Norðanfari


Norðanfari - 06.08.1880, Qupperneq 4

Norðanfari - 06.08.1880, Qupperneq 4
-104 — °S er hún nú talin með stærstu jörðum innan Árnessýslu, og afgjald hennar mun árlega vera 100 rd. eptir peningaverði. og hef jeg heyrt (munnlega) ef hún seld væri kostaði um 4000 rd. f>ar getur ekki prest- ur búið, vegna örðugleika á hinar þrjár ann- exiur, en sýslumannssetur gæti pað vel verið, par jörðin er nær þvi í miðri sýslu, og yrði sá að vcrabirgur af vinnandi fólki og fjen- aði, reglusemi og ráðdeild, nxundi hann hafa síóran ávinning par að búa. Af pví jeg hef lesið svo rnikið og mexkilegt, um penn- an fornaldarstað ’íslendinga sem beíir vnrið biskupsStóíl nærfelt i -740 ár, hef jeg upp- skrifað allt Biskupatal Islands yíir Skál- holts- og Hólasti.pti nreð lleykjavik, og pcirra 'helátu æfiágrip, ættir ’pcirra og af- komendur í stUrttu máli, og samanborið við ■ :ýmsar hækur er jeg undir hendi hafði, og Pykir mjer pví í mörgu ábótavant, par jeg hafði • eigi tima eða tækifæri að hafa pað i fullkomið, eins og hefði átt að vera, og lief j jeg lxripað petta allt með flýtir i hjáverkum mínum, án pess að geta vandað pað sem vert var, að orðfæri, stýl, og rjettritun, pví pað var tilgangur minn, að láta slikt óvand- að rit, sem petta er, koma sem fæstum fyrir sjónir livorki lærðum- nje leikmönnum, sem fróðir eru i landsins sögu og fieirum ritum. Enda jeg svo petta með peirri vinsamlegu ósk, til allra peirra, sem kynnu að sjá petta eður heyra að peir færi á hetri veg; siðan tek jeg undir með skáldinu sira Jóni Hjaita- j lín, er hann minnist á i Tíðavísum sínum, við endir 18. aldar: „Skálholts flutti skóla og stól skrifuð öld i Eeykjavik lærdóms börnum en pó ól örðugleika skikkun slik“. Esp. Arb. XI. D. bls. 113. Skrifað í nóvenber 1869. B. Guðmundsson. «Haf pú öKunnan AXAE-SKAFTI, æru og mannorðs pjófurinn, vit á að halda heimskuin kjafti», o. s. frv. Svona kvað Jón Ólafsson, ritstjóri «Skuldar» eitt sinn um blaðahróður sinn, pjóðhetjuna hann Skapta Jósepsson, og af pví að vjer, sem ritum hjer undir nöfn vor, vitum eigi til að herra Skapti hafi hreinsað sig af áhurði pessum, en trúum pví fastlega að hver Sje sjálfum sjer næstur, ökki sízt pegar urn æru manna er að tefla, pá álítum vjer í einfaldleik vorum óhróður pann og ummæli er hann úr nægtabúri sínu heíir bor- ið á borð í «Isyrrðlingi» 14. p. m. um pá sem nú eru á Möðruvöllum, að svo vöxnu máli, sem ómæt ómaga-orð. Efins erum vjer um, að pað liggi fyrir Skapta að verða gam- almenni í varfærni. Línuin pessurn biðjum vjer ritstjóra «Norðanfara», hið æruverða gamalmenni Björn Jónsson, að Ijá rúm í blaði sínu. Möðruvöllum 24. júlí 1880. Markús ívarsson. Sigfús Guðmundarson. Guðjón Ilaníelsson. Bjarni Guðmundarson. Guðbjörg Jónasdóttir. Frjettir útiendar. frá frjettaritara Norðanfara. Kaupmannahöfn 1. júlí 1880. Jeg hefi áður getið pess, að Grikkir kröfðust pess að fá nokkurn landskika frá Tyrkjum. Mál pað var eigi fullrætt á Ber- línarfundinum míkla og hefir jafnan síðan rerið deilueíni. Frakkastjórn helir stöðugt veitt Grikkjum og eptir uppástungu henn- ar hafa sendiboðar stórveldanna átt fund með sjer í Berlín, til pess að ræða um petta mál; fandurinn hófst í miðjum júní og er honum nú slitið. Eundarmönnum kom sam- an um að Grikkir skyldu eignast nokkra sneið sunnan af