Norðanfari


Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 1
Aukablað við 5orðanfara nr. 11—12. Kveðja til Páls prests Jónssonar, er hann fór frá Völlum 1878. Ná par vjer skulum skilja að sinni okkar návistir elskuvínur ber jeg yður «kveðju» er jeg bezta veit, af blíðum hug og brjósti klökku. Æ varð mjer sjerhver á yðrum fundi sorgarstund lifs sælu blandin, fróðleiks frömuð yður fremstann pekkta'g, önd minni kærstann sem unað jók. Sjerhvern pann geisla er Guð mjer hafði vakið vonhýrann í veiku brjósti glæddu pjer æ geði Ijúfu, og vilduð að ljósum loga gjöra. J>ví skal heils hugar pakka orðum hvatvetna gott er mjer hafið veitt; og bænarmál mín á braut fylgja yður skulu einlæg til Aldaföðurs. Hann yður leiði hverja stundu með ástvinum öllum um æfibraut, en blessun og ánægja yður móti hvervetna brosi hugumljúfar Hann láti farsæld, heill og blessun fylgja yður ætíð við hvert fótmál lífs, er meginafli máttar síns styrkji yðar hönd í stríði öllu. Og pá pjer tár purfið fella, sem opt er hlutfall manns í alda heimi, grói af peim blóm guðlegs yndis, erjyður svali bezt við ending lífs. Alfögur^sól alrjettlætis skíni' yður skærast pá er skuggar heims umkringja preyttann yðar huga, og harmköldum hylja myrkva. Hennar af dýrstum dýrðar ljóma að sál yðar streymi sælu geislar er sorgar pyrni breyti sjerhverjum í ódáins blóm eilífs friðar. |». J>orkelsson. t Jónas prentari Sveinsson. Ó, hve allt yndi er skammvinnt A æfinnar vegi, Gleðisól skyggist af skýjum Skruggur á dynja; Svifur burt æska og ástin Óðfluga hverfur, Unaður heimsins og hatur Hverfult er líka. Ó, hvað mig einmana virði Og auma í heimi, Síðan jeg missti inn mæta Minn elsku bróðir: A tímans haf horfi eg hnuggin, J>ví harmanna öldur Byltast að borðlágu fieygi Og boða mjer ógnir. Jeg sakna æ sárt, kæri bróðir, Samvista pinna, |>ú varst svo glaður og góður Og gladdir mig tíðum. — |>ín pyrnibraut pig fjekk ei bugað |>ó örðug væri, f><5 steyttir pú fót pinn á steini — |>að steyta hann fleiri. J>ú síglaður sýndist æ vera Sambræðrum pínum, Hollur og hreinskilinn varstu Við hvern er pú áttir; Vinfastur varst pii að reyna í verkum og orðum, Höndin og öndin pín hreina |>ví hvívetna lýstu. J>ú sást hjer á síðustu árum Hve sárt er að hafa Æfi tíð eigi rjett notað Alvalds að boðí, |>ú gjörðir pví aðra við vara Að villast hjer ekki, J>ví koldimm er leiðin opt lifsins, Og leiðirnar margar. í sannleika pig ekki pekktu fessa heims vinir, — 25 — f>eir möttu pig mjog lítils verðan Og misskildu einatt. |>eir finna æ feil sinna bræðra Fremur en eigin: f>eir reyndust, peir sýndust, peir sögðust, Á sama veg flestir. Jeg parf ei að lýsa hjer lengur Lífs ferli pínum, |>að liðna ei lifað færð aptur, |>ig lít hjer ei framar." í eilífð pig eg prái' að finna, Ástkæri bróðir! Lækkar mín lífssól á bimni — Hún iækkax meir bráðum* J. T |>ann 26. október 1878, fór Jóhann bóndi Jónsson frá Ytraholti í Svarfaðardal í fjárleit ásamt ungum manni Ágúst Guð- mundarsyni frá sama bæ; urðu peir fyrir snjóflóði miklu, og fórust par báðir, og prátt fyrir ítrekaðar leitir, fundust peir ekkí, fyrr en 9 mánuðum síðar. Jóhann heitinn var fæddur að Pelli í Sljettuhlíð, árið 1841 og var hann par pangað til hann var fi ára a?í aldri. Eptír pað dvaldí hann par um sveitir í ýmsum stöðum unz hann var 16 ára að aldri, fluttist hann pá norður hingað til Svarfaðardals og var bjer í vistum í 4 ár. Eptir pann tíma rjeðist hann sem fyrirvinna til ekkjunnar Ingibjargar Jóns- dóttur á Hnjúki, og stýrði búi hennar í 2 ár, og gekk siðan að eiga hana. J>au lifðu sam- an í hjónabandi í 7 ár unz hún andaðist. Hinn 30. okt. 1874 gekk hann að eiga eptir lifandi ekkju sína Sofíu Pálsdóttur, og reistu pau pá bú á Ttraholti; par bjó hann til dauðdadags. í hjónabandi sínu eignuðuts pau 4 börn og lifa 3 peirra. Jóhann heitinn Jónsson var maður einkar vel látinn allann pann tíma, er hann dvaldi hjer í sveitinni, pví hann var maður stiltur og vandaður í dagfari sínu, skemtinn og glað- legur í umgengni, skáldmæltur og orðhepp- inn. Búmaður var hann talinn góður, og leit út fyrir að verða stirktarmaður sinnar sveitar hefði honum endst aldur til. Kona hans hefir par á bak að sjá, sem hann er frá fallinn góðum ektamaka, börnin bezta föður og sveitin nýtum fjelagsmanni og góðum dreng. Jóhann Jðnsson. Enn vakir hreldum í hugum pá halurinn prúði: hýrt kvaddi hjartkæran svanna á heimili góðu glaður í síðasta sinni — en sonurinn móður, aldrei pvi lifandi aptur peir ástvini sáu. Prjálsir burt fjelagar síðan að fjárleitum gengu,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.