Norðanfari


Norðanfari - 05.11.1881, Blaðsíða 1

Norðanfari - 05.11.1881, Blaðsíða 1
Nr. 1—2. NORBANFARI. 21. ár. Akureyri, 5. nóvcinber 1881. S k ý r s 1 a um sýs/ufund í Skagafjarðasýslu 6. október 1881. Ár .881 íimmtudaginn 6. október var á Sauðárjfók haldinn aukafundur sýslunefndar- mnar í Skagafjarðarsýslu. Fundinn sóttu auk oddvita nefndarmennirnir i Hofs, Hóla, Viðvíkur, Lýtingsstaða, Seilu, Staðar, Sauðár °S Eípur hreppum. Á fundinum var meðal annars tekið til meðferðar málið um búnaðarskóla á Hól- UIU- Oddviti gat Jess, að pegar peninga vantaði í vor uppí kaupverð lieimajarðarinnar Hóla, er átti að borgast í fardögum með 10,000 kr., fjekk fulltrúi nefndarinnar Gunn- lögur Briem seljanda hennar Benidíkt Jóns- son til að lána par af árlangt 5000 kr. mót 6°/o leigu. í annan stað fjekk sýslunefnd- in 6000 kr. lán úr viðlagasjóði, er var tekið ut næstliðið vor, og par af borgaðar 5000 kr. «1 Benidikts Jónssonar uppí Hólaverðið, 500 l{r- til |>orkels Pálssonar fyrir að sleppa til- kalli lil jarðarinnar, og 500 kr. til Jóns Beni- diktssonar uppí verðið fyrir Hof, er hann tefir afsalað til nefndarinnar fetrir hið ákveðna 3000 kr. verð, er borgist smátt og smátt. Eptir ráðstöfun sýslunefndarinnar var 7. °S 8. júní framkvæmd skoðun á öllum stand- andi húsum á Hólum af lireppstjóranum í Hólahrepp ásamt tilkjörnum mönnum bú- ft'æðing Jósep Bjarnarsyni og sýslufulltrúa Hunnlögi Briem, í viðurvist ábúendanna Jóns Jónssonar, Gísla J>oríinnssonar og Guð- i'únar Jðhannesdóttur, er sama dag fengu byggingarbrjef hvort fyrir priðjung heimajarð- arinnar um eitt ár til næstu fiirdaga án kú- gilda fyrir 150 kr. landsskuld. J>areð oddviti var á sýslunefndarfundi að Ási 27. maí falið að undirbúa málið til al- pingis, samdi hann frumvarp til laga um stofnun búnaðarskóla á Hólum í Hjaltadal, pannig, að til hans legðist búnaðarskólagjaldið úr Húnavatns, Skagafjarðar, Eyjafjarðar og |>ingeyjar sýslum, og að pví leyti sem pað hrykki eigi, yrði skólinn kostaður af lands- sjóði og sýslusjóðum. Frumvarp petta var lagt fyrir pingið ásamt bænarskrá um fjár- veitingu úr landsjóði til að kaupa Iíóla handa búnaðarskóla. En pareð hugmyndir manna um fyrirkomulag slíkra skóla, sjerstaklega að pví er tilkostnað snertir, voru eigi búnar að ná fullri festu, var frumvarpið fellt og fjeð eigi veitt öðruvísi en sem lán úr viðlagasjóði gegn 6% árlegri afborgun í 28 ár. í pessu skyni eru í fjárlögunum ætlaðar 10,000 kr., sem sýslunefndum er gefinn kostur á að fá að láni til að stofna búnaðarskóla, annaðhvort sjerstaklega eða saineiginlega fyrir fleiri sýslur. Eins og tekið var fram á Ásfundinum, áleit sýslunefndin haganlegast, að allur Norð- lendingafjórðungur ætti sókn að Hólaskóla og bæri kostnað hans í samlögum. En á íundi, er kjörnir menn úr Júngeyjar og Eyja- fjarðar sýslum áttu með sjer að Sigríðarstöðum 8. júní, til að ráðgast um stofnun búnaðar- skóla fyrir pær sýslur, og sjerstaklega segja álit sitt um samband við vestursýslurnar, varð uiðurstaðan sú, að hafna algjörlega svo- felldri sameiningu. Jafnvel pó endileg úrslit par að lútandi heyri undir sýslunefndirnar í norðursýslunum, er að svo stöddu enginn vissa fyrir öðrum undirtektum úr peirri átt. Og pareð Húnvetningar hafa heldur ekki ein- dregið gengið í fjelag við Skagfirðinga um Hólaskóla, nema pví að eins, að allur Norð- lendingafjórðungur, verði í samfjelagi, hlýtur pað einkum að verða ætlunarverk sýslunefnd- arinnar í Skagafjarðarsýslu, að láta eigi liina fyrirhuguðu búnaðarskólastofnun á Hólum falla um koll, er virðist pví ótilhlýðilegra, pareð hinn eini vísir til búfræðiskennslu, sem var á Norðurlandi við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, er pegar með öllu upp rættur. Eptir pví sem skýrt var frá á síðasta sýslunefndarfundi, telst verðið fyrir heima- jörðina Hóla með hjáleigunni Hofi og til- heyrandi kúgildum 14,000 kr., og að pví leyti sem pessi sýsla yrði sjer ein um skólann, er álitið, að til húsabyggingar og verkfærakaupa m. m. muni til bráðabyrgða nokkurnveginn nægja 3000 kr., til samans 17,000 kr. J>areð hlutdeild Skagafjarðarsýslu í sjóði peim, er safnast hefir af hinu lögskipaða búnaðarskóla- gjaldi samkvæmt tilskipun 12. febrúar 1872, nemur að eins rúmum 200 kr., veitir eigi af, að sýslan fái af fje pví, sem par til er ætlað í fjárlögunum, 9000, kr. í viðbót við pað 6000 kr. lán úr viðlagasjóði, er sýslu- nefndin fjekk veitt á næstliðnu vori. J>areð pað nú sem fyr er eindregin fyrir- ætlun sýslunefndarinnar að reyna að stofna búnaðarskóla á Hólum, svo fljótt sem verða má, er með öllum samhljóða atkvæðum sam- pykkt: 1. að fara pess á leit við landsstjórnina, að Skagafjarðarsýsla fái til skólastofnunarinnar 9000 kr. lán úr viðlagasjóði gegn 6% árlegri afborgun. 