Norðanfari


Norðanfari - 06.08.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 06.08.1880, Blaðsíða 2
- 102 — sök, pá er pað býsna mikil óaðgætni afhon- um að vilja gjöra orð sjálfs sínsað ósannind- um, sem hann leggur kaupstjóra í munn í fundarskýrslunni, par stendur «ættu peir (o: landsmenn) heldur að fara að reyna til við kaupmcnn að poka niður útlenda vöru- verðinu, en ekki, sem liingað til að sprengja innlendu vöruna í allt of' hátt verð». Játar eigi ritstjórinn sjálfur með pessum orðum að pað sjeu vanalegaaðr- ir kaupmenn en kaupstjúri Gránufjelags sem hækka verðið á innlendu vörunni og gjörir pað jafnframt ólíklegt að hinir dönsku kaupmennirnir hafi orðið að fylgja prísum peim, sem Gránufjelag hafi uppkveðið. Hvað skyldi annars petta ákall kaupstjórans áhjálp landsmanna að aptra kaupmönnum að gefa of mikið fyrir innlendu vöruna eiga að pýða? Hvað meinar annars ritstjórinn með Eessujianskir kaupmenn? Á paðaðvera mótsetning til Gránufjelagsins, sem hinnar einustu og sönnu íslenzku verzlunar? J3g_pó jjrjmgin^ verzlun fastari í höndum danskra manna en einmitt Gránufjelagið. Herra Holme fær minnst 1 á % kostnaðarlaust af allri verzlunarveltunni og á ekkert í hættu meðan hinar hundrað púsundir króna, sem landsmenn hafa skotið saman, hrökkva' fyrir ábyrgðinni, en getur gengið að peim og öðrum eignum fjelagsins «ef hann sjálfur •eða fullmektugur hans, hvenær á ári sem er, kynni að heimta upplýsing- ar um liag fjelagsins, og hagur pess pá cptir áliti kans eigi væri viðun- andi» eins og samningurinn segir sjálfur. Skyldu aðrar verzlanir vera mikið danskari? eða gróði annara danskra kaupmanna vera mikið meiri og vissari cn herra Holme? Kitstjórinn álítur nú ef til vill Gránufjelag innlenda verzlun af pví landsrnenn hafa lagt hundrað púsund krónur í pað, og hafa hingað til fengið 8 % af peirri eign sinni; petta væri sök sjer ef að landsmenn hefðu vissu fyrir að pað fram hjeldist pangað til peir að minnsta kosti væru búnir að fá höf- uðstólinn endurgoldinn, ef hlutabrjehn gengju í kaupum og sölum manna í milli fyrir á- kvæðisvcrð og peir hefðu sömu tryggingu fyrir peim og herra Holme hefir fyrir fje sínu, en pyrftu ekki að óttast fyrir að pau pegar minnst vonum varði væru minni en einkis virði. Að pvílíka verzlun sje á- stæða til, eða rjett að kalla íslenzka fæ jeg ekki skilið og pví síður að í henni liggi nokk- ur framför, allra sízt pegar pess er gætt, að sumir peirra sem leiðst hafa til að kaupa hlutabrjef, munu vera í stórskuldum, hafa ekki getað staðið í skilum við lánardrottna sína, og hafa hvergi nærri pá áhöfn á ábýl- isjarðir sínar sem pær gætu borið, og peir enda nauðsynlega pyrftu til viðunanlegrar forsorgunar heimilis síns. Slíkt er sannar- lega ekki tilvinnandi fyrir 8 % rentur í Gránufjelaginu. J>á kemur nú «samningurinn», og getur ritstjórinn pess fyrst að bæjarfógetanum hafi verið sendur hann «að eins til hókunar í veðbrjefabók sýslunnar»(!), og hafi pví bæjarfógeti hvorki gjört «meira nje minna» en fyrir hann var lagt (!). Finnst ekki ritstjóranum petta hálfvesæl afsökun af lögfræðingi? og hvað pá