Norðanfari


Norðanfari - 13.07.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 13.07.1880, Blaðsíða 1
19. ár. Nr. 45-46. VORMWARf, Úr Skagafirði. (Niðurl.). Breytilegar eru skoðanir vorar um aðgjörðir alþingis vors, oss þykir pingið sum- staðar nokkuð stórtækt í fjárveitingum og sinna sumum of mikið, og er það vorkunn- armál, eins og að framan er ávikið, par sem jafnmargar íjárbænir fram koma, enda sum- ar að voru áliti einungis til atlilægis, eins og «gimsteinafjárbænin». Hvað væri betra við hana að gjöra, til að gefa meðfaranda þeirrar bænar úrlausn, en leigjahonum gim- steinanámana í landinu með sanngjörnum leigumála, og lofa honum svo sjálfum að hafa fyrir að læra að vinna pá, en slengja ekki upp á landssjóðinn að leggja fram' fje til pess? Yjer Skagfirðingar erum fúsir á að leigja honum, öll moldarflög, mela, hraun og hóla, holt, gil, sanda, gljúfur, hamra og grýttar strandir með vægustu leigu til að leita að gimsteinum, eiga pá, vinna og varpa í eigin sjóð, og unum pví betur en pingið hefði veitt stórfje til slíks. J>að fór að ósk- um vorum að pví varð eigi meira framgengt. Eigi er pað, að vorri sannfæringu, heillavæn- legt, að afnema vinsælustu og vissustu gjöld og setja önur óviss í staðinn, að afnema lesta- gjald, og láta vínfangatollinn koma í staðinn. 43 rorri hyggju hefir pesrf hái víntollur tvennt í för með sjer, sem er: að eyði- leggja liinn breiska bróður og rýra tekjur landssjóðsins, pann nefnil., sem ekki getur stjórnað tilhneigingum sínum. Hann kaup- ir vínið meðan einn peningur hrökkur, og nokkuð er fyrir að gefa, eyðileggur pannig fjármuni sína og verður annara fjárpurfi, og getur pví hvorki keypt til að svala porsta girndarinnar, nje til að auðga landsjóðinn. J>að fyrra er reyndar jafngott pó undan gangi, en landssjóðurinn má ekki missa. |>ví munu naumast svör að gefa, að nokkur sá maður er nokkuð hugsar um velvegnan sína og sinna, kaupi 1 pela hvað pá pott, af víni framar, með pví verði sem nú er á pví, og liver verður pá ágóði landsjóðsins með pví að tapa lestagjaldinu og fá víntollinn í stað- inn? Vægur tollur á allri munaðrvöru er að voru áliti parfur landsjóðsins vegna, sjálf- sagt mestur á víninu, en á engu hærri en svo, að frágangssök sje eigi að kaupa fyrir pá er hafa ráð og efni. Sjerhvað hefir sín takmörk, og svo er hjer, skyldi nú svo fara, sem betur færi, að vínkaup færu óðum pverr- and, bæði vegna tollsins, tímanna parfa og pess, að oss pokaði meir og meir á fram að hærra stigi menntunar og siðgæðis, svo sú tekjugrein, er vínkaupin hafa í för með sjer, fyrir landssjóðinn hyrfi pví nær, ogsvolesta- gjaldið af numið, hvar á pá að taka frápess- ar horfnu tekjugreinir? Með pví líklega, að Ieggja nýja tolla með lögum á almenning, eður láta tekjugreinina falla, en af pví leiðir pá enn, að minnka annaðhvort laun nokkurra embættismanna eða pingið getur ekki veitt áheyrn til lengdar jafnmiklum fjárbænum sem að undanförnu. — J>ökk og lieiður sje landshöfðingja vorum fyrir sínar skynsamlegu tillögur móti afnámi lestagjaldsins. Akureyri, 13. júlí 1880. Vjer slculum ekki leiða hjá oss að minn- ast með fám orðum — par vjer höfum verið að tala um vínkaupin — á bindindismála- pvættu p,á, hróp og háreysti er nú kemur nærfellt 1 hverju blaði: «bindindi, bindindi». Blessaðir gangið pið í bindindi! J>að er ekki ætlun vor nje sannfæring, að hafa á móti pví. Nei, engan veginn, bindindi er spurs- málslaust peim möunum ómissandi, sem ekki geta farið svo með vín að peir sjeu ekki sjálfum sjer og öðrum til einhverrar ásteyt- ingar, pegar skynsemin og velsæmistilfinning- in fá ekki ráðið, pá verður bindindi lúð lik- vænlegasta, með öðrum orðum, bindindi tek- ur við par sem skynsemin hættir. En af pvi vjer höfum nálægt 30—40 ára reynzlu fyrir oss um pað, að lindindisfjelög hafa ekki náð neinum staðföstum prifum hjá oss, og jafnan oltið um koll af sjálfu sjer, og peir er fyrir peim hafa staðið og borið liærst fram merkið fallið einatt fyrstir í valinn, og svona gengið hvað ofan í samt, erum vjer mjög von daufir um að bindindi verði svo almenn að pau geti útrýmt ofdrykkjunni til lilýtar. J>arna lendir líka við, ofdrykkju- maðurinn fæst ef til vill ekki til að ganga í pað, og livað er pá unnið í pá átt? Auð- vitað er, að reisa parf sem fyrst að skeð get- Mf öflugar skorður gegn^ofdrykkju, og gjöra hana sem fyrst landræka. En eru engin ráð til pessa utan bindindi ? — J>að er hjer um bil sama, að koma á algjörðu bindindi í heiminum og algjörðu syndleysi. — Jú, vissulega eru par