðlegt ef menn heima á íslandi gjörðu sjeralltafgóðar vonir um verðhækkun á varningi sínum að ári kom- anda, og pess vegna, eins og tíðkast, eigi horfðu í að hleypa sjer í stórskuldir, opt fyrir hinn og pennan óparfan. Keimenn verða einnigparað fara aðsparavið sig, pó máske of seint sje, pvi að eflaust ná hinar bágu tíðir til íslands um síðir, ef pær eigi eru komnar pangað enn, og pess heldur mega menn s p a r a, sem ísland i sjálfu sjer, er fátækt land, og verzlunin par ekki siður, enn annarstaðar lífæð velmeigun-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.