Norðanfari


Norðanfari - 22.07.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 22.07.1880, Blaðsíða 1
BANFARI 19. ár. Akureyri, 22. jiílí 1880. Nr. 47—48. Guimlaugs Ormstungu saga. - í einu hinu mesta bókfræðis tímariti J>jóðverja er meðal annars farið pessum orð- u m um útgáfu Jóns rektors |»orkelssonar af Gunnlaugs sögu. -----------«Gunnlaugs saga er Tanalega sú fyrsta saga, sem nemendur fornnorrænna bók- mennta lesa í heild sinni, og til pess er hún líka einkar vel löguð sökum stuttleika og efn- isfegurðar; hún er pví pegar til í nokkrum útgáfum, sem ætlaðar eru nemendum. En jafnhliða peim er samt pessari litlu útgáfu eptir hinn alkunna íslenzka fræðimann eng- an veginn ofaukið, pví hún er sú fyrsta, sem með stranglega málfræðislegri aðferð og gagn- ort að vanda lætur allt pað í tje, sem með parf, par með tímatal og nafnaregistur. — -------Vjer vildum óska að fleiri samkyns út- gáfur af sögum kæmu á eptir pessari, sem bæði er ódýr og fullnægir póöllum kröfum.» Tíiuarit Bókmcnntafjclagsins. Deild hins íslenzka Bókmenntafjelags í Rcykjavík hefir, eins og kunnugt er, eptir fljótt teknu ráði byrjað að gefa út vísinda- legt og alpýðlegt tímarit, og pylur oss eiga við að renna pegar augum yfir fyrsta kafla pess, sem kominn er, og segja álitvort um hann. ]pað er ástæða til að hafa eptirlit með pessu riti eins og öðru, ,sem Bókmenntafje- lagið gefur út, pví "fremur sem fjelagið fær á- litlegan styrk úr landssjóði í pví skyni, að pað haldi uppi sóma íslenzkra bókmennta bæði innanlands og utan. Fjelagsstjórninni er par með sýnt mikið traust, og pað virðist, hvað sem öðru líður, að hafa aukið henni sjálfs- traust. |>að er að eins eptir að vita hvort aðrir útífrá geta verið eins ánægðir með hana eins og hún er með sjálfa sig. Tímaritið tjáir sig vera fram komið «af innri og ytri hvöíum», ef trúa má formál- anum, sem oss reyndar virðist innrihvata- lítill. — þessum formála vildum vjer að slcppt hefði verið. — J>að er eins og höf- undurinn vakni svo sem um aldamótin síð-' ast og sje að berjast við pær stýrur í augum, parna par sem ljósið «verkar sterkast næst sjer», að hann geti með engu móti komið auga á, að nokkurt rit hafi nokkurn tíma verið til á íslandi, sem petta eigi að líkjast, nema gömlu Fjelagsritin, pví — «enginn hefir vegna kostnaðarins ráðist í petta fyrir- tæki»*. Höf. heldur að «pað væri eigi rjett- látt að segja að menntamenn lands vors fyrr og síðar allajafna hafi sofið (en málið!); ó, nei! í>að er eiginlega ekki annað en tómur kjánaskapur að gjöra ráð fyrir, að slíkar hneyxlanir fíflskaparins komi ekki. En hitt er satt, að sumir er tala um Ijós, »menntun og uppfræðingu alpýðu», tala upp úr svefni. H) Hefir forseti Bókmenntafjelagsins og ritnefnd pessa tímarits aldrei heyrt getið um Ný Fjelagsrit? Hverju líkist pað fremur en svefnrofa-hjali, að vera að skrifa formála fyrir öðru eins riti og. petta á að vera, en setja nauðsyn pess hvergi í sðgulegt samband við tilgreindar parfir tímans, eða við lík rit, er á undan pví hafa farið eða eru pví samtíða, nema hvað pess er getið eins og út á pekju, að stefnan eigi að vera lík stefnu gömlu Fjelagsritanna. Hver pekkir pau rit nú? Hver er peirra stefna, er sje svo sem einkenni peirra einna, en eigi annara tímarita vorra, svo sem nýju Fjelagsritanna ? Vjer getum eigi farið svo að tala, að oss pyki pað eigi kenna einhverra hjákátlegra drýginda að fara að bjóða almenn- ingi tímarit, er fylgja skuli anda og stefnu pess tímarits, er almenningur veit ekkert um. En eitt er pó hvað hjáleitast í pessum til- eygða formála, að pað er tvívegis tekið fram, að á menntun sje oss nú fyrir alvöru pörf, er vjer höfum fengið vora eigin löggjöf, en pess er látið ógetið, að tímaritið skuli fara með nokkrar ritgjörðir um lög vor og land- stjórn. J>etta er sá fátækasti og lakast hugs- aði og ritaði formáli sem farið hefir fyrir nokkurri bók, er Bókmenntafjelagið heíirgef- ið út síðan pað var stofnað*. Kitgjörð Gröndals er góð. |>ar kennir fróðleiks og fjörs, og par sem beinst er að efni í Prolegomena Guðbrandar fyrir Sturlungu, hefir hinn læröi höfundur næsta mikið til síns máls. En