Norðanfari


Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 2
— 26 — en Helja sat hnípin í lcynum í hyldjúpum fönnum, og pegar fann hún sjer færi með fárrömmu afli, sköflum hún hratt peirn á herðar er huldu við jörðu. Kaldur peim búinn var beður und blásvelli hörðu, mannleg hönd megnaði engin pau meinfjötur leysa; mánuði nærfelt um níu peir náir par bjuggu, par til peir fundust og fálust í fjörgynjar skauti. Sárt er mjög sinn vin í nauðum að sjá eða vita, hrekjast í hættur og dauða með harmkvælum pungum, trúin pá er pað hið eina sem anda manns friðar, grátprungnu tjáir hún geði: að «Guð ræður öllu.» Lifsins blúm fljótt hjer pó fölni og falli til jarðar, geymt er peim gróðrar afl hulið í Guðs náðar hendi, svo að pau uppvaxa aptur með enn meiri proska, alfrjó á eilífðar landi mót aldýrðar sólu. Jóhann pó hjeðan sje horfinn úr hjervistum jarðar, hann lifir glaður á hæðum með himnanna Drottni, hann lifir einnig í anda hjn dstvin'aru. oíiium , hans lifir mannkosta minning pví margir hans sakna. Hann var æ höldur í búi með höfðings lund frjálsa ráðsvinnur, hugprúður, hygginn og hraustur og keppinn, gestrisinn, greindur og skemmtinn og glaður við alla, trúfastur vinur við vini og var pað til dauða. V I 'l ‘ i / Biðjum vjer Guð vorn hinn góða, að gleðja pá aHa, einmana sáran er syrgja burt sofnaða vini, hann sje peim hjástoð í raunum og huggun í sorgum, líf, hjálp og líkn peim hann veiti í lífi og dauða. t Pjetur bóndi Gíslasson er fæddur á Hlaupandagerði í Hjaltastaðapinghá 25. júní 1840, hvar foreldrar hans Gísli Pjetursson og Guðrún Magnúsdóttir bjuggu, hann ólst upp í foreldra húsum par til um vorið 1869, að hann fluttist með fóður sínum að Hreimstöð- um í sömu sveit og reistu par bú árið 1872 giptist hann, nú harmandi konu sinni, |>or- björgu Pjetursdóttur, pau eignuðust saman eitt barn er andaðist löngu á undan föðurnum, er burtkallaðist pann 8. desember 1878. Pjetur heitinn var fremur vel greindur, dugnaðar- ráðdeildar og greiðamaður, og gjest- risinn og kom pað vel fyrir, pareð heimili hans er í pjóðbraut — hann var búmaður í betra lagi, og voru líkindi til að hann hefði orðið mikil stoð pess sveitarfjelags er hann var í, ef honum hefði verið leyfður lengri aldur og reynzla en varð. |>að er pví ekki einungis ekkjan og hinir nánustu náungarer sakna Pjeturs heitins, heldur margir aðrir nær og fjær, er haft höfðu kynning af honum. Blessuð sje hans minning. A. F. t Anna Oddsdóttir var fædd pann 10. okt. 1817 að Haukstöðum á Jökuldal. Foreldrar hennar Oddur Eiríksson og Vilborg Sigurð- ardóttir, bjuggu að Hauksstöðum, par til pau fluttu að Surtsstöðum í Jökulsárhlíð með dóttur sína, pá 10 ára. |>ar ólzt hún upp í foreldrahúsum par til hún 1840 flutti að Kauðholti í Hjaltastaðapinghá, til ekkjumanns Egils ísleifssonar, og giptist honum 15. okt. 1841. f>au áttu saman 4 börn, hvar af 2 lifa, en 2 eru dáin. Hún burtkallaðist 15. desember 1878. Anna sáluga var af öllum, sem pekktu hana, talin ágæt kona, guðhrædd og frá- bærlega skyldurækin við ektamann sinn, börn og hjú; hún var sjerlega reglusöm á sínu góðfræga heimili, hvors vegna peim hjón- um ,sem í flestu voru samhent, græddist tölu- vert fje, svo bú peirra var talið með peim beztu í pví byggðarlagi, pótt pau settu sam- an með lítil efni, margir leituðu hjálpar henn- ar, og mun hún trauðlega hafa látið nokkurn Sjnjandi frá ojor fara, og loit út að hún hefði hugfasta hina gullvægu lífsreglu «allt hvað pjer viljið mennirnir gjöri yður, o. s. frv. og hitt: Æungraður var jeg og pjer gáfuð mjer að eta» pví ætíð var hönd hennar útrjett, til liðs og liknar hinum aumu og bágstöddu, hennar sakna pví allir sem hana pekktu, og nutu góðvildar og gjafa pessarar höfðingskonu, og blessa minningu hennar. f Jón Pjetursson (bóndi frá Pinnastöðum á Látraströnd.) Hjer lít jeg sendan frá himinsölum engil dauðans að Alföðurs skipan, og hjer lít eg hryggð byggír húsfjelags hjörtu; en sætt er að syrgja með syrgjendum vin. Hjer lít jeg hniginn hetju líka, hann er vel háði hjervistar rómu, staðfastan Kristí stríðmerki undir; skein á brjósti skær skjöldur trúar. Hjer lít jeg hniginn hirðir fjölsbyldu, pann föðurlegt forsvar framast veitti, pann hamingju heillum svo haglega stýrði, að volaðan viðrjett gat veitandi hönd. |>ekkta jeg árdegis æfi minnar heiðurlegann höld húsföðurs stjettar, guðvefs honum gefni gaf alfaðir, með einu pundi auðs til yfir-ráða. Hann lít jeg hniginn er hvílíku pundi ávaxtar unni með ærlegum hætti; vel pekkti hann veginn í vizku djúpi og vissi pau ráð er velmegun stoða. En vegurinn sem valdí vinur látinn mannkosta blómum mætum stráðist: drenglyndi, framsýni, dugnaði, iðni, árvekni, hófsemi, iðju hagleik. Höld pekkti eg hygginn heppni stoða eins vel á unni sem yrktu veldi, ávaxtaðist árlega auðnu pundið, pað lýsti fyrir lýð liprum ráðum. « Höld pekkta eg hugprúðan hófsemi stunda, gesti pó gladdi hans góðgjörðasemi; hann reiddi sig rýrt á ríkra hylli, hann vera eins vildi vinur ens snauða. Hjartkæri vinur! pá í hinnsta sinni lýstum vær saman ljósum hvarma, pekkta eg ljóslega pig sem áður, heiðurlegan höld húsföðurs stjettar. Hjartkæri vinur! pó í hinnsta sinni, framliðnum eg fylgi pjer * fylgnsi til grafar, eg veit pinn andi alsæll lifir við eilífa unun, pað er mín trú. Syrgjandi ekkja og afkomendur, saknandi samfjelag sveitar og vinir, gleðjist, já, gleðjist, af Guðs rjettlæti, sem ráðvandan ráðsmann til ríkie síns hafði. Á. S. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.