Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 7
sér, og geíur sig ekki að öllu leyti á vald Krists og hans auda. Gamalt spakmæli segir, að iðjuleysið sé móðir allra iasta. í’etta rætist á hverjum þeim, sem leggur niður einhvern löst, en temur sér ekki í þess stað eitthvað gott og fagurt. I’etta iðjuleysi lians fæðir af sér annaðhvort hinn sama löst, sem áður drottnaði hjá honum, eða einhvern annan. Ef hjarta mannsins er tómt, ef hann ekki, í stað hins illa, sem hann liafn- ar, leggur stund á eitthvað gott, sem hann elskar og hefir mæturá, þá erþettatóma hjarta »sópað og prýtt« fyrir hinn illa anda, þegar hann snýr þangað aptur, svo lionum veitirhægt að ná þar bólfestu að nýju, oghneppa manninn í hina fyrri ánauð eða aðra enn þýngri. Þess vegna þurfa allir þeir, sem vilja af leggja einhvern löst, að innræta sér vel hið gagnstæða hugarfar, og kost- gæfilega að leggja stund á það, sem gott er og guði þóknanlegt; því kostgæfilegar sem maðurinn ástundar það, sem gott er, því betur sem hann rækir dyggðina, og kappkostar að gjöra skyldu sína, í hverju sem er, því síður geta freistingarnar sigrað hann, og því óhætt- ara er honum við lirösun og falli. Sá sem vill að fullu af leggja cinhvern löst, þarf að sjöustú að liafa það hugfast, að, ef hann hrasar að nýju, verður ásigkomulag hans enn verra en áður, og hættan enn meiri. Á þetta bendir frelsari vor í guðspjallinu, þegar hann segir um hinn óhreina anda, sem snýr aptur, til að taka sér að nýju bústað í lijarta mannsins: »í*á fer hann og tekur með sér aðra sjö anda sér verri, og er þeir eru inn komnir, setjast þeir þar að; verður svo hið síðara ásigkomulag mannsins verra en hið fyrra«. Þetla er skýr og skil- merkileg lýsing á því, hversu hættulegt það sé að falla

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.