Norðanfari


Norðanfari - 27.06.1884, Blaðsíða 1

Norðanfari - 27.06.1884, Blaðsíða 1
23. ár Nr. 15.—16. VORIIt M'AKI. ÁfmælisYÍsur lil skólastjóra J. A. Hjaltalíns 21. marts 18 8 4. Lag: Fósturjörðin fvrst á sumardegi. Dagur sigrar svartar vetrarnætur, Sólu skininn norðurhjarinn er, Móðir, jörðin, gleðitárum grætur, :,: Gleðibros á náttúrunni sjer; Bráðum flýgur fugl úr suðurslundi, Per að hreiðra sig í norður mó; Allt vill rísa upp úr vetrarblundi Eudurfælt um loftið, jörð og sjó. :,: Vorsins sonur, æ hljót þakkir allra, íslands gagn þinn verkahringur er, Og þú reisir inn í dölum fjalla Öflgan, háan sigurvarða þjer. :,: Heill sje þjer, sem hetja kýst að vera Hveturðu’ oss, þó andi vor sje sljór, 11.:, Hvort er gjlta, breiða krossa’ að bera, Betra’ en vera’ í anda hár og stór?:,: preyztu ei að lýsa hjörtum lýða, Ljósið þó að stundum vcrki smátt, J>reyzlu ei að standa, vaka og stríða, Stefudu beint að söinu höfuðátt, :,: Lifðu heill til heiðurs föðurlandi, Hrein og einlæg þökk vors bjarta er Ljós vort er þinn ilrj hetju andi, Ar.dans vorsól jafnair lýsi þjer.: ,: Hjálmar Sigurðarson. Lag: Á vængjum vildi’ eg berast. Vjer óskum þjer nú allir, Af alhug heilla* í dag , Sem sýnir að þjer ætíð, Er annt um lands vors hag; Sern oss með ulúð fræöir, Og oss þá sýnir braut, Er vjcr ganga eigum, Og enga skelfast þraut. Vjer óskum þjer nú ailir, Að ennþá langa tíð, Jní fáir fróðleik aukið Og framför glætt hjá líð; Að þú ennþá marga, Lnga menntir sál, J>itt nafn og lofstýr lifi, Eins lengi og íslenzkt mál. Bjarni Jónsson. Fsvtt er of vsindlega hugað. (eptir Zophonías Halldórsson). (Niðurlag). Enn skal jeg drepa á eitt, sem mælir mjög með pessum eptirlaunum til prestanna: það, að þau munu mikið varna þvi, að ept- irlaunabænir streymi frá þeim til þingsins, sem ella mundi verða, og sem þá rnundi ejTða tima þess og nm leið meira og minna fje landsins. Að vísu værtt slíkt smá-mál, en þess er lítið sýnishorn frá síðasta þingi í sum- ar, er leið, hversu smá-málin geta tafið og eytt tímanum frá hinum nauðsynlegri, stærri málum, sem fyrir þá sök verða óátkljáð, landi og iýð til þess skaða, sem meiri menn en jeg munu, að ætlan minni, eigi geta metið, Akureyri, 27. jliní 1884. sem vert er. J>að er meira að segja þrátt fyrir þessi eptirlaunalög nokkur likindi til þess, að fyrir kunni að koma, að þingið fái við og við slíkar fyrirbæriir, sjerílagi þeg- ar svo ber við, að einhver prestur fær lítíl eptirlauu af því, að hann hefir, ef til vill, mjög mörg ár verið aðstoðarpre tur — því að aðstoðarpresturinn hefir eigi rjett til neinna eptirlauna, meðan hann er aðstoðnrprestur —, og í öðru lagi þegar ungur fjölskylduprest- ur verður einhverra orsaka vegna að bætta að gegna embætti, t. d. vegna slysa, eða heilsu- brests, því að þá eru eptirlaun hans ákveðin með 250 kr. árlega, nema hann hafi sótt til hærri eptirlauna, afþvíað hann sje búinn að þjóna lengur en 25 ár. Að vísu virðist mjer. að hann hali eigi rjett til neinna eptirlauna, nema hann slasist að ósjálfráðu eða taki van- heilsuna, þegar h a n n er einmitt að gjöra embættisverk, ella eigi. J>ví löginsegja: «er hann er að gegna embætti» o. s. frv. En—eitt þykir mjer þó allra-inerkilegast við þessa grein «Garðars» í «Nf.», ogfremur öllu öðru knúði það mig til að taka til máls. J>etta er, að hann skuli ráðast á eptirlaun presta, og reyna, að gjöra þ a u ranglát í aiigum almenuings, en ekki minnast einu orði á uein önnUr eptirlaun. rjett eins og enginn Önnur eptirlaun sjeu til, eða þá. að þau sjeu svo rjettlát, að um pau sje eigi að tala i! En því fer fjarri, að þessii sje þannig varið því eptirlaun presta eru söm dropi í hatínu móti eptirlaunUm annara embættis- manna, að jegorðiþað svo; og«Garðnr» hef- ir þannig ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur. J>að er auðvitað mörgum kunnugt um eptirlaun annara embættismahha ásamt ekkjum þeirra, sjerílagi þar eð þau voru gíeini- lega sýnd i «J»jóðólfi» áriðerleið. Eh mörg- um erh þau þó litið kunnug, og það getur verið að mörgu léyti fróðlegt ög athugavert að athuga þau og að hera þau saman við ept- irlaun presta. J>að er að eins síðan 