Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 3
3 lijartað að hreinsast, svo að þaðan hverfi sá spillingarandi, sem þar býr inni fyrir, og erundirrót hins drottnandi lastar. »í’egar óhreinn andi fer út af manninum«, segir frelsarinn í guðspjallinu, og bendir með því á þá breyting, sem verður hjá manninum, þegar hann lætur af hinu illa. Óhreinn andi býr hið innra hjá hverjum þeim, sem er þræll syndarinnar, eða háður einhverjum lesti; því inn- an að frá hugskoti mannsins kemur allt ránglæti, »vond- ar liugsanir, hórdómur, frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirnd, illmennska, hrekkvísi, ósljórnlegt líferni, last- mæli, drambsemi, hirðuleysi. Allir þessir vondu hlutir koma að innan og saurga manninn« (Mark.7,21—23.). i’að sem veldur því, þegar eitthvað af þessu eða öðru þvílíku á lieima lijá rnanninum, er það, að hjartað er spillt, og óhreinir andar, illar girndir og ástríður, búa í sálunni. En þessir óhreinu andar, sem valda spill- iugu mannanna og ilekka líf þeirra, þeir eiga ætt sína að rekja til hins illa anda, sem var »maundrápari frá upphafi og faðir lýginnar« (Jóh. 8, 44). I'egar vér gætum þessa, þegar vér athngum það, að hið illa, sem í oss drottnar, og veldur löstum vorum, er verk djöf- ulsins, hins fláráða óvinar guðs og manna, hversu við- bjóðslegir, hversu andstyggilegir ættu oss þá að vera þeir liinir óhreinu spillingarandar, sem ríkja í hjörtum vorum, þegar vér lifum í löstum, og fremjum það, sem er andstyggð fyrir guði! Og hversu annt ætti oss þá að vera um það, að út reka þá sem fyrst, svo þeir hælti að drottna yfir oss, hælti að saurga sálir vorar og flekka Iíf vort! Oss ríður á engu meir ea að út reka úr hjörtum vorum þessa illu anda, og á því á betrunarverk vort að byrja. Guðsorð bendir oss iðuglcga á það, að

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.