Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Blaðsíða 12
12 fylgdi hann komumanni kurteyslega til dyra, og var að vörmu spori sokkinn niður í skjöl sín. Kaupmaður hafði optar en einu sinni vísað þeim af höndum sér, er komu í líkum erindum; og hvert sem erindið var, komst hann aldrei til að taia við þá. Hann hafði jafnvel sagt sóknarpresti sínum, að hann kæmist ekki til að hugsa um neitt annað, en að safna peningum. En einhvern morgun læddist óþægilegur, óboðinn gestur inn til hans; hann lagði ískalda hönd á enni kaupmanns og sagði: »Komdu heim með mér!«. Kaupmaður lagði frá sér penna sinn; honum varð þungt yfir liöfði, og hann fann til ógleði fyrir brjóstinu. Fór liann þá burtu úr skrifstofunni, gekk heim til sín og lagðist í rúmið. Hinn óboðni gestur fylgdi honum, settist við rúm- stokkinn, og var endrum og sinnum að hvísla að hon- um: »I>ú verður að koma með mér«. Köldum hrolli sló nú að hjartarótum kaupmanns, og óljósir draumar um kaupskip, peninga og fasteignir sveimuðu fyrir huga hans. Lífæðin sló hægar og hæg- ar, þoku dró fyrir augu hans, og hann gat ekki leng- ur talað. Þá komst kaupmaðurinn að því, að gestur þessi hét Dauði. Við alla, sem leitað höfðu til hans, nema við Mammons vini eina, hafði liann liaft hið sama svar: »Eg kemst ekki til að skipta mér af því«, og vísað þeim á bug. Mannvinir, góðgjörðasamir og trúræknir menn, höfðu beðið hann um styrk, en jafnan árang- urslaust; en þegar dauðinn kom, kom undanfærsla hans að engu lialdi; hann varð að taka sér ráðrúm til að deyja.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.