Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMARIT HANDA ISLENDINGDM. J& 2. RÖDD FRÁ GUFUSKIPINU ÁSTRÍA. Lengi munu verða minnisstœð liin hryggilegu af- (lrif gufuskipsins Ástría, sem á leiðinni frá Nýju-Jórvilc í Vesturheimi til Englands brann upp til kaldra kola 13. dag septembermán. 1858. Þenna dag var um morg- uninn bjart og blítt veður, og ferðamennirnir, sem á skip- inu voru, stóðu í flokkum á þilfarinu og voru að fá sér svalt lopt, sumir að tala saman, og sumir að gjöra sér eitthvað annað til skemmtunar. En allt í einu var kall- að, að kviknað væri í skipinu, og við það urðu allir mjög felmtsfullir. Itonur og karlar báðust fyrir, grétu, æptu og hlupu eins og óðir fram og aptur á þilfarinu, þar sem þeir komust áfram fyrir reyk og eldi. Aptur stóðu aðrir grafkyrrir og agndofa og horfðu á brunann með örvæntingarfullu augnaráði, og var þögn þessara manna ennþá óllalegri en angistaróp hinna. Margir köfnuðu eða brunnu og hundruðum saman köstuðu menn sér í sjóinn til að umflýja eldinn. Af sex hundruð manns, sem á skipinu voru, varð að eins bjargað liér um bil áttatíu af öðrum skipum, sem komu því til hjálp- ar. Allar tilraunir voru gjörðar til að slökkva eldinn, en allar urðu þær árangurslausar. Stiident nokkur, sem var á skipinu, og sem var einn af þeim fáu, sem af 2. ár.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.