Norðanfari


Norðanfari - 05.11.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 05.11.1881, Blaðsíða 4
að lengd, kjálkinn 8 áln., sporðurinn vóg 11 vættir. — Spik af hvalnum var 170 vættir, rengi 82 vættir. — Skíðin voru 660 að frAíöldum hinum smæztu. Jeg hafði ráð á sölu á að ^eins 7 vættum af spiki og rengi, er jeg seldi til 11 innan- hreppsmanna, auk undanfláttu, þvestis og tungu, er hver innanhreppsmaður gat fengið og fjekk, meðan tilvannst. — En svo er að sjá á grein herra „Matarþurfa", að honum sje ekki vel kunnugt um þetta, þótt hann væri á hvalfjörunni þegar skipt var, til þess að ganga ósleitilega eptir skurðarhlut karls sins. — Hann virðist heldur eigi hafa vitað, eða getað skilið, að jeg stóð fyrir skurði hvals þessa sem „privafmaður, en eigi sem hreppsnefndaroddviti, ogaðjeg sem hrepps- nefndaroddviti eigi gat heldur meinað utan- sveitar hvaleigendum að flytja sinn hlut út úr sveitinni. J>essa óskynsamlegu skoðun sina vill hann jafnvel eigna öðrum, þvi að í grein sinni sem rituð er 5 dögum eptir hvalskiptin, kemst hann svo að orði: „menn i m y n d a sjer, að oddviti hreppsins, sem hvalinn rak í, m u n d i r e y n a að stuðla svo til, að hinir fátækari hreppsmenn fengju að sitja fyrir öðrum, sem síður þurfti með hvalkaupanna". Jeg get frætt herra „Matarþurfa" á þvi, að fyrst gekk % af hvalnum til skurð- armanna, sem allir voru innsveitismenn nema einn. — Af hinum % hlutum hvals- ins, er innanhreppsmenn voru eigendur að, voru 10/16 hlutir hans mestallir seldir inn- sveitismönnum, og nokkuð af hinum 6/ie hlutum hans er utansveitarmenn áttu. Af þessu getur herra „Matarþurfi" sjeð, að mestallur hvalurinn hefir orðið sveitarmönnum hjer að góðri hjálp í vor, þótt hann með öllum sínum „mannkærleika og sannkristilegu hugarfari" þykist ei vita til þess. Hjer geta nú lesendur Norðf. sjeð hina „hroðalegu hvalsölu", sem herra „Matar- þurfi" getur nærri grátið yfir. Jeg skil svo við frásögn um hvalreka þenna, um leið og jeg skýrskota til eptir- ritaðs vottorðs nokkurra sveitunga minna, er jeg hef sýnt grein þessa, sem eru valin- kunnir menn, án þess jeg finni ástæðu til að breifa við heiðri og mannvirðing herra „Matarþurfa", sem ef til vill, er ljelegur texti að leggja út af. í>verá í Hallárdal, 28. júní 1881, Arni Jónsson (oddvíti Vindhælishrepps). * Vjer undirskrifaðir, er höfum ijeð svar herra Árna Jónssonar á þverá gegn grein þeirri í Norðanfara, er ófrægja vill aðgjörðir hans við skurð, skipti og sölu á hval þeim er rak hjer í sveit næstliðinn vetur, lýsum því yfir, að frásögn hans í þessu svari hans er sönn og rjett, og að greinritinn «Matarþurfi» hafi ófrægt hann að eins af illgirni og mannvonzku, eða fávizku. Eitað í júlímánuði 1881. 0. Möller. S. Finnbögason. Björn Jónsson. Ólafur Ólafsson. Jakob Jósefsson. Sveinn Guðmundsson. •f Stefán Jónsson. I. 1. Hjörtun titra harmi lostin, hjörtun sorga þjáir pín, af því nú eru' augu brostin elskulegi sonar þin, sorgin hneit við hjarta rætur, þá hreif þig dauðinn burt frá oss aldrei þess vjer bíðum bætur berum þann til dauða kroBS. -4 — * 2. Okkar varstu indi' og gleði, elskulegi sonur kær, ijekstu þjer með glöðu geði, af gleði þinni kættumst vær; nú er dapurt úti' og inni, engin blóm þitt litið fær, barna þú með bliðu sinni á babba' og mömmu' ei kalla fær 3. Ó! þú Guð; vor Guð og faðir gef oss stýrk í þessum heim, þú um allar alda raðir aldrei hefur brugðist þeim, sem að treysta á þig einan, einn þú telur sjerhvert tár, send oss anda himin hreinan hjarta okkar lækna sár. 4. Himna Guð oss huggun sendu, hjálpa lifsins þrautir gegn, oss að bera böl vort kenndu, blessaðu oss og veittu megn; mörgum sorga sárum stungin, sjá við flýjum nú til þín, friðaðu hjörtun harmi þrúngin heilög gæðskan aldrei dvín. Foreldrarnir. II. 1. Foreldra siskini frændur og vini, framliðins hugga þú Drottin minn nú allar mótlætis árásir lini á þjer grundvölluð kristileg trú, græði í hjörtunum harmanna sárin, heilagur andi með nærveru sín, burt þerri saknaðar brennheitu tárin blessaði faðir náðar hönd þín. 2. Syrgjandi foreldrar glögt að því