Epírus og þessalíu. þetta er að eins tillaga og ósk stórveldanna, en alls eigi bindandi fyrir málsaðila og næsta óvist hverír vilia verða til pess að fá fram- kvæmd á pessum gjöruingi, ef Tyrkir vilja eigi selja sveitir pessar af liendi með góðu. Grikkir búast og pykjast geta haft um 40,000 manna undir vopnuin. Ekki telja menn pó líklegt að petta dragist til styrjaldar í Norðurálfunni. Georg Grikkjakonung- ur er nú sem stendur á ferðalagi að tala máli lands sins hjá stórveldunum. Nú lítur svo út sem franska pingið og stjórnín ætli að kalla heitn til friðar brennu- vargana og morðseggina úr Parísaruppreist- inni 1871, er enn haía eigi fengið uppgjöf saka. Undan farin ár hafa flestallir pessara manna (púsundum saman) fengið heimfararleyfi úr útlegðiiuii og peir voru að eins skildir ept- j ir, er auk óeirðanna og mauudrápa, er af peiin stöíuðu höfðu gjört sig seka i pjófn- j aði, morðvigurn og flena. Eauðu ribbald- i arnir heimtuðu að pessum píslarvottum fre]s- ins, er peir svo nefna, var getið fullt frelsi og íull rjettindi og liafa auk annars stund- uin beítt pví bragði, að láta skrilinn kjósa slíka menn á ping eða í bæjarstjórn ein- hverstaðar í landinu. Nýlega kaus einn liluti Parísar iuii í bæjarstjórnina par eirin útlagan, sem vorið 1871 var dæmdur fyrir stuld úr kirkjum og’ frá prívat mönnuin. Annars er sagt að sumir i bæjarstjórninni í París sjeu lítið betri. Bæjarstjórar hafa of fjár undir höuoiiui, en eigi mu.iidu nán- ustu kunuingjar trúa sumum peirra fyrir álnarvirði. Til pess hafa slíkar kosningar talizt ógildar, en pær hafa sjálfsagt hert á Gambetta og stjórninni að veita um siðir almenna uppgjöf saka. Freycmet lagði uppá stuugu um pað fram í neðri deild pmgs- ins í miðjum juní; hann hetir sjáltur allt til pess mælt á móti almennri uppgjöt saka, en hjer varð Gambetta að ráða seui optar. Gambetta varð sjálfur að ganga úr forseta- stólnum og verja pessa uppástungu í pmg- salnum. Höfuðástæðan var sú að pessir út- lagar yrðu aldrei hættulegir er peir væru komnir lieiin aptur, en nú væri útlegð peirra notuð til að kveykja óánségju og æsiugar. Uppástungan var sampykkt. Nú er eptir að vita hvað öldungaráðið leggur til pessa máls, hinir spökustu og lielztu menn í, öld- ungaráoinu vilja afstýra pessu en pora naumlega að ganga í berhöggg við neðri málstofuna. Jeg hefi minnst á liið svoncfnda ráð- herramál í Noregi. Jdngið sampykkti snemma í vor að ráðherrarnir skýldú framvegis hafa setu á pingi og taka pátt í umræðum. Tveim mánuðum síðar (29 maí) neitaði Osk- ar konungur að staðfesta lögin ogálítur hann og stjórn hans að lionungur liafi algjört neit- ingarvald, er einhverju á að bregða í stjórn- arskránni. jpetta hefir vakið hina mestir óá- nægju 1 Noregi og eptir tillögu forsetayis, Sverdrups, ákváðu píngmenn með miklum at- kvæðamun að lögin um setu ráðherfanna á pingi skýldu teljast sem einn hlúti úr stjórnar- skrá Noregs (prátt fyrir neitun konungs). |iví var pó hætt við að stjórnin skyldi pinglýsa pessum lögum. |>að er eigi enn sjeð fyrir endan á pessari deilu; hjer er og öðru vísi varið en annarstaðar par sem ping og stjórn eiga i liöggi saman, pví að deila Norðmanna við hinn sænska konung verðnr um lcið að pjóðaríg milli Svía og Norðmanna. Helztu mál á pingi Dana eru herlögin, sem hafa verið á dagskránni í