heldur ef að peir tveir lögspekingarnir ritstjórinn og bæjarfó- getinn skyldu hafa unnið að henni? Hefir hókunin ein nokkra pýðingu eða gildi ef skjalið er ekki birt á næsta pingi á hlutað- eigandi pingstað? Samningurinn segir sjálíur: «Skjal petta skal þhiglesið all- staðar, par sem fjelagið hefir fasteignir», og bæjarfógetinn hefir áteiknað hann pannig: «Innfært í veðbrjefabókina til pinglýs- ingar á Siglufjarðar og Akureyrar mann- talspingum. Akureyri d. 3. júní 1879. S. Thorarensen». Jeg 'get pví ekki orðið alveg samdómahinum lögfróða ritstjóra hjer um; mjer íinst aðbæj- arfógetinn hafi ekki gjört «pað sem fyrir hann var lagt» og að svo líti út að minsta kosti, sem hann hafi brotið embættisskyldu sína með pví að ping- lýsa ekki samningnum. Ritstjórinn segir að annars sje samning- urinn ekkert launungarmál. Jpetta er líka fullkomnasta meining mín, og jeg hefi aldrei látið annað í Ijósi, og ekki hefi jeg komið bæjarfógetanum til að gleyma að pinglýsa honum. Svo að ritstjórinn gangi nú úr skugga um pað ætla jeg að leyfa mjer að láta prenta samninginn hjer á eptir, svo að fleirum hlutaeigendum en mjer geflst kostur á að sjá hvernig eigum peirra er ráð- stafað. Jeg fríast pá líka við að eyða fleiri orðum en parf um pað hvor okkar, ritstjór- inn eða jeg, hafi rangfært efnið og meining- una í samningnum og hvort ekki sje ástæða til að halda að ritstjórinn hafi aldrei heyrt nje sjeð samninginn, heldur hafi ekki gætt sín með að tala um pað, sem hann enga grein gat gjört fyrir, pví að segja, að rit- stjórinn hafi farið með vísvitandi ósann- indi mun ekki einu sinni mega leiða sjer í grun, en annaðhvort held jeg hljóti pó að vera. Ritstjórinn hefjr ekki einkent sjálfan sig nógu vel í «Svarinu», sem pennan «vitrari og gætnarb mann, sempurfi til að halda í hemilinn á mjer; en að enginn annar enn hann sjálfur geti verið meintur með pví, á- lít jeg sjálfsagt, pví að jeg man ekki til að ritstjórinn hafi ekki, síðan hann kom hingað og að pessu verið mjer sampykkur í öllum peim málum, sem jeg heli haft opinber af- skipti af, hvort sem pað hafa verið bæjar- mál eða önnur, að undanskildu kvennaskóla- málinu og pingmannakosningunni sem nú fer í hönd hjer í sýslu. Önnur persónuleg ummæli ritstjórans, í «Svarinu» um mig sleppi jeg að leiðrjetta hjer, par jeg hefi hugsað mjer að gjöra pað á ann- an hátt, en fróðlegt gæti verið fyrir lesend- ur Norðlings að bera pau saman við paðsem ritstjórinn hefir áður um mig sagt í blaðinu. |>eir kunna pá ef til vill að geta fengið hug- mynd um pað, hvaða kostum sá ritstjóri eigi að vera búinn «sem ekki vinnur eins ogskynlaus skepna til matar sjer«, eins og «Skuld» segir í groin peirri sem rit- stjórinn vitnar til neðanmáls í svarinu til mín*. Akureyri 29. júlí 1880. Eggert Laxdal. TJndirskrifuð Gránufjelagsstjóm á Akur- *) Eyrst að ritstjóri Norðlings er nú byrj- aður að staðí'esta orð sín með greinum úr „Skuld", sýnist að pað kefði verið nær fyrir hann að vitna til vísunnar um: „æru- og mannorðs-pjófinn" hann „Axar-Skafta" í annari eins grein og svari hans til herra Laxdals, en fullborgið mun nú „öltunnunni" á „stokkunum". Ritstjórinn. eyri í íslandi, gefur með brjefi pessu herra F. Holme í Kaupmannahöfn, sem tryggingu fyrir skaðlausri borgun á skuld peirri, sem greint fjelag hvenær sem er kynni að vera skuldugt nefndum herra Holme fyrir verzl- unarvörur pær eða hvað annað er hann kaup- ir fyrir fjelagið, fyrsta veðrjett í öllum peim eignum, sem Gránufjelagið nú á, sem og einn- íg í peim eignum er pað síðarmeir kynni að eignast, nefnilega: verzlunarvörum hvort held- ur á skipi eða landi, útistandandi skuldum, skipum og öllu öðru lausafje , ennfremur i fasteign fjelagsins, svo sem: jarðeign, húsum og verzlunarbúðum, sem nú sem stendur eru á Oddeyri, Siglufirði, Raufarhöfn á Sljettu og Yestdalseyri við Seyðisfjörð, með áhöld- um öllum sem pessu fylgir, fiskihúsum og byggingum eins og nú eru, eða síðarmeir kynnu að verða endurbættar eða auknar, enn- fremur í ábyrgðargjaldi pví, sem pessar hin- ar veðsettu eignir kynnu að vera í ábyrgð fyrir. §• 1- Allar vöruskrár og reikningar frá herra Holme skulu álítast rjettar án þess að neinar frekari sannanir þurfi, eins og líka útdráttur úr löggiltri höfuðbók herra F. Holme skal vera fullgild sönnun fyrir skuldaskiptum hans við Gránufjelag í heild sinni að pví undanteknu, sem kynni að mega sanna að sje ekki rjett. Af skuld peirri, sem fjelagið á hverjum tíma sem er, kynni að vera í við herra, F. Holme, reikn- ast 5 °/o ársleiga, en hækki bankaleigan í Kaupmannahöfn, hækkar leiga pessi eptir sama hlutfalli. Fyrir að innkaúpa vörur, fyrirfram borgun í peningum &c. handa Gránu- fjelagi, fær herra F. Holme 2 °/0 póknun á- samt kostnaði öllum. % §• 2. Skuld fjelagsins til herra Holme borgist skaðlaust pannig, að fjelagið á hverju ári, sem vörur &c. eru sendar til pess frá herra F. Holme, er skuldbundið til pess að senda honum aptur íslenzkar vörur, sem nemur svo mikilli upphæð að söluverð peirra minnki skuld fjelagsins svo, að herra Holme með sanngjörnu tilliti til kringumstæðanna og upp- hæð verzlunarveltunnar, geti gjört sig ánægðan. Fyrir söluna á pessum vörum fær 'herra F. Holme 2 V2 % í sölulaun ásamt kostnaði öll- um, en skyldi 'fjártjón verða, ef að vörur pessar væru lánaðar út, skiptist pað til helm- inga milli Gránufjelags og herra Holme. §. 3. Af skuld peirri sem fjelagið er í við hvert nýár, fær herra Holmo 8*/a % í pókn- un, og af allri peirri upphæð, sem Gránu- fjelagið kynni að skulda honum pegar útgjðrð skipanna byrjar að vorinu til 2 % * pókn- un, pó burtfellur hið síðasta ef fjelagið, — án pess að verzlunarvelta pess hið umliðna ár- ið hafi minnkað að nokkru verulegu, — heíir getað komið skuldinni niður fyrir 50,000 kr. á vetrinum. §• 4. Farmseðlar upp á íslenzkar vð r- ur, sendast beinlínis til herra F. Holmc og hljóða.upp á nafn hans eða peirra sem hann tilvísar. §• 5. Herra F. Holme útvegar Gránufjelags vegna og upp á kostnað pess, sjóábyrgð á skipum og farmi peirra, eldsvoðaábyrgð á verzlunarhúsum ogvörum &c. og fær fyrir petta hin vanalegu ómakslaun. All- ar ái>yrgðarskrár skulu í vörzlum lierra F. Molme.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.