til ráð og vegir. J>að er varla við góðu að búast, eða par fari vel fram í pessu efni, par sem löggjöfin vernd- ar ofdrykkjuna, eða ofdrykkjumanninn, par sem hann í ölæði er gjörður rjett hærri en hinn saklausi, hafi hann unnið eitthvert ill- ræðis- eður ódáðp-verk, er honum linað í liegning, haíi liann unnið glæpinn ölvaður. Fyrir pesu má fá óræk dæmi ef á parf að halda. Væri ekki nær að fá pessu breytt? Væri ekki ieynandi að pingið semdi sem fyrst sjerstök liegningarlög gegn ofdrykkju, er einkum legði áherzlu á virðingar missir og minnkun, og jafnvel sektir eptir mála- vöxtum. |>að kynni pó að koma hik ásuma að drekka sjálfum sjer og öðrum til hneyxl- is og vanvirðu, ættu peir víst að verða fyrir vikið gjörðir öðrum rjettlægri um lengri eða skemmri tíma. Ætli pað rynni ekki á suma tva:r grírnur pó peim pætti gott í staupinu, að vilja heldur vera án pess en missa æru sína, pó aldrei væri nema um 1 ár, fyrir að hafa sýnt á sjer ölæði pó ekki væri nema einu sinni? J>essi hegningarlög pyrfti að vera pann veg úr garði gjörð, að setja hvern til höfuðs öðrum, pví örðugt mundi veita að setja eiðsvarna siðgæzlumenn um land allt í hverju kauptúni og hverju fjelagi, sektir ætti að við liggja ef yfir væri pagað, eða ein- hverjum 1 hlíft. Hreppsnefndir ættu að hafa vakandi auga á sóknanefndum, og sóknanefnd- ir á lireppa, og svo pær hvor í sínu lagi á fjelagsmönnum sínum; meðhjálparar settir til höfuðs prestum, prestar peim, og svo upp eptir, koll af kolli, upp að hinum æðstu — 93 — valdsmönnum vorum. |>að ætti að vera skýrt og skorinort fram tekið í hvers em- bættismanns erindisbrjefl, að hann mætti bú- ast við virðingar- og embættis missirefhann sæist nokkru sinni ölvaður. |>að ætti og að vera fram tekið í eiðstaf peirra, að peir gjörðu sjer allt mögulegt far um, að reisa rönd og sporna við ofdrykkju og láta sektum varða, ef peir pirmdi nokkrum við hegningu peirri, er lögin ákveða um ofdrykkju. J>að ersann- færing vor að pessi eða líkur vegur væri reynandi, að minnsta kosti ætti að breyta svo til, að enginn yrði rjett hærri fyrir öl- æði sitt, heldur gjöra fyrir pað áherzlu á sektir eða liegningu. |>að er satt um oss íslendinga að við erum smástigir á skeiði framfarauna, en pökkum pó Guði að við höldum í horfi, peg- ar maður ber saman ásigkomulag manna fyrri hluta pessarar aldar, eptir sögnum merkra manna, t. a. m. Stefáns, fyrrum alpingis- manns á Steinstöðum, einhvers merkasta öld- ungs vorra tíma, og Jóns frá Lögmannshlíð, (sbr. «Norðl.» næstl. ár og fyrst af pessu), er út eru komnar fyrir tilstuðlun Arnljóts prests og alpingism. að Bægisá, fyrir hvað hann á skyldar hinar beztu pakkir, sem fl., pegar maður ber saman kjör manna pá við pað sem nú er, mun pnginn getaneitað með rjettu, að ekki hati uíargt breytzt til batnað- ar, en nú eru mörg ár síðan, svo pegar rjett er að gáð erum við smástigir á framfara skeið- inu. Mörgu er um að kenna, en hvað stoð- ar að telja pað. Vjer segjum vjer höldum í liorfi, og pað er satt, en betur má ef duga skal. Vjer liljótum að sækja fastara róður- inn ef fram skal ganga svo vel sje. |>jóð vor parf að fá meira traust á sjálfri sjer, meiri velsæmistilfmningu, meira kapp og á- huga, að reyna að geta staðið, að pví sem unnt er, bræðra pjóðum sínura jafnfætis, meiri hug og dug til áræðis og framsóknar, meiri og rjettari áhuga fyrir að græða, and- lega og verzlega en hingað til. Hinir and- legu fjársjoðir opnast fyrir menntunina en hinir verzlegu fyrir verzlunina m. fl. Verzl- un, já, verzlun! Verzlunin hjá oss er piggj- andi, verzlunin hjá oss er kúgandi, verzlun- in hjá oss er meira, að segja eyðileggjandi, ef ekki drepandi, og í pví erum vjer sjálfir ekki síður skuld en útlendir kaupmenn. Eigi lijer fram úr að rakna dugir ekki að sitja auðum höndum, berast með straumnum og glápa agndofa og huglaus á, hvernig venjan á verzluninni sýgur merg og dáð úr beinum og brjóstum vorum. Ekki er betra að vakna um seinan, enn er tími, en úr honum má ekki verða ótími. Vjer hljótum, ef duga skal, að gjöra verzlun vora veitandi, pað er að segja reka hana sjálfir, og til pess eru vegir, færir vegir. Vjcr skulum taka oss «ísa- fold» í hönd og lesa með athygli verzlunar- greinir er hún liefir meðferðis, frá f. á. og pví er út er komið af pessu , til að sjá að verzlun vor er eyðileggjandi, og eins, að veg- ir eru færir til að koma henni í betra horf, — pað sýna pöntunarfjelögin syðra —, koma heniu í pað horf að hún verði innlend, en

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.