pað er fráleitlega illa ráðið, að íslenzkt Bókmenntafjelag sje til *) Svo að enginn bregði oss um ósannar getsakir, setjum vjer hjer eitt dæmi eða tvö: „Eins og eigi er von á pví, að margir slíkir skörungar komi fram með- al jafnfámennrar pjóðar, óg pjóð vor er, svo eru pessir menn einnig færri, envjernú vildumóska, og því er pað margt, sem enn pá er gott og jafnvel nauðsynlegt að fræða lýð vorn um, til pess að hann geti átt kost á að taka framförum í menntun". — í engu öðru riti frá Bókmenntafjelaginu finnst nokkuð, er líkist pessari botnleýsu. „pegar lengi hafa menntamenn vorir og alpýða fundið pörf á sliku riti, álitið æskilegt fyrir alpýðu" (alpýðu álitið æskilegt fyrir alpýðu!) að slikt rit yrði gefið út, óskað pess, að einhver vildi ráðast í að gefa pað u t". Eín og sama hugsun príprjedikuð í einni máls- grein! Oss íslendingum er „miklu meiri pörf" nú á menntun, en meðan konung- ur og pjónar hans, embættismennirnir, rjeðu lögum vorum og lofum, er eitt hið menntunarlausasta axarskapt, sem vjer höfum nokkurn tima sjeð. Eins og hverri pjóð sem er riði ekki jafnmikið á pví, á hverju stigi æfinnar sem er að eiga sem heztan kost á að menntast. Yfir höfuð er einhver pýlandar-bragur á öllum pessum vesaldar formála. Á ennissvip er frumburðurinn eíns óupp- leitur, eíns og hann er óhöfðinglegur og ógeðslegur; en — hver veit nema Ey- ólfur hressist? -97- pess haft, að taka mann peim persónulegum kraptatökum, sem par eru lögð á Guðbrand. Bókmenntafjelagið á honum mikið að pakka, og pótt pað hefði ekkert átthonum aðpakka, hefði pað átt að gæta sín og dæma rit hans með peirri tign, festu og einurð, er mennta- fjelagi ber og sannleiki máls heimtar — pað hefði verið honum nóg — en sleppa persónu- legu löðrungahríðinni. Annars teljum vjer pað skyldu fjelagsins að skerast í, að grein- ir, skrásettar með dug og greind, komi um Sturlungu, Reader, og aðrar bækur er út koma og að kveður. Ritgjörð Guðmundar prófasts Einarssonar um túnarækt er greindarlega samin, enda hefir hann langa reynzlu að moða úr fyrir búhölda landsins. Eginlega fer hún beint í sömu stefnu og allar hinar mörgu túnrækta- ritgjörðir, er vjer höfum pegar á prenti. Spurning: Er ekki kominn tíminn til að fara að rannsaka betur en hingað til hefir ver- ið gjört jarðlög. túna vorra, og pað skor- og skriðkvikindalíf, er með peim fer ? bera ekki ánumaðkar og regnormar á íslandi eins og annarstaðar áburðinn níður með rótum plantanna, og er ekki vert að komast fyrir pað, hvaða jarðvegur er pessúm mestu tað- ætum, sem til eru, hentugastur ? Önnur spuming: Ekkert orð kemur tíðar fyrir í túnaræktarmáli búmanna vorra en orðið «skjól»; einskis minnast peir tíðar; erupess- ar nauðsynjar sem sje á pví, að fá grasi skjól; en fátt er pað pó, 'sem peir fá grasinu sjaldnar. Búhöldurinn starir á náttúruna ár út og ár inn og sjer hana kenna úrskjólsins mikla lærdóm við hvert afdrep; grasið sjer hann að er par mildu fljótgrónara og að minnsta kosti prefallt hærra (== prefallt meira) en par sem ekkert afdrep er. Nátt- úran segir búhöldi pví sí og æ: Skýldu grasi pínu og muntu prefalda, ferfalda, sex- falda pað. Búhöldur hleður túngarð um 20 teiga tún og pá á skjólið að vera komið. Er eigi kominn tími til pess að reyna hverju ork- að verður til heyauka með pjettri skjólgarða- hleðslu? Er eigi kominn tími til pess að búhöldar fari að velta pví fyrir sjer hvernig grastekja margfölduð heima við bæ, bætir fóðurpenings, gjörir óparft hið óholla leir- mýra úthey, snýr engjum í hold- og mjólk- ur-sæla sumarhaga, styttir heyan&ir, ef til vill, allt að helmingi og veitir búmanni ár- lega nægan tíma til að koma vel og vand- lega frá hendi útsumars störfum við bæ sinn og peningshús m. fl., sem nú verður að flaustra öllu af í óðagoti pegar síðasta út- heysbagga er komið undir torfu. |>etta er mikið mál og alls íhuga vert, og felum vjer pað bændum til athuga með pessum fáuorð- um að sinni. (Niðurl. síðar). Bóndinn og Kaupmaðurinn. Bóndi: Nú er jeg kominn til pess að biðja yður, kaupmaður góður, að lána mjer upp á nokkrar krónur, pví jeg býst

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.