2. að sækja um pað til amtsráðsins, að sýslan fái sinn hlut úr búnaðarskólasjóði amtsins og hið árlega búnaðarskólagjald úr sýsl- unni eptirleiðis. 3. að leita samkoinulags við næstu sýslur, að pær með sampykki amtsráðsins leggi sitt búnaðarskólagjald til skólans á Hólum. Meðan óvíst er, að hve miklu leyti aðrar sýslur kunna að ganga í fjelag með Skagfirð- ingum, verður eigi gjörð nein fullnaðarályktun um fyrirkomulag skólans. En pareð forstöðu- maður skólans hlýtur að hafa talsverðan undirbúning til að reisa bú á Hólum í næstu fardögum, svo að búfræðiskennslan geti byrjað aptur að vetri, eru peir sýslunefndannennirnir Sveinn Guðmundsson og Friðrik Níelsson og sýslufulltrúi Gunnlögur Briem kjörnir til pess að semja sem fyrst við búfræðing í pessu tilliti, og jafnframt er peim falið, til vara, og að byggja hinum núverandi ábúendum út af jörðinni í tæka tíð. Viðvíkjandi Hólakirkju er pað sampykkt, að kaupa til hennar nýja klukku, og selja gömlu klukkurnar, sem rifnar eru. Að öðru leyti er sýslunefndarmönnum Friðrik Níels- syni og Arna Ásgrímssyni falið að skoða kirkjuna, ásamt snikkara Árna Jónssyni, og — 1- af ráða, hverrar viðgerðar hún purfi í bráð. Jpareð 3 ríkisskuldabrjef, er kirkjan átti, eru glötuð, er oddvita falið að fá pau dæmd ómerk ogupphæðir peirra með vöstum útborgaðar. L ý s i n g á jörðinni Hólum í Hjaltadal eptir búfræðing Jósef Björnsson. Samkvæmt tilmælum fundarins að Geita- skarði 6. maí 1881 hefir sýslunefndin í Skaga- fjarðarsýslu hvatt mig undirskrifaðann til að skoða jörðina Hóla í Hjaltadal, er keypt hefir verið í peim tilgangi, að par verði stofnaður búnaðarskóli fyrir Norðlendingafjórðung, og gefa síðan skriflegt álit mitt um, hvernig jörðin sje fallin til að taka á móti endurbót- um á túni og engjum. Eptir að jeg nú hefi skoðað tún og engjar jarðarinnar, verður álit mitt á pessa leið: Túnið er um 70 dagsláttur að stærð, og gefur af sjer að jafnaði nær 500 hestum af töðu. J>að liggur að mestu leyti móti vestri eða suðvestri í talsverðum halla vestan í ás nokkrum, og er að miklu leyti harðlent, pó nær pað að mýri að vestan, og ganga par jafnvel mýrardrög inn í túnið. Allur norð- ur og vesturhluti túnsins er pýfður mjög, pó eru par sljettur á stöku stöðum, pessar sljett- ur eru pó fæstar sljettaðar af mönnum, held- | ur eru pað liólar, víða töluvert háir, og all- staðar umkringdir púfnareitum. Austurhluti ; túnsins er nokkuð greiðfærari, en pó langt frá að geta heitið sljettur, og ekki er hann heldur grasgefinn, pví að á mörgum stöðum stendur óræktarmosi upp úr hólunum. Af pessu er pað auðsætt, að túnið getur tekið mjög miklum bótum, bæði með tilliti til pess, að pýfið parf að sljettast, og svo liins, að sljetturnar purfa að fá betri rækt. Hið bezta tækifæri býðst og til að auka túnið, einkum í vestur, með mýri peirri, er liggur vestan að pví. í annan stað er og gott tækifæri til að gjöra girðingar með ýmsu móti, pví að norðan og austan við túnið verður ekki erfið- ara að fá grjót í girðingar en torf, par eð melar eru á pessar liliðar. Að sunnanverðu við túnið verður par á móti pægilegast að hlaða torfgarð, en að vestan yrði hægast. að skera vörzluskurð, eða pá lengja girðingarn- ar að norðan og sunnan niður að ánni. Engjarnar sem liggja alla leið milli ánna, Yíðirnesár að norðan og Hofsár að sunnan, eru töluvert margbreyttar. |>annig eru með- fram Hjaltadalsá, er rennur vestan fram með engjunum liarðvellisnes, en pegar dregur svo sem 60—80 faðma austur frá ánni, verða engjarnar deiglendari og pá jafnframt pýfðar. Á öllu pessu svæði eru pær fremur liallalitlar. Hjer um bil 200 faðma austur frá Hjaltadalsá Hggja börð alla leið milli Hóla og Hofs út og suður fyrir ofan engjar pær, sem pegar eru nefndar. Börð pessi eru öll grasi vaxin, en fyrir ofan pau upp undir fjallið (Hólabyrðu) liggja blautir flóar. Fló- um pessum liallar töluvert, svo að ekki verð- Í

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.