mörg ár, en vinstri menn hafa eigi viljað veita svo mik- ið fje, er stjórnin liefir heimtað, og eru ekki miklar líkur til að pví máli byrji betur nú en fyr. Verzlunarstjettin lijer sýnir allmik- inn framfarahng. Skömmn eptir komu Nord- enskjölds voru 2 menn sendir til norður- strandar Síberíu til pess að gjöra að álitum hvernig danskir kaupmenn bezt gætu notað hinn nýa sjóveg. Nú fyrir fám dögum var haldinn fjölmennur kaupmannafundur og skipuð nefnd manna til pess að í liuga á hvern hátt mest og bezt mætti anlca og auðga verzl- un Danmerkur. 26. f. m. var afhjúpuð myndastytta skálds- ins H. C. Andersens. Hún stendur í liós- inborgargarði. Konungur var við og margt stórmenni og mildð um dýrðir. Landi vor Guðni Guðnmndsson heflr í vor tekið próf í læknisfræði við háskólann. í heimspeki hafa 4 leyst próf. Hinn 3. júní andaðist frú Alexanders Eússakeisara, María Alexandrowna. Hún var ættuð frá Hessen- Damstadt. Hún giptist Alexander 1841 og lifa nú 6 börn peirra. Hjer á Akureyri og öllum manntals- pingmn sýslunnar, hafði sýslumaður vor verid beðinn að skora á lierra dbrm. Einar Ásmundsson í Nesi að gefa kost á sjer til pingmanns fyrir kjördærnið eins og verið hafði. Vjer getum nú látið Norðatifara færa sýsluhúum pær gleðifrjettir að herra Einar hefir orðið við pessari áskorun; pað er vonandi að kjörfundurinn verði fjöl- menntur, svo sýslubúar sýni að hugur hafi fylgt máli með áskorunina og að peir kunni að meta að geta haft aunaii eins mann og lierra Einar fyrir fulltrúa. sem ekki einasta er sómi íslenzku bðendástjettarinnar, heldur líka efalaust, ofarlega í röð hinna sannar- lega pjóðhollu pingskörunga. — «Arcturijs» kom lijer kl. I1/* í nótt. Far- pegjar með houum vöru: landshöfðingi ííil- mar Finsen, frú A. Stephensen frá Holta- stöðum, verzlunarstj. Er. Möller, kona hans og dóttir og verzlunarhi. Carl Möller frá Skagaströnd, nokkrir kaupmenn; 4 Eng- lendingar, 2 Frakkar og fleiri. Auglýsiiigar. !p§r" Hjá Holm og Collerup í Kaupmanna- höfn, fást allar smíðaraf járni, sem heyra til vjelasmíðis, svo og annað'steypt járn- og málma-smíði. G’ufuvjolai’, gufnkatlar og dælur af ýrnsri stærð, steyptar og samansettar járn- pípur, kranar og skrúfnaglar afallskon- ar stærð. Akkeri, bæði ný og brúkuð, fcstar af alls konar gjörð, digurð og lengd , eldstór og kakalofnar af ýmsri stærð. AUar aðgjörðir við smíðisgripi og vjelar, verða leystar af hendi svo vel og fljótt sem unnt er. Allt; sem beðið er um afpví áðurnefnda með einhyerju af hinum dönsku póstgufu- sliipum, verður ef mögúlggt■ er, sentmeðsama skipi til baka aptur. Holin & Collerup, Toldbodgade 151 Kjöbenhavn. Iv. HEgT' Hjermoð gefum vjer öllum peim til vitundar, sem annaðhvort af fáfræði eða vilja á að yíiitroða eignarjett annara hafa um nokk- ur undiinfarin ár í óleyfi voru haft silungs- veiði í Eyjafjarðará fyrir voru landi og enn fremur traðkað og beitt hestum sínutn í engj- ar vorar, að vjer lijer eptir stranglega fyrir- bjóðum bæði peim og öðrum allan veiðiskap fýrir voru landi og immnm par að auk neyta verndar laganna í fyilsta rnæli ef út afpessu verður brugðið. Hólasókn í júnímánuði 1880. Hólasóknarbændur fyrir framan Hóla. Eigandi og áhyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. Guðm. Guðmundsson.

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.