1855, að eptiiiaun emhættismanna fóru að verða há hjer á landi. Jón Jakobsson, faðir Jóns Espolíns. sýslu- maður á Espihóli, merkur maður, dáinn 22 mai 1808. fjekk t d. 30 rd. í eptirlaun. Eu árið 1853 lagði stjórhin döíisk eptiiiaunalög fyrir þingið, er fjellst orðalaust á þau. Komu þau síðan út sem «tilskipun 31. maí 1855, er lögleiðir á íslandi lög 5. jan. 1851 um eptirlaun*. Eptir þessari tilskiphn sem er í eðli sínu dönsk fá allir aðrir en prestar ept- irlaun sín, og eru þau tekin úr landssjóði, og aldrei látin rýra neittembættin. Eptirlaunin á að reikna út þannig: að frá 0—2 ára embættispjónusta veitir Vio af launaupphæðinni 1 eptirlaun ; - — 2—4 ára þjónusta veitir 2/io aflauna- upphæðinni í eptirlaun; . _ 4—7 ára þjónusta veitir 3/io aflauna- uppbæðinni í eptirlaun; - — 7—10 ára þjónuSta veitir' 4/10 af launa- upphæðinni í eptirlaun; - — 10—20 ára þjónusta veitir R/ro (eða V2) af launaupphæðinni í eptirlaun; lengri en 29 ára þjónusta veitir 40/eo, (eða V3) af launaupphæðinni { eptirlaun, en hærri geta þau ekki orðið. Hveí 70 embættismaður hefir rjett til slíkra eptivlauha, sje hann búinn að þjóna embætti yfir 29 ár. Svo sem kunnugt er, hafa læknar lægst föst laun alverzlegum em- bættismönnum, nfl. 1500 kr. Eptir þessum lög- um, sem nú gilda, eru þó full eptirlaun þeárra 1000 kr. eptir 30 ára þjónustu, en eptirl. prests- ins eru fyrir samaárafjöldaað eins 300 kr., en eptirl. sýslumanns, er fær 3000 kr. árleg laun, 2000 kr. eptir sama tíma, 0g þess sýslumanns, er fær 3500 kr., 2333 kr. 34 a. og eptir þennan sama tíma: 30 ára þjónustu, fær sá embætt- ismaður á íslandi, er fær hæðst launr 4888 í eptirlaun árlega. J>essi mikli munur sjest fullt eins Ijóst af öðruvísi löguðum dæmum: Sje verzlegur embættismaður, er hefir í árleg laun 3 þúsund krónur, ekki búinn að þjóna á r i 1 e n g u r, fær hann þó 300 kr. í árleg eptirlaun, en presturinn fær slíka upphæð ekki fyr en eptir 30 ár. Verði verzlegur einbætt- ismaður með 3000 kr. áiiegum launum að sleppa emhætti eptir 3 ára þjónustu fær hann 600 kr. árleg eptirlaun, en presturinn aðeins 30 kr. Verði sami verzl. embættismaður að sleppa embætti eptir 8 ár, færhannl200 kr. árleg eptirlaun, en presturinn eptir sama tíma og sömu atvik elnar 80 kr. Slasist báðir við embættisverk, hinnverzlegi embætt- ismaður, og presturinn, þá fær presturinn 250 kr. árlega, en hi'nn fær tvo þriðju parta af launaupphæðinni, t. a. m. ef hann hefir 3000 kr. árleg laun, fær hann 2000 kr 0. s. frv. Hver, sem vill, getur að öðru leyti sjeð muninn, og er hanii sýndur nú þegar nóg, svo að Öllutn gjæti verið ijóst, að það er í meira lagi undarlegt, að gera eptirlaun presta að umtalsefni l «Nf.», en minnast ekki neitt á hin, sem einmitt væri eðlilegra og nauðsyn- legra að gera að umtalsefni. þar sem jeg lieíi áður sagt, að mjer þættu eptirlaun presta nógu mikil, þá er þegar af því auðsætt, hvað mjer muni iítast um þessi eptirlaun, annara embættismanna. Mjer get- ur ekki annað sýnzt, en að svo hljóti að Vera, að þeir, sem eru því mótfallnir, að færa þau að mun niður, muni gleyina fátækt og þörf- um landsins, eða eigi gæta þessa nógsamlega 1 þá bráðina. J>ó að misjafnt hafi verið sagt, og segja megi um ýmsar gjörðir þingsins, er leið, þá var það þó allra þakka vert, að frá þingnianna hálfu kom fram frumvarp um, að færa niður eptirlaun embættismanna og ekkna þeirra, og voru eptirlaunin ákveðin 20, 30 og 40 kr. fyrir hvert þjónustu ár eptir launa upphæðinni, og ekkjur þeirra áttu og að fá miklu minni éptirlaun en nú. Jegsfial eigi lá þingmönnum, þó að þeir ætluðu verzlegum erabættismönnum h e 1 m i n g i meiri. tveim og þretn pörtum meiri eptirlaún en veslings prestunnin. J>ó væri meir en fróðlegt að heyra skynsamar og rjettlátar ástæður fyrir pví, að þessir menn^ sem hafa margfalt meiri tekjur að upphæð og skilvíslegar og notaleg- ar borgaðar, meðan þeir eru í embættum og sem þar af leiðandi hafa miklu betri ástæður til þess að búa í baginn fyrir sig á elliárun- um, að þeir einmitt skuli þurfa að fá marg- falt meiri og hærri eptirlaun. Samt semáð- 1 — 29 —

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.