gáið i Guðs nafni stýrkist af trú þeirri og von endurlífgaðan aptur þið sjáið, ýkkar sárþreiða framliðin son, þar sem öll ýðar afkvæmi ljóma með útvaldra skara í sælunnar rann, eilífar þakkir um aldirnar róma allsherjar drottni sem frelsa þau vann. 3. Með ljósanna föður hæstum í hæðum hjartkjæra ástvini girnumst að sjá, leystir frá allskonar missir og mæðum meiga um aldirnar vera þeim hjá, enginn þar kviði útvalda særir, engin harmur nje skilnaður þá, eilifur friður og fðgnuður nærir, fúsir vjer keppum því takmarki ná. III. 1. Hjeðan i hinnsta sinni hafin er ung-sveinn kær, því er hjer úti' og inni allstaðar sorgar blær, trega vjer tár ei byrgjum þau telur ei maðnr neinn, ó Guð! hvað sárt vjer sýrgjum sjerðu og þekkir einn, 2. Hjeðan vjer grátnir höldum helgum að grafarbeð, Guði samt þakkir gjöldum sem gaf og taka rjeð, barnlegt þitt bros æ kætti blíðasti vin indæll, dauðinn oss glaða grætti, Guð tók þig; vertu sæll! 3. Andi hins látna lifir lifandi Guði hjá hörmungar hafin ýfir hann fiytur kveðju þá; „grátið ei vinir góðir gott er að lifa hjer, fagnið faðir og móðir, faðir minn drottinn er 4. Ungur jeg dó í drottni í drottni lifi. nú líkaminn ljóst þó rotni lifið í þeirri trú; andi minn bænar biður blessaðan drottin hjer, harmandi hugga yður hann mun það veita mjer" Frjettir innlendar. Síðan um næstl. Mikaelismessu hefir veðr- áttan enn verið hverjum degi blíðari ogbetri nema stöku frostdagar, en sjáldan snjókoma, nema hinn 14. f. m., snjóaði þá talsvert í sum- um sveitum. þann dag lögðu hjeðan af stað kaupskipin «Hertha» og «Ingeborg» enkaup- skipið «Eósa» 20? s. m. öll með hlaðfermi. Mælt er að allt að 2000 tunnum af kjöti hafi nú í haust komið til verzlananna á Akureyri og Oddeyri, en 800 t. á Húsavík og 1600 t. í Hofsós og á Sauðárkrók. í ölluui veiði- stððum hjer Norðanlands hefir fiskafiinn að öllu samtöldu verið með bezta móti, enda hefir fjörðurinn opt síðan á leið sumarið verið full- ur með síld og Norðmenn fiutt hjeðan hvern skipsfarminn af öðrum bæði á gufu- og segl- skipum, svo að alls munu verða fluttar hjeð- an af Eyjafirði í ár 100,000 tunnur af sild og fyrir 60,000 tunnur þegar greiddur spítala- hlutur Va a^n = 2772 a. eptir verðlagsskrá af hverritunnu, er verðuralls hjerum 16,500 kr. Verzlunarstjóri Snorri á Siglufirði kvað og hafa kvíað í nótaútgjörð sinni 600 t., er hann saltaði í tunnur og sendi til útlanda. Hjer heíir og í sumar og haust aflast mikið af haf- sild og smærri síld bæði í lag- og fyrirdráttar- netjum, svo alls munu komnar nú í haust svo 100 tunna skiptir, og hver tunna af smásíldinni seld fyrir 1 kr., sem er gjafverð, ætla kaup- endur að salta hana í ílát og gefa kúm, hefir það áður reynst bezta fóður handa þeim til mjólkur og þrifa. Talsvert heíir afiast hjer í haust af kolkrabba. f Að morgni hins 30. f. m. þóknaðist Drottní alvöldum að taka til sín eptir langa tæringarsjúkdómslegu konuna Jakobínu Ingi- björgu Ketilsdóttur frá Hlíðarhaga í Eyjafirði að eins 28 ára. Um hana mátti með sanni segja, að þar bjó í fríðum lílcama, góð og guð- elskandi sál; er bennar því af ektamaka, ætt- ingjum og vinum sárt saknað. En «Ó, hvað dýra huggun ljer að allt hvað eðli himneskt hefur himininn aptur dauðinn gefur». ¦f 3, þ. m. andaðist hjer í bænum af taugaveiki, fyrrum hreppstjóri og meðhjálpari Arni Jónsson járnsmiður nær fimmtugur að aldri, vænn og vellátinn maður. Auglýsingar. Stórkaupa-fiskverzlun 's 15 Pitt Street Liycrpool — stofnuð árið 1821 — tekst á hendur að kaupa og selja í umboði annara, skipsfarma af íslenzkum og færey- iskum saltfiski, löngu og ísu. Banki verzlunarinnar er: Liverpool Union Bank — Ef einhver .vildi selja Ferðasögu þeirra Eggerts Ólafsonar og Bjarna Pálssonar, er hann beðinn að snúa sjer til ritstjóra Norðanfara, og mun bókin verða mjög vel borguð ef hún er í bærilegu standi. Fjármark þórðar Jónassonar á Hóli í Gritubakkahrepp i þingeyjarsýslu: Sneið- rifað aptan biti framan hægra, sneitt aptan bíti fr vinstra. Brennimark: þórð, 9. Eigandi og ábyrgðarm.: Bjovn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.