Norðanfari


Norðanfari - 03.04.1880, Qupperneq 1

Norðanfari - 03.04.1880, Qupperneq 1
19. ár. Akureyri, 3. apríl 1880. Nr. 19—20, Jarðarför Hallgríms prófasts Jónssonar á Hólmum í Reyðarfirði 23. jan. 1880. (Sbr. «Skuld» IH. árg. 412. d.). Jarðarförin fór fram að viðstöddum 200 manna bæði innan sveitar og utan, er fylgdu honum til grafar, par á meðal 6 prestar: sjcra Jónas sonur hins látna, prófastur sjera Berg- ur Jónsáon í Vallanesi, sjera Stefán Jóns- son á Kolfreyjustað, sjera Björn jporláksson á Hjaltastað (bróðursonur hins látna), sjera Magnús Jónsson á Skorrastað og úr Norður- Múlaprófastsdæmi sjera |>orvaldur Ásgeirsson frá Hofteigi. 3 húskveðjur voru fluttar hin fyrsta af sjera Birni, önnur af sjera Magnúsi og sú priðja af sjera Bergi prófasti. í kirkj- unni hjeldu peir líkræður: sjera Stefan, sjera Magnús og próf. sjera Bergur. í kirkjunni var við petta tækifæri «harmonium» (stofu-orgel) er sýslumaður Johnsen á, og ljek sjera |>or- valdur á pað og stýrði söngnum; meðal allra sem fylgdu var útbýtt prentaðri grafskript eptir sjera S(vein) N(íelsson) svo hljóðandi: f 3STú er hniginn íyrir heljarbrandi fagurrar ættar fagur laukur HALLGRÍMUIl J()\SSON fæddur 16. ágúst 1811, útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1835. Bór á Kaupmannahafnar háskóla 1836. Tók par guðfræðispróf með fyrstu einkunn 1840. Vígðist prestur til Hólma í Reyðarfirði 1841. Varð prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi 1847 og gegndi pví embætti til 1862. Hann kvongaðist haustið 1840 Iíristrúnu Jónsdóttur á Grenjaðarstað. jpeim varð fjögra barna auðið, tveggja sona og tveggja dætra, sem öll lifa í heiðarlegri stöðu. Hann andaðist 5. janúar 188 0. Hann var snillingur hjartaprúður, orðsæll, vinsæll, allra liugljúfi. Ágætar gáfur gæfan studdi. Hugarstarf skarplegt hyggni og stilling studdu og prýddu hjá prúðmenninu. Hjer var guðræknin og geðprekið stóra efit, glætt og auðgað af anda Guðs — talandi vottur trúar-styrkleikans, í hreinu, hógværu og hugspöku brjósti, er sigrast á öllu seinast mótlæti. S. N. A Kistulokinu ofarlega innan í kransi sást kross úr hvítu atlask-silki og' á prentuð pessi orð (eptir Pál Olafsson): t Hallgrímur prófastur Jónsson. 1G/8 1811.—5/1 1880. Góður maður og guðhræddur, hjartalireinn, og hreinskilinn vina-vandur og vina beztur dauðtryggur og djúphygginn, rjettsýnn og ráðhollur, orðheldinn og orðgætinn peim kærastur, er pekktu hann bezt. Eptir útförina var öllum hinum mörgu gestum veittur hinn virðulegasti beini, og er upp var staðið frá borðum flutti sjera Jónas söfnuðinum síðustu kveðju föður síns, einnig pakkaði hann honum pá hiífð og vorkunnsemi er hann hefði sýnt sjer í hinum punga sjúkdómi föður síns, og að síðustu pakkaði hann öllum er j við voru, pá huggnun og filuttekning, er peir höfðu sýnt aðstandendum, með pví að sækja pangað, sumir yfir sjóleiðir, sumir yíir fjall- vegu lengra og skemmra að til að heiðra minning föður síns og fylgja honum til grafar. Veður hafði verið gott. Kirkjan var prýdd pannig: að kórstafn kringum altaris- töfluna, prjediku narstólinn og kórsúlurnar, voru klæddar í svart. Fáein orð urn stærðfræðis- kennsluna í lærða skólanum. p>eim er lesa burtfararprófstöfluna frá latínuskólanum fýrir tvö hin síðustu árin mun pykja undarlegt, hve lágir vitnisburðir hafa fallið í talnafræðinni og rúmmálsfræð- inni, par sem 2/3 af stúdentum 1878 fengu einkunnirnar «illa» og «laklega» í annari- hvorri eða báðum, en 1879 helmingurinn. J>að er eðlilegt pó menn leiðist til að hugsa, að hjer sje allt ekki eins og vera ber, ann- aðhvort frá hálfu kennarans eða lærisveinanna, en hvort heldur er geta peir einir borið um, sem