Alþýðublaðið - 02.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞ YÐ.UBL[A;.ÐIÐ Aígreiðisla blaðsina er í Alþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfísgötu. Slmí 088. Anglýsingum sé skilað þangað eða i Gutenberg ( sfðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma I blaðið. Askriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. i,So cm. eindáikuð. Utsölumenn beðnir ’að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Peir pora pað ekki. Á Akureyri, ísafirði, Húsavik, í Vestur-ísafjarðarsýslu (kjördæmi ÓIaf3 Proppé), hafa verið haldnir þingmáiafundir og alstaðar hefir verið samþykt með yfirgnæfandi meirihluta áskoranir til þingsins um það, að halda áfram lands- verzluninni og efia hana. Tveir stærstu kaupstaðir lands- ins, næstir Reykjavík, hafa riðið á vaðið og krafist þess, að þessi mesta þjóðþrifastofnún landsins verði ekki lögð niður. Ög hvers vegna hafa þeir gert það? Vegna þess að þar úir og grúir ekki af heildsölum, sem sjá sér hag f þvf að berjast gegn landsverzlun Þar er það allur almenningur, sem af reynzlunni hefir lært það, að landsverzlunin er Jtonum hagstœð- ari en heildsalaverzlun. Og hann hefir ekki Iátið moldviðri einstakra manna, sem hafa hag af því að standa heildsalamegin, villa sér sýn. Hvers vegna eru þá heildsalar á móti landsvetzlun, jafnvel þó hún keppi við þá? Vegna þess að þeir vita það ofurvel, að þeir geta ekki staðist samkepnina. Þeir pora ekki einu sinni að reyna hana. Því ef þeir þyrðu það, mundu þeir vera með því að halda landsvezluninni áfram, svo reynzl- an gæti sannað mál þeirra. Það er því skiljanlegt, að heildsalar, með sfnar eigingjörnu hvatir, séu á móti landsverzlun. En hitt er sfður skiljanlcgt, hversvcga kaup- mcnn, scm ckki fást við heild- verzlun, eru á móti henni. Það getur varla verið af öðru en þvf, að þeir ætli scr allir að verða heildsalar 1! Landsverzlunin er þjóðinni hin mestu bjargráð. Allur al- menningur út um land er henni fylgjandi, vegna þess að hver ein- asti einstaklingur hefir stórgrætt á henni. Og almenningur f Reykja- vfk er lfka með henni, vegna þess að hann veit það og þekkir það af reynzlunni, að heildsala- verzlunin er hemdargjöf, sem þarf að hafa á sér hemil og sá hemill er landsverzlunin. Öll alþýða manna kýs þann listann, sem þorir að kannast við það, að hann berjist fyrir hana. Alllr bjósa B-listann. Kvásir. ÁheyrandiIH Af því að eg er ein af þeim konum, sem sóttu stúdentafundinn (i Bárubúð) þann 24. þ m., þá get eg ekki stilt mig um að skrifa nokkrar Ifnur. Eg varð ekki lítið undrandi þeg- ar ,Morgunblaðið“ birti ræðu frú Kvaran. Ræðan var þó aldrei svo merkileg, að hún væri þess verð að koma á prent. Ekki nóg með það, að hið versta er dregið úr og hitt er cndurbætt að miklum mun. Og þar að auki hefir gamli „Moggi“ hrúgað þar utan að margs konar lygi. Og það má segja um téð blað, „að litlu verði Vöggur feginn“. Eg verð að segja, að eg hlakk aði til að sækja hið ágæta boð stúdenta, því eg vissi að það yrði bæði gagn og gaman að fundin- um. Og það urðu heldur ekki von- brigði, og það verð eg að segja, að það var hægt að læra tíu sinn- um meira af þeim, heldur en af frambjóðendunum af A og C, því af slíkum hugsjónagraut er ekki hægt að læra neitt. Stúdentar sýndu að þeir höfðu vel vit á þeim málum sem þeir töluðu um. Ennfremur sýndu þeir með ræð- um sfnum, að þeir fylktu sér und- ir merki jafnaðarstefnunnar, sem alstaðar cr að ryðja scr til túrns, og í öllum greinum þorðu þeir að viðurkenna sannleikann. Þá er að minnast ofurlftið á frú Kvatan. Hún ruddist upp á ræðu- pallinn og byrjaði ræðu sína á þessa leið: „Eg er stúdent“, og þetta hefir frúnni virzt vera svo góð meðmæli, að hún með þess- ari tilraunamælsku sinni mundi fá allar konur til að ganga á dyr. Flestar konur í salnum voru al- þýðukonur, en sem betur fer eru þær allar þroskaðri en frúin hugs- aði. Og þær möttu vit hennar og framkomu að verðugleikum, Það var ekki ein sem fyrirleit frúna, heidur allar, og engin kona klappaði fyrir henni. Jón Thoroddsen svaraði frúnni með nokkrum vel völdum órðum, en ekki veit eg hvernig henni lfk- aði það, hún gekk út. Svo þetta fyndna og göfuga nafn, „mælskunnar tilraunadýr“, verður að lenda á höíundi þess, þvf hinar konurnar taka það ekki til sfn. Jókanna Jónsdöttir. Nýtt blað! C listinn er farinn að gefa út nýtt blað, og eru menn sendir með það út um bæinn. En það merkilegasta við blaðið er, að það er aóskrifaðu. Aumingja mennirn- ir sem með blaðið eru sendir eiga sjálfir að skrifa í það nöfn þeirra fáráðlinga sem viija lofa því að kjósa C listann. En smölunin geng- ur afleitlega, sem við er að búast, því menn eru alment orðnir leiðir á stjórnmálastarfsemi Jakobs Möl- lers, sem ávalt reynir að ríía alt niður og eyðileggja, en byggir aldsei neitt f staðinn. Hann er sjálfur farinn að sjá að þetta muni nú ekki vera heillavænlegt fyrir sig. Hann hefir því gripið til þeirra ráða að skrifa ýmist „Alþýðuntað- uru eða „Konur“ undir greinar sínar í Vísi. Hann hyggur víst að alþýðan sé nógu fáfróð til þess að gleypa þessar flugur hans, en það sjá allir öngulinn sem flugan hans Kobba hangir á, og kjósa því B listann. Kunnugur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.