vel pekkja til. J>egar pessar tvær seinustu próftöflur eru bornar saman við töflurnar frá hinum fyrri árum, pá sjezt pað, að pessi tvö síðustu ár- in hafa fieiri stúdentar fengið einkunnina «illa» en öll pau ár á undan, sem hinn nú- verandi stærðfræðiskennari hefir verið við pessa kennslu, eða síðan 1863, en einmitt petta leiðir menn til að ætla, að pessi vondi vitnisburður eigi fremur hina sönnu rót sína í hirðuleysi pessara seinustu stúdenta, en að hann sje kennaranum að kenna. Stærðfræðin er yfirhöfuð flestum vísinda- greinum pungskildari, og útheimtir pví frem- ur sjerstakar gáfur, en pví fremur parfgóðan — 39 — og árvakran kennara í henni er bæði sje sjálfur vel að sjer og hafi lag á að kenna öðrum og vit á að velja hentugar kennslu- bækur, er bæði samsvari tímanum sem kennslu- grein pessari er ætlaður, og svo einkum skiln- ingsproska lærisveinanna. En petta verður hvorki sagt um hinn núverandi stærðfræðiskennara nje bækurpær, sem hann hefir við haft, að minnsta kosti sumar péirra, t. a. m. Rúmmálsfræði Ramu- sar, pví að liún er alls eigi hentug kennsln- bók fyrir latínu skólann. Framsetning Ra- musar er of lærð og flókin fyrir skilning flestra lærisveina, og pessar löngu sannanir á hverri setningu (Theorem), sem piltar eiga að læra eru ekki til neins, nema rugla pá, svo að peir vita eiginlega ekkert, eða lítið af öllum peim aragrúa af setningum sem peim er sett fyrir að læra. Steroinetria sú , sem brúkuð hefir verið hin síðustu ár, er flestum stúdentum víst svo ókunn, að peir geta lítið um hana borið, nema pað, að hún er víst allt of löng ef dæma skal eptir pví, að kenn- arinn hefir nú hin síðustu tvö ár látið hlaupa yfir fulla 2/3 í henni; hann hefir látið lesa setning og setning á stangli, án pess að gefa piltum noklcra hugmynd um pað, sem á milli var, hlýtur slík aðferð að vera mjög ó- heppileg, pví að margt áf pví, sem hiaupíð er yfir getur óbeinlínis hjálpað piltinum til að skilja petta hrafl sem hann á að læra og sem hann opt og tíðum skilur ekki. /það er mjög óheppilegt, ’að hafa pær kennslubækur sem miklu parf að sleppa úr, annaðhvort af pví, að pað er ónauðsynlegt, eða pá ofpungt fyrir nemendurna eða, jafnvel kennarann sjálf- an. En pó bækurnar hafi eigi verið sem hentugastar, pá getur pað ekki hafa staðið fyrir framfórum pilta ef kennarinn væri góð- ur, pví að góður kennari getur kennt vísinda-^ greinina vel nærri pví hvernig sem bækurn- ar eru, og pessi hnignun í stærðfræðinni get- ur pví síður átt rót sína í bókunum einum sem sömu bækur hafa verið brúkaðar í henni í mörg ár. þessi apturför verður pví, að pví er sýnist, að vera komin af hirðuleysi lærisveinanna pessi tvö síðustu ár, eða pá af ódugnaði kennarans, pví að pað verðuf pó varla sagt, að pessir seinustu stúdentar frá 1878 og 1879 sjeu svo heimskir, að eigi sje unnt að troða í pá hinni stærðfræðislegu speki einkunnir peirra í hinum vísindagreinunum eru heldur ekkert lakari en að undanförnu. Sje hirðuleysi peirra um að kenna, pá fellur sökin um leið á kennarann, pví að enginn ár- vakur og góður kennari lætur pað viðgang- ast að lærisveinar hans vanræki nám sitt hjá honum ár eptir ár í 6 ár og fái síðan ein- kunnina illa og laklega. Að pví erjegpekki, mun heldur enginn kennaranna, geta með sönnu borið pessum stúdentum hirðuleysi á brýn fremur en öðrum lærisveinum sínum. En pegar nú litið er á kennsluna sjálfa pá er hún allt annað en góð; fyrst og fremst er kennarinn varla fær til að kenna pessa vís- indagrein, sem parf töluverðan skarpleik og gáfnanákvæmni, er hann hfefir lítttilað bera, en auk pess er pað, að pó hann skilji sjálfur

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.